Morgunblaðið - 19.01.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.01.1963, Qupperneq 2
MORCVlsm 4ÐIÐ Laugardagur 19. jáiíuar 1963 Fimm ungir Borgfirðingar lentu í hrakningum uppi í óbyggðum i vikunni. Gistu J»eir m.a. i snjóhúsum þrjár nætur í röð. Hér sést inngang urinn eða munninn í fyrsta húsið, sem þeir reistu, og annar farkosturinn af tveimur gægist fyrir hornið. — Sjá frásögn og myndir á hls. 10. (Ljósm.: Guðni Sigurjónsson) Hlutaskipting samkvæmt kjarasamningum frá 1958 LÍÚ tapar tveimur málum í Félagsdómi Viðræöum frestað um aðild Breta að EBE f GÆR voru kveðnir upp i Félags dómi dómar í tveimur málum, annars vegar máli ASÍ vegna ▼erkalýðs og sjómannafélags Miðneshrepps gegn LÍÚ og hins- Engin end- urnýjun að sinni EKKI er gert ráð fyrir að Flugfélagið endurnýi véla- kost sinn til innanlandsflugs á þessu ári. Flugfélagið íhug- ar nú samt meira en áður hvaða úrræði yrðu heppileg- ust, sagði örn O. Johnson á fundi með blaðamönnum í gær. í sumar munum við enn sem fyrr nota Douglas DC-3 vélarnar okkar á innanlands- leiðum, þrjár talsins. Enn- fremur eina Skymastervél og millilandavélarnar eftir því sem þörf verður. Hann sagði m. a., að í sumaráætlun væri gert ráð fyrir því, að Viscount færi eina ferð í viku til ísa fjarðar. vegar í máli Farmanna- og fiski mannasambands íslands gegn LÍÚ hvorttveggja vegna reiknings- skila frá síldveiðum á sl. sumri, þ. e. a. s. hvort reikningsskil skyldi gera við sjómenn á mb. Hrönn samkvæmt kjarasamningi frá 13. júní 1958 með breytingum 15. maí 1959, eða eftir ákvæðum gerðadómsins frá í sumar. Dómur féll á þá leið, að í gildi væri samningurinn frá 1958 og skuli því reikningsskil vera gerð samkvæmt honum en ekki gerðar dómi. í máli Farmanna og fiskimanna félags fslands gegn LÍÚ var á- greiningur um hvort reikna skyldi hlut stýrimanns og vél- stjóra, ákveðið margfeldi af há- setahlut, miðað við hlut háseta samkvæmt kjarasamningnum frá 1958 eða gerðardómi frá í sumar. Dómur féll á þá lund að þar sem í gildi væri kjarasamningur milli háseta og LÍÚ frá 1958 skyldu kjör yfirmanna fara eftir þeim samningi en ekki gerðar- dómi. Á mánudaginn mun væiitan- lega falla dómur í Félagsdómi vegna reikningsskila við yfir- menn í Hafnarfirði frá síldveið- unum í sumar. Er ágreiningur um hvort miða eigi kjör þeirra við gerðardóminn eða eldri ákvæði. Þá hefur enn einu reiknings- skilamáli verið skotið til Félags- dóms. Stendur málið milli skips- hafnar í Ólafsvík og útgerðar- mannafélagsins á staðnum. Á skipi þessu voru 12 menn en samkvæmt skráðri stærð þess við ráðningu mannanna, skyldi aflahlut skipt í 11 staði. Við end urskráningu á stærð skipsins í vertíðarlok féll skipið 1 þann flokk skipa, þar sem útgerðar- mönnum er heimilt að skipta hlutnum í 12 staði. Vilja útgerðar menn því skipta í 12 staði en á- höfnin krefst þess að ekki verði skipt nema í 11 staði. Ekki er vitað hvenær mál þetta verður tekið til flutnings í Félagsdómi. Félagsdóm skipa Hákon Guð- mundsson, hæstarréttarritari, for- seti, Einar Arnalds, yfirborgar- dómari, Gunnlaugur Briem, ráðu neytisstjóri og hæstarréttarlög- mennirnir Einar B. Guðmunds- son og Ragnar Ólafsson. Havana, 1. jan. (AP). Sendiherra Vestur-Þýzka- landis í Havana hélt heimleiðis í dag frá Kúbu. Hefur sendi- ráðinu nú verið lokað. Vest- ur-þýzka stjórnin sleit stjórn- málasambandi við Kúbu í síð ustu viku vegna þess að Castró-stjórnin viðurkenndi stjórn A.-Þýzkalands. Briissel, 18. jan (NTB) — SamnLngum um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu hefur verið frestað i tíu daga. Hefjast þeir að nýju 28. þ. m. Ekki eru þó miklar horfur á því að sam- komulag náist milli Frakklands annarsvegar og hinna aðildar- ríkjanna hinsvegar um skilyrði fyrir inngöngu Bretiands. En þessi tíu daga frestur verður not aður til að reyna að ná innbyrð- is samkomulagi aðildarríkjanna. Parísarblaðið Le Mondé hefur það eftir de Gaulle forseta í dag að sá dagur muni koma að Bret- land fái fulla aðild að Efnahags- bandalaginu, en þá verði hann Veitist enn að kvenfólki SL. MIÐVIKUDAGSMARGUN, um átta leytið, veittist maður að 14 ára gamalli telpu, sem var á leið til vinnu sinnar, og stytti sér leið yfir lóðina, þar sem hin nýja lögreglustöð er að rísa af grunni. Atferli mannsins var kært til rannsóknarlögreglunnar, og talið er að hér sé um að ræða sama mann, sem að undanfömu hefur áreitt kvenfólk á svipuð- um slóðum, en enn er ófundinn. Tveir þjófar UNDIR MORGUN í fyrrinótt var brotist inn í nýlenduvöruverzlun Silla og Valda að Freyjugötu 1. Skömmu síðar voru lögreglumenn á eftirlitsferð í bíl í nágrenninu og veittu þá eftirtekt tveimur unglingspiltum, sem höfðu tösku meðferðis. — Kom á daginn að í töskunni vom vörur, sem pilt arnir viðurkenndu að hafa stolið úr verzluninni. Línubátar beita Akranesi, 1. jan. Ásmundur og Skipaskaigi róa með línu er gefur. Nú spáir hann albhvössu. í dag er regndrungi og 3 vindstig af sauð-austan. Búist er við að 5 bátar láti beita línuna á morgun: Sæfaxi, Svanur, Fram, Sigurfari og Reynir. Nú er fjórði dagurinn, sem ný ýsa hefir ekki fengist í fisk- búðurn bæjarins. Trillur eru hættar róðruim og flestar komnar í naust. — Oddu-r. Stokikihóimi, 18. jan. (NTB). Alls hafa 130 börn fæðst vansköpuð í Svíþjóð vegna neyzlu mæðranna á thalido- mid-lyfi. Af þeim eru þegar 50 látin. Auk þess er talið að uon 40 fullorðnir, sem tek- ið höfðu lyfið í lengri tíma, hafi beðið varanlegt líkam- legt tjón af völdurn þess. hættur sem forseti Frakklands Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði í París í dag að de Gaulle hefði gefið Couve de Murville, ut anríkisráðherra, sem er aðalfull- trúi Frakklands við umræðurnar í Brússel, fyrirmæli um að halda fast við öll skilyrði Rómair-sátt- málans, og ekki taka til greina neinar undanþágur varðandi að- ild Breta. Vafasamt er talið að samkomu- lag náist meðal aðildarríkjanna. Frakkar hafa látið í ljós að frest- unin á viðræðunum þýði raun- verulega að þeim sé lokið, en hin aðildarríkin halda því fram að samningum verði haldið áfram eftir tíu daga. Mýnesbóndinn sækir um bæ jar- stjórastöðu EINAR BJÖRNSSON, bóndi 1 Mýnesi, aðalmaður Mýneshreyf- ingarinnar, lagði í gær inn um sókn um bæjarstjórastarfið á Seyðisfirði. Er það eina umsókn in um það starf, þar eð Gunnþór Björnsson hefur dregið sína um- sókn til baka, eins og áður hefur verið frá skýrt Vörubíl- stjórar í Keflavík hefja vinnu- stöðvun í NÓTT er leið boðuðu vörubílstjórar í Keflavík vinnustöðvun á fiskveiðilbáta þar á staðnum vegna ósam- komulags um afgreiðslu bát- anna. Þannig háttar fál, að útgerð arfyrirtæki eiga eigin bíla til afgreiðslu bátanna, en hafa á hendi fyrirgreiðslu margra báta hvert, og komi þeir allir inn í senn, þurfa fyrirtæljin að leita til vörubílastöðvar- innar á staðnum um hjálp. Vörubílstjórar fara hins vegar fram á að fiá útlhlutað ákveðnum bátum við af- greiðslu þeirra. Um þetta stendur deilan, sem vísað hefir verið til Vinnuveitendasambandis ís- lands og starfar það nú að lausn hennar. ^m~ m~ m~ \SNA 15 hnútar 1 s SV 50 hnútor K SnjHama t úii '•••** 7 Skúrir y/ÆKasn- Kutíoskit HHmt 1 K Þrumur '////„all ^ HitatM L LmfS 1 HÆÐIN fyrir suðaustan land er ennþá mjög sterk og kyrr- stæð, mun það valda áfram- haldandi kuldum í Vestur- Evrópu. Suðlæg átt og hlýtt var um allt land, en skammt út af Vestfjörðum var NA-átt með snjókomu. Lægðin fyrir suð- vestan land var kyrrstæð og hæðin fyrir norðan land vax- andi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.