Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 20
morcvnblaðið
20
PATRICIA WENTWORTH: ——™
MAUD SILVER
KEMUR í HEIMSÓKN
— Mamma, láttu mig vita þegar pahbi er búinn aff vaska upp, '
Því a8 þá ætla ég að láta bann hjálpa mér með heimadæmin. 1
Hann fyllti bolla úr kranan-
rrm, tók símatólið úr hendi May-
hews, sem var alveg máttlaus
og lagði það upp að eyranu og
talaði.
— Alló! Þetta er Stokes
mjólkurpóstur, sem talar. Er
þetta lögreglan?
Rödd, sem gaf til kynna, að
stór lögregluþjónn væri hinu-
megin, svaraði, að svo væri. —
Spurði ennfremur, hvað Stokes
væri að gera í símanum.
— Eg var nú bara að koma
hingað með mjólkina, og sá, að
hr. Mayhew var í engu standi
til að gefa skýrslu, eins og þið
kallið það víst, svo að ég gaf
honum vatn að drekka og sagði
honum, að ég skyldi halda sím-
anum oprium. Er þáð ekki lög-
reglustöðin í Lenton?
Röddin ságði, að svo væri og
heimtaði jafnframt Meyhew í
símann aftur.
— Allt er bezt með hægðinni,
sagði Stokes. Hér hefur líklega
verið framinn éinhver glæpur,
mætti segja mér .... frú May-
hew er hér í næsta heribergi í
hálfgerðu yfirliði, Og veslings
maðurinn er eins og verið sé að
leiða hann í gálgann að morgni
dags. Hann skvettir helmingn-
um af vatninu, sem ég gaf hon-
um, í staðinn fyrir að koma því
ofan í sig. Bíddu andartak, ef
ég skyldi geta fengið upp úr
honum hvað um er að vera.
Whitcombe lögregluþjónn beið,
óþolinmóður. Ýmis torikennileg
og óskiljanleg hljóð bárust að
eyrum hans, en innan um þau
heyrðust huggunar- og uppörv-
unarorð Stokes. >á heyrðist alit
í einu, að Stokes sagði: „And-
skotinn!" hátt og snjallt og síð-
an varð svo löng þögn, að Whit-
combe hringdi aftur á miðstöð-
ina til að spyrja, hversvegna
hún hefði slitið sambandið. —
Miðstöð sagðist alls ekki hafa
slitið, og var dálítið snögg í
svörum. Svo komu nokkur and-
vörp og loks hlaupandi fótatak.
Hr Stokes köm aftur í símann;
röddin hafði hækkað og kæru-
leysið I henni var horfið.
— f>að er hr. Lessiter, sagði
hann, — myrtur .... í sinni
eigin skrifstofu. Barinn í höfuð-
ið með skörungi ... alveg hroða
hroðalegt! Það var það, sem hr.
Mayhew var að reyna að segja
ykkur, en kom því bara ekki
upp, og engin furða. Eg var næst
um búinn að tapa mér sjálfur.
Já, ég var að líta sem snöggv-
ast á það .... Nei, vitanlega
hef ég ekki snert á neinu. Hvað
haldið þið ég sé! Fimm ára
barn veit, að ekkert má hreyfa
þar sem glæpur hefur verið
framinn......Nei, ég snerti ekki
hurðina; þurfti þess ekki með.
Hún stóð upp á gátt, eins og
Mayhew hafði skilið við hana
þegar hann fór þarna inn og sá
þessa hryllilegu sjón. Varð ekki
nógu fljótur inn í búrið sitt aft-
ur og ég get ekki láð honum
það. Og ég vil meina, að því
fljótar sem þið getið sent ein-
hvern hingað, því betra ..........
Gott og vel, gott og vel, ég
sagði ekki neitt um, að þið
munduð ekki gera það. Þið þurf
ið ekkert að verða vondir, ég
geri ekki annað en reyna að
hjálpa.
18
Mjólkin varð á seinni skipun-
um hjá flestum þennan morgun.
Það var ekki einungis töfin í
Melling-húsinu, sem olli því,
heldur þurfti Stokes að segja
söguna, hvar sem hann kom —
að hann hefði verið, næstum að
segja, viðstaddur mörðið, eða að
minnsta kosti, þegar þess varð
vart. Um það leyti sem hann
kom til frú Voycey, handan við
grasvöllinn, kunni hann ekki
einasta söguna utanbókar, held-
ur gat hann einnig gefið fyrstu
handar upplýsingar um viðbrögð
fólks við fregninni.
— Frú Welby, hún stakk höfð-
inu út um gluggann, til að biðja
um auka-hálfpott, og þegar ég
sagði henni af því, hlýtur hún
að hafa sezt snögglega niður,
því að á næsta augnabliki var
hún horfin, svo að ég hélt, að
það hefði liðið yfir hana af geðs-
hræringunni. Eg kallaði inn um
gluggann og spurði, hvort ekki
væri allt í lagi, og þá leit hún
aftur út, náhvít eins og dauðinn
og spurði: „Ertu viss?“ Og þeg-
ar ég sagði henni, að ég hefði
séð hann með mínum eigin aug-
um, sagði hún: „Ó, guð minn,
hvað þetta getur verið hrylli-
legt!“
Ýmsar útgáfur af þessum orð-
um virtust hafa komið í flest-
um hinum húsunum, sem svör
við fregninni. En sér til mikill-
ar raunar, og svo áheyrendum
hans, gat hann ekki sagt neitt
um svarið, sem hann hefði feng-
ið í Hvítakofa, af því að svo illa
stóð á, að þangað hafði hann far-
ið, áður eri hann fór í Melling-
húsið.
Ráðskonan hjá frú Ceciliu
Voycey, sem var roskin og þrif-
leg, hlustaði á fréttina með*sömu
vingjarnlegu eftirtektinni, eins
og árinu áður á fregnina um
tvíburana hjá Stokes-hjónunum
og andlát föðurbróður frú Sto-
kes, sem hafði kvænzt í fjórða
sinn en svo látið eftir sig húsið
sitt og laglega upphæð í bank-
anum, handa hinni sniðugu
ekkju. „Gult hár og þykist vera
innan við þrítugt" hafði verið
gremjulegt svar frú Stokes. Við
öllum þessum fréttum hafði frú
Croooks ekki átt annað svar en:
„Hugsa sér!“ og til áherzlu á
eftir: „Hverjum hefði dottið
þetta í hug!“ Morð James Lessi-
ter olli henni ekki frekara svars
en þessa sama, en þegar hún
hafði hlustað á allt, sem Stokes
hafði um viðburðinn að segja
og lokað dyrunum á eftir hon-
um, fór hún inn í stofuna, þar
sem húsmóðirin og vinkona
hennar sátu að morgunverði.
Hægt og vandlega sagði hún sög-
una, eins og hún hafði heyrt
hana.
— Hr. Stokes .... hann beið
þangað til lögreglan kom. Hann
veit ekki, hvort nokkurs er
saknað, en arininn var kúffullur
af pappírsösku og veslings herra
maðurinn sat þarna með möl-
brotið höfuðið, og skörungur-
inn lá á ábreiðunni við arininn.
Stokes gat látið okkur hafa p>ott
í þetta sinn, en hann segist ekki
vita, hvort framhald getur orðið
á því.
— Hjálpi mér! sagði Maud
Silver.
Frú Voycey veifaði mjólkinni
frá sér. — Guð minn góður,
Bessie, vertu ekki að tala um
mat! Hefur lögreglan nokkuð að
fara eftir?
— Ekki sögðu þeir Stokes frá
neinu slíku. Þarna var lögreglu-
þjónn og fulltrúi og lögreglu-
stjóri og tóku myndir og fingra-
för og allt mögulegt. Hann sagði,
að það liti helzt út fyrir, að
einhver hefði reynt að brenna
erfðaskrána veslings mannsins.
Hún var öll sviðin öðrum megin.
— Erfðaskrána hans! æpti frú
Voycey, eða næstum öskraði.
Frú Crookes horfði á hana
hugsi, og sagði rólega:
Bflíltvarpiö
Sunnudagrur 20. janúar
8.30 Létt morgunlög.
9.20 Morgunhugleiðing um mús-
ík: „Tónlist um nótt“ eftir
Adous Huxley (Árni Kristjáns
son).
9.35 Morguntónleikar:
11.00 Messa í Hallgrímskirkju
(Prestur: Séra Sigurjón Þ.
Árnason. Organleikari: Páll
Halldórsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.15 Tækni og verkmenning: XII.
erindi: Vega- og brúagerð
(Sigurður Jóhannsson ve'ga-
málastjóri.
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Frá tónleikum í Hafnar-
fjarðarkirkju 16. des. sl.
Brezk kirkjutónlist frá 17.
öld. — Páll Kr. Pálsson leik
ur á orgel, Averil Williams
á flautu og Kristinn Halls-
son syngur.
b) Pianókonsert nr. 20 í d-
moll, K466, eftir Mozart, —
Annie Fischer píanóleikari
og hljómsveitin Philharmón
ia leika. — Sir Adrian Boult
stjórnar.
15.30 Kaffitíminn :— (16.00 Veður
fregnir).
a) Jan Moraverk og félagar
hans leika.
b) Rómantískir söngvar frá
Svíþjóð. — Þarlendir lista-
menn syngja og leika.
16.30 Endurtekið efni: „Á Strönd-
um“ — dagskrá úr sumarferð
Stefáns Jónssonar og Jóns
Sigurbjörnssonar 1962 — Áð-
ur útvarpað 29. nóv. sl.
17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarn-
arson):
a) Leikritið „Tekannan" eft-
ir Ólöfu D. Árnadóttur. Leik
stjóri: Klemenz Jónsson.
(Áður útvarpað í janúar
1960).
b) „Bingó". — Frásögn úr
Sögum Sólveigar eftir Lilju
Kristjánsdóttur frá Braut-
arhóli. — Höfúndur flytur.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 „Þegar hnígur húm að
Þorra“: Gömlu lögin sxmgin og
leikin.
19.00 Tilk. — 19.30 Fréttir og íþrótta
spjall.
20.00 Umhverfis jörðina: Guðni
Þórðarson segir frá Tahiti-
eyjum.
20.25 Frá tónleikxxm í Háskólabíói
19. des sl. Vladimir Asjken-
azi leikur á píanó etýður, op
25, eftir Chopin.
21.00 Sunnudagskvöld með Svav-
ari Gests: Spuminga- og
skemmtiþáttur.
22.00 Fréttir og veðurfr. — 22,10
Danslög. — 23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 21. janúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristj-
ánsson talar við Lýð Guð-
mundsson og Ingólf Þorsteins
son um framkvæmdir í Fló-
anum.
13.35 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum":
Jóhanna Norðfjörð les úr ævi
sögu Grétu Garbo (8).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.05 Stund fyrir stofutónlist (Guð
mundur W. Vilhjálmsson).
18.00 Þjóðlegt efni fyrir unga hlust
endur (Ingimar Jóhannesson).
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Lög úr
kvikmyndum.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Frétt-
ir.
20.00 Um daginn og veginn (Andr
és Kristjánsson ritstjóri).
20.20 Concerto grosso í A-dúr op.
6 nr. 11 eftir Hándel (Kamm-
erhljómsveit Bath-hátíðarinn-
ar leikur. — Yehudi Menuhin
stjórnar).
20.40 Á blaðamannafundi: Dr. Hall
dór Pálsson búnaðarmálastj.
svarar spxxrningum. Spyrjend-
ur: Vignir Guðmundsson
Gísli Sigurðsson og Jón Bjarna
son. Stjórnandi: Dr. Gunnar
Schram.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull"
eftir Tomas Mann; XXIIL
Sögulok (Kristján Árnason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar
Guðmundsson).
23.00 Skákþáttur (Guðmundur Am
laugsson).
23.35 Dagskrálok.
Þriðjudagur 22. janúar.
8.00 Morgxmútvaxp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig
ríður Thorlacius).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Tónlistartími barnanna (Jón
G. Þórarinsson).
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þjóð-
lög frá ýmsum löndxxm.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ólaf-
ur Þ. Jónsson. — Við hljóð-
færið Fritz Weisshappel.
a) „Eg elska þig“ eftir Jón
Laxdal.
b) „Söngur harpslagans" og
„Myndin þín“ eftir Eyþór
Stefánsson.
c) „Minning" eftir Þórarin
Guðmundsson.
d) „Heimir" eftir Sigvalda
Kaldalóns.
20.20 Þriðjudagsleikritið: „Herra
Ágústus Milverton" eftir Sir
Arthur Conan Doyle og Mic-
hael Hardwick. — Leikstjórú
Flosi Ólafsson.
20.55 Eastman-Rochester „Pops“
hljómsveitin leikur. — Freder
ick Fennell stjórnar.
21.15 Erindi: Kvenstúdentafélag fs
lands og Alþýðusamband há-
skólakvenna (Ragnheiður
Guðmundsdóttir læknir),
21.40 Konsert nr. 6 í a-moll úr
„L’Estro Armonico", op 10 eft
ir Vivaldi (Virtuosi di Roma
hljómsveitin leikur. — Einleik
ur á fiðlu: Franco Gulli. —
Renato Fasano stjórnar).
21.50 Inngangur að fimmtudags-
tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands (Dr. Hallgrím
ur Helgason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Bergur
Guðnason).
23.10 Dagskrárlok.
16250 VINNINGARI
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinhingar 1/2 milljón kronur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5 hvers máraðar.
KALLI KUREKI
*
Teiknari: Fred Harman
^ — Ég var undrandi á því, hversu
/ góða ensku þú talaðir.
— Var ekki erfitt fyrir þig, að þetta
* skyldi allt koma fyrir?
— Ég var bundinn allan tímann frá
því að Ási fór, og ég geri ráð fyrir,
að Pési sé nú með brotinn handlegg
og ruglaður 1 kollinum.
Ási fékk líka fyrir ferðina, en þeir
munu fyrst fá reglulega að kerma á
því, þegar þeir koma í fangelsið. Nú
skulum við koma okkur af stað.