Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 24
-s DftrogmttMð&ifr 20. tbl. — Föstudagur 25. janúar 1963 Vandfátir velja Félagsdóm- * a ur LID í vil Reiknmgsskil Mb. Auduns skulu mið- ast við ákvæði geröardóms 1 GÆR féll í Félagsdómi dómur í máli Farmanna og fiskimanna- sambands íslands gegn LÍÚ varð andi reikningsskil stýrimanna og vélstjóra á bátnum Auðunni í Hafnarfirði, og gekk dómurinn LÚ í viL Málsatvik voru þau að í Hafn- arfirði hafði samningum verið ságt upp milli sjómanna og út- vegsmanna 1S61, en nokkru áður hafði Farmanna og fiskimanna- sambandið samþykkt að skip- stjórar, stýrimenn og vélstjórar skyldu hafa ákveðið margfeldi af hásetahlut. Þegar skráð var á síldveiðar 24. júní í sumar, er bráðabirgða- lögin voru sett, var skráð upp á væntanlega samninga milli LÍÚ ag stéttarfélags sjómanna. Að lok inni vertíð í sumar gerði útgerð Auðuns upp við stýrimenn og vélstjóra á þeim grundvelli að miðað var við hásetahlut sam- kvæmt ákvæðum gerðardóms. Farmanna og fiskimannasam- bandið taldi hinsvegar að miða bæri reikningsskilin við að há- setar fengju hlut samkvæmt þeim kjarasamningum, sem í gildi voru milli sjómanna og út- vegsmanna er Farmanna og fiski- mannasambandið samdi 1961. Dómur féll á þá leið að þar sem eigi voru í gildi kjarasamn- ingar milli háseta og útgerðar- manna og að skráð hafi verið upp á væntanlega samninga hefðu ákvæði gerðardóms komið til framkvæmda um hlut háseta, og sé LÍÚ samkvæmt því heimilt að miða hlut stýrimanna og vél- stjóra á umræddu skipi við hlut hásetanna á sama skipi sam- kvæmt ákvæðum gerðardómsins. Þannig mnn Útvegsbankinn líta út. — Að teikningum bafa unnið Eiríkur Einarsson, húsa- meistari, og Hörður Björnsson, byggingarverkfræðingur. Útvegsbankinn stækkar og endurbætir húsakynni sín Jeppinn sem varð fyrir vörubifreiðinni I Mosfellssveitinni í gær. Einn maður var í jeppan- um og beið hann bana Tvö banaslys í um- ferðinni í gær d vegum i Mosfellssveit og Kópavogi I GÆR urðu tvö banaslys á vegunum í nágrenni Reykja- víkur. Ungur maður beið bana er jeppi hans snerist á hálkunni og lenti fyrir þung- um flutningabíl á Vestur- landsvegi. Og 13 ára gömul telpa varð fyrir jeppabifreið á Reykjanesbraut í Kópavogi. Bæði biðu samstundis bana. Jeppi rakst á flutningabíl Fyrra slysið varð um sex leytið síðdegis. Maðurinn sem var 25 ára gamall, var einn í bif- reiðinni á leið upp í Mosfells- sveit. Er hann kom móts við Korpúlfsstaði fór hann yfir krapaelg og rétt á eftir mætti hann flutningabíl frá Hvamms- tanga. Virðist jeppinn þá hafa snarsnúist á hálkunni, sem var á veginum,' og lenti flutninga- bíllinn á hægra framhorni hans. Beið maðurinn samstundis bana. Vörubifreiðin var fullhlaðin vörum og var kona í framsæti hjá bílstjóranum. Fermingartelpa fyrir bíl Síðara slysið gerðist á tíunda tímanum í gærkvöldi. Telpan, sem var 13 ára gömul, hafði farið til prestsins um kvöldið. Hvasst var og' mun hún hafa hrakist út á götuna eða elt húfu sína þangað. Rétt í því kom jeppi úr Reykjavík eftir veginum á suðurleið og lenti telpan undir honum. Jeppinn fór út af með eitt hjólið. Bílstjórar sem komu þarna að, lyftu honum ofan af telpunni, en hún mun þá hafa verið látin. Vantar Kópavogs- lögregluna vitni að slysinu. Lögreglan í Reykjavík og lög- reglan í Kópavogi óskuðu eftir að nöfnin yrðu ekki birt strax í dag og gerir blaðið það því ekki. Bankahúsið hækkar um 4 hæðir — fram- kvæmdir munu hefjast 1 aprílmánuði nk. BANKASTJÓRAR Útvegs- banka íslands boðuðu í gær fréttamenn á sinn fund í Þjóðleikhúskjallaranum, og var þar skýrt frá því, að bank inn hefði ákveðið að byggja við húsakynni sín við Lækj- artorg og Austurstræti. Ætlunin er, að fjórar hæð- i verði byggðar ofan á gamla bankahúsið, og verði hver hæð rúmir 400 fermetrar, nema efsta hæðin, sem verð- ur nokkru minni. Jafnframt verða afgreiðslusalir á neðstu hæð stækkaðir og byggt nýtt stigahús út í Kolasund með starfsmannainngangi, inn- gangi frá Austurstræti og sér- stökum lyftum. Verkið verður boðið út í næsta mánuði . og stefnt er að því að hefja framkvæmd- ir í apríl n. k. Jafnframt því, sem skýrt var frá fyrirhuguðum breytingum á húsakynnum bankans, var birt skýrsla um afkomu hans, og sagt frá væntanlegu útibúi 1 Kefla- vík, auk þess, sem grein var gerð fyrir starfsemi Fiskveiðasjóðs íslands, sem er deild í bankan- um. Fer hér á eftir nánari lýsing á væntanlegum byggingarfram- kvæmdum ,en á öðrum stað í blaðinu er gerð nánari grein fyr- ir afkomu o. fl. Það eru nú nokkur ár síðan að athuganir hófust á möguleik- um til þess að auka húsnæði Út- Kjördæmisráð Suðurlands- kjördæmis KJÖRDÆMISRÁB Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi heldur fund sunnudaginn 27. þ. m. að Hellu. Fundurinn hefst kL L — Stjórnin. vegsbankans með því að byggja ofan á gamla bankahúsið. Mikill vöxtur bankans á síðari árum hefir leitt til þess fyrr en ella að óhjákvæmilegt er að auka húsnæði bankans, og er nú svo komið, að plássleysi háir bein- línis starfseminni. Gamla bankahúsið var byggt 1905, — t eiknað £Lf dönskum húsameistara. Árið 1938 var bankahúsiS tengt vdð húsið Lækjartorg 1, sem bankinn hafði keypt af Páli Stefánssyni frá Þverá. Sigurður Guðumndsson, húsameistari, teiknaði þær breytingar, sem nauðsynlegt var að gera. Upp úr 1950 er farið að hugsa til þess að byggja ofan á gamla 1 ■ Framhald á bls. 3. Ákvæð- isvinnan gefst vel Vestmannaeyjum, 24. jan. HER hefur að undanfömu farið fram víðtæk athugun á ákvæðisvinnu við ýmis störf í hraðfrystihúsum og þá fyrst og fremst flökun og pökkun. Ekki verður annað séð en reynslan sé góð á þessu fyrir- komulagi, þótt enn sé ekki að fullu gengið frá samningum um þessa vinnutilhögun. Af- kastamikið fólk hefur borið mun meira úr býtum með þessari tilhögun. — vig. Alþingi saman á þriðjudaginn Á FUNDf ríkisráðs í Reykjavík í dag staðfesti forseti íslands ýmsar afgreiðslur, er farið höfðu fram utan fundar, þ. á. m. að kveðja Alþingi til framhalds- fundar 28. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.