Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ __ / Fðstudagur 28. Janftar 19SS PATRIC I A WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN Hún ásetti sér að svara ekki lleiri spurningum. Og hún var fullkomlega einbeitt í þessum ásetningi sínum, stóð upp og horfði beint framan í hann. — Ég hef sagt yður sannleik- ann og hef engu frekar við að bæta .... Jú, ég skal undirrita þennan framburð minn, ef þér óskið þess, en ég svara ekki fleiri spurningum. Hann braut saman regnkáp- una, lagði hana á bekkinn við gluggann og bað um að fá að tala við ungfrú Frances Bell. XIX. Faney kom inn í stofuna og bláu augun voru galopin. >au gaum- gæfðu lögreglustjórann vand- lega og létu sér ekki margt um finnast. Fancy var sama sinnis og frú Mayhew: henni fannst ekki mikið til um manninn með refssvipinn. Ungi maðurinn, sem sat við borðið með vasabókina fyrir framan sig, var snöggt um skárri — hann var bara laglegur. Hún fór að geta sér til um hann — eins og aðra unga menn, sem hún sá í fyrsta sinn — hvort hann mundi dansa vel. Það voru svo margir lögulegir strákar, sem voru alveg ómögulegir dansmenn, en hinir, sem döns- uðu vel, voru oftast leiðinlegir. Með þessar hugsanir efst í hug- anum, settist hún á stólinn, sem sneri að glugganum, svo að báð- ir mennirnir gátu vel séð hinn naestum ótrúlega hörundslit henn ar. Það var ekki laust við, að Whitcombe lögregluþjónn væri snortinn. Hann starði á hana — fyrst í nokkrum vafa, en því næst með ódulinni aðdáun. Ef Drake var með einhverjar slíkar tilfinningar innanbrjósts, þá leyndi hann þeim að minnsta kosti fullkomlega, og kom með spurningar sínar á jafn ópersónu legan hátt og töframaður sem er að láta kanínur koma upp úr hatti. Þessar kanínirr voru nú smá- ar til að byrja með, og Fancy tók á móti þeim, fyrirhafnar- laust og blátt áfram. Hún sam- þykkti, að hún væri ungfrú Frances Bell, og væri kunningi Carr Robertsons. Hér væri hún stödd í stuttri heimsókn. Nei hún væri ekki trúlofuð Carr Robert- son — ekkert því líkt — þau væru bara kunningjar. Hún þekkti alls ekki hr. Lessiter. F.kki einu sinni í sjón — fyrr en hún sá myndina af honum í blaðinu. — Og hvenær var það, ung- írú Bell? — Nú, það var bara í gær- kvöldi. Hann laut í áttina til hennar yfir borðið. — Jæja, ungfrú Bell, nú vil ég, að þér segið mér, hvað gerð- ist í gærkvöldi. Bláu augun opnuðust, hægt Og hægt. — Hvað eigið þér við, að gerðist? — Jú, hvað þið höfðust að, öll þrjú — þér, ungfrú Cray og hr. Robertson. — Jú, við Carr fórum til borgarinnar og vorum þar um daginn. Við komum aftur rétt fyrir klukkan sjö, borðuðum kvöldverð Og þá kom hann séra Ainger með myndablöð. Var það það, sem þér vilduð vita? — Já. Og um hvaða leyti ætli þetta hafi verið? — Líklega svona stundarfjórð ungi yfir átta. — Haldið þér áfram. — Séra Ainger fór svo - hann var á leið til einhv’errar konu sem var veik. Og þá fór ung- frú Cray í símann — hann er þarna inni — en við Carr fórum að kíkja í blöðin hans séra Aingers. — Var það þá, sem þér sáuð myndina af hr. Lessietr? — Já..annars var það bara Carr, sem sá hana, en ekki ég. Ég get sýnt yður hana ef þér viljið. — Það getur beðið ofurlítið. Svo að hr. Robertson sá mynd- ina. Hvað sagði hann þegar hann sá hana? Bláu augun litu undan. Sann- leikurinn var sá, að það var fyrst í þessu andartaki, sem Fancy datt í hug, að, að orð Cari's gætu staðið í nokkru sam- bandi við dauða James Lessiter, tveim klukkustundum síðar. Ef Carr sjálfur eða Rietta Cray hefðu bent henni á þetta sam- band og ráðlagt henni að nefna það ekki einu orði, sem gerzt hafði frá því að séra Ainger fór og þangað til Carr rauk út, þá hefði hún vafalaust gert sitt bezta til að verjast spurninga- hríðinni, en líklega orðið að lúta í lægra haldi. En hvorki Carr né Rietta höfðu komið sér að því að gefa henni neina slíka viðvörun. í augum þeirra beggja hefði það verið sama og sektar- játning. Þessvegna varð Fancy að bjargast upp á eigin spýtur. Hræðsla og fum greip hana. Hún minntist greinilega hörkulegrar raddarinnar í Carr, þegar hann sagði. „Svo það er þú — svín- ið!“. En það gat hún ekki sagt lögreglustjóranum. En hvað átti hún þá að segja honum? Þegar maður getur ekki sagt sannleik- ann og hefur enga æfingu í að ljúga, hvað er þá hægt að gera? Um það hafði hún enga hug- mynd. Roðinn steig upp undir slétta, fallega hörundinu og bláu augun fylltust tárum. Whit- combe lögregluþjónn gat ekki haft af henni augun, en full- trúinn lét ekki hrærast. Honum fannst telpan vera heimsk og hann var einráðinn í að hafa eitthvað upp úr henni. Hann endurtók því spurninguna, hvöss um rómi: — Hvað sagði hann? Það varð þögn og roðinn hvarf. Fancy sagði: — Ungfrú Cray kom inn aftur og Carr fór út að ganga. Drake barði í borðið. — Þér hafið ekki svarað spurningu minni, ungfrú Bell. Hr. Robertson sá myndina af hr. Lessiter. Hvað sagði hann, þegar hann sá hana? Virtist hann þekkja hana? — Já, að vissu leyti.... — Þér þurfið að útskýra það nánar. Ég vil fá að vita, hvað hann sagði. Fancy gerði það, sem hún gat. — Hann virtist verða hissa. Drake var fljótur til. — Eigið þér við, að hann hafi þekkt myndina, eða að hann hafi orðið hissa á, að þetta skyldi vera hr. Lessiter? — Já, að vissu leyti. — Varð hann hissa? Reiður? Hvað gat hún sagt við því? Reiður var ekkert orð yfir það. Hún vissi ekkert, hvað hún átti áð segja. Hún sagði því ekkert. Þögnin var sama og samþykki. — Hann varð þá reiður, þegar hann þekkti hr. Lessiter — mjög reiður? Hún sat og horfði niður á borðið en vot augnahárin skýldu augunum. Drake barði aftur í borðið. — Hann þekkti hr. Lessiter og hann varð reiður. Hversvegna? Ég geri ráð fyrir, að þér vitið það. En ef þér ekki segið mér það gerir það bara einhver ann- ar. Fancy rykkti upp höfðinu. Hún hristi reiðilega af sér tvö tár, en augun leiftruðu. Þá er yður bezt að fara og spyrja hahn! sagði hún. Uppeld- ið í Stepney var komið upp á yfirborðið. — Ungfrú Bell..! Hún ýtti frá sér stólnum og stökk upp. , — Eg hef slæmar fréttir að færa. Klukkan er orðln hálf tólf og það er ekkisunnudagur. — Það þýðir ekkert að vera að spyrja mig allra þessara spurninga, sem ég get ekki svar- að. Ef þér haldið, að aðrir geti svarað þeim, er bezt að spyrja þá. Ef þér viljið vita, hvað Carr sagði, er bezt að spyrja hann — hann veit það betur en ég! Fulltrúinn gætti stillingar. Hann sagði: - — Ég get ekki neytt yður til að svara spurningum mínum, ungfrú Bell, en þegar að réttar- haldinu kemur, verðið þér að svara þeim undir eiðs tilboð. En þangað til er það auðvitað skylda yðar að hjálpa lögregl- unni á hvern þann hátt, sem þér getið. Hún stóð kyrr. Nú, er hann hafði gert hana reiða, var hún ekki hrædd lengur. Hann gat ekki neytt hana til að tala — það hafði hann sjálfur sagt. Og hún skyldi ekki svara neinum spurningum um það, hvort Carr hefði Orðið reiður. En nú tók hann aftur til máls. — Hr. Robertson fór út og svo fór ungfrú Carr út? — Já. — Hve lengi voru þau úti? — Þau fóru ekki út saman. Hann fór út um framdyrnar en hún um bakdyrnar. — Jæja, við skulum taka þau hvort í sínu lagi. Hvenær kom ungfrú Cray inn aftur? — Hvað vildi hann með öllum þessum asnaspurningum? Hvað var hann að snuðra um? Hún svaraði: — Það var kortér yfir níu — fréttirnar voru rétt nýbúnar. — Og hr. Robertson? — Það veit ég ekki. Sg fór að hátta. — Þér heyrðuð hann ekki koma inn? — Nei, það gerði ég ekki og ég veit ekkert frekar um þetta. Hann sagði: — Eitt andartak enn, ungfrú Bell — hr. Robert- son fór út eftir að hann kannað- ist við myndina, var það ekki? — Jú, það var ég búin að segja yður. — Hvað var klukkan þá? — Hún var hálfníu. Ég gáði KALLI KUREKI Í JUST NOTICEP How MUCH VOU TWO LOOK AUkE' SAME SlZE , SAME BUIUU-IF RED WAS T’ PYE HIS HAIR BLACk, YOU COULP ALMOSTBETWINS' * ~ Teiknari: Fred Harman — Mér finnst einkennilegt, hversu mjög þið líkist hvor öðrum. Þið virð- ist vera alveg jafn stórir og hafa sama líkamsvöxt. Þið gætuð alveg verið tvíburar. — Já, ég tók eftir því, þetta g^fur manni ákaflega skemmtilega tilfinn- ingu, eða hitt þó heldur, Davíð. — Já, þið eruð sannarlega líkir. Jæja, ég verð víst að hefjast handa. Ef þú sérð einhvern, sem myndin getur átt við, bið ég þig eindregið um að gera aðvart. — Já, ég skal lofa því. — Og mundu það, að allir nefna hann próíessorinn. Ég setti hann eitt sinn undir lás og slá. Hann var þá vopnaður byssu, en fyrir hálfum mánuði brauzt hann út úr fangels- inu, og skildi eftir þau skilaboð, að hann ætlaði að skjóta mig. Það er því eins gott fyrir mig að vera á undan honum til þess að ég fái ekki kúlu í bakið. að því vegna sj ónvarpsdagskrár- innar. — Hr. Robertson þekkti mynd ina og fór svo næstum strax út. Hahn var reiður, var það ekki? Skellti hann hurði .ni? Hann ætlaði að veiða hana, eða hvað? Nú gaus reiðin upp í Fancy. — Þér skuluð spyrja hann sjálfan! æpti hún og þaut út úr stofunni. Og hurðin skelltist aftur, svo að glumdi í húsinu. Whitcombe lögregluþjónn gleymdi sér nægilega til þess að fara að blístra. XX. Carr hafði farið gangandi til Lenton með svipuðum hraða og kvöldinu áður. Hann hitti Jónatan Moore i búðinni, þar sem hann var að skrafa i róleg- heitum við gömlu frú Filchett. Hefði öðruvísi staðið á, hefðl þessi andstæða hinnar grófgerðu og sterkbyggðu konu og hinnar slípuðu kurteisi Jónatans komið honum til að hlæja. En eins og á stóð, tók hann þann kostinn að renna sér svo lítið bar á, innar eftir búðinni og gegnum dyr, sem þar voru. En gamla konan hafði nú tek- ið eftir honum samt, þótt hún væri að þjarka við kaupmann- inn, og spurði með ákafa: — Hver var þetta? Jónatan fór undan í flæmingl. — Ég tók ekki eftir honum, og er ekki viss um, hver það var. — Nú, hann gekk inn um einkadyrnar yðar, rétt eins og hann ætti þær sjálfur. ailltvarpiö 8.00 Morgunútvarp. 12.99 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum“: Jóhanna Norðfjörð les úr ævi sögu Gretu Garbo (10). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esper- anto og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan“: Guðmundur M. Þorláksson talar um séra Jón Steingríms- son. 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Har- monikulög. — 19.00 Tilkynn- ingar. 19.30 Fréttir. 20.00 Frá tónleikum f Austurbæjar bíói 7. þ.m.: Enska söngkonan Ruth Little syngur gamla söngva og þjóðlög frá Bret- landseyjum og „A Charm of Lullabies" - 5 vögguljóð eftir Benjamin Britten. —Við pí- anóið: Guðrún Kristinsdótt- ir. 20.35 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar, Karl Guð mundsson les kæði eftir Jó- hann Gunnar Sigurðsson og Guðrún Ásmundsdóttir úr ljóðabókum Sigurðar Einars- sonar. 21.00 Ástralía: Samfelld dagskrá, tekin saman af Vilbergi Júlíus syni skólastjóra. Flytjendur með honum: Ragnheiður Heið reksdóttir, Guðjón Ingi Sig- urðsson og Jón Ingvarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 22.40 Á Síðkvöldi: Lét* >»lassisk tónlist. 23.25 Dagskrárlok. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.