Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. Janúar 1963 MORCUNBLAÐ1Ð 17 Jón Hjartarson frá Saurbæ Minningarorð SUNNDAGINN 13. þ. m. andaðiSt hér í bænum heiðursmaðurinn Jón Hjartarson er bóndi var á Saurbæ í Vatnsdal um langt 6keið. Hann var fæddur í Sauðanesi á Ásum 5. marz 1879. Voru for- eldrar hans hjónin: Hjörtur Jón- asson og Ástríður Jónsdóttir. Hann ólst upp á fleiri stöðum í Húnavatnssýslu, en var lengst hjá Birnu Sigfússyni alþm., bæði meðan hann bjó í Grímstungu og svo á Kornsá. Árið 1'906 hóf Jón búskap á Uppsölum í Sveinsstaðahreppi og bjó þar 2 ár. Síðan tvö ár á Snæringsstöðum í Vatnsdal. En árið 1910 flutti hann að Saurbæ ög bjó þar í 15 ár til 1925. Flutti hann þá til Reykjavíkuf og stund aði ýmis störf. Rak meðal annars eigin verzlun um skeið. Árið 1930 vann hann mikið að undirbún- ingi Alþingishátíðarinnar á Þing- völlum. Fluttist svo upp úr því að Skeggjastöðum í Mosfellssveit og keypti þá jörð. Þar bjó hann um nokkurra ára skeið, en flutti til Reykjavíkur í byrjun styrj- aldarinnar síðari. Var um nokkur ár vörður í kirkjugörðum Reykja yíkur og vann þar mikið starf. Jón kvæntist árið 1908 Guð- rúnu Friðriksdóttur mjög mætri konu. Eignuðust þau tvö börn: Helgu fædda 1909 og Hjört fædd- ur 1912. Helga giftist Árna Stein- þórssyni verkstjóra hjá Olíufé- laginu. Er hann nú dáinn. Hjörtur er kvæntur Þórleifu Sigurðar- dóttiu-. Hefir hann um langt skeið rekið verzlunina „Olympía" og er þekktur maður hér í bæ. Eina fósturdóttir Margréti að uafni ólu þau hjónin: Jón og Guðrún upp og gerðu hana að kjördóttur sinni. Er það systur- dóttir Jóns og voru foreldrar hennar hin kunnu hjón: Guðný Hjartardóttir og Jakob Frímanns son á Blönduósi. Margrét er gift Harry Friðrikssen framkvæmda- stjóra S.f.S. í Hamborg. Stjúp- dóttir Jóns Anna Benediktsdóttir er búsett hér í bænum. í Húnavatnssýslu var Jón Hjartarson þekktastur sem bóndi í Saurbæ. Naut hann mikils álits og vinsælda sem greindur maður og geðfelldur. Meðal nágranna og sveitunga var hann sérlega vinsæll sem skemmtilegur maður, hjálpfús og greiðvikinn. Búskap sinn rak hann með snyrtimennsku og fyrirhyggju. Gerði og miklar umbætur á jörð sinni eftir því sem þá tíðkaðist. Byggði meðal annars vandað íbúðarhús úr Steinsteypu. Sami var og bragurinn á bú- skap hans á Skeggjastöðum eftir því sem mér er sagt. Gerði hann þar það afrek að byggja upp nýtt íbúðarhús og fleiri hús, enda þó hans búskapartími á þeim stað yrði svo stuttur sem reynslan sýndi. Kom það í ljós, að á báðum Stöðum kom þessi sívinnandi og verkhyggni maður miklu í verk. Má því segja, að gæfan hafi fylgt honum á ævibrautinni og á hon- um sannaðist hið forna orð „að hver er sinnar gæfu smiður". Þó bar dimman skugga á æfileiðina þegar hann missti sína ágætu konu. Hún andaðist 16. marz 1942 og var það mikill sjónarsviftir íyrir alla fjölskylduna. Árið 1945 varð Jón Kjartans- son vörðux á ALþimgi og hefir haft það starf á hendi alla tíð eíðan. Kynni okkar þar eru því orðin nokkuð löng og svo er um marga aðra alþingismenn. Þessi prúði, alúðlegi og greindi maður naut bar sem annars- staðar almennra vimsælda. Hann var alltaf og æfinlega greiðvik- inn hjáipfús og skemimtilegur, og stanf siitt stundaði hann af hinni mestu skyldiurækni og sam viskusemi. Sætti jafnvel umdr- um siðustu árin hve þe&suim gamla mamni reyndist fært í snúnimgum og allra handa stússi. En öllum sem honum kynmtust þótti vænt um hann. Það leyndi sér ekki, að þar fór vel greindur og hugljúfur starfsmaður. f fjöl- menni og gleðskap lék hann á alls oddi. Hann var vel hag- mæltur, en nokkuð dulur á kveð skap sinn. Hinu mátti fljótt kynnast, að hann kunni feyknin öil af anmara ljóðum, og að honum var ekkert annað um- talsefni jafn hugljúft, sem vís- ur og önnur ljóð. Kom það og bezt í Ijós hve maðurinn var glöggur fumdvís á kosti og galla glöggur og fundvís á kosti og galla rímaðs máls, og þeirra hug- sjóna. og þekkingar sem þar var að finna. Hann var og vel fróður í einnig mjög skemmtilegur í viðræðu. Allt þetta studdi að því, að gera þennan aldurihnigna mann vinsælan og aðlaðandi. Þess vegna kom það aldrei til greina hjá forsetum og skrif- stofustjóra Alþingis að láta hann hætta á meðan hann vildi vera í starfi enda þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár. Nú þegar þessi aldni samstarfs •maður er horfinn yfir tjaldið mikla, þá votta ég börnum hams og öðrum námustu aðstandemd- um einlæga samúð og hluttekn- ingu í tilefni af burtför hans. Minningarnar um hann eru á- nægjulegar og hreimar. Á þær ber engan skugga. Þess vegna er hann af öllum kunnugum kvaddur með þakfclæti fyrir góða starfsemi og ánægjulega við- fcynningu. Honurn fylgja ítrustu blessunaróskir inn í hima nýju veröld. Jón Pálmason. ÞÚ ert fluttur yfir landamærin miklu gamli vinur. Kynni okkar Jóns Hjartarsonar hófust 1898 er hann þá um vorið réðist til foreldra minna Ingunn- cur Jónsdóttur og Björns Sigfús- sonar ér þá bjuggu að Gríms- tungu í Vatnsdal. Ég var þá 11 ára. Árið eftir fluttu foreldrar mínir að Kornsá og Jón með þeim og var þar svo næstu 3 árin. Jón Hjartarson naut lítillar fræðslu í uppvextinum eins og þá vildi við brenna með umkomu- lítil börn sem ólust upp hjá vandalausum oft við kröpp kjör. Strax fór að bera á þeim eigin- leikum Jóns sem síðar gengu eins og rauður þráður gegnum allt hans líf. Óvenjulega létt og gott skaplyndi, hnittileg og greindar- leg tilsvör. Maðurinn var að eðlis fari prýðilega vel gefinn, ósér- hlífinn og atorkusamur í störfum. Snyrtimennska og trúmennska í hvívetna. Næstu 3 árin var Jón svo á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. 1906 hóf Jón Hjartarson svo búskap á einu rýrasta kotinu í Sveinsstaða hreppi Uppsölum með líklega einhverjar örðugustu kringum- stæður sem ég hef þekkt, til að byrja búskap. Flytur að Snær- ingsstöðum í Vatnsdal 1998 er þar 2 ár og þar verður hann fyrir mesta láninu í lífi er hann fær og giftist Guðrúnu Friðriksdótt- ur, afburðakonu, hvað snertir greind, stjórnsemi, verkkunnáttu, skaplyndi og hjartagæsku, og í allri framkomu og útliti svo af bar á öllum mannamótum, enda vaþð öll sambúð hin ákjósanleg- asta og öðrum til fyrirmyndar. Það var því engin furða þótt börn þeirra 2 og fósturdóttir, yrðu allt fyrirmyndar fólk að dugnaði og manndómi. 1910 fóru þau hjón Jón og Guðrún að Saurbæ í Vatnsdal og keyptu þá jörð, sem var lítið mjög kostarýrt býli. Þar hóf Jón strax miklar umbætur miðað við aðstæður þess tima, byggði t. d. steinhús, en slíkar byggingat voru þá rétt í byrjun í sveitum þessa lands. Og hér komu brátt í ljós þeir eiginleikar hans sem ein- kenndu hann jafnan. Bjartsýnin, umbóta þrá, kjarkur og mikil snyrtimennska í hvívetna. í Saurbæ bjó Jón í 16 ár, en þá kom fram mikil heilsuveila, sem eflaust stafaði að miklu leyti af nýmetisskorti, en nýmeti t. d. fisk var þá nálega ekki hægt að afla að staðaldri frammi í Vatns- dal. 1925 fluttu þau hjón svo til Reykjavíkur, þótt þau yfirgæfu litlu jörðina sína ekki með glöðu geði. Konu sína missti Jón 16/5 1942. Jón Hjartarson lagði margt á gjörfa hönd í Reykjavík. Var t.d. þingvörður í 17 ár og var þar prýðilega látinn sem annars stað ar. Á Skeggjastöðum í Mosfells- sveit bjó Jón frá 1931—40. Fátt tel ég lýsa manninum betur, en þetta tiltæki hans. Sem kunnugt er gekk þá heimskreppan yfir. Víðs vegar um landið héldust bændur vart við á jörðum sínum. Og fá- dæma atvinnuleysi var þá í Reykjavík. Ekkert var fjær Jóni Hjartarsyni en kjarkleysi og upp gjöf þótt á móti blési. Líka mun alltaf hafa verið rík þrá Jóns til búskapar og óbilandi trú hans á „móður jörð“. Ég tel mig lánsmann að geta talið mig í vinahópi Jóns Hjart- arsonar allt frá bernsku og að vegamótunum miklu. Og minnist þess með ánægju að hafa átt þess kost að drebka hjá honum kaffi- sopa og rabba stund við hann um daginn og veginn og finna enn glaða lund fulla af hjartahlýju og áhugamálum. Já, gott er að vera svona hugs aði ég með mér um leið og ég gekk út og sízt kom mér þá til hugar að svona væri lítið eftir af lífsþræði þessa vinar míns. Þegar ég nú í fáum dráttum reyni að bregða upp skyndimynd af Jóni Hjartarsyni verður þetta einkum fyrir mér: Óvenjulega mikil eðlisgreind, kímnigáfa og stórmiklir frásagn- arhæfileikar. Bjartsýni eiginlega bæði á menn og málefni svo af bar. Uppgjöf eða úrræðaleysi þekkti Jón ekki, enda sístarfandi til síðustu stundar. Óvenjuleg hlýja var ávallt í kringum þenn- an mann og tryggð hans og vin- festi hef ég aldrei meira þekkt Ég stilli mig ekki um að minn- ast þess að síðari ár móður minn- ar í Reykjavík þegar ég kom venjulega einu sinni á ári heim til hennar, þá var það ærið oft að hún gat þess að Jón Hjartar- son hefði nú komið og heimsótt sig og mér skyldist að hún myndi vart fá betri heimsóknir, slík hlýja stafaði frá Jóni. Nú vil ég færa þér vinur hlýj- ustu kveðjur og þakklæti fyrir þína órofa tryggð allt frá fyrstu kynnum við Kornsárfjölskylduna frá eftirlifandi systkinum. Og að síðustu dettur mér í hug sem kveðju að rifja upp eina fallegustu setninguna sem ég þekki. „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir.“ Reykjavík 16/1 1963. Runólfur Bjamason frá Kornsá. ÞAR eð nú er útséð um, að við Jón Hjartarson sjáumst oftar í þessum heimi, þyrlast upp í hug- ann margar minningar frá okkar samveruárum, nú í nær tuttugu ár. Það var lítill vandi að koma máli sínu við Jón Hjartarson. Hann var einn af þeim mönnum, sem gat talað um svo margt. Fyrir utan það, sem við kom okkar daglega starfi, var, sem báðum væri hugstæðast að ræða um landbúskap, og flest sem að honum laut og lýtur. Sennilega hefur þetta átt rót sína að rekja til þess, að báðir vorum við úr bændastétt komnir, og höfðum nokkra reynslu í þeirri grein, þar eð báðir höfðum við land- búnaðarbændur verið, drjúgan hluta af ævi okkar. Minna töluðum við um verzl- un og viðskipti, þótt báðir hefð- um einnig það nokkuð reynt. Ekki bar fundum okkar Jóns saman, fyrr en báðir vorum komnir til efri ára. Ég fann þá fljótt, að í Jóni Hjartarsyni bjó fjölhæfur maður, greindur mað- ur í bezta lagi, úr alþýðustétt. Fjör, jafnvel heldur óvenju- legt, og lifsgleði sindruðu frá honum hvar sem hann fór, og það svo, að margra ára sjúkleiki, sem hann varð stundum allmjög fyrir barðinu á, virtist ekkert geta bugað fjör hans og lífs- gleði. Og svo var lengi búið að standa, þar til fyrir örfáum dög- um, að sjúkdómurinn kom því bragði á þennan snjalla mann lífsglímunnar, að hann stendur ekki upp aftur. Það má fullyrða, að við störf sín hjá Alþingi, síðustu tæp tuttugu árin, hafi Jón staðið svo lengi, sem stætt var. Hann sagði oft á seinni árum, eftir að sjúk- leiki sá, sem nú hefur orðið hon- um yfirsterkari, fór að gera vart við sig: „Ef ég kemst niður í Alþingishús, fer mér úr því óð- um batnandi." Og alloft varð honum að trú sinni. Að lokum þakka ég þessum horfna samstarfsmanni fyrir langa og góða samvinnu, og þær ótal ánægjustundir, er ég naut í nærveru hans. Það var heilbrigð og hressandi ánægja að vera í nálægð Jóns. Ég er þess fullviss, að undir þessi lokaorð mín mun starfsfólk Alþingis taka, með kveðju og þökk. Farðu vel, Jón, guð fylgi þér. Ólafur Þorvaldsson. Svíar verja um 35 milljörðum króna til varnamála. Stokkhólmi 11. janúar NTB. • í dag lagði sænska ríkis- stjómin fram fjárlagafrumvarp fyrir komandi fjárhagsár og eru niðurstöðutölur þess hærri en nokkm sinni fyrr, eða 22 millj- arðir sænskra kr. (sem svarar rúmlega 180 milljörðum ís- lenzkra króna). Útgjöld til varnamála nema nánast fimmt- ungi upphæðarinnar Nýr rússneskur gervihnöttur? Stokkhólmi, 11 jan. NTB. í GÆR og í dag hafa heyrzt í athugunarstöðinni í Enköbing hljóðmerki utan úr geimnum og eru þau talin vera frá nýjum rússneskum gervihnetti. Merkin hafa heyrzt á 95 mínútna fresti Og urðu sterkust í morgun, er þau hófust kl. 9.20, en þá heyrð- ust þau samfleytt 1 18 mínútur. NÝKOMIÐ Kanadísk kvenstígvél úr nælon — loðfóðruð. SKÖVERZLVN Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. t" Oskum eftir konu sem getur tekið að sér skrifstofustörf háfan daginn. Góð vélritunar- og ensku kunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í síma 19440. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m., merkt: „Skóverzlun — 3199“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.