Morgunblaðið - 24.01.1963, Síða 13
Fimmtudagur 24. Janúar 1963
MORGVTS BL ÁÐIÐ
13
\
Robert Kennedy ræðir ferii
Kennedys forseta bróður síns
* Xr
Einkaviðtal við dómsmálardðherrann,
sem er viðstaddur, er allax meiri háttar
ákvarðanir bandarísku stjórnarinnar
eru teknar — Fyrri grein
*
BANDARÍSKA vikuritið
„U.S. News & World Re-
port“ birti í síðasta hefti
viðtal við dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, Ro-
bert Kennedy, bróður
Bandaríkjaforseta. — Þar
ræðir ráðherrann flest
þau stórmál, bæði innan-
ríkis- og utanríkismál,
sem borið hefur á góma
þau tvö ár, sem Kennedy,
forseti, hefur verið við
völd.
Ritið telur sér sérstakan
feng í því að birta þetta
viðtal, þar eð fáar ákvarð-
anir séu teknar í Hvíta
húsinu, án þess, að dóms-
málaráðherrann hafi fyrst
verið kallaður þangað til
skrafs og ráðagerða.
Viðtalið er mjög langt,
tekur yfir 12 síður, og
verða hér aðeins birtir
tveir kaflar þess. Fjallar
sá fyrri,- er birtist hér í
dag, um atburði síðustu
tveggja ára, og er nokkurs
konar heidaryfirlit, en sá
síðari fjallar sérstaklega
um innrásina við Svína-
flóa á Kúbu og framtíð
Castros, forsætisráðherra.
Fara spurningar frétta-
manna og svör dómsmála-
ráðherrans hér á eftir:
Hr. dómsmálaráðherra: —
Hvað teljið þér þýðingarmest
af því, sem hrundið hefur ver
ið í framkvæmd þann tíma,
sem Kennedy, forseti, hefur
setið við völd?
Sv.: Hlutur Bandaríkjanna á
alþjóðasviðinu hefur verið rétt
ur. Fyrir tveimur árum var
fólki, bæði hér í B.andaríkjun
um og annars staðar, ljóst,
hvað hr. Krúsjeff var að gera;
hvert kommúnisminn stefndi.
Eg held, að framtakssemin
hafi verið þeirra megin.
Hún kom greinilega í Ijós,
er Sputnik var skotið á loft,
en hann varð til þess að auka
mjög hróður kommúnismans
og Sovétríkjanna. Þeir sóttu
þá á. Nú held ég, að því sé
öfugt farið.
Hvað hafa Bandaríkin gert
til að snúa þróuninni sér í
hag?
Sv.: Það, sem við höfum gert
til að auka hernaðarmátt okk-
ar, hefur haft mikla þýðingu.
Þá tel ég einnig, að afrek okk
ar á sviði geimvísinda hafi
haft áhrif. Þá leikur enginn
*
vafi á því, að stefna okkar í
Kúbumálinu hafði sín áhrif.
Hernaðarmáttur okkar er nú
viðurkenndur um heim allan.
Við eigum nú helmingi fleiri
Polaris-kafbáta en áður, 75%
fleiri Minuteman-flugskeyti,
16 herfylki í stað 11, sérhæfð
ar deildir eru fjórum sinnum
fleiri en áður, sérstakar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til
að mæta undirróðursaðgerðum
og skemmdarstarfsemi — allt
þetta hefur haft áhrif.
Iúka á Rússa?
Sv.: Eg held, að þetta hafi
haft áhrif á bandamenn okk-
ar, Sovétríkin og kommúnism-
ann. Hr. Krúsjeff hefur sjálf-
ur talað um „tennur pappírs-
tígrisdýrsins".
Haldið þér, að þeir muni ná
okkur í kaPphlaupinu fram-
vegis?
Sv.: Eg held, að þeir muni
leggja mikið á sig í þeim efn-
um, en það munúm við einnig
gera. Við verðum að leggja að
okkur.
Allt þetta, sem ég hef minnzt
á, hefur mikil áhrif á heims-
málin í augum þeirra. Þeim
finnst Bandaríkin vera veik
fyrir. í upphafi litu þeir Kenne
dy, forseta, sem ungan mann,
sem ekki vildi beita her gegn
Kúbu, eins og Krúsjeff myndi
hafa gert, og gerði í Ung-
verjalandi. Því töldu þeir sér
óhætt að bjóða Bandaríkjun-
um byrginn.
Xeljið þér, að Krúsjeff hafi
talið sér óhætt að sýna for-
setanum frekju og ágengni?
Sv.: Um tíma hefur hann tal
ið sér það óhætt.
Hefur sú afstaða breytzt
núna?
Sv.: Það er Ijóst, að fyrri
skoðun Krúsjeffs er ekki leng
ur fyrir hendi. Fyrir tveim-
ur eða þremur árum, er Krú-
sjeff fór héðan frá Bandaríkj-
unum, líkti hann þeim við
deyjandi, hrasandi og úrkynj-
aðan hest. Eg held ekki, að
hann sé lengur á þeirri skoð-
un. Það er í okkar landi, sem
við finnum lífskraft. Það er-
um við, sem fáum nýjar hug-
myndir.
Eg held ekki aðeins, að ríkis
stjórnin okkar hafi fundið
sjálfa sig, heldur, að öll banda
ríska þjóðin hafi gert það.
Teljið þér, að Kúbudeilan
hafi reynzt Rússum lærdóms-
rík?
Sv.: Eg held, að það ráði
miklu, hvernig við var brugð-
izt, því að þetta er í fyrsta
skipti, sem valdaaðstaða, á-
kveðni og kraftur þjóðarinnar
og stjórnarinnar hefur lagzt á
eitt.
Þetta var erfiður tími, er
það ekki?
Sv.: Jú, það var mjög erfið-
ur tími.
Robert Kennedy ræðir við bróður sinn, forsetann. Er kjör-
tímabil forsetans er hálfnað, telur dómsmálaráðherrann, að
mikið hafi áunnizt — bæði heima fyrir og erlendis — en hins
vegar álítur hann einnig, að mörg verkefni bíði úrlausnar.
Hvað teljið þér merkustu á-
fangana í innanríkismálum
undanfarin tvö ár?
Sv.: Mikið hefur áunnizt á
efnahagssviðinu, þótt því sé
ekki hægt að neita, að margt
sé ógert. Það ríkti samdráttur
— hann er úr sögunni, og fram
vindan er ör. Það er athyglis-
vert, hve stöðugt verðlag hef
ur haldizt. Ýmis þeirra atriða,
sem er að finna í nýju skatta-
löggjöfinni, og hugsuð eru til
að auka áhuga fyrirtækja á
frekari fjárfestingu, auk frjáls
ari ákvæða um afskriftir —
endurbætur á tryggingalöggjöf
inni, lágmarkslaun og ákvæði
um húsnæðismál; lögin, sem
sett voru um þjálfun atvinnu-
lausra verkamanna og aðstoð
við vanþróuð héruð — allt
það, sem gert hefur verið á
þessum sviðum og öðrum, hef
ur verkað hvetjandi á efna-
hagskerfið og hraðað þrpun-
inni.
Héfur kostnaðurinn verið of
hár — I dölum?
Sv.: Nei. Heildarframleiðsla
okkar, þ. e. vörur og þjónusta
— þjóðarframleiðslan brúttó,
fjórða ársfjórðung sl. árs, svar
ar til 562,5 milljarða dala, ár-
lega. Hér er um að ræða um
12% aukningu á 21 mánuði.
Sú staðreynd, að tekizt hef
ur að draga úr óhagstæðum
greiðslujöfnuði, er ánægjuleg.
Hallinn var um 3.9 milljarð-
ar dala, árlega, en er nú um
2 milljarðar. Hann þarf samt
að lækka enn að mun.
Hinsvegar eru um 6% sam-
borgara okkar atvinnulausir,
og við nýtum aðeins um 83%
af framleiðslumætti iðnaðar-
ins, svo að mikið þarf að gera.
Efnahagsþróunin hefur því
ekki verið eins ör og við gerð-
um ráð fyrir, svo að mikið á-
tak þarf að gera á þessu sviði.
Við höfum nú rætt þann
árangur, sem náðst hefur á
undanförnum tveimur árum.
Gætuð þér nefnt það, sem
minnisvert er, vegna von-
brigða, á þessum tíma?
Sv.: Á sviði utanríkismála
myndi ég fyrst og fremst telja,
hve illa hefur gengið að ná
nokkru samkomulagi um bann
við tilraunum með kjarnorku
vopn . . . Annars álít ég, að
það verði að teljast vonbrigði,
að við skyldum ekki gera
meira á sviði menningarmála.
Sviði menningarmála?
Sv.: Já, okkur skortir nær
130.000 skólastofur. Með auk-
inni fólksfjölgun, þá mun þörf
in fara mjög vaxandi á næstu
árum, nema því aðeins, að
einstök ríki fái fjárhagsaðstoð.
Vandamálið er hins vegar um
fangsmeira. Það er alvarlegt,
hve marga skortir nauðsynlega
menntun, auk þess, sem skort
ur er á sérmenntuðu fólki. Við
þörfnumst átaks til þess að
geta boðið öllum þá menntun,
sem þeir geta fært sér í nyt,
auk þess, sem við þurfum að
bæta menntunina á öllum stig
um hvers sviðs.
Hvað um þá atvinnulausu?
Sv.:.Eg myndi segja, að þrátt
fyrir það, sem áunnizt hefur
á því sviði, þá sé enn um að
ræða mikið vandamál.
Hvað vilduð þér segja um
greiðsluhallann á fjárlögum?
Sv.: Hann myndi hafa verið
jafnaður, ef ekki hefði ríkt
samdráttur í efnahagskerfinu,
er Kennedy, forseti, tók við
embætti, og ef ekki hefði verið
lögð áherzla á geimvísindi og
varnir. Svo lengi, sem við
viljum auka framlög til þess-
ara þátta — þið vitið, að við
munum verja eins miklu fé til
geimvísinda á fjárhagsárinu
1963, þ. e. um 2.4 milljörðum
dala, og gert hefur verið á
undanförnum 8 árum — þá
munum við eiga í erfiðleikura
með fjárlögin.
Hafa ekki útgjöld til annarra
hluta en varnarmála einnig
farið vaxandi á seinustu einu
til tveimur árum?
Sv.: Eg held, að þetta sé nú
ekki alveg rétt. Frá fjárhags-
árinu 1961 og fram til 1963, þá
hafa um % hlutar útgjalda-
aukninga á fjárlögum átt rót
sina að rekja til varnarmála
og geimvísinda. Margir virð-
ast ekki skilja þetta.
Eru þetta skyld svið. Eru
geimvísindi endilega það sama
og vamarmál?
Sv.: Jú — það em þau, a.
m . k. að því leyti, er snýr
að vörnum þjóðfélagsins.
Hafa útgjöld til opinberra
mála yfirleitt, farið vaxandi?
Sv.: Jú, það er rétt. Þetta
á líka við um ríkin og borgirn
ar . . .
önnur útgjöld fóru til marg-
víslegra hluta, en upphæðim
ar voru yfirleitt ekki háar. Það
þarf að verja fé til smáfyrir-
tækja, læknisrannsókna, vís-
inda o. fl. hluta.
Þessar gfeiðslur fara vax-
andi með fólksfjölguninni, en
verða þó að teljast fyllilega
eðlilegar. Þess má geta, að
þessar greiðslur eru tiltölulega
lítill hluti heildarútgjada á
fjárögum. Hins vegar reynum
við að mæta aukningu á þess
um sviðum með því að draga
saman útgjöldin á öðrum svið-
um — eins og t. d. við póst-
þjónustu.
Mynduð þér telja það til von
brigða, sem þér hafið orðið
fyrir, að A-Þjóðverjum skuli
hafa tekizt að reisa múr í gegn
um miðja Berlínarborg?
Sv.: Jú, en ég var nú aðal-
lega að hugsa um þá hluti,
sem við höfðum náin afskipti
af, og þar sem við höfðum að-
stöðu til áð ráða gangi mála.
Hins vegar held ég, að sú stað
reynd, að þeir urðu að byggja
vegg, hafl gert mönnum ljóst,
hve veikum fótum kommún-
isminn stendur.
Heiminum er' ljóst, að þeir
urðu að byggja vegg til þess
að halda fólkinu kyrru í land-
inu. Á ferðalagi mínu umhverf
is heiminn komst ég að því, að
vart er hægt að finna svar
við þessari staðreynd. Komm-
únistar segjast geta keppt við
okkur á jafnréttisgrundvelli,
en samt verða þeir að byggja
múr til þess að fólk flýi ekki
frá þeim.