Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 14
Ipstudggtjr, 25.; jfnúar |963 14 w Skrifstofur vorar verða lokaðar i dag vegna jarðarfarar. íslenzkra stórkaupmanna. Vegna jarðarfarar Einars Ásmundssonar, hæstaréttarlögmanns verður skrifstofa okkar lokuð fyrir hádegi í dag. E D D A H. F. Umboðs- og heildverzlun. Grófin 1. Lokað í dag til kl. 1 e. h., vegna jarðarfarar. Verksmiðjan Vífilfell hf. Lokað allan daginn í dag, vegna jarðarfarar. / Þórður Sveinsson & Co. hf. Eiginkona mín ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 26. janúar. Húskveðja hefst að heimili hennar Heiðar- braut 16, Akranesi kl. 13,30. Fyrir hönd vandamanna. Gisli Bjarnason. Útför konu minnar ELÍNAR KRISTJÖNU EMILSDÓTTUR sem andaðist í Landsspítalanum 15. þ. m. verður gerð frá Fossvogskirkju, laugardaginn 26. janúar kl. 10,30 f.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigurjón Magnússon, Klöpp í Garði. í>ökkum sýnda hluttekningu við andlát og útför bróður míns og föðurbróður ÞORGEIRS JÓNASSONAR Hallgrímur Ó. Jónasson, Guðrún H. Hallgrímsdóttir. Innilegar þakkir til allra hinna mörgu er vottuðu mér samúð og vinarhug sinn við andlát og jarðarför kon- unnar minnar KRISTJÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hrafntóftum Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigurður Þorsteinsson. Beztu þakkir sendum við öllum þeim er vottuðu okkur samúð vegna andláts föður okkar og stjúpföður JÓNS HJARTARSONAR Helga Jónsdóttir, Margrét Frederiksen, — — Anna Benediktsdóttir, Hjörtur Jónsson. / Kristjára Eyfjörð Valdimarsson Fæddur 27. 2. 1935. Dáinn 12. 1. 1963. MÓÐURKVEÐJA Ég lít í anda þá liðnu tíð þú leikur þér sæll í blómahlíð, þín ýndisleg Ijóma augun blíð. Með ávarpi til mín gengur: „Komdu mamma og kysstu mig komdu: mér þykir svo vænt um þig“. Hve markviss þræddu hinn mjóa stíg móðir og lítill drengur. Svo lagðir þú arma um minn háls á unaðsstund er mér varnað máls. Þú klæddur varst ekki tötrum táls því tárhrein var sál og hjarta. Þá bernskunnar naut hinn blíði sveinn svo betri og fegri var ei neinn. Til starfa varst ekki svifaseinn en seinn til að víla og kvarta. Nú hefur þú fengið sjón og svör og sorgin þig flýr, með bros á vör — — þú fagnandi tekur þinni för þó færurðu burt í skyndi. Nú heimur aldrei þig hrella kann því hefurðu hjá þér frelsar'ann með réttlæti Drottinn dæmir mann. Hver dagur færir þér yndi. Hve oft þú tókst á þig annars sök engin þó fyrir því hafðir rök. Að varna því, aldrei nein voru tök þér var þetta nautn að gera. Þá fannst mér þú vera sterkur, stór þú studdir hinn veika, er kreppti skór og veittir þeim stoð, sem villtur fór og vildir hans áþján bera. Ég örugg horfi á eftir þér og æskumynd þína í hjarta b^.. Á landi friðar þér óhætt er þar áttu þín tár í sjóði. Síðast þú frá mér glaður gekkst, og gleðilegt árið nýja fékkst. Þú framar aldrei um heiminn hrekst hjartans vinurinn góði. Að fræðast þráðir, sem vonlegt var, í vanda komu mér spumingar mér einatt fundust þær erfiðar, þeim oft hef í prófum fallið. Og aldrei gleymi ég einni þó því ágætt við henni svar ég bjó. Þú komst og kpurðir með kærleiks ró: „Hvað er á bak við fjallið?11 En bernskan líður, og blóm í hlíð byrja að sölna á haustsins tíð. Og veturinn kemur með hregg og hríð með harðfenni og dimma skugga. Þó bíður sólin á bak við ský hún brýst gegn um þyknið skær og hlý hún boðar mönnunum birtu á ný og bræðir héluna af glugga. Við kveðjum þig öll með klökkri lund og kveðjan er sár á hinztu stund. En hann sem vill græða hjartans und heldur smyrslum að sárum. Hve heitt þér unni af hjartans rót hin hugumprúða og bjarta snót og sjálfa vantar nú sárabót hún syrgir þig gullnum tárum. En Guð einn huggar á harmastund, hann heyrir bænir og styrkir mund. Og ástvini kallar hann á sinn fund eins og sjá má hér vottinn. I kærleiksfaðm hans þú komin ert og Kristi er líf þitt opinbert. Ég trúi og veit að sæll þú sért, of "áttur við þig er Drottinn. <Sv Innilegt þakklæti til allra, nær og fjær, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 60 ára afmæli mínu 18. þ. m. — Lifið heil. Magnús Benediktsson, Vallá, Kjalarnesi. Utanríkisráð- herra Pakistan látinn ÚTSALA ÚTSALA IJtsalan heldur áfram Undirkjólar — Náttkjólar — Náttföt — Dömublússur — Slæður og Hanzkar — Dömupeysur í nýju úrvali. Nælonsokkar frá kr. 15,00. Ennfremur meðan birgðir endast: Naglalakk frá kr. 10,00. Varalitur frá kr. 15,00. Notið tækifærið og gerið góð kaup. — Aðeins fáir dagar eftir. — Laugavegi 19 — Sími 17445. Dacca, 23. janúar — NTB—AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Pa- kistan, Mohammed Ali, lézt úr hjartabiiun í dag í Decca. Hann hefur þjáðst af hjarta- sjúkdóm nokkur undanfarin ár, og var lagður í sjúkrahús í gær, alvarlega veikur. Mohammed Ali var forsæt- isráðherra í landi sínu 1953, en síðar varð hann ambassador í Japan. Honum er það fyrst og fremst þakkað, að náin sam vinna tókst á sínum tíma milli Bandaríkjanna og Pakistan. Að undanförnu hefur hann staðið í viðræðum við fulltrúa Pekingst j órnarinnar. Sex bátar róa f rá Hornafirði Höfn í Hornafirði, 21. jan. FYRRI hluta janúarmánaðar fóru sex Hornafjarðarbátar sam tals 50 róðra. Samanlagður afli þeira var 409.5 lestir af óslægð- um fiski. Mestan afla hafði Ólafur Tryggvason, 108.5 lestir í 12 róðr um, þá Gissur hvíti 90 lestir I 11 óðrum og Svanur 84.5 lestir I 9 róðrum. Tíð hefur allt til þessa verið einmunagóð og aðeins einn dag- ur fallið úr róðrum fyri utan sunnudaga, en þá er ekki róið hér, meðan línuvertóð er stund- uð. — Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.