Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 25. janúar 1963 ' ÍSÍ reynir nýjar ieiðir til að bæta úr þjáífaraskorti Samtökin flytur FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍS.t hélt fund með blaðamönnum í gær og ræddi Gisli Halldórsson forseti þar um þau mál sem efst ern á baugi hjá framkvæmda- stjórninni. Eru það húsnæðimál, útgáfa íþróttablaðsins, keppni um íþróttamerki, námskeið fyrir leið beinendur, starfsemi unglinga- ráðs og fleiri nefnda sambands- ins o. fl. Fer hér á eftir megin- hluti þess sem framkvæmda- stjórnin telur efst á baugi. íþróttasambandið flutt í ný húsakynni íþróttasamband fslands hefur nú nýlega flutt í ný húsakynni, sem það hefur tekið á leigu í Suðurlandsbraut 4 (Hús H. Bene diktsson og Co) eru það þrjú herbergi á 2. hæð hin vistleg- ustu húsakynni . Ásamt ÍSÍ hafa þar bækistöð sína, Frjálsíþróttasamband ís- lands, Skíðasamband íslands, Körfuknattleikssamband íslands, Æskulýðssamband íslands. Eign Í.S.f. að Grundarstíg 2A seld Húseign sína 2. hæð í Grund- arstíg_ 2 A, hefur íþróttasam- band íslands selt og verður and- virði sölunnar notað til greiðslu upp í kostnað við byggingu á nýju skrifstofuhúsi ÍSÍ og ÍBR. Hið nýja skrifstofuhús fþrótta- sambands íslands og íþrótta- bandalags R.-víkur í byggingu er nýtt skrifstofu- hús inni í Laugardal við hliðina á hinni glæsilegu íþróttahöll sem þar er að rísa. Að byggingu þess ari standa íþróttasamband ís- lands og íþróttabandalag Reykja víkur, hús þetta er nú næstum orðið fokhelt, búið að steypa það upp og gler í glugga verð- ur sett á næstunni. Gert er ráð fyrir, að halda áfram innan-húss smíði í sumar og ljúka við bygginguna á miðju næsta sumri og taka hana þá í notkun. Grunnflötur byggingarinnar er 260 fermetrar og er hún 3 hæðir og kjallari. Á fyrstu hæð verður Dunir og Sví- ar jafnir 11:11 SVÍAR og Danir léku lands- leik í handknattleik á mið- vikudagskvöldið og fór leikurinn fram í Forum í Höfn og munu 6000 áhorf- endur ajdrei gleyma þeim leik. Jafntefli varð 11—11 og það voru Svíarnir sem jöfnuðu úr vítakasti sem framkvæmt var eftir að leiktíma lauk. Danir náðu forystu í leikn um og höfðu um tíma í byrj- nn síðari hálfleiks 8—4 for- ystu. En Svíar settu sínar gömlu stjörnur inn á m. a. Kjell Jarlenius og hann vann jafnteflið fyrir Sví- þjóð öðrum fremur, bæði með því að saxa á forskotið og hann framkvæmdi hið þýðingarmikla vítakast í leikslok. Hann var víst eini maðurinn í húsinu sem ekki var algerlega farinn á taug- um vegna spenningsins. # nýtt húsnæði aðstaða, til tómstundastarfs og gistingar fyrir íþróttamenn, sem koma til keppni í höfuðstaðnum. Á annarri og þriðju hæð verða skrifstofuherbergi og fundarher- bergi. Þegar byggingu húss þessa er lokið og íþróttahreyfingin hefur flutt starfsemi sína í það, stór- batnar öll aðstaða fyrir yfirstjórn íþróttasamtakanna, sem væntan- lega hefur öll aðsetur á þessum eina stað. Þá verður að veruleika hálfrar aldar draumur íþrótta- manna um að eignast íþróttamið stöð. Námskeið fyrir leiðbeinendur i íþróttum og íþróttaleiðtoga Á sambandsráðsfundi Í.S.Í. 2. des. sL var samþykkt, að halda námskeið fyrir íþróttaleiðtoga og leiðbeinendur í íþróttum. Enn- fremur var samþykkt á sama sambandsráðsfundi, að taka upp sérstaka fjárveitingu til styrktar þeirri starfsemi sérsambanda Í.S.Í., að halda námskeið víðs vegar um landið. Síðan hefur verið unnið að máli þessu og þá sérstaklega að öflun fjár, og er tryggt, að fram- kvæmdir verða. Fyrirhugaður er fundur með formönnum sérsambandanna, þar sem nánar verður ákveðið um námskeiðiðin. Verður héraðs- samböndum Í.S.Í. skýrt frá áætl- unum, þegar þær eru tilbúnar. þá mun framkvæmdastjóm l.S.Í. beita sér fyrir námskeiðum í þeim íþróttagreinum, sem .S.í. er sérsamband í, auk þess nám- skeiðum fyrir heildina, þar sem lögð verður áherzla á kennslu í hinu félagslega starfi. Fundur formanna héraðssambanda Framkvæmdastjórn Í.S.Í. hef- ur ákveðið, að boða til fundar með formönnum héraðssamband anna á komandi vori, á góðum stað austan fjalls. Mun sá fundur standa í tvo daga og verður fjallað þar um helstu mál íþrótta hreyfingarinnar. Fræðsluerindi um ýmis félagsleg atriði fara einnig fram á þessum fundi. Unglingaráð Í.S.Í. Lögð mun í framtíðinni, sér- stök áherzla á æskulýðsstaarfið innan íþróttahreyfingarinnar, og kemur það verkefni einkum í hlut sérstaks ráðs innan Í.S.Í., Svíinn vann á sínum Saab SVÍINN Eric Carlsson sigraði í gær í hinum fræga Monte Carlo kappakstri, lengsta kapp akstri'sem í er keppt. Carls- son var á Saab bíl. Hann vann einnig keppnina í fyrra á Saab bíl og er þetta í fyrsta sinn í 30 ár sem sami sigurvegari er tvö ár í röð í þessari frægu keppni. Carlsson vann með nokkrum yfirburðum hlaut 2.976.189 stig. Félagi Carls- sons er Gunnar Palm. 2. í röð- inni var Pauli Toivonen og Anssi Jærvi Finnlandi á Citr- oen-bíl með 3.014.846 stig og 3. Aaltonen og Amferos Finn- landi á Morris Cooper með 3.055.077 stig. Carlsson er einn fremsti kappakstursmaður vorra tíma og einn sérstæðasti maður sem nokkru sinni hefur setið við stýri í kappakstri. Hann er 33 ára frá Trollhattan og er tilraunabílstjóri að atvinnu. Hann hóf feril sinn í mótor- hjólakappakstri en keppti í fyrsta sinn á bíl 1953. Síðan hefur hann unnið marga sigra og hin stærsta (auk Monte Carlo sigranna) árið 1959 er hann var kjörinn sem bezti lang-kappaksturskappi Evrópu. Það er mikil viðurkenning fyrir Saab bílana að hafa tví- vegis hlotið sigur í þessari keppni. Keppni kvenna vann Ewy Rosqvist, einnig sænsk. Hún var á Mercedesbíl. Hún var önnur þeirra kvenna er sigr- aði í Kappakstri í Chile fyrir skömmu en þátttakendur voru 400. FH nálgast meistaratitil íþrótta- merkið LANGAN tíma hefur stað- ið til, að koma á keppni um íþróttamerki Í.S.Í., en nú hefur verið ákveðið að slík keppni hefjist í febrúar nk. Tilgangurinn með slíkri keppni er, að íþróttirnar nái til sem flestra, og árangur sem ná þarf, til þess að vinna íþróttamerkið, er mið aður við það. Slíkar keppnir hafa farið fram á Norðurlöndum um langan tíma, og borið mik- inn árangur. Þess er að vænta, að svo verði einnig hér á landi. Sérstök nefnd sér um framkvæmd þessa máls. Gísli Halldórsson forseti Í.S.Í. sagði á blaðamanna- fundi í gær að Í.S.Í. bindi \ miklar vonir um árangur af þessari almenningskeppni og heiðursforsetinn Ben. G. Waage sagðist ætla að ef unnt væri að vekja áhuga ungra sem gamalla að spreyta sig við merkin, þá myndi þjóðin verða vel lík- amlega þjálfuð eftir 5—lð ár. sem er ráðgefandi aðili um allt það er lýtur að æskulýðsstarfi, og hefur framkvæmdir á hendi í þeim málum, sem framkvæmda stjórn felur því. Þetta þýðingarmikla ráð KVENNAFLOKKUR FH stefnir nú hraðbyri að íslandsmeistara- titlinum í handknattleik kvenna. í fyrrakvöld unnu FH stúlkurn- ar Breiðablik með yfirburðum skoruðu 14 mörk gegn 5. Höfðu FH stúlkumar algera yfirburði i öllum listum hand- knattleiksins og virðast beztar allra flokka kvenna, en hand- knattleikur kvenna stendur ekki hátt hjá okkur eins og er. Sama kvöld kepptu Víkingur og Ármann í kvennaflokki. Þar var hatrömm barátta og tvísýn og lauk reyndar með jafntefli 9 mörk gegn 9. Víkingsstúlkurnar höfðu frum kvæðið er á leið leikinn en Ár- mannsdömunum tókst að jafna á siðustu stundu._ Þetta var dýr- mætt stig sem Ármann tapaði, en það var eiginlega eina liðið sem ógnaði FH stúlkunum. í 2. flokki karla fór fram leik- ur milli Vals og Fram. Þar var barátta mikil og hörð og lauk með sigri Vals 11 gegn 10. Loks fór fram leikur í 3. flokki karla vann Víkingur lið Ár- manns með 13 gegn 10. Framh. á bls. 23 --- ——------® Her er Sigurhna að skora fyrir FH. „Vörn“ Breiðabliks kom of seint. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. María fegurðardrottning var meðal áhorfenda ao Háloga- landi fyrrakvöló og hafði við orð að það gæti verið gaman að prófa handknatt leik aftur, en hún lék með KR. Hún stóð hjá Bjarna Bjamasyni ‘ ímaverði og gár- ungar sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem Bjarni hefði gleymt sér í tímavarðarstarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.