Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 1
24 síðui 50 árgangur 20. tbl. — Föstudagur 25. janúar 1963 t'rentsmíðja JVlorgunblaSslna 11 GÆR var hvasst í Reykja- vík og g-ekk á með kafalds- byljum. Hált var víða á götun ’ um og lítið skyggrni og hvatti lögreglan ökumenn til að fara I varlega. Þessi mynd var tekin | á Suðurlandsbrautinni. Ljósm. Sv. Þorm. BjÖrgunarbáiur og björgunarsveit leita trillubáts inni á Sundum í GÆRKVÖLDI leitaði Slysa- varnafélagið að trillu með ein- um manni, sem hafði farið frá Korpúlfsstöðum kl. 4 siðdegis áleiðis til Reykjavíkur, en hann var ófundinn eftir miðnætti í nótt. Var leitað á björgunarskip- inu Gísla Johnsen og auk þess leitaði björgunarsveit í þremur bílum fjörurnar. En veður var mjög slæmt, gekk á með hryðj- um, svo varla sást út úr augum. Maðurinn, sem heitir Vaibergur Sig>urmun<isson, Bárugötu 14, fór í gær .með Ágústi Saemundssyni og öðrum manni á trillunni út í Þerney að vitja um fé. Þeir komu siðan í land við Korpúlfsstaði, og TEKIMIR AF LÍFI Túnis, 24. jan. — (NTB-AP) — T I U mannanna þrettán, sem dæmdir voru til dauða sak- aðir um samsæri gegn stjón Bourguiba í Túnis, voru tekn ir af lífi í morgnn. Samkvæmt fregnum frétta- stofunnar í Túnis sóttu allir hin- ir dauðadæmdu um náðun og Bourguiba forseti breytti dómi tveggja þeirra í ævilanga hegn- ingarvinnu. Einum hirma dauða- dæmdu tókst að komast undan og var hann dæmdur in absentia. Það var herréttur, sem dæmdi samsærismennina til dauða, en eins og skýrt hefur verið frá voru þeir sakaðir um að hafa ætlað að steypa stjóm Túnis af stóli, myrða forsetann og ráð- herrana. Stjóm Túnis hefur lýst því yfir opinberlega, að hún saki stjórn Ben Bella í Alsír um að hafa hvatt til samsærisins. Estes dæmdur Texas, 24. jan. (NTB—AP). BANDARÍSKI kaupsýslumað- urinn Billie Sol Estes, sem er sakaður um að hafa dregið sér með svikum margar milljónir dollara, var dæmd- ur í átta ára fangelsi í dag. Stjórnmál - ekki efnahags- mál - ráða afstöðu de Gaulle — segir Peyreiitte, upplýsingamála- ráðherra frönsku stjórnarinnar París, 21f. jan. — (NTB) — A Ð afloknum fundi frönsku stjórnarinnar, sem haldinn var í morgun, sagði upplysingamálaráð- herra hennar, Alan Peyre- fitte, að stjórnin sæi enga á- stæðu til þess að breyta af- stöðu sinni til aðildar Breta að EBE. Hins vegar sagði ráð herrann Frakka reiðubúna að taka til athugunar tillög- ur, sem vestur-þýzka stjórn- in kynni að leggja fram, þeg- ar viðræðurnar um aðild Breta hæfust aftur í Brússel á mánudag. Peyrefitte sagði, að de Gaulle Frakklandsforseti og Adenauer kanzlari Vestur- Þýzkalands, hefðu komizt að samkomulagi varðandi við- ræðurnar í Brússel og stjórn- málafréttaritarar telja, að de Gaulle hafi fallizt á að hindra ekki að frekari viðræður við Breta fari fram. Utanríkisráðherra Frakka Couve de Murville hélt ræðu í franska þinginu í kvöld og ræddi m.a. væntanlega aðild Breta að EBE, samninginn um samstarf Frakklands og Vestur-Þýzkalands og varnir Frakklands. Samkomulag de Gaulles og Adenauers Er franska stjórnin kom sam- an til fundar í morgun ræddi hún m. a. samninginn, sem de Gaulle Frakklandsforseti og Ad- enauer kanzlari Vestur-Þýzka- lands undirrituðu í París. Einnig lagði utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, fram skýrslu um viðræður Efnahagsbandalags ríkjanna í Brússel og þá frestun sem gerð var á viðræðunum um aðild Breta. Að fundinym loknum ræddu fréttamenn við Alan Peyrefitte, upplýsingamálaráðherra Frakka. Sagði hann, að viðræðum Brússel um aðild Breta að EBE hefði verið frestað samkvæmt tilmælum Frakka og franska stjórnin sæi enga ástæðu til þess að taka til athugunar tillögur, sem vestur-þýzka stjórnin kynni að leggja fram, þegar viðræður um aðild Breta hæfust aftur n.k. mánudag. Upplýsingamálaráð herrann sagði, að það væri .hinn stjórxunálalegi ágreiningur, sem Framh. á bls. 23 urðu tveir mannanna þar eftir og fóru í bíl til Reykjavíkuc, en Valberigur vildi fara á trillu sinni sjóveiginn. Þess má geta að Vail- bergur hefur ekiki talstöð. Veður fór versnandi og Ágúst fór að verða órólégur og gerði SlysJívannaiféflaiginu aðvart um kl. 6,30. Var fyrst haldið uppi ‘ spurnum, en er maðurinn kom ekki fram voru gerðir út leið- angrar. Gísli Johnsen fór út, þó varla væri bátfært í þessu veðri, og leitanmenn fóru í bílutn að leita fjörurnar. Tveir menn komnir í Þerney Um miðnættið er blaðið hafði samfoand við Henry Hálfdánar- son var hann nýbúinn að tala við leitarmenn á Gísla Johnsen, en illa heyrðist í loftskeytatækj- um vegna hryðjanna. Höfðu þeir verið að sveima milli Þerneyj- ar og Lundeyjar, en iðulega séð lítið frá sér vegna myrkurs og snjóbylja. Rétt áður höfðu þeir sett tvo menn á land í Þerney og ætluðu þeir að ganga fjörur þar. Þem- ey er nokkuð stór eyja og lón- aði Gísli Johnsen þar úti fyr- ir og svipaðist um á meðan. Leituðu Álfsnesfjörur og Voginn. Mbl. átti í gærkvöldi símtal við Jón Sigurðsson, ráðsmann í Víðinesi, en leitarbílamir höfðu ætlað að hittasf þar, ef á þyrfti að halda. Höfðu þá kom- ið þar þrir af leitarmönnum, sem voru búnir að ganga á Álfsnes- fjörur og héldu þeir til leitar í Gunnunesi austan við bæinn, á móti Þerney. Áttu þeir von á þremur öðrum, sem voru að leita fjörurnar frá Gufunesi og inn með Voginum og báðu um að þeir yrðu sendir i Vogsbotn- inn. Sættirnar í máli Red Crusader lítilsvirðing við Færeyinga — segir danska blaðið Information Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannaliöfn 24. jan. SÆTTIRNAR, sem Bretar ©g Danir hafa fallizt á, í máli brezka togarans „Red Crusa- der“, og fela það í sér að báðir aðilar falla frá kröfum sínum í málinu, hafa vakið ugg í Danmörku, þar sem tal ið er að málalokin geti skað- að samskipti Dana, Færeyinga og Breta. Danska blaðið In- formation segir í harðorðri forystugrein í dag, að Danir hefðu, með fullum rétti, get- að sætzt við P -eta og fallið frá kröfum sínum, ef togar- inn hefði verið á veiðum inn- an danskrar landhelgi. Segir blaðið, að tilraunir Dana til þess að forða deilum við Breta hafi fengið þá til að gleyma þriðja málsaðilan- um, Færeyingum. Togarinn hafi verið að veiðum innan landhelgi Færeyja og með þvi að láta málið niður falla lítilsvirði Danir hagsmuni Færeyinga. Blaðið telur, að úrslit „Red Crusader“ máls- ins, geti haft alvarlegar af- leiðingar, þau geti örvað tog- araskipstjóra til ólöglegra fiskveiða og æst Færeyinga til mótspyrnu. Blaðið segir, að rétturinn, sem átti að fjalla um málið, hafi verið látinn víkja fyrir stjó.nar- erindrekum, sem farið hefðu svo heimskulega að ráði sánu, að gera samkomulag, sem hæglega gæti leitt til sundrungar. Rytgaard. Málavextir í „Red Crusa- der“ málinu voru þeir að í maí s.l. ár stóð danskt varð- skip togarann „Red Crusader" frá Hull að ólöglegum veið- um við Færeyjar. Sendi varð- skipið menn um borð í togar- ann, en hann sigldi á brott með þá og skaut varðskipið nokkrum skotum á eftir tog- aranum, en togarinn komst til hafnar í Bretlandi. Alþjóðleg rannsóknarnefnd kvað upp þann dóm, að báð- ir aðilar væru sekir, en nú hafa Danir og Bretar komið sér saman um að falla frá skaðabótakröfum vegna máls- ins. Þessi málalok hafa vakið ólgu í Færeyjum. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.