Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUWBL AÐIÐ Sunnudagur 20. janúar 1963 j Hverjar eru framtíðarhorf- ur í Hafnarfirði? Viðtal við Hafstein Bald- vinsson, bæjarstjóra Spánska danstríóið Queta Barcelo hefur að undanförnu i skemmt í Sjálfstæðishúsinu og notið mikilla vinsælda. — f tríóinu eru dansmærin Queta Barcelo, dansarinn Fransisco Yimnenz og gitarleikarinn Antonio Romero. — Þau munu skemmta gestum Sjálfstæðishússins þar til um næstu mán- aðamót, en þá tekur við danskur söngvarL ÞAÐ hefur að vonum vakið mikla aUiygli, að Framsóknarrr.:nn í Haflnarfirði skyldu rjúfa sam- starf það við Sjálfstæðisflokk- inn, er tókst um stjóm bæjar- ins að loknum síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Morgunblað- ið hefur al þvi tUefni átt við- tal við Hafstein Baldvinsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði um við- horf mála og þau viðfangsefni, sem efst hafa verið á baugi og einkum verið unnið að í sam- starfi flokkanna, Við víkjum fyrst að fjármál- uflum. — Svo sem öllum var ljóst í upphafi og glöggt kom fram í kosningabaráttunni í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar Ihíutu fjármálin að verða höfuð viðfangsefni flokkanna. Þar báru fjártoagsörðuf’eikar bæjarútgerð arinnar að sjálfsögðu hæst.. Mikill halli hafði verið á rekstri fyrirtækisins undanfarin ár, þann ig að heildartapið á árunum 1960—1961 og frarn til 1. júlí 1962 hafði numið samtaús um 50 millj. króna, en þess ber að geta, að fyrirtækið hafði fengið greidd- ar um 10 milljónir króna úr afla- tryggingasjóði og útflutnings- sjóði vegna aflabrests og vá- trygginga togaranna. Eitt af Rússneskar lista- konur hjá Tón TÓNMSTARFÉLAGIFÐ gengst fyrir tónleikuim n.k. mánudags- kvold og miðvikudagskvöld kl. 7 s.d. í Austurtoæjarbíói fyrir styrktarfélaga sína. Koma þar fraim sovéaku listaikonumar Zer mena Heine-Wagner og Vitaia Zirule. Zenmena Heine-Wagner er sópr ansöngkona og er ættuð frá borg inni Riga í Lettlandi, og þar starfar hún sem óperusöngkona við óperu og balletleikhús ríkis- ins. Aiuk þess að njóta álits sem óperusöngkona, kemur Zarmena Heáne-Wagner einnig oft fram sem konsertsöngkona í Sovét- ríkjunum, jafnframt því sem bún hefur farið í tónleikaferðir til ýmissa landa. Ungfrú Heine-Wagner hefur hlot ið margvislega viðurkenningu fyrir list sína. Árið 1956 var henná t.d. veitt heiðursnafnbót- in ,,Alþýðulistamaður Sovétrík- isins Lettlands“, og ári síðar hlaut hún hin svonefnáu „Rik- isverðlaun landsins." Vitana Zirule oíanóleikari ann ast undirieik. fyrstu verkum hins nýja meiri- hluta var að láta fara fnam heild- arupipgjör á rekstrarafkomu og rekstrarhæfni fyrirtaekisins, svo að unnt væri að gera sér grein fyrir, hvort fyrirtækið væri starf hæft. Að þessum málum hefur unnið Árni Vilhjálmsson prófess- or, ásamt end urskoðendum. Verk þetta reyndist umfangsmeira, en menn höfðu gert sér grein fyrir í upphafi, en þess er þó að vænta, að þvi verði lokið nú mjög bráð- lega. En við lauslegt mat, sem fram hefur farið á eignum fyr- tækisins, munu skuldir þess umfram eignir nema liðlega 55 milljónum króna. Bæjarsjóður stendur ábyrgur fyrir skuldbind- ingum bæj arútgerðarinnar, og má öllum ljóst vera, hversu hér er um alvarlegan hlut að ræða, þegar það er haft í huga, að nettó eignir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar voru bókfærðar um 34 milljónir króna um áramótin 1961—1962. í ágústmánuði var Othar Hans son, fisvinnslufræðingur, ráðinn framkvæmdastjóri bæjarútgerð- arinnar, en hann hafði áður starfað hjá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna og getið sér þar hið bezta orð. Ég vil fullyrða, að Othar hefur leyst störf sín í þágu þessa fyrirtækis betur af hendi en bjartsýnustu menn þorðu að vona í upptoafi. Hefur stöðug vinna verið við fyrirtæk- ið frá því það hóf rekstur sinn á ný í ágústmánuði. — Hvað um bæjarsjóð? Við (höfum frétt, að þar hafi 13 millj. króna skuldir verið í vanskilum, er hinn nýi meirihluti tók við, 1. júli s.L Fjárhagsafkoma bæjarsjóðs var mjög erfið við apphaf kjör- tímabilsins og hefur verið lögð megin áherzla á að grynna á skuldum og semja um þær erfið- ustu, svo unnt yrði að koma heilbrigðum rekistri á bæjarsjóð- inn. Ef stilla á álögum almennt á bæaitoúa í hóf, er ekki ósenni- legt, að það taki nokkurn táma að losa sig við þær vanskila- skuldir, sem enn er ósamið um og í því efni má benda á, að í flárhagisáætlun þeirri, sem flokk- arnir stóðu að fyrir árið 1963 og lögð hefur verið fram í bæjar- stjóm, er miðað við að verja á næsta ári um 3,3 milljónum króna til greiðslu stókra skulda. En traust afkoma bæjarsjóðs er að sjálfsögðu megin florsenda fyrir þróttmiklum frairtkvæmdum og heilbrigðu stjómarfari. En önnur bæjarfyrirtæki, hvað með fjármál þeirra? — Að undantekinni Rafveitu Hafnarfjarðar, mé segja ,að fjár hagur þeirra sé nokkuð góður, en það fyrirtæki hefur valdið nokkrum erfiðleikum, með hlið- sjón af því, að ekki hafði verið útvegað lánsfé til nauðsynlegra framikvæmda þar, sem leitt hef- ur til söfnunar lausaskulda. Von- ir standa þó til, að unnt verði að leysa fjáxhagsvandamál henn ar nú á þessu ári. Fyrr á árinu 1962, haifði verið lögð fram í rafveitustjórn allt að 15% hækk- un á raflorkusölu til Þ©ss að mæta þeim halla, sem var á rekstri rafveitunnar. Með því að gera sér grein fyrir fjárhag rafveit- unnar og dreifa greiðslubyrð- inni á lausaskuldum yfir fleiri ár, taldi meirihlutinn ekki ástæðu til að hækka rafmagnið um meira en 8% frá 1. janúar s.l. — Em einhverjar framkvæmd- ir í undirbúningi? —- Svo sem sjá má af því, sem að fráman er rakið, hafa fjár- málin verið höfuð verkefnið fram til þessa, og erfiðleikum bundið að standa í miklum fram- kvæmdum, bæði með hliðsjón af fjóitoagsgetu bæjarsjóðs og svo 'hinu, að enginn undiitoúningur að framkvæmdum hafði átt sér stað á árinu 1962, er hinir tveir flokkar tóku við stjóm bæjar- ins. í ágústmánuði var þó hafizt handa um vatns- holræsa og gatnagerð við Óseyrarbraut og Fornubúðir til þess að skapa þeim fískvixuxslufyrirtækjum, sem þar vom að hefja byggingar, nauðsynlega aðstöðu til þess að geta starfað nú í haust og vetur. Endanlegum frágangi er þó ekki lokið en mun verða lokið þegar á næsta vori. í undirbúningí eru nú ýmsar framlcvæmdir. Þannig mun þeg- ar í vor verða hafin bygging á öðrum áfanga við barnaskólanm á Öldunum, en þar verða reist- ar 8 kennslustofur, auk sér- kennslustofa í kjallara. Er áætl- aður kostnaður við bygginguna um 7 milljónir króna og hefur þegar verulegt fé verið tryggt til framkvæmdanna. Er hér um mjög þýðingarmikla fram- kvæmd að ræða fyrir bæjarflél- agið, þar sem fyrirsjéanleg vom alvarleg húsnæðisvandræði hjá skólunum, hefði eigi verið úr bætt. Þá hefur verið unnið að því að unnt verði að úthluta lóðum fyrir 70—80 íbúðir þegar í vor, en lóðaúthlutanir hafa verið takmarkaðar síðan á árinu 1960. í samíbandi við væntanlegar lóða úthlutanir má og geta þess, að nú vinnur sérstakur arkitekt Jón Haraldssom að skipulagn- ingu miðbæjarsvæðisins, enskort ur skipulags á því svæði var orðið knýjandi vandamál, vegna þarfa verzlunar og viðskiptalífs í Hafnarfirði. Tillögur arkitekts- ins um skipulag miðbæjarins munu væntanlega liggja fyrir í vor. Þá er áformað að gera átak í skipulagsmálum bæjarins á þessu ári, svo að unmt verði að úthluta lóðum undir íbúðarhús og aðrar byggingar á næstu ár- um og beinast áformin einkum að landinu sunnan Jófríðarstaða. Þá hefur verið unnið að undirbúningi gatnagerðarfram- kvæmda og er ætlunin á þessu ári, að hefja framkvæmdir við varanlega gatnagerð við Hring- braut sunnanverða, Suðurgötu frá húsi Prentsmiðju Hafnar- fjarðar suður eftir, koma Álfa- skeiði í tengsli við Amarhraun, nýtoygging Þrastarhrauns og Smyrlahrauns, og Strandgötu frá Dröfn og suðureftir. — Hafnarframkvæmdir eru aðkallandi í Hafnarfirði. Er ekki eitthvað fyrirhugað í þeim mál- um? __Því miður liggur ekkert heildarskipulag fyrir af höfn- inni, þótt því verði ekki neitað, að tilvera bæjarfélagsins bygg- ist að megin efni á góðum hafn- arskilyrðum. Til undirbúnings slíku skipulagi hefur nú í haust og vetur verið unnið að botn- mælingum í höfninni á vegum vitamálaskrifstofunnar, svo að unnt verði að gera sér grein fyrir heildarskipulagi hennar í samræmi við heildarskipulagn- ingu miðbæjarins. Þessum botn- mælingum er nú lokið, og stend- ur nú fyrir dyrum fundur hafn- arnefndar með vitamálastjóra um skiplag hafnarinnar. Þá hefur verið unnið að skipulagi vöru- flutningahafnar í vestanverðri höfninni Og er í undirbúningi bygging um 1800 fermetra vöru- skemmu á komandi vori, sem á- ætlað er að muni kosta tæpar 5 milljónir króna. Það er Hafn- firðingum mikið áhuga og hags- munamál, að vaxandi vöruflutn- ingar fari fram um Hafnarfjarð- arhöfn og á þann hátt nýtist bet- ur þau mannvirki, sem þegar hefur verið lagt L Það var fyrirsjáanlegt, að við undirtoúning svo umfangsmikilla framkvæmda var bænum nauð- synlegt, að tryggja sér hæfan mann til þess að standa fyrir framkvæmdum. í ágúst sl. réði því Hafnarfjarðarbær til þess- ara starfa Jón Bergsson, verk- fræðing, sem áður hafði starfað hjá bænum, en enginn verkfræð- ingur hafði verið hjá Hafnar- f jarðarbæ um eins árs - :eið. Meginn þunginn af undirbún- ingi þessara framkvæmda hefur því hvílt á hans herðum. — Þið eigið góða íþróttamenn, Hafnfirðingar, en vatnar íþrótta- hús. Hvað um fraimkvæmdir á því sviði? — Nú í haust hefur verið unn- ið að byggingu sameiginlegs íþróttahúss og félagsheimilis fyr- ir æskuna í bænum. Áætlaður kostnaður við byggingu húss- ins, mun nema um 24 milljónum króna. Nú hefur hins vegar ver- ið skipuð nefnd til þess að gera tillögur í þessum málum, ef það mætti verða til þess að draga úr kostnaði við bygginguna og flýta fraimkvæmdum. Hafa þeir Gísli Halldórsson arkitekt og Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur fyrir milligöngu íþrótta- fulltrúa ríkisins skilað tillögum um breytingu á því húsi, sem nú er í smíðum. Mun áætlaður kostnaður lækka samkvæmt þeim tillögum um allt að 6 millj. króna, án þess að notagildi þess sé að nokkru skert. Munu ákvarðanir vænt- anlega teknar innan skamims. Þá má geta þess í sambandi við ofangreindar framkvæmdir, að nú liggja fyrir bæjarráði til- lögur frá bæjarverkfræðingi um endurskipulagningu bæjarvinn- unnar, en án efa munu fram- kvæmdir þessar hagkvæmari og kostnaður minni fyrir bæjarfé- lagið. Er þar lögð áherzla á, að taka aukna tækni í' þjónustu bæjarins, með öflun stórvirkra tækja, en notuð hafla verið. __ Hvernig hefur nú samstarf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins verið í sambandi við lausn á þessum málum? __ Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að full eining hafi ríkt I samstarfi flokkanna um þessi mál og þar ekki verið in neinn málefnaágreining að ræða, sem marka má af þvi, að sú fjárhagsáætlun, sem lögð hefur verið fram í bæjarstjórn af þess- um flokkum, var sameiginlega undirbúin af þeim með það i huga, að hún markaði þá stefnu sem flokkarnir höfðu komið sér saman um að vinna að, er þeir hófu samstarf sitt. — Hvað olli þá samstarfs slitunum? Voru framsóknarmenn ef til vill hræddir við að taka á sig ábyrgðtaa og horfast í augu við þá erfiðleika, sem við blasa? — Um það vil ég ekkert full- yrða, en sú ástæða, sem látin hefur verið í veðri vaka af framsóknarmönnum, það er að segja uppsögn eins verkstjóra hjá bæjarútgerðinni, finnst mér á engan hátt réttlæta, að hláup- ist sé frá þeim vanda, sem þeir tókust þá á herðar i upphafi kjör timabilsins. — Að lokum Hafsteinn hver verður framvinda mála nú í ná- inni framtíð? Er líklegt að tak- ast muni að mynda samstæðan meirihluta á ný innan bæjar- stjórnarinnar? — Það er ekki aðeins æskl- legt, heldur og brýn nauðsyn á, að hér skapist sterkur og sam- hentur meirihluti, svo að mál- efnum bæjarfélagsins verði fær- sællega til lykta ráðið, hvort svo sem flokkarnir kjósa heldur, að mynda með sér samstarf um ábyrgan meirihluta innan þeirr- ar bæjarstjórnar, sem nú setur, eða skjóta málunum til kjósenda enn á ný til endanlegs úrskurð- ar og freista þess, að tryggja meirihluta eins flokks. Hafnarfjörður V ORBOÐINN, fél. Sjálfstæðis- kvenna í Hafnarfirði, heldur spilakvöld í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 3.S0. Þar verður spiluð félagsvist og kaffi fram- reitt. — Ailt Sjálfstæð^sfólk er velkomið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.