Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. januar 1963 MORGVNBLAÐIÐ anum a MORGCNBLAÐIÐ hefur snú- ið sér til 6 listmálara og leitað álits þeirra á ofangreindri spurningu. Svör þeirra fara hér á eftir: Hvað finnst yður um þau ummœli Krúsjeffs á málverkasýningu í Moskvu fyrir skömmu, að ekki vœri hœgt að sjá, hvort abstrakf málverkin vœru gerð af mannahöndum eða asni hefði slett hal- léreftið BENEDIKT GUNNARS- SON listmállari: Erfitt er að leggja raunhæft mat á þessi ummaeli Krúsjeffs án þess að hafa séð verk þau, sem liggja þeiim til grund- vallar. Ef til vill hafa verið þarna einhver tadhistisk mél- venk og skil ég vel það fólk, sem lætur sér ýmislegt Ijótt um munn fara andispænis slík um hluturn þótt hitt sé ör- uggt, að í mörgum slífcum mál verkum leynist viss mynd- ræn fegurð. En tachisminn er ekki kjarni hinnar abströktu óhlutlægu myndlistar. Menn verða að sfcilja, að innan allra listgreina vinna margir kunnáttulitlir menn, sem hvorki vita hvað sjálfs- gagnrýni er né hlédrægni og hika aldrei við að trana fram andlegu getuleysi sínu. Þetta eru þjónar forheimsk unnar og verðskulda hinn harðasta dóm. En þessa dóna er stór hluti þjóðanna sístyrkj andd og aðstoðar þannig við saurgun þess, sem heilagt er. Hinir alvarlega þenikjandi abstraikt málarar eru sem betur fer í stórum meirihluta. Fjölmargir hafa hlotið hefð- bundna akademiska myndlist anmenntun, en þróun þeirra, sem skapandi og síleitandi listamenn, hefur stefnt í átt til hins abstrakta. Og ég fullyrði, að innan hinnar abströktu ó- hlutlægu listar finnum við í dag beztu, þróttmestu og sönn uistu myndlistarmenn okkar samtíðar. Til gamans má geta þess, að það var Rússi, sem grundivallaði hina abströktu myndlist nútímans, þótt hitt sé staðreynd, að abstrakt eig- indir eru ríkur þáttur sannrar myndlistar allra tíma. — I>að er ósanngjarnt að heim.ta af mönnum sérþekk- ingu á listum og flóknum fræðigreinum, ef þeir hafa aldrei átt þess kost að afla sér fræðslu um þau mól. En þrátt fyrir allt virðist mér flest benda til þess, bæði vegna nýrra og eldri ummæla Krúsjeffs um myndlist, að hann sé einn þeirra mörgu í öllum löndum heims, sem af uppeldisfræðilegum ástæðum hefur farið á mis við alla al- varlega myndlistarfræðslu eða jþá, að hann sé óoptikalskur eða ónæmúr á myndrænt mál. Þetta varpar auðvitað ekki neinni rýrð á Krúsjeff sem stjórnmálamann, en gæti skýrt þessa umræddu afstöðu hans. — Ég veit af reynslu frá því ég sá um upphengingu fyrir nokkrum árum á íslenzkum málverkum nær eingöngu ab- strakt, á stórri samsýningu í Moskvu, að meðal yngri kyn- slóðarinnar í Rússlandi eru fjölmargir sérlega hæfileika- miklir myndlistarmenn, sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni, þegar þeiir hafa leyst af hólmi Wna gömlu afturihöldssömu ráðamenn listasamtakanna. Og óg hef þá trú, að Rússar leysi brátt á farsælan hátt þessi vanda- máil sín. Að lokum, Krúsjeff er oft frumlegur spaugari, en þessi brandari' um asnann og mynd listina, sem ég hef með vilja reynt að svara alvarlega, er svo margþvældur, að erfitt er að greina, hvort hann er eftir manni hafður eða hvort rúss- neskum múlasna hefur verið kennt að taka sjálfan sig svona hátíðlega. JÓHANNES JÓHANNES- SON listmáSari: >að virðist ýera viðtekin regla að þeir, sem ekkert hugsa um myndlist og hafa engan áhuga á henni, skoða td. aldrei málverk, já, kunna það beinlínis ekki, þykjast, hafa ótakmarkað vit á myndlist. ís- lenzkir myndilistamenn þebkja þetta fyrirbæri ekki síður en erlendir starfsbræður þeirra. — Hvað viðvíkur ummælum þeim, sem höfð eru eftir Krú- sjeff, væri gleðilegt, ef þau yrðu til þess, að menn tækju afstöðu gegn íslenzkum Hann- esaráhominu og Hriflusjónar miðum í myndlist. HAFSTEINN AU STMANN listmáOari: Ég er þeirrar skoðunar, að ríkisvaldið eigi ekki að skipta sér af listum, nerna til þess að búa listamönnuim sæmi'leg vinnuskilyrði. Ég hef þá trú, að málarar, hvort sem þeir eru fyrir austan eða vestan, haldi áfram að méla eins og þeim sýnist, þrátt fyrir orða gjálfur stjómmálamanna. KARL KVARAN listmaiari: f>ar sem ég sá ebki um- rædda málverkasýningu, get ég ebki fellt dóm á þau um- mæli, sem höfð eru eftir Krú- sjeff. kristjAn DAÐVÍÐS- SON listmájari: Mér er ebki kunnugt, hvort þarna er um að ræða merka eða ómerka málverkasýningu. Engu að síður finnst mér um- mælin nobkuð geðvonzkuleg og vanhugsuð. ÞORVALD- UR SKÚLA- SON listmálari: Eg álít, að þetta sé mjög aligeng skoðun hjá fól'ki, sem verður þvermóðskufullt út í nútíma liist, vegna þess, að það hefur ekkert auga fyrir list yfirleitt. Og þar eru stjórn málamenn ekiki barnanna beztir. Söfnin Mlnjasafn Reykjavikurbæjar, Skúia túm 2. opið dag'ega frá kL 2—4 nenia mánudaga. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74. er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu tíaga kl. 1.30 til 4 e.h. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, siml 1-23-08 — Aðalsafnið Þingholtsstræti 29A: Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga nema laugardaga 2-7 og sunnudaga B-7. — Lesstofan: 10-10 alla virka tíaga 2-7. — Útibúið Hólmgarði 34: Opið 5-7 alla virka daga nema laug- ardaga og sunnudaga. — Útibúið Hofs vallagötu 16: Opið 5.30-7.30 alia daga tíaga nema laugardaga 10-7 og sunnu- nema laugardaga og sunnudaga. Asgrímssafn, Bergstaðastrsetl 74 er opið príðjud.. fimmtud. og sunnudaga frá kl. ] .30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Hagatorgi 1, er opið mánudaga, mi&vikudaga og föstudaga, kl. 10—21, þriðjudaga og fimmtudaga kj. 10—18. Strætisvagna- ferðir: 24,1,16,17. FRÉTTASIMAR MBL. ( — eftir íokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlcndar fréttir: 2-24-84 + Gengið + Til leigu nú þegar íbúðarhæð, 5 herb., skáli, eldhús og baðherbergi. Greinileg til- boð merkt: „Sólríkt — 3208“ sendist blaðinu. Til leigu herbergi með aðgangi að eldhúsi, Löngubrekku 15, Kópavogi. Uppl. í síma 36882. Hjón óska eftir herbergi í Keflavík sem næst Hraðfrystistöð Keflavíkur. Uppl. í síma 1104. Margrét Jónsdóttir. 2ja herb. íbúð til leigu í Silfurtúni. Uppl. í síma 51002 í dag miili kl. 13.00 Og 15.00. Bílútvarp Óska eftir 12 v. bílútvarpi. Upplýsingar í síma 51002. ATHUGIÐ ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. Félag íslenzkra iðnrekenda Ársháfíð F. í. I. verður haldin í Lido föstudaginn 1. febrúar n. k. og hefst með borðhaldi kl. 18:00. — Þeir félagsmenn, sem ætla sér að taka þátt í árs- hátíðinni, eru beðnir að sækja aðgöngumiða sína í skrifstofu félagsins. Skátar! Skátar! 16 ára og eld'rí Dansleikur verður í Skátaheimilinu sunnudaginn 20. janúar kl. 8,30. K. S. F. R. lingt fólk Gömlu dansarniv INiýr klúbbur N.k. miðvikudagskvöld kl. 9 verður stofnaður nýr gömludansaklúbbur fyrir ungt fólk á aldrinum — 16 25 ára. — Starfsemi klúbbsins verður annan hvem miðvikudag í Góðtemplarahúsinu. — Hljómsveitar- og dansstjóri verður Árni Norðfjörð. Innritun fer fram í Góðtemplarahúsinu mánudag kl 7—9 s.d. — þriðjudag kl. 7—9 s.d. — miðvikudag frá kl. 8 s.d. Ungtemplarafélag Einingarinnar. Onfirðingar Árshátíðin verður að Hlégarði laugardaginn 26. janúar kl. 8,30. Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 7,30. Lands- þekkt skemmtiatriði. — íslenzkur matur. — Að- göngumiðar hjá: Gunnari Ásgeirssyni, Suðurlands- braut 16; Ragnari Jakobssyni, Vonarstræti 4; Hálf- dáni G. Viborg, Mávahlíð 26; Reynisbúð, Bræðra- borgarstíg 43; Steingrími Guðmundssyni, Hafnar- búðum og West End, Vesturgötu 45. Önfirðingafélagið. 18. janúar 1963. Kaup Sala 1 Sterlingspund 120,39 120.69 1 Bandaríkjadollar . .. 42.95 43,06 1 Kanada<iollar 39,89 40,00 100 Danksar kr. .......... - 623,02 624,62 100 Norskar kr. . 601,35 602,89 100 Sænskar krónur _ „ 828,80 830,95 100 Pesetar 71,60 71,90 100 Finnsk mörk.... 1.335,72 1.339,14 100 Franskir fr 878,64 100 Belgiskir fr. _ 86,28 86,50 100 Svissn. frk. .. 992,65 995,20 100 V.-Þýzk mörk..„ 1.072,10 1.074,86 100 Tékkn. krónur .... ... 596,40 598,00 100 Gyllini 1.193,47 1.196,53 Atvinna Oss vantar til starfa í verksmiðju vora menn í eftir- talin störf: Klæðskera, afgreiðslumann og í önnur verksmiðjustörf. Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.