Morgunblaðið - 20.01.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.01.1963, Qupperneq 3
Sunnudagur 20. fanúar 1963 MORCV ynr. 4Ð IÐ ---------w-w. . W--................................... . —.. rn mj I OK UA Brúðkaupið í Kana eftir sr. Jonas Gssleson í ■ Þessi mynd sýnir dreifingu mjólkur og brauðs í borginni Vaimy i Oranhéraði, snemma 1 þessum mánuði. Eru þáð gjafir frá íslendingum. Fyrsti dagurinn ævintýri líkastur Um dreifingu gjafa íslendinga til Alsír Eftir Andrew Borowiec Algeirsborg í janúar, — Associated Press. MJÓLK og brauð frá fs- lendingum er drjúgur skerfur til þess að halda lífinu í hungruðum al- sirskum börnum fyrsta veturinn eftir að landið öðlaðist sjálfstæði. Mat- vælin eru gjöf frá íslenzka Rauða Krossinum og er þeim dreift í samvinnu við hjálparstofnanir í Alsír. Gjöfum íslendinga er dreift í vesturhluta Alsír, umhverfis Oranborg. Talsmenn Rauða Krossins segja að alls hafi verði komið upp 35 stöðvum, þar sem mjólk og brauði frá íslandi er dreift. Stöðvar þessar eru m. a. í borgunum Arzew, Sidi Chami, Bou Sfer, Perregaux, Kuldarnir í Evrópu eru helzta fréttaefni þessa dagana, og því er von að spurt sé hvernig á þeim standi. Því er til að svara, að vind- ur er þar sífellt norðlægur. Þessu valda háþrýstisvæði, sem verið hafa þaulsætin við vesturströnd álfunnsu: í vet- ur. !>ví lengur sem norðan- vindurinn stendur, kemur loft lengra að norðan og verð- ur kaldara. Er það leggur leið sína yfir Eystrasalt, molnar úr því grimmasta frostið. En * * 1. l.ttmu,, nArð. austan af sléttum Rússlands og Síberíu án þess að komast í snertingu við mildandi áhrif sjávar eða vatna, verður nap- urt á vanga. í gærmorgun var 18 stiga frost í Berlín, 15 í Hamborg og 12 i París. Handan Ermar- sunds, í London, var jafnvel 5 stiga frost. Loksins þegar þetta loft kemst í snertingu við hinn mikla varmageymi, Atlantshafið, hlýnar það upp fyrir frostmark. Til íslands kemur 5 til 7 stiga heitt með hláku afí smáskúrum. Valmy og St. Denis-du-Sig, og þar að auki í allmörgum minni þorpum, sem orðið hafa fyrir barðinu á hungurvof- unni. Hungruð alsírsk börn, sem lifað hafa af hina blóðugu frelsisstyrjöld og hermdarverk OAS-manna þyrpast nú dag- lega að mjólkurdreifingar- stöðvumun, sem ganga undir nafninu „gouettes de lait“, eða „mjólkurdroparnir“. Hvert fær einn bolla af mjólk, 50 grömm af brauði og vitamín- skammt þrisvar í viku. Þrír starfsmenn Rauða Krossins hafa yfirumsjón með matvæladreifingu í Oranhér- aði. Yfirmaður er William E. Stratton og með honum starfa Vart Korlu og hjúkrunarkon- an Johanna Wilhelmina Korlu. Þau hafa aðeins tvo litla fólks bíla og einn vörubíl til um- ráða, en alsírskar hjálpar- I NA /5 hnútor 1 SV S0 hnútar X Snjókoma 9 Oti 7 Skúrir E Þrumur W/,!z, KuUaM V HiUtkif H Hmt L Lmui \ 1 IÍ5ÍÖ 1030 I0VO 7515“ stofnanir á hverjum stað að- stoða þau eftir föngum við dreifinguna. Aðstoð Alþjóða Rauða Kross ins við Alsírbúa lýkur opin-: berlega 31. marz nk., og hefur þá 27 milljónum dollara (ca. 1160 millj. ísl. kr.) verið varið til aðstoðarinnar. Talsmenn Rauða Krossins segja að hér sé um að ræða stærsta ein- staka átak sinnar tegundar, sem Rauði Krossinn hefur gert til þessa. Eftir að hinni opinberu að- stoð Alþjóða Rauða Krossins lýkur, munu hjálparstofnanir í Alsír annast dreifingu gjafa frá deildum Rauða Krossins og öðrum mannnúðarstofnunum í hinum ýmsu löndum. „Við vonum að alsírsku hjálparstofnanirnar verði þess megnugar að taka við starf- inu“, segir einn yfirmanna Rauða Krossins. „Raunar erum við heldur bjartsýnir varðandi það. Svo virðist sem Alsírbúar séu stöðugt að koma betra skipulagi á mál sín“. Alsírskir starfsmenn hjálp- arstofnananna eru smátt og smátt hvattir til þess að taka að sér í stærri stíl dreifingu matvælanna svo og skipulags- mál í því sambandi til þess að búa þá undir að taka að öllu leyti við starfinu í marz- lok. Mjólkurdreifingarstarfsem- in er sögð vera einhver bezt heppnaða hjálparstarfsemin sem um getur í Alsír eftir að endir var bundinn á styrj- öldina þar. Að vísu hefur orðið vart við misnotkun á gjöfun- um, jafnvel svartamarkaðs- brask með þær, en stjórnin 'hefur haft hendur í hári þeirra, sem þar áttu hlut að máli og refsað þeim. Alls eru 500 matvæladreif- ingarstöðvar í átta héruðum í Alsír, allar á vegum Rauða Krossins. Mjólkur og brauð gjafirnar eru einn liður í alls- herjarátaki Rauða Krossins til þess að hjálpa hungruðum mannfjöldanum í Alsír. Rauði Krossinn hefur til þessa hjálp- að til að fæða 1,6 milljónir manna af þeim 4,6 milljónuii)., sem taldar eru i neyð. íbúar Alsír eru alls rúm- lega 9 milljónir, yfirgnæfandi meirihlutinn Múhammeðstrú- ar. Nauðstaddar eru taldar þær fjölskyldur, sem hafa ekki innan vébanda sinna einn vinn andi mann, hafa ekki uppskor- ið neitt korn á árinu 1962 og eiga færri en fimm kindur og geitur. Landbúnaðurinn 1962 í YFIRLITINU um jarðabætur 1 landbúnaðargreimnni í blaðinu 1 gær hefir talan yfir þurrheys- hlöður 1961 prentast ógreini- lega. Hún á að vera 104.05Ó. „Og á þriðja degi var haldið brúð kaup í Kana í Galíleu. Og móðir Jesú var l>ar, en Jesús var og boð- inn til brúðkaupsins og lærisvein- ar hans. Og er vín hraut, segir móðir Jesú við hann: Þeir hafa ekki vín. Og Jesú segir við hana: Kona, hvað viltu mér? Minn tími er ekki kominn. Móðir hans segir við þjónana: Hvað sem hann segir yður, skuluð þér gjöra. En þar voru sett sex vatnsker úr steini, samkvæmt hreinsunarsiðum Gyð- inga, ng tók hvert þeirra tvo eða þrjá mæla. Jesús segir við þá: Fyllið nú kerin vatni. Og þeir fylltu þau á barma. Þá segir hann við þá: Ausið nú upp, og færið kæmeistaranum og þeir færðu hon um. En er kæmeistarirm bergði á vatni því er að víni var orðið, og vissi ekki hvaðan það var, —- en þjónarnir vissu það, — kaUar kæmeistarinn á brúðgumann og segir við hann: Hver maður set- ur fyrst góða vínið fram, en þegar menn eru orðnir ölvaðir, hið lak ara. Þú hefur geymt góða vínið þangað til nú. Þetta sitt fyrsta tákn gjörði Jesú í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína. Og læri- sveinar háns trúðu á hann.‘« Jóh. 2, 1—11. Guðspjall dagsins er tekið úr kafla Jóhannesarguðspjalls. í 1. kafla þess er okkur sagt frá því, er Jesús og Jóhannes skír- ari hittust fyrst. Þá benti Jó- hannes á Jesúm og sagði: Sjá, Guðslambið, sem ber synd heims ins. Og hann hvatti lærisveina sína til að fylgja Jesú. Nokkrir af lærisveinum Jó- hannesar fóru að orðum hans. Þeir fóru til Jesú og gerðust lærisÝeinar hans. Það hljóta að hafa orðið þeim mikil viðbrigði Jóhannes var meinlætamaður- inn. Hann dvaldist langdvölum úti á eyðimörkinni, þar sem hon- um gafst næði til að iðka bæn og föstu. Þaðan kemur hann til Jórdan að flytja fólkinu boðskap sinn um iðrun og afturhvarf. Jesús hefur annan hátt á. Hann dregur sig ekki út úr skarkala heimsins, heldur sæk- ist þvert á móti eftir umgengni við fólk. Hann leitar að vísu oft út í einveru um stundarsakir, en þá jafnan til að sækja nýjan þrótt og kraft til áframhaldandi starfa meðal mannanna. Hann var kominn í heiminn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Vafalaust hefur þessum fyrstu lærisveinum hans fundizt þetta undarlegt. Og þeir hafa borið þá saman í huganum. Gátu þeir báðir verið boðberar sama Guðs, svo ólíkir sem þeir voru í hátt- um? Þess vegna notar Jesús tæki færið í brúðkaupsveizlunni til að sýna þeim mátt sinn, sýna þeim, hver hann er. Enn voru þeir ekki orðnir móttækilegir fyrir þann boðskap, sem hann ætlaði að flytja þeim um sig. Fyrst urðu þeir að læra að treysta honum. Páll S. Pálsson skáld, látinn PÁLL S. Pálsson skáld lézt að Gimli 6. janúar sl. áttræður að aldri. Páll var fæddur í Reykjavík 17. sept. 1882, en ólst upp að Norður-Reykjum í Borgarfirði. Hann fluttist svo vestur um haf árið 1900 og hefir átt þar heima síðan. Hann átti lengi heima og starfaði í Winnipeg, m. a. um nokkurt skeið við blaðið Heims- kringlu. Þrjár ljóðabækur hafa komið út eftir Pál, „Norðurreykir", „Skilarétt“ Og „Eftirleit". Þá gaf hann út ferðasögu eftir íslands- för 1964. Kona Páls, Ólína, ættuð úr Borgarfirði eystra, lifir mann sinn. Nú gafst ágætt tækifæri til að sýna, hvers hann var megnugur. Þarna steðjaðist að vandi, sem mönnunum var ekki unnt að leysa. Þess vegna er þetta krafta w verk í rauninni hvorki unnið fyrir brúðhjónin, Maríu eða gestina, heldur fyrst og fremst fyrir læisveinana, sem með hon- um voru. Hann er að leiða þá fyrsta skrefið á vegi trúarinnar. II. Veitum svo athygli orðaskiptum Jesú og Maríu. Þegar-hún verð- ur þess vör, að vínið er þrotið, kemur hún til Jesú og segir hon- um frá því. Að nokkru leyti gat >etta verið sök hans ög læri- sveinanna. Boðsgestirnir hafa orðið fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þess vegna gat verið enn frekari ástæða fyrir' Maríu að leggja honum þetta á hjarta. En jafnframt sýna orð hennar glöggt það traust, sem hún bar til hans. Hún vissi, að hann gat leyst hvern vanda. Hún hefur eflaust sjálf verið vön að leita til hans með allan vanda sinn.. Svar Jesú við þessum hógværu orðum hennar vekur undrun okkar. Hann virðist næsta af- undinn. „Kona, hvað viltu mér? Minn timi er enn ekki kominn.** En María geymdi í hjarta sér allt það, sem við hana hafði ver- ið sagt um Jesúm frá fæðingu hans. Hún vissi því, að mikið beið hans. En samt hafði hún enn ekki skilið hlutverk hans hér á jörð. Hann notaði vald sitt til að gera nafn Guðs dýr- legt meðal manna, í öðrum til- gangi aldrei. María þekkti Jesúm. Nú var hún búin að tjá honum vandann, sem að steðjaði. Því var hún örugg um, að hann mundi hjálpa. Hún átti þá trú, það traust, sem til þurfti. Því segir hún við þjónana? „Hvað, sem hann segir yður, skuluð þér gjöra.“ Og þjónarnir hlýddu. Hversu heimskulegt hlýtur þeim þó að hafa virzt það, sem hann sagði. Ausa vatni í kerin! Og ausa því síðan ; - þeim aftur! Vafalaust hafa þeir hugsað ým- islegt með sjálfum sér, en þeir hlýddu, og það var nóg. Undrið varð. Vatnið var orðið að víni. Þannig notaði Jesús tækifærið til að styrkja trú lærisveina sinna. Á sama hátt vill hann styrkja trú okkar, kenna okkur að treysta sér í öllum vanda. Hann vill skapa hjá okkur sama traust og María hafði til að bera. Þá hættum við að vera aðeins heyrendur orðsins,. sem hlustum á það öðru hvoru og gleymum því siðan eða geymum það ónot- að þar til næst við heyrum. Þá verðum við gerendur orðsins, það fær að hafa áhrif á líf okk- ar og breytni, bera ávexti Guði til dýrðar. Þetta er það fagnaðarerindi, sem Guð vill flytja okkur í dag. Hann vill opinbera okkur dýrð og mátt Jesú Krists eins og lærisveinunum forðum, og hann vill, að sú opinberun geri okkur að gerendum orðsins. Hefðu þjónarnir í Kana forð- um gert það eitt, sem þeim hefði þótt skynsamlegt, stæðu vatnskerin eflaust tóm eim 1 dag. Þá hefði ekkert undur gerzt. En þeir hlýddu því, sem þeim var sagt að gera. Þedrra eigin mat vék fyrir hlýðninni og trúnni. Þess vegna gerðist undrið. Þannig standa eins og tóm vatnsker í lífi hvers manns. Það, sem marga vantar, er trú- in, sem eys þau full, jafnvel þvert ofan í dóm skynseminnar. Við eigum að læra að treysta Guði. Þá mun hann opinbera dýrð sína og við eignast trú á hann, eins og lærisveinarnir í Kana. Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.