Morgunblaðið - 24.01.1963, Page 15
Fimmtudagur 24. janúar 1963
MORCVTSBLAÐIÐ
:5
Idflaugar fluttar
Kaupmannahöfn,
Aþena, 23. jan. NTB.
KUNNGERT var við hirðina
í Aþenu í dag, að Anne Marie,
prinsessa í Danmörku, og
Konstantin, krónprins í Grikk
landi, hefðu opinberað trúlof-
un sína.
Prinsessan er 16 ára, en
krónprinsinn 23 ára. Jafn-
framt var frá því skýrt, að
þau myndu veða gefin saman
í hjónaband á næsta ári.
Krónprins Crikkja og
dótiir Danakonungs
trúlofast
Anne Marie og Konstantin munu
verða gefin saman að ári
Skömmu eftir að tilkynn-
ingin hafði verið gefin út í
Aþenu, var skýrt frá trúlofun
inni í Kaupmannahöfn, og
var þar tekið fram, að dönsku
konungshjónin hefðu gefið
samþykki sitt.
t dönsku fréttatilkynning-
unni sagði m.a.: „Það er okk-
ur mikii gleði, að geta lýst
því yfir, að yngsta dóttir
okkar, Anne Marie, hefur
trúlofazt giríska krónprinsin-
'im“. Tilkynningin var undir-
rituð af konungshjónunum.
Skömmu áður en tilkynning-
in var gefin út, lögðu grísku
konungshjónin af stað flug-
leiðis frá Aþenu, og er tal-
ið, að þau muni halda til
Kaupmannahafnar, en þar er
krónprinsinn nú.
Konstantin er einkasonur
og hefur getið sér gott orð,
m.a. sem íþróttamaður, en
hann hlaut gullverðlaun á OL.
frá Tyrklandi
— segir utanrikisraðherra landsins —
Polariseldflaugar i stað Júpiterflauga
— Tilraunaveiðar
F'ramhald af bls. 24.
Um borð í Heidelberg er 22
manna áhöfn og skipið mun
svipað í svifum við síldveiðar
og Hallveig Fróðadóttir er talin
vera og því ekki hentugt til þess
ara veiða.
Hér eru ennfremur stödd
norsku skipin Endra Dyrþy og
Anna G. frá Bergen, sem send
eru hingað á vegum norska rík-
isins til vetrarsíldveiða í tilrauna
skyni.
Endra Dyrþy er búið kraft-
blökk svipað og íslenzku síld-
veiðiskipin enda á stærð við hin
stærstu þeirra. Anna G. er hins-
vegar nokkru stærra og er
búið síldartrolli.
A» UNDANFÖRNU hafa ver-
ið talsverð brögð að því að
stærri fyrirtæki hér í bæ bjóði
starfsfólki sínu á leiksýning-
ar í Þjóðleikhúsinu. Ýmis fyr-
irtæki hafa til dæmis pantað
tniða á Pétur Gaut allt frá
50—100 miðum í einu. Á síð-
ustu sýningu leiksins buðu
tvö fyrirtæki starfsfólki sínu
á sýninguna.
Einnig virðist leikurinn
vera mikið sóttur af fólki,
sem býr í nágrenni Reykja-
víkur, og koma að jafnaði
einn eða fleiri langferðabílar
nr.eð fólk langt að til að sjá
þessa vinsælu sýningu.
Á myndinni eru ðerdís Þor-
valdsdóttir og Gunnar Eyjólfs
son i hlutverkum sínum.
Skipin fóru á veiðar í fyrsta
sinn hér í gær en án árangurs.
Gert er ráð fyrir að þau verði
hér að veiðum fram um miðjan
febrúarmánuð, eða til febrúar-
loka og ef afli gefst mun hann
verða ísaður um borð, en Als
Algery, skipstjóri á Endre Dyrþy
sagði að þeir gerðu ráð fyrir að
geta haft síldina um borð í skip-
unum sem svaraði 15 dögum. Síð
an yrði siiglt með aflann til
Noregs.
Nót Endra Dyróy er 215 faðma
löng og 68 faðma djúp.
Síldartrollið í Anna G. er sett
upp í Noregi og hefur verið reynt
þar með misjöfnum árangri að
sögn skipstjórans, Rolf Solsvik.
Hann taldi skip sitt tæplega
nægilega kraftmikið til þess að
geta haft full not af trollinu. —
vig.
Arikara, Washington, 23. jan.
— (NTB-AP) —
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Tyrklands, Feridun Cemal
Erkin, skýrði frá því í dag,
að innan skamms myndi
verða hafizt handa um að
flytja burt eldflaugar frá
Tyrklandi ,og yrðu allar eld-
flaugastöðvar þar lagðar nið-
ur. Sagði hann, að í stað eld-
flauga á landi, myndu fram-
vegis koma kafbátar, búnir
Polariseldflaugum. Því yrðu
framvegis engar eldflaugar,
er borið gætu kjarnorkuvopn,
á tyrknesku landi.
Fregnir frá Washington
herma, að ekki hafi tekizt að
fá staðfestingu á þessum
fréttum.
Talsmenn bandarísku stjórnar
innar sögðu hins vegar í dag,
að undanfarið hefðu staðið yfir
viðræður milli ráðamanna vestra
og ráðamanna ýmissa NATÓ-
ríkja um endurskipulagningu
varna bandalagsins. Yrði ekki
skýrt frá viðræðunum, fyrr en
þeim væri lokið.
í fréttum frá Ankara í dag,
kom einnig fram, að landvarna-
ráðherra Tyrklands, Alhami
Sancar, hefði skýrt frá því á
þingi, að yfir stæðu nú viðræð-
ur um að fjarlægja Júpíter-eld-
flaugar og taka í þeirra stað upp
Polaris-eldflaugar.
Skv. óstaðfestum fréttum frá
Ankara, segir einnig, að er þess-
ar breytingar fari fram, muni
Tyrkir fá meira af venjulegum
vopnum.
— Bruninn
Síldin fryst
sem dýrafóður
EINI báturinn héðan, sem síld
fékk í nótt, var Skírnir. Fékk
hann 100 tunnur. Heldur voru
síldarnar smáar, aðeins 10—25
cm. langar. öll var hún hrað-
fryst sem dýrafóður.
Laust eftir hádegi í dag voru
allir síldarbátarnir á heimleið og
kom sá síðasti kl. 3. Talsverður
stormur var þá kominn af suð
suðaustri, 4—5 vindstig.
Framh. af bls. 24.
Fólkið fór á næsta bæ við
Borg, Birkihlíð, svo að segja
á nærklæðunum, því að enginn
tími eða tök voru á að bjanga
neinu af fatnaði, nema einhverju
sem var í herberginu, er farið
var út um. Frá Birkihlíð var
náð til slökkviliðsins í Egilsstaðá
kauptúni um síma, og var þá
klukkan langt gengin í átta um
morguninn. Var þegar farið af
stað með slökkvibílinn ásamt
nokkuð mörgum mönnum héðan.
Var þao um kl. 9, sem bíllinn
var kominn á staðinn, en þá
var húsið brunnið og allt fallið
nema skorsteinninn.
Þá var nokkur eldur kominn
í fjósið, en fljótlega tókst að ráða
niðurlögum hans. Fjósið skemmd
ist talsvert, en hlaðan og heyið
slapp alveg. Mun það því að
þakka, hve veðrið var stillt.
TRÓÐU VOTHEYI í HLÖÐU-
GÆTTINA.
Margir menn úr Skriðdal komu
á staðinn, og má geta þess, að
þeir gripu til þess snjallræðis^
að hlaða votheyi í hlöðudyrnar,
og e.t.v. hefur það orðið til þess
áð koma í veg fyrir að eldur
kaemist í hlöðuna. Eldurinn í fjós
inu var slökktur með vatni, sem
borið var að.
Eldurinn kom upp á neðri hæð
hússins, en ekki er enn víst um,
orsakir hans.
Fólkið hefur orðið fyrir til-
finnanlegu tjóni í þessum bruna,
en ekki er mér kunnugt um vá-
trygigingu. — Ari Björnsson.
BT ræðir afstöðu Flugfél-
ags íslands innan IATA
Telur atkvæðagreiðsluna
þaulhugsað herbragð
Einkaskeyti til Mbl.
Kawpmannahöfn í gær.
D A N S K A blaðið B.T.
skýrir frá því í dag, að at-
kvæðagreiðslan innan Al-
þjóðasambands flugfélaga,
IATA, um það, hvort leyfa
skuli flug yfir Atlantshaf-
ið á lágum fargjöldum
með skrúfuþotum, hafi
verið síðasta hindrunin,
sem yfirstíga þurfti, áður
en SAS lcitaði samþykkis
viðkomandi ríkisstjórna
til flugsins.
Bendir blaðið á, að jafnvel
bandaríska stjórnin gangi
sjaldan í berhögg við IATA.
Þá telur B.T. það mjög at-
hyglisvert, að Flugfélag ís-
lands skyldi ekki greiða at-
kvæði gegn því, að lægri far-
gjöld yrðu leyfð, en eitt „nei“
atkvæði hefði nægt til þess að
binda endi á áætlun SAS.
Telur blaðið skýringuna
vera þá, að atkvæðagreiðslan
hafi verið þáttur í þaulathug-
uðum undirbúningi IATA til
að leysa vandamálið. Hefði
eitt félag greitt atkvæði gegn
fargjaldalækkun ,hefði verið
hægt að telja það ábyrgt fyr-
ir þeirri fargjaldastyrjöld,
sem þá hefði getað hafizt, og
hefði e.t.v. leitt til hruns fjöl-
margra flugfélaga. Segir að
síðustu í grein blaðsins, að
augsýnilegt sé, að ekkert flug
félag hafi viljað taka á sig
slíka ábyrgð.
Rytgaard.