Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐiÐ Sunnudagur 20. janúar 1963 ’ Hvað segia þeir í fréttum Þaö þarf að rækta landið og stækka búin VTÐ hittum hinn nýskipaða búnaðarmálastjóra dr. Halldór Pálsson í skrifstoíu hans í Búnaðarfélagshúsinu. Spurð- um hann fyrst um hið nýja starf, í hverju það væri fyrst og fremst fólgið. — Búnaðarmálastjóri hefir á hendi framkvæmdastjórn Búnaðarfélags íslands í dag- legum rekstri þess og sér þar með um framkvæmdir á sam- þykktiun Búnaðarþings. Bún- aðarfélagið hefir á hendi yfir- umsjón með allri leiðbeining- arstarfsemi búnaðarmála í landinu. Búnaðarþing vinnur stöðugt að endurskoðun bún- aðarlöggjafarinnar. — Hvernig er leðibeiningar- starfsemin á vegi stödd? — Leiðbeiningarstarfsemin er byggð á gömlum grunni og hefir stöðugt færst í aukana einkum síðustu tvo áratugina með tilkomu héraðsráðunaut- anna, sem vinna undir stjórn búnaðarsambandanna með yfir umsjón B. í. — Hvernig er háttað fjár- hag til leiðbeininga? — Fjárhagur B. í. hefir allt- af verið þröngur. í>ví hefir ebki verið hægt að færa út leiðbeiningarstarfið eins og æskilegt hefði verið. Sama gildir einnig um búnaðarsam- böndin. I>au fá úr ríkissjóði hálf laun ráðunautanna, en bændur verða sjálfir að sjá um hinn helminginn og auk þess allan ferða- og skrifstofu- kostnað þeirra. Bændur hér á landi leggja því fram mun meira fé til leiðbeiningarstarf semi heldur en stéttarbræður þeirra í öðrum löndum t. d. á Bretlandi og öðrum ensku- mælandi löndum þar sem ég er kunnugur. Þar greiðir ríkið alla leiðbeiningarstarfsemi. Laun leiðbeinenda hér eru lág einkum þar sem vinnu- V dagur þeirra er alla jafna mjög langur og ekki hægt að einskorða hann við ákveðinn tíma daglega. Þeir geta því ekki tekið að sér aukastörf svo sem kennslu eða þess hátt ar. Hins vegar eru kjör ráðu- nauta hér ekki verri en gerist í öðrum löndum. — Hvert er gildi leiðbein- ingarstarfa fyrir landbúnað- inn? — Framfarir á sviði land- búnaðar sem öðrum byggist fyrst og síðast á menntun, jafnt bóklegri sem verklegri. Á tímum örra breytinga er tilraunastarfsemi samfara leið beiningarstarfsemi enn nauð- synlegri en nokkru sinni fyrr. f Bandarikjunum kallast leið- heiningarstarfsemin kennsla fyrir fullorðna þar sem hald- in eru námskeið, efnt til funda þar sem fyrirlestrar eru fluttir og rætt um nýjungar. Bændastéttin þarf að hafa góða almenna menntun og góða faglega menntun. Þetta öðlast hún með skólagöngu bæði almenns eðlis og búnað- arskóla svo og með því að not færa sér alla leiðbeiningarstarf semi bæði í ræðu og riti. Tilraunastarfsemi er nauð- synleg fyrir leiðbeiningarstarf semina en leiðbeiningarstarf- semin er ekki síður nauðsyn- leg fyrir tilraunastarfsemina, Bændur eiga þó jarðir sínar sjálfir en þurfa að fá vexti fyrir það fjármagn, sem í land inu liggur, enda skulda marg- ir þeirra mikið í jörðunum. Er kaupgjald hækkaði urðu bændur að fækka verkafólki og það streymdi til bæjanna. Bændur leystu þetta með því að taka tæknina í þjónustu sína við öll störf. Þeir gerð- ust einyrkjar, en kaupa ýmis- konar vinnu af fyrirtækjum, sem annast slíka þjónustu. T. d. er borið á því nær allt land úr flugvélum. Bóndinn hringir í fyrirtækið, sem ann- ast slíka þjónustu og biður um dreifingu á tiltekið landsvæði. Hann fær svo reikning næsta dag fyrir áburðinn og vinn- una. Sama gildir t. d. um rún ing sauðfjár. Flokkar rúnings- manna ferðast bæ frá bæ og rýja féð í ákvæðisvinnu. Bónd inn annast smölun fjárins og sér um að það lembi sig eftir rúninginn. Bændur hafa mjög einhæft búskap sinn á síðari árum til að nýta sem bezt vinnuaflið og tæknina. Búskapur Nýsjá- lendinga byggist nær einvörð- ungu á grasrækt og grasið notað ýmist til mjólkur- eða kjötframleiðslu. Mjög fáir bændur hafa blandaðan bú- skap. Sá bóndi, sem stundar mjólkurframleiðslu, á venju- lega enga sauðkind, stundar enga garðrækt en gengur óskiptur að framleiðslu mjólk urinnar. Fjárbændur hafa oft einnig nokkuð af holdanautum en kaupa að jafnaði neyzlu- mjólk, ef þeir eiga þess kost. Geti þeir ekki fengði mjólk ikeypta eiga þeir eina eða tvær kýr fyrir heimilið og mjólka þær einu sinni á sólarhring. Þeir láta kálfana ganga undir þeim, en stía þeim frá á kvöldin og mjólka kýrnar að morgni. — Eru þá sérstakir korn- ræktarbændur? — Nei. Nýsjálendingar stunda mjög litla kornrækt. Margir bændur nota t. d. alls «kki plóg. Þó þarf stundum að plægja landið til að koma því í rækt, en oft tekst það án plægingar. í einu héraði á suðureynni svokölluðum Canterburrysléttum er þó stunduð allmikil kornrækt. Þar er full þurrkasamt til að byggja einvörðungu á gras- rækt. Kornbændur eiga þá oft annað hvort sauðfé eða kýr til að nytja það af landinu, sem ekki er notað undir akra. — Gefa bændur þá ekki kjarnfóður? — Nei, kjarnfóður þekkist varla handa sauðfé og kúm. Aðeins veðhlaupahestar, sem mikið er af í landinu fá korn. Aðallega er ræktað bygg handa hænsnum, hafrar handa veðhlaupahestum og hveiti til manneldis. Mikið_ er þó flutt inn af hveiti frá Ástralíu, sem er lakara grasræktarland. — Það virðist sem við get- um margt af Nýsjálendingum lært. Er þá t. d. nauðsynleg mikil kjarnfóðurgjöf hér á landi? — Já. Það stafar af því að við höfum ekki grængresi nema 4 — 5 mánuði ársins en hinn tímann þarf búfé okk- ar kjarnfóður, einkum síldar- mjöl fyrir beitarfénað til að geta fullnýtt hin sölnuðu beit- argrös. Afurðageta kúnna er ekki fullnýtt með heyfóðri einu saman á vetrum. — Og þá eru einnig sér- Framth. á bls. 23 „Viö veröum aö vinna Dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri þar sem ella væri niðurstöð- um tilrauna lítt komið á fram færi. í leiðbeiningarstarfseminni má aldrei vanmeta reynslu bændanna sjálfra. Snar þáttur leiðbeininganna hér er sá að ráðunautarnir útbreiða fróð- leik, sem þeir hafa fengið hjá fyrirmyndarbændum. Það er eðli bænda eins og annarra manna að reyna að finna ástæðuna fyrir því, ef illa gengur, annarsstaðar en hjá sjálfum sér þótt hún stafi af vanþekkingu og eigin klaufaskap. Það er t. d. al- gengt að heyra sauðfjár- bónda halda því fram að ástæð an fyrir lélegu fé hjá honum sé lélegt land. Á síðustu árum hafa margir bændur sannað að hægt er að framleiða afurða- gott fé í litlum landkostasveit um svo sem undir Austur- Eyjafjöllum og í Lóni í A- Skaftafellssýslu og víðar. Með Nýsjálendingum — Þú ert nýkominn heim eftir langa dvöl hjá Nýsjálend ingum. Hvað sást þú merkast þar um slóðir? — Nýsjálendingar hafa leyst vandamál landbúnaðarins bet- ur en nokkur önnur þjóð, sem ég þekki. Þjóðin er vel efn- um búin og lifir í velsæld og laun verkamanna eru mjög há og tryggingarkerfi fullkomið, enda lengi búið við sósíaldemo kratiska stjórn þótt eins og sakir standa hafi hægri öflin völdin. Landið er dýrt. Aðalkostn- aðarliðurinn er landrentan. eins og þrælar" MORGUNBLAÐIÐ hefur rætt við Kristmund Sigurðsson, varðstjóra umferðadeildar rannsóknarlögreglunnar, um þau erfiðu vinnuskilyrði, sem deildin á við að búa. Krist- mundi fórust svo orð: — Húsnæðið, sem við vinn um í, er algerlega óviðunandi. Við erum þrír í tveim litlum herbergjum, svo þrengslin eru fyrir neðan allar hellur. — Þetta veldur okkur erfið leikum við að taka á móti þeirri miklu aukningu, sem hefur orðið á árekstrum og um ferðaslysum að undanförnu. — Yfirsakadómari, Logi Einarsson, hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að fá bætt úr þeim slæmu vinnu- skilyrðum, sem við búum við, en róðurinn hefur reynzt erf- iður. — Vegna þrengslanna eig- um við t. d. mjög erfitt með að tala við fólk í viðkvæmum mál um, svo sesm vegna ölvunar við akstur eða alvarlegra slysa. — Opið er á milli herbergj anna og heyrist allt á milli sem sagt er. Oftast eru stöð- ugar yfirheyrslur í báðum her bergjunum. Ljóst má vera að slíkt er ekki heppilegt. — Á síðastliðnu ári af- greiddi umferðardeildin 2568 mál og 2057 árið áður. Iðu- lega eru margir yfirheyrðir varðandi hvert mál, jafnvel 10—20 manns. Það gefur því auga leið, að þröngt er á þingi hjá okkur í þessum litlu her- bergjum. — Starfsmennirnir eru þrír. Auk mín, Kristján Sigurðsson og Borgþór Þórhallsson. — Þótt þeir séu fyrirtaks starfsmenn er óhjákvæmilegt að bæta við mönnum vegna hins síaukna fjölda mála, sem við verðum að vinna úr. — Við erum þó í þeirri klípu að þýðingarlaust er að bæta mönnum við vegna þrengsl- anna. Það verður ekki hægt fyrr en aukið húsrými fæst. Kristmundur Sigurðssou varðstjóri — Hér er unnið frá kl. 9 á morgnana til kl. 8 á kvöldin. Það segir þó ekki alla sög- una, því við erum kallaðir út á nóttunni, ef slys ber að hönd um. — Það eykur starfið enn, að við þurfum oft að fara á sjúkrahúsin til að taka skýrsl ur af slösuðu fólki, sem liggur þar ef til vill til langframa. Ennfremur þurfum við iðu- lega að taka skýrslur af fólki í heimahúsum af sömu ástæð* um. — Tryggingafélögin fá afrit af öllum skýrslum, sem um- ferðadeildin gerir, og eykur það störfin að sjálfsögðu. ___ Eftir því sem árin líða eykst álagið á símann og má heita, að hann þagni ekki all an daginn. Menn þurfa að spyrjast fyrir um skýrslur vegna tryggingafélaganna og eins og annars. Siminn veld ur okkur miklum töfum. — Á móti þessum rauna- lestri kemur þó sú framför, sem við teljum að létti störf okkar mikið, en það er stofn un sérstakrar umferðadeildar innan götulögreglunnar á dag- inn. — Hún hefur frá upphafi haft menn sem skila mjög góðri vinnu og er samvinnan við þá eins og bezt verður á kosið. Þeir hafa skilið mikil- vægi þess, að frumskýrslurnar séu glöggar og í þeim komi allt fram sem máli skiptir og getur orðið til upplýsinga. — Vegna hinna erfiðu vinnu skilyrða höfum við orðið að vinna eins og þrælar til þess að málin drægjust ekki úr hömlu. — Haldi árekstrarnir og um ferðaslysin áfram að vaxa eins og þau gerðu á sl. ári er mjög vafasamt, að nokkur leið verði fyrir okkur að geta unnið úr öllum þeim málum fyrr en nýtt húsnæði fæst og meira starfslið, sagði Kristmundur Sigurðsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.