Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAOIB
Sunnudagur 20. janúar 1963
uni.cn
MuLtlff
Bandarísku forsetahjónin skoða málverkið.
FYRIR NOKKRUM dögum
var frá því skýrt í Stokkhólmi,
að hinn heimskunni sænski
kvikmyndaleikstjóri, Ingmar
Bergman muni 1. júlí n.k. taka
við stöðu yfirmanns „Drama-
ten“ (Kungliga Dramatiske
Teatem) í Stokkhólmi, af dr.
Karl Ragnar Gierow, sem
stjórnað hefur leikhúsinu síð-
ustu tólf árin. Fylgir fregn-
inni, að hann hafi aðeins feng
ið sex daga umhugsunarfrest
John Steinbeck
„Nóbelsverðlaunin eiga ekki
að verða grafskrift mín“
til að svara tilboðinu. Ingmar
Bergman er 45 ára að aldri.
Þessi ákvörðun vekur mikla
athygli og ánægju því þótt
Bergman hafi fyrst og fremst
hlotið frægð fyrir kvikmynd-
ir sínar, hefur hann alla tíð
verið mikill leikhúsmaður,
hann hóf feril sinn á leiksviði
og hefur starfað sem leik-
stjóri við helztu' leikhús Sví-
þjóðar.
Ingmar Bergman er prests-
sonur, fæddur og uppalinn í
Stokkhólmi. Að leikhúsrekstri
stóð hann fyrst rétt eftir 1940,
þegar hann stjórnaði félagi
áhugamanna „Sagoteatern“,
er sýndi í Medborgarhuset í
Stokkhólmi. Áður hafði hann
um skeið verið aðstoðarleik-
stjóri hjá Stokkhólmsóper-
unni.
Árið 1944 varð Bergmann
forstjóri ,;Statsteatern“ í Hals
ingborg, árin 1946—1949 var
hann aðalleikstjóri „Statstea-
tem“ í Gautaborg — og síðast
en ekki sízt var hann alðalleik
stjóri „Státsteatern" í Malmö
á árunum 1954— 1960, óg
vakti þá mikla athygli. Þegar
Bergman fór frá Malmö var
rætt um, að hann yrði leik-
stjóri hjá „Dramaten", en ekki
varð af því — hann setti þar
aðeins eitt leikrit á svið, —
„Máfinn" eftir Tsjekov.
Skömmu áður en Ingmar
Bergman bauðzt þessi nýja
staða, hafði frétzt, að hann
og Ingrid Bergman hefðu á-
kveðið að vinna saman að
nýrri mynd á árinu 1964, en
þá eru liðin 25 ár frá því
Ingrid Bergman lék síðast í
sænskri kvikmynd. Var það
„Júnínóttin”, sem Per Lind-
berg gerði.
Áður en þessi samvinna
Bergman og Bergman hefst,
leikúr Ingrid Bergman á móti
Anthony Quinn í kvikmynd,
sem byggð verður á sögu eftir
Dúrrenmatt. Haft hefur verið
eftir leikkonunni, að hún muni
að öllu leyti láta Ingmar Berg
man eftir, að ákveða viðfangs
efni kvikmyndarinnar, — þeg-
ar slíkur maður sem Bergman
ætti í hlut, væri það hann sem
réði, sagði hún, — en til
greina hefur komið að byggja
kvikmyndahandritið á sögu
eftir Hjalmar Bergman.
í þessu sambandi er ekki
úr vegi að geta þess, að
skammt er frá því út komu í
Svíþjóð tvær bækur um Ing-
mar Bergman. önnur er eftir
Jörn Donner og er það tilraun
til heildar-skilgreiningar á
kvikmyndum Bergmans, hin
er eftir Marianne Höök og
fjallar um líf hans og starf.
Skömmu fyrir áramótin
voru veitt verðlaun úr hinum
ýmsu sjóðum sænsku akadem
íunnar. Meðal þeirra er verð-
laun hlutu að þessu sinni voru
rithöfundarnir Harry Martins
son og Tage Aurell, og danski
leikarinn Poul Reumert. —
Harry Martinsson, sem er ís-
lendingum að góðu kunnur frá
því hann kom hingað fyrir
nokkrum árum og Almenna
bókafélagið gaf út bók hans
„Netlurnar blómgast", hlaut
30.000 kr. sænksar úr Bell-
manssjóðnum, eða sem nemur
nærri 250.000 ísl. kr. Tage Aur
ell hlaut 15.000 kr. s. úr sjóði
er veitt var úr í fyrsta sinn.
Poul Reumert var sæmdur
heiðursmerki úr gulli fyrir af
burða túlkun á sænskum leik-
bókmenntum
Sænska akademían er nú aft
ur fullskipuð. Erik Lindgren
„Mona Lisa“ sló skartgripina
hennar út.
rithöfundur tók við sæti Dags
Hammarskjölds, fyrrv. frkv-
stj. Sameinuðu þjóðanna og
Erik Lönnroth, prófessor tók
sæti Eriks Böök, prófessors.
Svo sem kunnugt er hang-
ir málverkið fræga „Mona
Lisa“ eftir Leonardo da Vinci
nú uppi í National Gallery of
Art í Washington og hefur að
sóknin að safninu að undan-
förnu slégið öll fyrri met. Urh
það bil hundrað þúsund manns
komu í safnið á nokkrum dög
um. Einn daginn komu þar
28.000 manns og er það mesta
aðsókn að safninu frá upphafi.
Fyrra metið var 26.123 manns
á einum degi og var það sett
í fyrravetur, þegar sýndir
voru skartgripir egypsku
drottningann^ir 'i'ut-anch
Amon.
Á þessum tíma árs er há-
marksaðsókn að safninu venju
lega 3000 manns.
Málverkið var afhjúpað við
mikla viðhöfn 8. janúar sl. og
verður til sýnis í Washington
í fjórar vikur, síðan verður
það sent til New York og
sýnt þar aðrar fjórar vikur.
Þess er skemmst að minnast,
hvern úlfaþyt það vakti, er
John Steinbeck hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels fyrir
árið 1962. Víða birtist hörð
gagnrýni á verk hans og val
sænsku akademíunnar, — og
voru taldir til fjölmargir rit-
höfundar, sem fremur ættu
verðlaunin skilið en Stein-
beck. Sumir kölluðu hann ann
ars eða þriðja flokks rithöf-
und, aðrir tíunda flokks heim
speking, en aðrir gerðu gys að
því, að akademían hefði fyrst
og fremst tekið tillit til þeirra
vinsælda, er Steinbeck nyti
meðal almennings, en léti
bókmennta- og listagildi liggja
milli hluta.
Steinbeck tók þessari gagn-
rýni með hinni mestu rósemd. (
Varðandi gagnrýni, sem birt-
ist t. d. um verk hans í viku-
ritinu Time, sagði hann ný-
lega í blaðaviðtali „það hefur
ríkt styrjaldarástand milli
mín og „Time“ árum saman
og er ekkert launungarmál.
Er nú jafnvel svo langt gengið
að lögunin á eyrunum á mér
verður ritinu tilefni til bók-
menntagagnrýni! “
Steinbeck sagði í þessu við-
tali, að sér hefði þótt mikið
til koma hátíðahaldanna í
Stokkhólmi, hann væri lítt
vanur lúðrablæstri og há-
stemmdu lofi. Þar kvaðst hann
hafa verið dæmdur til að
flytja ræðustúf, sem hann
hefði aldrei fyrr gert á ævi
sinni. Hann hefði reynt að
hafa ræðuna, sem allra stytzta
— „þó tókst mér ekki að hafa
hana jafn stutta og Gettys-
borgar-ávarpið, sem mér
finnst alltaf til fyrirmyndar,
en ég reyndi að komast sem
næst því“.
Steinbeck kvaðst ekki skilja
til fullnustu, hvers vegna allt
væri svo hátíðlegt og dular-
fullt varðandi Nóbelsverðlaun
in, né hvers vegna Bandaríkja
menn tækju þau svo alvarlega,
— janfvel þótt Svíar væru
ekki stórþjóð og miklir pen-
ingar lægju að baki verðlaun
unum. „í Bandaríkjunum‘%
sagði hann, „er ekki reiknað
með því, að menn þurfi slíkar
skrautfjaðrir. Það er yfirleitt
talinn nægilegur heiður i
sjálfu sér að vera Bandaríkja-
maður“.
Steinbeck mun vera að
vinna að meiri háttar skáld-
verki, sem byggt er á sögun-
um um Arthur konung, en
hann hefur ekki fengizt til
þess að ræða það opinberlega.
Hann hefur aðeins lýst því yf-
ir, að hann ætli að reyna að
koma í veg fyrir að Nóbels-
verðlaunin verði grafskrift
sín. „Ef ég hefði óttazt, að
svo yrði“, sagði John Stein-
beck, „hefði ég hafnað verð-
laununum.“
Harry Martinsson
!