Morgunblaðið - 20.01.1963, Page 13

Morgunblaðið - 20.01.1963, Page 13
Sunnu'dagur 20. Januar 1963 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Vetrarfegurð í HUGA flestra íslendinga er land þeirra fegurst og hugþekk- ast í sumarskrúði. Þá gerir fjar- lægðin fjöllin blá og ár og lækir liðast eins og silfurbönd um Igrænar og grösugar sveitir. Þá er ilmur úr grasi og skógi. En vetrarfegurð íslands á einnig sína sérstæðu töfra. Snævi þakin fjöll, fossar og ár í klaka- böndum og fannhvít jörð inn til dala og út til nesja setja svip hins tæra hreinleika á allt um- hverfið. Þessi fegurð er köld, en hún er sterk og svipmikil. I flestum fjallalöndum eru byggðir veitinga- og gististaðir, sem fólk getur leitað til á vetr- um, notið þar útivistar og hins heilnæma fjallalofts og iðkað þar íþróttir. íþróttaæskan hér landi hefur að vísu byggt sér skíðaskála í nágrenni höfuðborg- arinnair og siunra annarra kaup staða. En aðeins tiltölulega fátt af miðaldrafólki hefirr komið auga á þá möguleika til hvíldar Öxarárfoss í klakaböndum REYKJAVIKURBREF ———————. Laugard. 19. jan. . og hressingar, sem lengri eða skemmri vetrardvöl uppi á fjöll- um fær veitt. Hér hafa heldur ekki verið reistir neinir gisti- staðir uppi á fjöllum, sem hent- ugir geti talizt til slíkrar notk- unar. í þessum efnum á vafalaust eftir að verða mikil breyting hér á landi 1 framtíðinni. Eftir því sem fólkinu fjölgar í borg- um og þéttbýli sjávarsíðunnar verður þörf þess meiri fyrir að komast þaðan burt til hressingar og upplyftingar í hinu hreina og tæra fjallalofti. Áhugi æskunn- ar fyrir skíðaíþróttinni mætti gjarnan vera meiri. Skíðaíþrótt- in á ekki að vera tízkufyrirbæri á Islandi, heldur þjóðaríþrótt, eins og hún er meðal frænda okkar Norðmanna. Þar liggur við að borgir og bæir tæmist á fögrum vetrardögum. Fólkið streymir tugþúsundum saman upp til fjallanna, þar sem fjöldi gistihúsa, smárra og stórra, veit- ir góða þjónustu við skaplegu verði. Þingvellir í vetrarskrúða A það hefur nýlega verið bent hér í blaðinu, að brýna nauðsyn bæri til þess að byggja nýtt og þokkalegt gistihús á Þingvöllum. Ef þar væru sæmi- leg gistiskilyrði, myndi fjöldi fólks sækja. þangað til stuttrar dvalar vetur, sumar, vor og haust. Sá sem dvalizt hefur á Þingvöllum 'að vetrarlagi hefur öðlazt nýjan og dýpri skilning á hinni sérstæðu fegurð og stór- fengleik þessa mesta sögustaðar Islendinga. Þegar Öxarárfoss er læstur í dróma frosts og klaka og Þingvallavatn liggur ísi lagt við kalt brjóst landsins, er sem hyldjúp kyrrð ríki órofin innan frá jöklum og vítt og breitt milli fjalla og heiða. Á slíkum stöðum er þeim hollt að hafa helgardvöl, sem alla daga lifa og starfa í ys og þys borgarlífs- ins. Við höfum ekki lært að meta fegurð íslands og heil- næmi hins hreina lofts fyrr en við sækjum í ríkari mæli þrótt og örfun í hinn hvíta vetrar- faðm íslenzkra fjalla og heiða. Utvarpstruflanir Rússa og Kínverja Rússar hafa um langt skeið lagt kapp á að trufla allar út- varpssendingar vestrænna út- varpsstöðva til Sovétríkjanna. Rússneskir kommúnistar hafa með öðrum orðum umfram allt viljað koma í veg fyrir, að fólk- ið í Sovétríkjunum fengi að heyra fréttir frá hinum frjálsa heimi og fá þannig rétta mynd af því, sem þar er að gerast. — Valdhafarnir í Kreml hafa ekki óttazt neitt meira en frjálsan fréttaflutning. í Sovétríkjunum má aðeins kommúnistaflokkur- inn gefa út blöð og aðeins ríkið, sem stjórnað er af þessum sama flokki, reka útvarpsstöðvar. — Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna hefur þannig algera ein- okun á öllum fréttum, sem rúss- nesku þjóðinni gefst kostur á að hlýða á. En nú hafa borizt fréttir um það, að Rússar séu ekki aðeins smeykir við frétta- og aðrar út- varpssendingar frá útvarpsstöðv- um í hinum vestrænu lýðræðis- þjóðfélögum. Þeir eru einnig byrjaðir að trufla útvarpssend ingar frá Rauða-Kína. Nú mega Rússar ekki lengur heyra í Fek- ingútvarpinu og öðrum útvarps- stöðvum kínverskra kommún- ista. Hvernig stendur á þessu? Má ekki rússneska þjóðin einu sinni heyra rödd Rauða-Kína, sem þó á að heita bandamaður rússnesku kommúnistastjórnar innar? Ástæða þessarar ráðabreytni Sovétstjórnarinnar er vafalaust sú, að verulegur ágreiningur ríkir nú milli þeirra Nikita Krúsjeffs og Mao Tse-tungs um túlkun á því, hvað sé hinn sanni Marxismi. Mao Tse-tung heldur því fram, að hann og stjórn hans fylgi fram ómengaðri kenn- ingu þeirra Marx og Lenins. — Hinsvegar hafi Krúsjeff og sam starfsmenn hans skrikað á lín- unni. Þeir hafi gerzt berir að linku gagnvart „auðvaldsríkjun- um“. Það er vegna þessa málflutn ings kínversku kommúnistanna sem Sovétstjórnin telur sér nauð synlegt að hindra það, að kín- verskt útvarp heyrist í Sovét- ríkjunum. Af þessu má marka, hversu alvarleg misklíðin er orðin milli kommúnistaflokka Sovétríkj anna og Rauða-Kína. Sú mis klíð hefur þegar haft djúptæk áhrif innan kommúnistaflokka flestra annarra landa. Eiga á hrif hennar vafalaust eftir að koma betur í ljós á þróunina alþjóðamálum á næstunni. Aukið félagslegt öryggi A valdatímabili Nýsköpunar- stjórnarinnar, sem fór með völd árið 1944—1946, fór fram víð- tæk endurskoðun á lögunum um almannatryggingar. Voru trygg- ingarnar þá mjög efldar og gerð- ar víðtækari í þeim tilgangi að auka félagslegt öryggi í land- inu. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá stjórnarforystu, en Framsókn arflokkurinn var í stjórnarand- stöðu. Hann snerist hart gegn umbótunum á tryggingarlöggjöf- inni, eins og öðrum merkum ný- mælum, sem Nýsköpunarstjórn- beitti sér fyrir. Einn gamall Framsóknarþingmaður, Páli Her- mannsson frá Eiðum í Norður- Múlasýslu, neitaði þó að beygja sig undir flokksaga Framsókn- armanna og fylgja flokki sínum andstöðunni við auknar al mannatryggingar. Hann greiddi atkvæði með frumvarpi Nýsköp- unarstjórnarinnar, og lýsti því yfir, að hér væri um mikið mannréttinda- og mannúðarmál að ræða. Á móti slíku framfara og réttindamáli vildi þessi gamli og heiðarlegi Framsóknarbóndi ekki snúast. Nú er Framsóknarflokkurinn aftur í stjórnarandstöðu. Við- reisnarstjórnin hefur haft for- göngu um stórfelda eflingu al mannatrygginganna. Frá árinu 1958, þegar vinstri stjórnin fór með völd og þar til nú, hafa framlög ríkisins á fjárlögum til tryggingarmála aukizt um 400 millj. kr. Allar greinar trygging- anna hafa verið efldar, hvers konar bótagreiðslur þeirra hafa verið hækkaðar að miklum mun, skerðingarákvæði elli- trygginganna hefur verið af- numið og gamla fólkið er ekki lengur svipt ellistyrk, þó að það leggi sig fram um að vinna og afla sér tekna. Á því Alþingi, sem nú stendur yfir, mun skipting landsins bótasvæði, sem hefur verið mis- jafnlega séð úti um land, einnig verða afnumið. Bótagreiðslur trygginganna verða þá jafnháar, hvar sem er á landinu. Framsóknarmenn hafa haft allt á hornum sér gagnvart um- bótum Viðreisnarstjórnarinnar tryggingarlöggjöfinni. Þannig er Framsóknaraftur haldið. Það berst gegn sjálf- sögðum réttindamálum, þegar það er í stjórnarandstöðu. — Ef Framsóknarflokkurinn hinsveg ar er í ríkisstjórn þakkar hann sér sjálfum allt það, sem gert er og vinsælda nýtur meðal al mennings, en kennir samstarfs mönnum sínum um allt það sem miður fer. En andstaða Framsóknar flokksins við aukið félagslegt öryggi í landinu er ekki gott veganesti fyrir hann inn í fram tíðina, allra sizt þegar alþingis kosningar eru á næsta leiti. Og jLjósm. Mtol. ,i ?að er rétt að íslenzkur almenn ingur muni það, að Framsóknar- menn hafa jafnan spyrnt við fót- um, þegar stórfelldustu umbæt urnar hafa verið gerðar á trygg ingarlöggjöf landsmanna. Hver vill nýtt skattrán? Viðreisnarstjórnin hefur ekki aðeins gætt hagsmuna almenn- ings með eflingu almannatrygg- inga og sköpun aukins félagslegs öryggis. Hún hefur framkvæmt skattalagabreytingu, sem bætir mjög aðstöðu láglaunafólks og barnmargra fjölskyldna. Skattar þess hafa verið stórlækkaðir og jafnvel felldir niður. Jafnhliða hefur skattlagning atvinnufyrirtækja verið gerð skynsamlegri og réttlátari, í þeim tilgangi að gera þeim mögulega endurnýjun tækja sinna og þar með með sköpun aukins atvinnuöryggis í landinu. Skattalagabreytingar Viðreisn- arstjórnarinnar hafa þannig ver- ið tvíþættar. Þær hafa í fyrsta lagi miðað að því að lækka skatt á einstaklingum. Sú breyting var lögfest strax á fyrsta valdaári stjórnarinnar. Á sl. ári voru svo gerðar víðtækar breytingar á skattgreiðslum atvinnufyrir- tækja og félaga. Framsóknarmenn segja, að all- ar þessar skattalagabreytingar hafi verið gerðar í „þágu hinna ríkú'. En fólkið hefur sjálft fundið áhrif þessara breytinga. Tugir þúsunda einstaklinga um land allt hafa séð skatta sína stórlækka og fjöldi atvinnufyr- irtækja hefur fengið tækifæri til þess að njóta nýrra og réttlátari reglna í skattlagningu. Hver er svo sá, að hann vilji fá skattránssvipu Framsóknar og Eysteins Jónssonar yfir sig að nýju? Öll þjóðin man, að eina úrræði núverandi formanns Framsókn- arflokksins í skattamálum hefur ævinlega verið það að hækka skatta og tolla. Eysteinn Jónsson hefur alltaf haft skattránssvip una á lofti og svo er enn. Hann og flokkur hans hafa barizt af rakalausri þrákelkni gegn skatta lagabreytingum Viðreisnarstjórn arinnar. Enginn þarf að fara í grafgöt ur um það hvað gerast mundi, ef Framsóknarflokkurinn fengi úrslitaáhrif á stjórn landsins með kommúnistum í „þjóðfylk- ingarstjórn". Sagan frá valda tímabili vinstri stjórnarinnar myndi endurtaka sig, skattar og tollar yrðu hækkaðir, ekki að eins á „hinum ríku“, heldur og öllum almenningi í landinu. Hin ,iyrriu vinstri stjórn Tíminn hefur undanfarið rætt töluvert ýmis afrek hinna „fyrri“ vinstri stjórnar, þ.e. fyrstu stjórnar Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, sem fór með völd í landinu á árunum 1934—1939. En hvernig tókst þeirri stjórn að stjórna íslandi? Færri muna valdaferil hennar en hinnar síðari vinstri stjórnar, en margir munu þó þeir, sem muna það, að tímabilið frá 1934 —39 er eitthvert mesta hörm- ungartímabil, sem komið hefur yfir íslenzku þjóðina á síðari áratugum. Þá ríkti almenn kyrr- staða, þá skapaðist hér stórfellt - atvinnuleysi, skortur og bágindi svarf að þúsundum heimila um land allt, þá flúðu þúsundir manna úr sveitum landsins, þá hækkaði Eysteinn Jónsson skatta og tolla gífurlegar en áður hafði þekkzt, þá glataði þjóðin láns- trausti sínu út á við, þá ríkti sukk og óreiða í fjármálum landsmanna. Þetta eru aðeins örfáir drættir i þeirri mynd, sem sagan geym- ir af hinni „fyrri" vinstri stjórn. Framsóknarmenn ættu því sann- arlega ekki að vekja upp um- ræður um þá stjórn. Hún var að því leyti verri en hin síðari vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar, að hún sat helmingi leng- ur. Hún sat í fimm ár en hin síðari vinstri stjórn aðeins í tvö og hálft ár. Þá lagði hún upp laupana vegna þess að flokkar hennar gátu ekki komið sér sam an um neitt annað en að hækka skatta og tolla á almenning, en slepptu verðbólgunni lausbeizl- aðri eins og óargadýri á almenn- ing. Reynslan af tveim- ur vinstri stjórnum Að þessu athuguðu er það auð- sætt, að reynslan af hinum tveim ur vinstri stjórnum Framsókn- arflokksins, hinni fyrri og hinni síðari, er mjög beizk. Nú er líka svo komið, að jafnvel Framsókn armenn þora naumast að gera því skóna, að mynda beri nýja vinstri stjórn að loknum kosn- ingum. Þeir reyna jafnvel að hugga þjóðina með því, að í raun og veru sé engin hætta á því að Framsóknarflokkurinn fái meiri hluta með kommúnistum í kosn- ingunum í sumar. En í staðinn hafa kommúnistar búið til nýja vinstri hugsjón. Hún heitir „þjóð fylking.“ Að henni eiga að standa Framsóknarmenn, komm únistar og leifarnar af Þjóð- varnaflokknum. Svardagarnir hrökkva skammt „Þjóðfylking", það er ákaflega fallegt orð, finnst kommúnistum. Framsóknarmönnum finnst það líka, en eru þó hálfsmeykir við það. Þeir eru auðvitað reiðu- búnir til samstarfs við Moskvu- mennina, ef þeim dugir liðstyrk- ur þeirra til þess að komast til valda og áhrifa að nýju. Samt þorir Tíminn ekki annað en að sverja Moskvumennina af sér öðru hverju. En þeir svardagar hrökkva skammt. íslenzka þjóð- in hefur undanfarin ár horft upp á hið nána samstarf Framsókn- armanna og kommúnista innan verkalýðssamtakanna, á Alþingi og í ýmsum öðrum samtökum og stofnunum. Framsóknarmenn hafa aldrei hikað við á þessu tímabili að leggja sig fram um að styrkja aðstöðu kommúnista, hvar sem þeir hafa mátt því við koma. Þessar staðreyndir verða ís- lenzkir kjósendur að gera sér Ijósar fyrir alþingiskosningarnar í sumar, ef þeir vilja ekki að skattránsstefnan komist í al- gleyming að nýju, ef þeir vilja ekki að íslenzka krónan falli í svaðið að nýju, ef þeir vilja ekki að þjóðin firri sig öllu trausti út á við og inn á við, eins og á dög- um hinna tveggja vinstri stjórna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.