Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 25. janúar 1963 1 Kosiö á milli einræðis og lýðræðis Dagsbrúnarfundur # gærkvöldi ALMENNUR félagsfundur var haldinn í Dagsbrún í gærkvoldi, og hófst hann kl. 21 í Gamla bíói. Fyrir fundinum lágu tvö mál, kosningar í félaginu, sem fram fara um helgina, og samn- ingamál. Fundarstjóri var Guð- mundur J. Guðmundsson. Fyrstur tók formaður félags- ins, Eðvarð Sigurðsson, til máls. Ræddi hann einkum samninga- málin, aðdraganda þeirra og nið- urstöður. Kvað hann samning- unum frá 1. júni hafa verið sagt upp 15. okt., vegna þess að verð- lag hefði farið úr skorðum á þeim tíma. Kauphækkunin hefði numið 9% að meðaltali, en verð- hækkanirnar um 8%. Rakti Eð- varð síðan ýtarlega aðdraganda þess, að um 5% var samið til bráðabirgða. Markmið núver- andi stjórnar Dagsbrúnar sagði hann vera: 1) að stytta vinnu- vikuna með óskertu kaupi, 2) að fá verðtryggingu á kaup, 3) Björn Jónsson, efsti maður á B-Iista, í ræðustóli í Gamla Bíói í gærkvöldi. í)á tilfærslu milld launaflokíka og 4) fá almenna kauphækkun vegna starfsaldurs. Þá tók til máls Bjöm Jónsson, efsti maður á B-lista, lista lýð- ræðissinna. Björn sagði í upphafi máls síns, að þakka bæri Dagsbrún- arstjórninni fyrir það, sem hún hefði vel gert, en taldi hins veg- ar ástæðuláust að þegjá yfir því, sem miður færi. Vérkamenn hefðu nú fengið um 20% launa- hækkun, allt í allt, en eftir því, sem stjórnin segði sjálf, hefði sú hækkun verið tekin aftur með hækkuðu verðlagi. Hærri launa- stéttir hefðu líka komið á eftir, og þar eð atvinnuvegirnir hefðu ekki staðið undir svo mikilli kauphækkun, hefði þeim leyfzt að taka hana aftur með hækkuðu verðlagi. Það hefði verið mikil þröngsýni ASÍ-stjórnar að hvetja önnur félög, hærra launaðra stétta, til þess að fylgja Dags- brún eftir og ná jafnvel meiri kauphækkun. Ríkisstjórninni væri kennt um hækkað verðlag, en í rauninni væri þar við for- ystu ASÍ að sakast, sem hefði sett ótímabæra og óraunhæfa kaupskrúfu í gang. Björn átaldi það, að þegar stjórn Dagsbrúnar kvartaði und- an því, hve mikið af kauphækk- uninni hefði verið tekið aftur, þá miðaði hún við rangar eða villandi tölur. Ekki væri tekin með í reikninginn hin mikil- væga hagræðing skattstigans, fjölskyldubætur og önnur fríð- indi. T.d. nefndi Björn, að opin- ber gjöld verkamanns með 70 þús. kr. árstekjur og tvö börn á framfæri hefðu lækkað um 9 þús. kr. á kri. Hjá iðnaðarmönn- um mundi meðallækkunin vera milli 20 og 30 þús. Það væri staðreynd, að yxu þjóðartekjurnar ekki í hlutfalli við kauphækkanir, hlyti það að koma einhvers staðar niður á þegnunum og hækkanirnar að hverfa frá þeim aftur, svo sem með hækkuðu verðlagi. í þessu sambandi gilti einu, hvers kon- ar ríkisstjórn sæti að völdum: dýrtiðin væri alltaf skattlögð með einhverjum hætti. Hefði ekki verið hyggilegra, spurði Björn, eftir þessa reynslu, sem öllum ætti að vera ljóst, að semja um 4% í vor, og halda þessum 8% öruggum? Björn fninnti síðan á það, að þegar vinstri stjórnin komst til valda, hafi hún í upphafi sent launþegum kalda kveðju; lækk- að kaup þeirra um 6%. Hún taldi „þjóðarnauðsyn" að halda ísinn á Akureyrar- polli braut bryggju AKUREYRI, 24. jan. — Sl. nótt losnaði ísinn, sem var innantil á Pollinum, þar sem hlýindi voru og sunnanátt. ísinn rak norður fjörðinn og lenti stór ísspöng á bryggju Skeljungs h.f., sem er syðst og vestast á Oddeyrartang anum. Við þessa bryggju eru af- g-reidd oliuflutningaskip, sem flytja olíu til Skeljungs h.f. og SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópa vogi og Seltjarnarnesi halda sameir'inlegt þorrablót föstudag- inn 25. jan. kl. 20,30 í sair.komu- húsinu á Garðaholti. Aðgöngu- miðasalu í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi fimmtudaginn 24. jan. kL 21—22, sími 19708. — Skenuntinefndin. kaupinu niðri, en henni mistókst það eins og allt annað og hrökkl- aðist loks úr valdasessi, þegar á var skollinn „óðaverðbólga“. ___ Okkur verkamönnum, sagði Björn, finnst núverandi ríkis- stjórn sízt hafa sýnt okkur minni skilning en fyrri stjórnir. Hrak- spárnar um hana hafa ekki rætzt. í stað atvinnuleysis og eymdar er atvinnulíf aldrei meira en nú. Þá minntist Björn á ýmis mál, er í ólestri væru. Skipulagsmál- unum þyrfti að breyta og koma veg fyrir, að verkalýðsfélögin ynnu hvert gegn öðru, eins og >ráfaldlega kæmi fyrir. Sam- ræma ætti aðgerðir, en ekki etja hverju félaginu fyrir sig út verkfall. Verkfall eins félags skaðaði önnur. Mikil þörf væri á hagstofnun, sem annaðist rétta útreikninga fyrir launþega, út- reikninga, sem þeir gætu treyst skilyrðislaust og reist raunhæf- ar kröfur á. Verkalýðsfélögin væru það sterk, að væru kröfur >eirra óumdeilanlega anngjarn- ar, væri ekki hægt annað en verða við þeim, og þá ættu verk- föll að vera algerlega óþörf. Nú hefðu Dagnbrúnarmenn fengið 5% launahækkun, og með >ví gerð tilraun til að brúa bil- ið milli láglaunamanna og þeirra, sem hærra eru launaðir. Nú þyrfti stjórnin að gæta þess vel, að félög hinna hærra laun- uðu kæmi ekki á eftir með kaup kröfu og gerðu þessa tilraun þar með að engu. Að lokum minntist Björn á >essi atriði: 1. Fulltrúar Dagsbrúnar á síðasta ASÍ-þingi vanræktu að beita sér fyrir skipulagsbreyting um, en stóðu í þess stað í harð- pólitísku þrefi. 2. Mörg hundruð þúsund kr. hafa tapazt vegna hneykslan- Olíuverzlunar fslands h.f. á Akur eyri. ísinn braut allar undirstöð ur fremri hluta bryggjunnar, en starfsmönnum Skeljungs tokst að bjarga mæliun og ol-íuleiðsl- um, sem á bryggjunni voru. Framhluti bryggjunnar flýtur nú í sjónu-m, en er þó fastur við þann hluta, sem ekki brotnaði. Að sögn Steindórs Jónssonar, umboðsmanns Skeljungs á Akur eyri, er ekki unnt að leggja olíu skipi að bryggjunni eins og er, nema það liggi við akkeri og hafi festingar á öðrum stöðum en á bryggjunni. Þó mun unnt að landa olíu við bryggjuna með því að setja flotslöngur í land. Bryggjan var vátryggð fyrir 200 þús. kr., en talið er að við gerð á gömlu bryggjunni eða önnur fulllkomin bryiggja muni kosta hartnær milljón kr. Þeir sem nota olíu frá þessum fyrir- tækjum halda þó áfram að fá sömu afgreiðslu og fyrr. — St. E Sig. Dagsbrúnarfundurinn í Gamla Bíói í gærkvöldi. legs slóðaskapar stjórnarinnar í .sambandi við sjúkrasjóð félags- ins. Samið var um hann 1961, og eru líkir sjóðir teknir til starfa í öllum félögum nema Dagsbrún, af því að reglugerð hefur enn ekki verið samin. 3. Eitt mikilsverðasta hags- munamál verkamanna hefur al- gerlega verið vanrækt: að bæta kjörin með því að koma á ákvæðisvinnufyrirkomulagi, — bónus-fyrirkomulagi eða ágóða- hlut af arði. Þar sem líkt hefur komizt á úti á landi, hafa verka- menn aukið tekjur sínar um allt að 80%, og hin rmkla vinna verkamanna og blómlegt atvinnu v.v v.-v. ■"/'".'.••/'•'.•y/.yj/r' • líf í ár hefði gefið reykvískum verkamönnum mikla tekjuaukn- ingu með slíku fyrirkomulagi. , 4. Eftirlit á vinnustöðum nef ur verið stórlega vanrækt, og vantar t.d. trúnaðarmerm á fjölinennum vinnustöðum. 5. Innheimtu félagsgjalda er mjög ábótavant. 6. Stjórn Dagsbrúnar reynir að blekkja félagsmenn með því að nota óraunhæfar og villandi tölur, þegar sýndir eru útreikn- ingar á rýrnun kaupmáttar. Þá er ekki minnzt á fríðinöi, sem á móti koma, og nema um 20%. 1 lok ræðu sinnar sagði Björn, að nú væri kosið milli einræðis og lýðræðis í Dagsbrún. Hvatti hann alla, sem styðja lýðræðis- flokkana, að veita B-listanum brautargengi. SKRÍLSLÆTI Þess má geta, að framkoma ýmissa stuðningsmanna A-list- ans var fyrir neðan allar hellur, meðan á ræðu Björns stóð, svo að stjórn fundarins lenti í handa skolum um tíma. Stóðu menn upp úr sætum sínum og öskruðu að honum ókvæðisorðum, skipuðu að láta henda honum út, sögðu honum að þegja, formæltu hon- um og kölluðu hann nazista. Varð af þessu mikil truflun nokkrum sinnum. Fundarstjóra tókst þó um síðir að hafa hemil á óeirðaseggjum þessum, en ekki voru þeir látnir víkja af fundi fyrir fullt og allt, svo að annað veifið blossuðu ólætin upp aftur. Næstir á mælendaskrá voru Steindór Jónsson, sem skoraði á menn að kjósa kommúnista, Jóhann Sigurðsson, sem gagn- rýndi stjórnina harðlega, Guð- mundur J. Guðmundsson, sem svaraði ræðu Björns Jónssonar, Ingólfur Jónsson, Ingólfur Stef- ánsson, sem gagnrýndi hinn nýja samning, og Halldór Briem, stuðn ingsmaður B-listans. Verkamaður að vinnu Verkamenn eiga rétt á kjarabótum VERKAMENN hafa nú feng- ið laun sín hækkuð um 5% og jafnframt er því lýst yfir, að staðið verði gegn launa- hækkunum annarra enþeirra, sem lægst hafa laun. Hér er sú stefna Viðreisnarstjórnar- innar framkvæmd að bæta fyrst kjör þeirra lægstlaun- uðu, en hinir, sem betri kjör hafa, verði að bíða, þar til viðreisnin hefur horið enn mciri árangur. Nú ríður á miklu, að ekki verði hafnar vinnudeilur, sem gerðu að engu þær kjara bætur, sem þeir, sem mesta þörf hafa fyrir kauphækkun, þegar hafa fengið. En það er ekki eingöngu þessi kauphækkun, sem bæt- ir kjör verkamanna. Þvert á móti eru margvíslegar leiðir aðrar færar til að bæta kjör- in. En hin kommúníska for- ysta hefur ætíð verið andvíg því að fara kjarahótaleiðina og talið verkföllin fyrir öllu. Nú standa fyrir dyrum stjórnarkosningar í Dagsbrún og þar hafa verkamenn tæki- færi til að sýna, að þeir vilja ekki fórna þeim kjarabótum. sem þeir nú hafa fengið — og géta fengið á næstunni, el kjarabótastefnunni er fylgt. Um þessi mál er nánar ræti í ritstjórnargreinum blaðsim í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.