Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. janúar 1963 Robert Kenneay, dómsmálaraðherra ræðir LÖCTAK Hér með tilkynnist, að í dag hefir verið upp kveð- inn lögtaksúrskurður fyrir vangoldnum afnotagjöld- um til Ríkisútvarpsins fyrir árið 1962 í Skagafjarð- arsýslu og Sauðárkrókskaupstað. — Hlutaðeigend- ur mega búast við, að lögtak verði látið fram fara hjá þeim, sem eigi hafa innt framangreind gjöld sín af hendi að liðnum lögmæltum viku fresti, án frekari fyrirvara Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu, Bæjarfógetinn á Sauðárkróki. Sauðárkróki, 21. janúar 1963. Jón Óskarsson ftr. Innrásina við Svínaflda framtíð Castros - voru notaðar — eftir áætlun. Hins vegar má segja, að þær hafi ekki reynzt nógu margar eða öflugar — en það er hins vegar ekki að kenna því, að forsetinn hafi breytt neinu á síðustu stundu, né reyndar neinn annar. Hver skipulagði innrásina? Sv.: Já, það er þriðja atrið- ið. Forsetinn hefur tekið á sig SÍÐARI GREIN framkvæma hana“. Er þetta rétt? Sv.: Já, það er rétt. Við hvern sagði forsetinn þetta? Sv.: Við alla þá, sem hlut áttú að máli við undirbúning inn. Allir, sem þar komu ná- lægt, gerðu sér fulla grein fyr ir því, að ekki yrði gripið til bandarísks hers. Hr. Kennedy, svo við snúum okkur að öðru. Okkur er nú sagt, að næsta skrefið sé að binda endi á völd Castros á Kúbu og losa landið undan á- hrifum kommúnisma. Með hvaða hætti er unnið að því? Sv.: Undanfarið ár hafa ver ið gerðar mjög harðar, efna- hagslegar ráðstafanir gegn Castro. Skref hafa verið stig in í þá átt að einangra hann bæði efnahagslega og á stjórn málasviðinu. Hvað álítið þér að það muni taka langan tíma? Sv.: Eg hef ekki minnstu hugmynd um það. Samt sem áður tel ég, að aðstaða Castros, um heim allan, en þó kannske sérstaklega í Suður-Ameríku — hafi veikzt mikið undan- farna 15 mánuði. Hann hefur einnig tapað alimiklu fylgi á Kúbu. Hvaða ráðstafanir eru gerð ar í S-Ameríku til þess að mæta undirróðursstarfsemi frá Kúbu? Sv.: Við höfum sérstaka stofnun innan stjórnarinnar, sem hefur þau mál til sérstakr ar meðferðar — þ. e. á hvem hátt skuli bezt bregðast við undirróðri — sem sérstaklega er beint að 5 eða 6 löndum, sem liggja vel fyrir slíku. Eru reknir sérstakir skólar á Kúbu, þar sem undirróðurs- menn fá þjálfun — og eru þess ir menn síðan sendir til Mið- og Suður-Ameríku? Sv.: Jú, og hættan, sem af þessu stafar, er allmikil. Nem andi eða óánægður sjórnmála leiðtogi er fluttur til Kúbu. Þar er honum veitt tilsögn í til þrjá mánuði, og síðan fer hann heim, og fær þann stuðn ing, sem nauðsynlegur er. Hvað vopnum viðvíkur, þá er hægt að fá nóg keypt af þeim. Peninga er aflað, án þess að hægt sé að rekja uppruna þeirra. Það er ljóst, að ákveðið sam band var milli Castros og kommúnisma og skemmdar- verka, sem framin voru við olíulindirnar í Venezuela, og bersýrtilega sömu tengslin, er bandaríska lögreglan handtók skæruliða í New York í nóvem ber. Tilhneingin nú virðist vera sú að flytja kommúnista til Kúbu til þjálfunar um nokkurt skeið, en síðan eru þeir sendir aftur, svo að þeir geti hagnýtt sér nýfengna þekkingu sína. Haldið þér, að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar? Sv.: Já, vissulega. Hversu alvarlegar? S.: Mjög alvarlegar. Þetta hefur í för með sér hættu fyr ir öll þessi lönd. Vandamál Castros hafa hins vegar auk- izt. Sú staðreynd, að aðstaða hans er ekki sú sama nú og fyrir ári, eða einu og hálfu ári — að hann er ekki álitinn bjargvætturinn — hefur haft sín áhrif á þá, sem vildu fylgja honum. Þetta er mesta áfallið, sem hann hefur orðið fyrir . . . . ef umbætur, þjóð- félagslegar, efnahagslegar og á stjórnmálasviðirtu ná fram að ganga, þá mun kommún- ismi og Castroismi verða und ir í Suður-Ameríku. Nái slík ar breytingar hins vegar ekki fram að ganga, þá megum við vita, að við munum lenda í erf iðleikum, jafnvel þótt ekki væri um að ræða neina Kúbu eða Castro. o.fl í viðtali við „U.S. News& World Report” í GÆR birtist hér fyrri kaflinn af tveimur, sem teknir hafa verið til birt- ingar úr viðtali því, er bandaríska vikuritið „U,S. News & World Report“ átti nýlega við Robert Kennedy, dómsmálaráð- herra Bandaríkj anna, og birtist í síðasta hefti þess. Bróðir John F. Kenne- dys, forseta, fjallar þar um helztu mál, sem ofar- I lega hafa verið á baugi á 1 fyrri helmingi kjörtíma- I bils forsetans. Kaflinn í gær var að nokkru yfirlitskafli, og var þar drepið á atriði, er snerta bæði innanríkis- og utanríkismál. Kaflinn í dag fjallar um innrásina við Svínaflóa, Castro, forsætisráðherra Kúbu, afstöðu Bandaríkja- stjórnar til hans o. fl. — Spurningar fréttamanna og svör ráðherrans fara hér á eftir: Hr. Kennedy, við ræddum áður um vonbrigði þau, er þér hefðuð orðið fyrir á undanförn um tveimur árum. Vilduð þér minnast á Kúbu — innrásina við Svínaflóa? Sv.: Eg hef séð svo margar greinar í tímariti yður, þar sem vikið er að því, að for- setinn hafi afturkallað „vernd úr lofti til handa innrásar- mönnum", og ég held, að það væri rétt að skýra þann hluta málsins. | Eg átti sæti í nefndinni — á- samt Taylor, hershöfðingja, Burke, aðmírál og Allen Dull- es (yfirmaður leyniþjónustunn ar þá — innskot Mbl.) — en nefndin tók innrásina við i Svínaflóa til athugunar. Eg get ekki skýrt frá málinu í i' smáatriðum, en ég get þó lýst f því yfir, að Kennedy, forseti I afturkallaði aldrei vernd úr I lofti. Blað ykkar, eins og svo I mörg önnur blöð, hafa skýrt ] frá þessu við ýmis tækifæri, en það er alls ekki satt. í raun og veru, þá voru aldrei uppi | neinar áætlanir um að veita ? innrásarmönnum vernd úr 1 lofti með bandarískum flug- vélum, svo það var ekki um að ræða að afturkalla slíka vernd. Var þá um að ræða vemd úr lofti frá Mið-Ameríku? Sv.: Þið töluðuð um vernd bandarískra flugvéla. Slíkt stóð aldrei til. Eg á við, að herinn hafi aldrei stungið upp á neinu slíku. Það kom aldrei til athugunar. Aldrei? Sv.: í áætlunum var aldrei gert ráð fyrir, að um yrði að ræða vernd bandarískra flug- véla. Ekki heldur í áætlunum hersins? Alls ekki. Hver stjórnaði aðgerðum? Sv.: Við skulum reyna að skilja þetta fyrst: Aðalatriðið er, að það var ekki um að ræða neina vernd bandarískra flug- véla og engin vernd var aftur kölluð. í raun og veru aftur- kallaði forsetinn enga slíka vernd né neina aðra. Það, sem gerðist, var þetta: Loftárás hafði verið gerð á kúbanska flugvelli á laugar- degi. Það varð uppi fótur og fit hjá Sameinuðu þjóðunum og annars staðar, og þá fór mönnum að verða það ljóst, að Bandaríkin áttu einhvern hlut að máli. Að þetta skyldi vitnast, braut í bága við þær áætlanir, sem gerðar höfðu verið fyrir innrásina. Gert hafði verið ráð fyrir annarri árás á flugvellina á mánudags morgni, Haft var tal af forsetanum til að ganga úr skugga um, hvort önnur ársás, sem áætl- uð hafði verið, skyldi fram- kvæmd. Þar eð slíkur styrr stóð um málið, þá ákvað for- setinn, að engin árás skyldi framkvæmd, nema ábyrgir að ilar í málinu teldu það nauð- synlegt, en væri svo, skyldi aftur haft samband við for- setann til þess að ræða málíð frekar. Þessu var frestað. Það var ekki um að ræða aðstoð eða vernd til handa landgöngulið um. Það skal einnig tekið fram, að árásirnar á flugvell- ina voru gerðar síðar sama dag. Átti ekki að veita landgöngu liðunum vernd úr lofti með flugvélum frá Mið-Ameríku? Sv.: Það er rétt — og þar fór allt eftir áætlun. Allar þær flugvélar, sem til stóð að nota, alla ábyrgð í málinu. Hver skipulagði, herinn, eða einhver annar aðili? Sv.: Sú áætlun, sem endan- lega var hrundið í áætlun, var samþykkt af hernum — Penta gon, herforingjaráðinu og leyniþjónustunni (CIA). Hér var ekki um að ræða áætlun nokkurra manna í Hvíta hús- inu — áætlun, sem síðan var hrundið í framkvæmd. Samt sem áður varð forsetinn að Robert Kennedy Fidel Castro Kennedy, forseti samþykkja áætlunina, og hann hefur síðan tekið á sig'ábyrgð ina, í samræmi við það. Því hefur margsinnis verið fleygt, að herinn hafi ekki sam þykkt, fyrir sitt leyti — Sv.: Eins og Lemnitzer, yfir maður herforingjaráðsins, hef- ur sagt, þá gáfu þeir samþykki sitt, þrátt fyrir, að leyniþjón- ustan bæri mestan hluta á- byrgðarinnar á sjálfri áætlun inni. Forsetinn hafði lýst því yfir, allt frá upphafi, áður en hann féllst á þessar aðgerðir, að hvorki bandarískir hermenn, flugvélar, né skip myndu taka þátt í þessum aðgerðum. Þessi áætlun varð að komast í framkvæmd án þess. Herinn samþykkti að lokum áætlun, sem var í samræmi við það. Hverju er þá misreikningur- inn að kenna? Þér segið, að herinn, sem lagði til atlögu, hafi ekki verið nægur — Sv.: Eg held, að þetta sé erfið spurning — áætlunin og það, sem lagt hafði verið til i þessu máli, nægði ekki. Hvers vegna voru bandarísk ir hermenn til staðar, ef ekki átti að gripa til þeirra? Sv.: Ætlunin var, að innrás arskipin frá Mið-Améríku skyldu snúa við, ef kúbanskar flugvélar sæju þau, eða Kúb- önum yrði kunnugt um innrás ina fyrirfram. Herir okkai höfðu fyrirskipun um að kom: skipunum til varnar, eftir at þau hefðu snúið við, hefðu þ' verið gerðar árásir á þau. Eftir yður er haft, að forsf inn hafi sagt: „Eg vil, að þa sé skilið, að bandarískur he> mun ekki taka neinn þátt, oj reynist áætlunin nógu góí! þrátt fyrir það, þá skulum vii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.