Morgunblaðið - 18.01.1963, Blaðsíða 22
Wóvcririnr a t>iB
Fostu'dagur 18. janúar 1963
Danskt-sænskt iið
móti Brasiliuliði
Frægasta knattspyrnulið heims
væntanlegt til Norðurlanda
Á SKRIFSTOFU knattspyrnu-
sambands Brasilíu í Bio de
Janeiro verður innan fárra daga
tekin ákvörðun um það, hvort
Danir og Sviar fái að sjá heims-
meistarana > knattspyrnu á
sunu-i komanda. Þá verður
rædd spurning um það hvort
taka eigi boði um leiki í Dan~
mörku og Svíbjóð en landslið
Brasiliu hefur tvívegis unnið
heimsmeistaratign með sína
snillinga, Pele, Zagallo, Santos
og Garrincha í broddi fylkingar.
Lanðsleikjaför
Brasiliumenn hafa ákveðið
landsleik við England í maí í
Lundúnum. „Scandia Pool" sam
tök danskra og sænskra félaga
hafa af þeim sökum viljað fá
Brasilíumennina heim — stutt
að fara frá London.
Brasilíumenn hafa tilkynnt
að þeir muni leika 9 leiki í
Evrópu 21. apríl til 19. maí.
Einn þeirra er landsleikurinn
við England 8. maí en hann á
að vera hápunktur hátíðahalda
enska knattspyrnusambandsins
vegna 100 ára afmælis sambands
ins.
f fyrsta sinn
Brasilíumenn fóru svipaða
kappleikjaför árið eftir að þeir
unnu heimsmeistaratitilinn í
fyrsta sinn og komu þá m. a.
við í Kaupmannahöfn. Nú hafa
Danir og Svíar bundizt samtök-
um á sviði knattspyrnu (nokkur
félög) og þessi samsteypa telux
líkur á að Brasilíumenn leiki
einn eða fleiri leiki á Norður-
löndum. Verði aðeins um einn
leik að ræða verður hann í
Kaupmannahöfn eða Gautaborg
og þá verður reynd samsteypa
sem aldrei fyrr hefur verið
reynd, úrvalslið knattspyrnu-
manna frá þessum stöðum.
MOLAR
ENN eina helgi í viðbót hefur
öllum laugardags-knattspyrnu-
leikjum í Englandi verið frestað
til mánudags. Hið „ófæra" vetr-
arveður gefur sig hvergi og að-
eins einn leikur af fyrirfram á-
kveðmun leikjum á morgun,
laugardag, er enn á kappleikja-
listanum — Carlisle gegn Grave-
send.
Þjóðverjor unnii
Sviss 23-17
VESTUR-ÞJÓBVERJAR og
Svisslendingar léku lands-
leik í handknattleik í gær og
fór leikurinn fram í Basel í
Sviss. Úrslitin urðu þau að
Vestur-Þjóðverjar báru sigur
úr býtum með 23 mörkum
gegn 11.
Eins og menn muna kom-
ust fslendingar í úrslit heims
meistarakeppninnar síðustu
með sigri yfir Svisslending-
um og þann leik vann fsland
með 18 gegn 16.
Nokkrir helztu kappanna í lyftingunum. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Björgúlfsson, stjórnar-
maður í deildinni, Gunnar Alfreðsson, Óskar Sigurðsson og Gabor þjálfari. — Fremri röð frá
vinstri: Guðmundur Sigurðsson, sem 16 ára Iyfti 94 kg, og Svavar Carlsen, sem lyfti þyngsta
hlassinu, 124 kg. j
Sá þyngsti lyfti 124 kg.
og einn 16 ára lyfti 94 kg.
Nýrri íþróttagrein hleypt af
stokkunum á kappmóti
ty&vfcSwXii-í-MSí
Guðmundur Sigurðsson
í jafnvægi.
beitir ítrustu kröftum til að ná 94 kg
Myndir: Sv. Þormóðsson.
7 Brasilíumenn í heimsíiöi
?ele og Garrincha „knattspyrnumenn
heimsins 1962"
UNGVERSKA íþróttablaðið
„Nepsport" hefur látið fram
fara atkvæðagreiðslu meðal
32 leiðandi- íþróttablaða og
fréttastofnana víðsvegar um
heim til að kjósa „bezta knatt
spyrnulið heims 1^62" svo og
„bezta knattspyrnulið Evrópu
1962". Úrslitin urðu sem hér
segir og eru atkvæðatölur
leikmanna í svigum.
Heimsliðið.
Schroiff (Tékkóslóvakm, 20)
D. Santos (Brasilíu, 22) Jusufi
(Júgóslavíu, 10) Zito (Brasi-
líu, 13) Marfo Brasilíu, 11)
Masopust (Tékkóslóvakíu, 21)
Garrincha (Brasilíu, 32) Sek-
ularec (Júgóslavíu, 14) Vava
(Brasilíu, 10) Pele (Brasilíu,
24) og Zagallo (Brasilíu, 14).
Evrópuliðið.
Schroiff (Tékkóslóvakíu, 19)
Armfield (England, 17) Jusufi
(Júgóslavíu, 9) Solymost (Ung
verjalandi, 6) Maldini (ftalíu,
12) Masopust (Tékkóslóvakíu,
18) Sandor (Ungverjal., 13)
Sekularec (Júgóslavíu, 10;
Seeler (Þýzkalandi, 14) Tichy
(Ungvorjalandi, 11) og Gento
(Spáni, 14).
f atkvæðagreiðslu um það
hver væri „knattspyrnumaður
heimsins 1962" deildu Pele og
Garrincha sigri með 32 atkv.
hvor, Masupost fékk þriðja
sætið með 27 atkv. Masupost
hlaut titilinn fyrir Evrópu með
17 atkv., Sekularev, Júgóslav-
íu hlaut 10 og Eusebio Portú-
gal 9 atkvæði.
LYFTINGAMÓT var haldið á
vegum ÍK í fyrrakvöld, en fé-
lagið stofnaði lyftingadeild inn-
an sinna vébanda í októbermán-
uði síðastliðnum og hafa um
25 menn á ýmsum aldri
þjálfað þessa íþrótt, sem telja
má eina hina elztu er á fs-
landi hefur verið lögð stund á.
Baráttan við amlóða, hálfsterk
og fullsterkan hefur Iðngum
verið metnaðarmál hvers ein-
staks, en er raeð lyftingum tek-
in upp í alþjóðlegu formi og
eftir fastmótuðum reglum.
Gabor tekur við þjálfun
ÍR stofnaði lyftingadeild í
október sl. en þá háfði myndast
nokkur hópur manna sem vildi
leggja stund á þessa fornu
íþrótt. Hvatamaður var Finnur
Karlsson og hefur hann miðlað
af þeirri þekkingu á íþróttinni
sem hann bjó yfir sem byrjandi.
Nú hefur deildinni eflzt fylgi og
munu um 25 menn á ýmsum
aldiri sem leggja stund á íþrótt-
ina.
Það var deildinni mikill feng-
ur að fá ungverska þjálfarann
Gabor, en hann hefur nú hafið
starf hjá deildinni sem þjálfari.
Þó hann sé ekki sérmenntaður
í lyftingum kann hann góð skil
á íþróttinni, enda hefur hún um
áraraðir verið Olympíugrein og
stundum allsstaðar þar sem
iþróttir eru iðkaðar.
Keppni í lyftingum fer eftir
alþjóðlegum reglum og á Olym-
píuleikum er keppt í þremur
þrautum.
Úrslit
Þetta fyrsta mót ÍR var hins
vegar byrjun að öðru meira og
einungis keppt í einni þrautinni,
þreklyftingum, þ.e.a.s. jafnhend-
ingu. Kepi>endum var skipt í
flokka eftir þyngd ao alþjóða-
lögum. Úrslit urðu þessi.
Milliþungavigt 85—90 kg
Hver keppandi fær þrjár til-
raunir og getur þyngt lóðin á
áhaldinu að vild, en hann má
aldrei láta fækka lóðum á því.
Úrslit í gær urðu þessi:
Milliþungavigt:
1. Svavar Carlsen 124 kg.
2. Þorsteinn Löve 108Vz.
Léttþungavigt:
1. Gunnar Alfreðs<5on 102%.
Millivigt:
1. Óskar Sigurðsson 95 kg.
2. Eiríkur Carlsen 96 kg. I
annarri tilraun.
3. Bergur Björnsson 83 kg.
Léttavigt:'
Guðmundur Sigurðsson 94 kg.
í annarri tilraun.
Góffur árangur
Árangur Svavars Carlsen I
milliþungavigt er mjög góður
hjá byrjanda. Hann er í sér-
flokki þessa hóps sem hefur
byrjað æfingarnar og á vafa-
laust eftir að ná miklu lengra
undir góðri þjálfun. Sérstaka at-
hygli vakti og Guðmundur Sig-
urðsson í léttvigt. Hann er að-
eins 16 ára gamall — en lyfti
þó 94 kg. Það verður að teljast
mjög gott.
Björt framtíð
Á æfingum að undanförnu
hafa þessir nýju ÍR-ingar náð
mjög góðum afrekum. Svavar
hefur t. d. lyft 130 kg á æfingu
og brautryðjandi deildarinnar
Finnur Karlsson sem lagt hefur
sérstaka áherzlu á svonefnda
„krull" að ferð sem er í því
fólgin að lyfta með ákveðinni
aðferð að brjósti, lyfti á þann
hátt 130 kg en Norðurlandamet
í þeirri grein er 126 kg. Afrek
Finns er hins vegar æfingaafrek
sem ekki hlýtur staðfestingu.
En allt þetta sýnir að lyfting-
ar eiga hér marga og góða iðk-
endur og afrekin í byrjun lofa
góðu um framtíðina. Gaibor
þjálfari á án efa að geta kennt
piltinum undirstöðuatriði til f rek
ari framfara.
MOLAR
Heimsmethafiim í stangar-
stökki, Finninn Pennti Nikula
hefur tilkynnt að hann sé fús
að fara á vegum finnska í-
þróttasambandsins í keppnis-
ferð til Bandaríkjanna. Hin
fyrsta verður 23. febrúar.
•
Danny Blanchflower fyrir-
liði Tottenham, sem slasaðist
í Ieik fyrir mánuði var
í gær lagður inn í .sjuki-nhús
til uppskurðar.