Morgunblaðið - 19.01.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 19.01.1963, Síða 15
Laugardagur 19. janúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 A-BERLIN: Stríð eða friðu. Smíði kjarnorkuvopna hefur verið mikið deiluefni á Vestur- löndum á undanförnum árum. Hópar menntamanna hafa tekið höndum saman, myndað sam- tök, og barizt fyrir því af oddi og egg, að slík vopn yrðu eyði- lögð. Sagnfræðingar hafa lagt þessum málstað lið með því að benda á, að það hafi aldrei gerzt í sögunni, að stórveldi hafi her- búizt, án þess, að það leiddi fyrr eða síðar til styrjaldar. Fundur a-þýzkra kommúnista nú í vikunni, sem Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, hef ur setið, hefur einkum snúizt um tvær leiðir, sem hugsanlegar hafa verið taldar til sigurs kommúnismans: stríð eða friður. Strax, að ræðu Ulbrichts, for- ingja a-þýzkra kommúnista, lok- inni, á þriðjudag, varð ljóst, að til tíðinda myndi draga á fund- inum. Ulbricht réðst að Kínverjum fyrir árás þeirra á Indland, sem hann sagði hafa verið ástæðu- lausa. Er það í fyrsta skipti, sem kommúnistaforingi hefur opin- berlega ráðizt að Kínverjum á þennan hátt. Krúsjeff sat brosandi undir ræðu Ulbrichts. Er þar kom, að a-þýzki kommúnistaleiðtoginn fór að bera lof á ráðamenn Sov- étríkjanna fyrir áherzlu þá, er þeir legðu á friðsamlega sam- búð, stóðu þingmenn, 4500 tals- ins, upp og fögnuðu ákaft með lófaklappi — allir, nema kín- versku fulltrúarnir þrír. Þeir stóðu að vísu upp, en klöppuðu ekki — hvorki þá, né síðar á fundinum. Þá þegar, á fyrsta degi fund- arins, varð ljóst, að Berlínar- málið mundi falla í skuggann fyrir deilunni við Kínverja og Albani. Ulbricht ræddi það mál að vísu nokkuð, en hvorki hann, né Krúsjeff komu fram með neinar nýjar kröfur í Berlinar- málinu. Ulbricht varði miklum tíma, þá fimm og hálfu klukkustund, sem hann talaði, til að ræða stefnu Albana (og þá um leið Kinverja). Kvað hann þá þröng- sýna óvini Marx-Leninisma, „er fylgdu þeirri stefnu, er leiddi til ófriðar". Hann lýsti því yfir, að ágreiningurinn við þá væri ekki aðeins ágreiningur innan al- heimskommúnismans, eins og sumir héldu í fáfræði sinni, „heldur er hér um að ræða spurningu um líf eða dauða, stríð eða frið“. Ræða Krúsjeffs á miðvikudag bar þess enn ljósari merki, að viðfangsefni Berlínarfundarins var fyrst og fremst að ræða þá trú Kínverja, að sósíalism- ann beri að leiða til sigurs með styrjöld gegn huglausum heims- valdasinnum á Vesturlöndum. í upphafi vék Krúsjeff að Berlínarvandamálinu, lagði á- herzlu á friðarsamning við A- Þjóðverja, án þess að setja slík- um samning nokkur tímamörk. Kvað hann friðarsamning myndu binda formlegan endi á síðari heimsstyrjöldina, þannig, að í Ijós bæmi, hver afstaðan væri eftir endalok Hitlerstímans. — Sagði hann jafnframt, að komm- únistar vildu ekki seilast til yfir- ráða yfir V-Berlín, „. .. ,en frið- arsamningur bætir andrúmsloft- ið í Evrópu.... og skapar betri grundvöll fyrir friðsamlegri sambúð ríkja“. Siðan vék Krúsjeff að styrj- aldarógnum. „Styrjöld, sem heimsvaldasinnar hleypa af stað, mun eyða kapitalistalönd- unum. Myndi hins vegar slík styrjöld auka á líkurnar fyrir sigri sósíalismans?" Hann svar- aði sjálfur spurningimni: „Að- eins þeir, sem loka augum fyrir staðreyndum, geta lagt trúnað á slíkt. Marx-Leninistar geta ekki vonazt til að reisa þjóðfélag sitt á rústum menningamiðstöðva heimsins.... Gleymum því ekki, að sósíalisminn mun ekki lengur hafa neina þýðingu fyrir fjölda fólks, að slíkri styrjöld lokinni, þar eð það verður þá ekki lengur í lifenda tölu“. Gat hann þess, að kjarnorkustyrjöld myndi kosta líf 700—800 millj. manna — í mörgum löndum, þar á meðal Kína. Eitt athyglisverðasta atriði í ræðu Krúsjeffs var á þá leið, að Stalin hefði verið upphafsmað- ur friðsamlegrar sambúðar. — Hann sagði: „Á það þarf að benda, að það var Stalin sjálfur, sem lýsti því yfir í viðræðum við brezka kommúnista, eftir síðari heimsstyrjöldina, að frið- samlegar aðgerðir og þingræði er leiðin til sigurs kommúnism- ans. Þetta stendur skrifað í stefnuskrá brezka kommúnista- flokksins. Leiðtogar þess flokks vita, að hugmyndin er komin frá Stalin“. Ágreininginn innan alheims- kommúnismans kvað Krúsjeff ekki vera sambærilegan við höfuðsyndir í kirkjusamfélagi, þar sem bannfæringum og brott- rekstri væri beitt. Nefndi hann Júgóslavíu sem dæmi. Hins veg- ar taldi hann fund æðstu manna allra kommúnistaríkja nú, ekki mundu leiða til neins: „Hann mun aðeins breikka bilið“. í gær var mælirinn fullur — í augum kínversku fulltrúanna — talsmaður þeirra, Wu Hsiu- chuan, réðst í 30 mínútna ræðu á afstöðu endurskoðunarsinna — þeirra manna, sem brugðizt hefðu byltingarhugsjóninni. — Ræða hans varð að hrópum, sem köfnuðu í ópum og stöppum þingheims, og loks skipaði fundarstjóri ræðumanni úr stóln um. Hámarki fundarins var náð. Deilan stendur um stríð, stefnu Kinverja, eða frið, stefnu Krúsjeffs. Afstaða hans byggist kannske öðru fremur á smíði 40.000 kjarnorkusprengja, sem Bandaríkjamenn eru nú sagðir hafa í fórum sínum — að sögn forsætisráðherrans sjálfs. EBE: „Eftir minn dag" Tvær áætlanir hafa verið sett- ar fram um framtíðarsamvinnu vestrænna þjóða. Önnur er kom- in frá Kennedy, Bandaríkjafor- seta, sem óskar eftir nánu sam- starfi Bandaríkjanna og samein- aðrar Evrópu, þar með talið Bretland. Hin er komin frá de Gaulle, Frakklandsforseta, en hann ósk- ar eftir samstarfi nokkurra Ev- rópuríkja, þar sem Bretland kæmi hvergi nærri. Hugmynd hans er að gera þessa ríkjasam- steypu svo öfluga, að hún geti gegnt mikilvægu hlutverki um gang heimsmálanna. Hugmyndir ráðamanna í París og Washington um varnarmál eru einnig ólíkar. Bandaríkin vilja ekki stuðla að kjarnorku- hervæðingu einstakra meðlima- ríkja NATO, þótt þau vilji gefa þeim nokkra hlutdeild í þeim >ætti varnarmála. Stefna þeirra er hins vegar sú, að ráða sjálf yfir þeim birgðum kjarnorku- og vetnisvopna, sem hættulegust eru og geta ein ákveðið, hvenær til þeirra skal gripið. De Gaulle vill sjálfur ráða yfir kjarnorkuher Frakka, og hann stefnir markvisst að því að koma honum upp. Hann gerir sér þó fulla grein fyrir því, að kjarnorkuhervæðing Frakka get ur aldrei orðið eins mikil og Bandaríkjanna, enda er henni hagað öðru vísi. Hann telur rétt, að Frakkar búi sig þeim kjarn- orkuvopnum, sem hentug yrðu til að gera árásir á borgir með, kæmi til styrjaldar, þar eð stór- tækari vopn geta Frakkar vart eignazt í náinni framtíð. Telur hann, að Frökkum stafi lítil eða engin hætta af slíkri hervæð- ingu. Stjórnmálafréttaritarar hafa oftar en einu sinni bent á það að undanförnu, að de Gaulle óski ekki frekari samvinnu við Breta, hann vilji frekar breikka bilið milli þjóðanna, en minnka það. Sömuleiðis hefur mikið verið um það rætt meðal franskra ráðamanna undanfarið, að tengsl Breta og Bandaríkjamanna séu of náin til þess, að aðild Breta að Efnahagsbandalaginu, sem síðar kann að leiða til samein- aðrar Evrópu á stjórnmálasvið- inu, sé möguleg. — Þeir telja hagsmunum Evrópu ekki borgið með samkomulagi við Banda- ríkjamenn, sem sé breytingum háð, og benda í því sambandi á Skybolt-málið. Þótt margir hafi óttazt, að af þessum sökum mundi ekki blása byrlega fyrir Bretum við samn- ingaborðin í Brússel nú í vik- unni, þá mun fæsta þó hafa grunað, að de Gaulle myndi skipa utanríkisráðherra sínum, Couve de Murville, að taka svo einarðlega afstöðu til aðildar Breta og raun varð á. Því hafði verið lýst yfir marg- sinnis af fulltrúum Breta í Brussel, að aukaaðild kæmi ekki til greina fyrir Bretland. — Sú krafa de Murville, að Bretar fengju slíka aðild, ellegar enga, verður því að telja algera synj- un. — Enginn vafi leikur á þvi, að æðstu ráðamenn landanna í EBE hafa að undanförnu gert sér grein fyrir því, hvert stefndi, enda er hermt, að þegar í des- ember hafi de Gaulle látið þau boð berast til brezku stjórnar- innar, að miklir annmarkar væru á aðild Breta, meðan af- staða þeirra til utanríkismála í heild væri sú, sem hún er. Fanfani, forsætisráðherra ftala, fór í skyndiheimsókn til Kenne- dys nú í vikunni. Að viðræðum loknum lýstu þeir fylgi við að- ild Breta. Afstaða ítala var kunn áður, enda var þá þegar búið að ákveða heimsókn Macmillans, forsætisráðherra Breta, til Ítalíu síðar í mánuðinum, um það bil er síðari viðræðum um aðild Breta í Brússel átti að ljúka. Lítill vafi hefur verið talinn á því leika, að neikvæð afstaða de Gaulle myndi vekja miklar deilur í V-Þýzkalandi. Kom það og greinilega fram í gær, er þrír þingflokkanna þar lýstu því yfir, að allt bæri að gera til þess að reyna að tryggja aðild Breta að EBE. Sósíaldemókratar gengu jafnvel svo langt að krefjast þess, að Adenauer, kanzlari, hætti við för sína til Parísar nk. mánudag, en þá áttu viðræður hans og de Gaulle að hefjast. Töldu þeir heimsóknina geta valdið misskilningi, sem sízt yrði til þess fallinn að auðvelda viðræður Breta við fulltrúa EBE. Þá var þegar ljóst, að ekki yrði horfið að því ráði, að hætta alveg viðræðum, heldur taka þær upp á nýjan leik í lok mán- aðarins. Kristilegi demókrataflokkur- inn og Frjálsir demókratar töldu þó rétt, að Adenauer færi, ef vera kynni, að honum tækist að miðla málum. Má í því sambandi benda á, að Adenauer hefur ný- lega lýst samþykki sínu við samninga Kennedys og Macmill- ans, er þeir gerðu með sér í Nassau, skömmu fyrir jól. Bretar eiga marga stuðnings- menn í V-Þýzkalandi, þeirra á meðal Ludwig Erhardt, vara- kanzlara. Sumir hafa þó talið varlegt að treysta um of á mátt hans. Sama hefur verið talið gilda um Gerhard Schröder, ut- anríkisráðherra, sem var fyrir nokkrum dögum í London til viðræða við Lord Home, utan- ríkisráðherra Breta, og Edwárd Heath, varautanríkisráðherra, sem er aðalfulltrúi Breta í Brússel. Adenauer hefur hins vegar fram til þessa haft loka- orðið innan þýzku stjórnarinn- ar. Afstaða hans, allt frá heim- sókn hans til Parísar í fyrra, er kunn: hann vill koma á sem nán- ustu samstarfi Frakka og Þjóð- verja, áður en hann lætur af embætti. Talið er, að aðeins eitt gæti sveigt Adenauer í afstöðu sinni, og það er sú staðreynd, að V-Þjóðverjar eru Bandaríkja- mönnum háðir um varnir. Þá er rétt að hafa það í huga, að full- trúar V-Þjóðverja í Brússel stóðu, eins og hin fjögur EBE- löndin, með Bretum — gegn Frökkum, er deilur voru sem háværastar í fyrradag. Adenauer er það einnig ljóst, að á komandi árum verða Vest- ur-Þjóðverjar eingöngu að leita á náðir Bandaríkjanna, ef til átaka kæmi um Berlín, þar eð máttur Frakka er ekki það mik- ill, að megi sín neins í slíku máli. Stjórnmálamenn af yngri kyn- slóðinni í V-Þýzkalandi gera sér jafnvel enn betri grein fyrir þessari staðreynd, og margir hafa talið það höfuðástæðuna fyrir því, að þeir styðja aðild Breta að EBE. Þeir óska ekki eftir því, að Evrópubandalag kljúfi NATO eða rjúfi tengslin við Bandaríkin. Aðild Breta myndi verka gegn slíkum slit- um. Þó vilja V-Þjóðverjar ráða meiru um varnarmál Evrópu en þeir gera nú. Samningur sá, sem gerður var í Nassau, og gerir ráð fyrir, að nokkur Evrópulönd fái stærri þátt í kjarnorkuvörn- um, á að nokkru rót sína að rekja til V-Þýzkalands. Vestur- Þjóðverjar hafa lýst því yfir, að stjórn slíks hers ætti ekki að- eins að vera í höndum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna, heldur V-Þjóðverja einnig. Á það hefur verið bent, að fram til þessa hafi eining EBE- landanna ætíð verið órofin, er til stórtíðinda hefur dregið. Lausn á vandamálum Breta hlýtur því að vera nátengd sam- komulagi á öðrum sviðum en efnahagssviðinu. Útlitið fyrir Breta er ekki gott, ef marka má orð de Gaulle í gærkvöldi: — Bretar fá vafalaust einhvern tíma aðild að Efnahagsbandalag- inu, en ekki fyrr en eftir minn dag. KATANGA: Síðasta vigið EFTIR komu sína til Elizabet- hville í síðustu viku lýsti Tshom- be, forseti Katanga þvi yfir, að hann myndi ekki gefa fleiri fyrir- skipanir, er beint væri gegn S.Þ. Vart hafði hann sleppt orðinu, er hann hótaði að sprengja í loft upp vinnslutæki námafélaigsins Union Miniere í Kolwezi, stærsta námubænum, þar sem um 80% af heildarkoparmagni Katanga er unnið. Þessi ummæli leiddu tii þess, að starfsmenn S.Þ. settu hann í stofufangelsi. Tshombe fékk þvi breytt, þannig, að hann væri frjáls ferða sinna að degi til. Þegar það leyfi var fengið, hvarf hann á brott úr borginni. Á sunnudag hélt Tshomibe fund með nokkrum ráðgjafa sinría í Ndola í N-Rhodesiu. Þann dag lýsti hann því yfir, að þá um kvöldið myndi hann halda tii Elizabethville. f stað þess flaiug hann til Kolwezi. Á þriðjudag, er Tshombe hafði verið í tvo daga í Kolwezi, sendi hann Adoula, forsætisráðherra 1 Leopoldville, og U Thant, aðal- framkvæmidastjóra S.Þ., nær sarmhljóða bréf. Þar lýsti hann því yfir, að hann féllist á sam- einimgu Katanga og Kongó. f staðinn krafðist hann friðhelgi fyrir sig,. ráðherra sína og alla þá, er unnið hefðu undir þeirra stjórn. Þvk;- ljóst, að hann eigi Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.