Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 24
+M-J LAGGMARSIXO í TDTAIIAI i^iknivélar j OIIA A Mlchelsan fclapparsirs 2S Oíml 20660 wgttttlif 16. tbl. — Sunnutlagnr 20. janúar 1963 LUMAJERLJÓSGJAFlt Eitrun um borð í bv. Röðli Einn sjómaður andast Eignir Áburðarsöl- unnar til jarðvegs- rannsókna A FJÁRLÖGUM er nú heimild til að ráðstafa eignum Áburðar- einkasölu ríkisins til jarðvegs- rannsókna, sérstaklega með til- liti til rannsókna á áburðarþörf landsins, eftir ákvörðun landbún- aðarráðuneytisins í samráði við búnaðardeild Atvinnudeildar há- skólans. í>essar eignir Áburðar- einkasölunnar munu vera 5% millj. kr. Ekki er búið að taka ákvörðun um hvernig að þessu verður bezt unnið, en vitað er að mikla nauðsyn ber til að bænd ur fái aukna fræðslu um áburð- arþörf landsins, svo að sá áburð- ur sem þeir kaupa nýtist betur en aft áður vegna þess að jörð- in hefur ekki fengið þær áburð- artegundir sem helzt skorti. Sigurður Bjarna- son sæmdur Vasaorðunni KONUNGUR Svía hetfur sæmt Sigurð Bjarnason, ritstjóra, kommendörSkrossi hinnar kon- unglegu Vasaorðu. Hionum var afhent heiðursmerkið atf sendi- fulltrúa sænska sendiraðsins hirm 18. þ.m. (Frá sænska sendi ráðinu). SÁ SORGLEGI atburður varð um borð í togaranum Röðli á föstudagskvöld, að 22ja ára gamall piltur úr Reykjavík, Snæbjörn AðiLs, lézt skyndilega, sennilega af völdum matareitr- IJrslitin í Sjómannafélaginu KOSNINGU lauk í Sjómanna félagi Reykjavíkur á hádegi í g@er. 1110 kusu. Mhl. hefur frétt þetta um úrslitin: A-listi lýðræðissinna hlaut 698 atkvæði, B-listi kommún- ista 399, en 13 seðlar voru auðir og ógildir. í fyrra kusu 1149. Þá fékk A-listinn 713 atkv., B-listi 417 og 19 seðlar voru auðir og ógildir. íkviknun Flateyri, 19. jan. í GÆRKVÖLDI kl. tæplega níu feom upp eldur í húsinu Grundar stígur 10 hér á Flateyri. Þetta er gamalt, tveggja hæða timburhús, múhhúðalð. Blölldkviliðið feom fljótlega á staðinn og réð niður- lögum eldsins. Eldurinn kom upp á gangi efri hæðar hússins, og skemmdist gangurinn talsvert af eldi og vatni. Enn fremur skemmdist neðri hæðin töluvert mi'kið af vatni. — Hús þetta hefur verið notað undanfarið sem verbúð, eldbús og matstofa á neðri hæð, en svefnrúm á þeirri efri. Húsið er eign Fisk- iðjunnar h.f. — Eldsupptök eru ókunn. — K.G. Bv Röðull hafði verið að veið um tvo sólarhringa undan Suð- austurlandi, þegar áhötfnin tók að veikjast seinni hluta fimmtu dagskvölds. Lýsti veikin sér með megnum uppköstum og niður- gangi. Elnaði mörgum sóttin að- faranótt föstudags og á föstu- dag, en hún lagðist mjög mis- þungt á menn. Hásetarnir urðu allir fárveikir, nema tveir. Á föstudagskvöld var lagt af stað til Eyja vegna þessara veik inda. Seint um kvöldið andaðist Snæbjörn heitinn, og var þá beð ið um, að læknir kæmi til móts við skipið frá Eyjuim, og fór Henrik Linnet, héraðslæknir þar, með lóðsbátnum á móti bv. Röðli. Mættust skipin um nóttina und- an Portlandi (Dyrhólaey), og fór héraðslæknir um borð. Voru þá tveir menri þungt haldnir og annar þeirra rænulaus og með kraimpa. Þegar til Eyja kom voru þessir tveir fluttir í sjúkrafhúsið. Þegar Mbl. átti tal við Henrik Linnet í gærmorgun, var sá þeirra, . sem þyngra hafði verið haldinn, um það bií að komast Snæbjörn Aðils til rænu. Báðir mennirnir voru þó enn mjög veikir. Fyrst um sinn var skipið sett í sóttkví, en þegar líða tók á morguninn, var henni aflétt, enda taldi héraðs- læknir allt benda til þess, að hér væri um matareitrun að ræða en ekki smitnæman sjúkleika. Skipið er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Mun borg- arlæknir þá fara um borð og gera athuganir. Snæbjörn Aðils var fæddur 31. marz 1940. Hann var sonur Jóns Aðils leikara. Of lítið hefur safnazt Á* MÁNUDAGSKVÖLD lýk- ur söfnuninni, sem Rauði krossinn gekkst fyrir til að- stoðar hinum fjóru bágstöddu fjölskyldum, sem urðu fyrir afar tilfinnanlegu tjóni af völdum eldsvoða um síðustu jól, á Hólmavík og ísafirðL Miklu minna hefur safnazt af fé en búizt hafði verið við og hvergi nærri nóg til þess, að hið nauðstadda fólk muni um það. Peningagjöfum er veitt víðtaka fram tii mánudags- kvölds á skrifstofu Rauða krossins í Thorvaldsensstræti 6, í Bókhlöðunni á ísafirði, hjá séra Andrési Ólafssyni á Hólmavík, og auk þess veita dagblöðin í Reykjavik gjöf- um móttöku. Garnaveiki ekki komið upp fyrr í Borgarfjaröarhdlfi Unnið er að rannsóknum á útbreiðslu veikinnar BLAÐI® átti í gær samtal við Guðmund Gíslason lækni á Til- raunastöð Háskólans í meina- fræðum að Keldum og spurðist fyrir um gang garnaveikimálsins í Borgarfirði. Rætt við skipstiórann á bv Rööli MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við skipstjórann á bv Röðli, Jens Jónsson, og lýsti hann atburðunum þannig: Eftir hádegi á fimmtadag vorum við staddir á Mýra- grunni, þegar bera tók á veikindum í mannskapnum, eins konar gubbupest. Við töldum í fyrstu, að hér væri ekki um neitt alvarlegt að ræða, heldur einhverja um- gangsveiki, og fylgdumst með veikinni sem slíkri. Á föstu- dagsmorgun jukust veikind- in og voru orðin einna svæsn- nst upp úr hádeginu. Rétt fyrir kl. 14 höfðum við sam- band við lækni í Vestmanna- eyjum. Áleit hann í fyrstu eins og við, að þetta væri einhver umferðarveiki og gaf okkur ýmisleg ráð. Við færðam okkur vestur eftir og vorum á öræfa- grunni um fel. 21, þegar veik- in var komin á mjög alvar- legt stig hjá sumum, svo að við tókuim að óttast um lítf Snæbjarnar heitins. Var þá ekki beðið boðanna, heldur haldið til Eyja á fullri ferð og saimband haft við lækni á stuttum fresti. Uim kl. 22 lézt Snæbjörn eftir stutt dauðastríð. Uim mið nætti urðum við hrædidir um B.v. Röðull. lítf annars, sem var farinn að £á kraimpaflog. Var þá stöðugt samband hatft við lækni og beðið um að læknir yrði sendur til móts við okk- ur. Kom héraðslæknirinn í Vestmannaeyjum með hafn- sögubátnum og hittust skip- in vestur undan Portlandi milli kl. 4 og 4.30 á laugar- dagsmongun. Þegar tiJ Eyja kom, voru tveir sendir í sjú/krahúsið og eru þar enn þungt haldnir nú kl. 15.30, aðrir á batavegi. Þess má geta, að það voru einigöngu menn, sem búa framrni í, sem tóku veikina, nema einn annar fékk væg einkenni. Allir hásetarnir nema tveir urðu veikir. Sum- ir eru nú orðnir góðir, en aðrir á batavegi. Ekki er enn vitað, hvað veikinni olli, en það mun vera e. k. eitrun, annað hvort í mat, vatni eða jafnvel and- rúmslofti. — í lok nóvember kom Þor- steinn Guðmundsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykja- dal, með innyfli úr 2ja vetra kind að Keldum og bað um rannsókn á þeim. Hann hafði þá misst tvær aðrar kindur á sama aldri og lýsti sjúkdómur þeirra sér eins. Reyndist þetta við rannsókn vera garnaveiki. Hinn 5. des. reyndust svo 4 kindur veikar í viðbót og í desemberlok enn 3 kindur. Var þá staðfest að 8 kindur höfðu verið með garnaveiki og að lík- um þær tvær, sem ekki voru rann sakaðar. Þá voru alls dauðar 10 kindur þar af 8 tvævetlur. — Um þessar mundir fer fram skoðun á fénu á Skálpastöðum og er ætlunin að rannsaka með blóðprufu hvað af því kann að vera sjúkt. — Þá hafa allar kýrnar á staðn um verið rannsakaðar og reynd- ust þær heilbrigðar. Þá er og athugað hvort veikin kunni að finnast á öðrum bæjum í nágrenn inu. MIKIL SÝKING — Greinilegt er að mikil sýk- ing fjárins hefir átt sér stað fyrir tveimur árum og hafa lömbin þá tekið hana. Annars er venjulegur meðgöngutími veikinnar t. d. er- lendis þar sem veikin er gamal- þekkt frá tæpu ári og upp í fleiri ár, en getur verið styttri ef veik- in er mögnuð og mótstaða fjárins lftil. — Garnaveiki er talin berast með saur og er sýkingarhættan því mest í húsum. Hins vegar er sýkillinn mjög magnaður og líf- seigur og getur lifað að minnsta kosti í heilt ár jafnvel úti. Gæti fé því smitast á afrétti, þar sem sýkillinn á hægt með að lifa í skútum og öðrum afdrepum, sem fé leitar í sér til skjóls. Hins vegar er ekki talin mikil hætta af þessu. — Þegar búið er að kanna út- breiðslu veikinnar er kominn tíml til að gera ráðstafanir til varnar henni t d. með bólsetningu, en þá verður að bólusetja öll lömb á svæðinu. — Garnaveiki hefir ekki fyrr komið upp í BorgarfjarðarhólfL FYLGJA ÞARF MÁLINU VEL EFTIR — Á þessu stigi verður ekki sagt að þetta mál sé mjög alvar- legt eða hættulegt, hins vegar er það alltaf reiðarslag er sjúk- dómum sem þessum skýtur upp. Þarf því að íylgja máli þessu vel eftir og gera allar tiltækar ráðstafanir til heftingar út- breiðslu veikinnar. — Hætta getur verið á að naut- gripir fái garnaveiki, en ekki er Framih. á bls. 28 Hruðbeppni í börfuknatt- leik ANNAÐ kvöld verðúr etfnt til hraðkeppni í körfuknatt- leik að Hálogalandi og taka þátt í keppninni 4 meistara- flokkslið, KR, ÍR, KFR og Ármann. Leikir þessir eru haldnir í fjáröflunarskyni fyrir utanför unglingalands- ' liðsins sem í vændum er. Leikirnir verða 2x10 mín. og engar tafir eða hvildarhlé. Fyrst leika saman KR og KFR og síðan Ármann og ÍR. Loks verður úrslitaleikur milli þeirra félaga er sigra í áðurnefndum leikjum. Mótið hefst kL 8.15 annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.