Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1963, Blaðsíða 4
4 M O RClJiy B L AÐ I Ð Föstudagur 25. janúar 1963 Hafnarfjörður íbúð óskast til leigu í Hafnarfirði eða nágrenni. >rennt í heimili. — Sími 51447. - Bókhald Tökum að okkur bókhald Og uppgjör. Getum bætt við nokkrum fyrirtækjum. Bókhaldsskrifstofan Þórs- hamri við Templarasund. Sími 24119. Keflavík Einhleypan mann vantar herbergi strax. Sími 1&22 eftir kl. 20. Keflavík Forstofuherbergi til leigu, Hringbraut 61. Reglusemi áskilin. Keflavík — Njarðvík 1—2 herb. ibúð með hús- gögnum óskast. Uppl. gef- ur Grubb, sími 5105, Keflavíkurflugvelli. Fiat 1100 til sölu. — Tækifærisverð. Upplýsingar að Akurgerði 5 eftir kl. 7 á kvöldin. Athugið — Munið A dúnhreinsunarstöðinni að Sólvöllum, Vogum, fást en um stund hinar vinsælu úrvals æðardúns- sængur. Einnig glæsileg æðardúnsteppi. Sími 17, Vogar. Stór Telefunken útvarpsfónn til sölu. — Upplýsingar í sima 18018. Til sölu Rexoil olíukyndingartæki. Ketill 2,5 ferm., spíral- kútur, reikrofi, vatns- termostatif og olíugeymir að Rauðalæk 32, kj. Uppl. eftir kl. 6 á kvöldin. Sniðkennsla Pláss laus í dagnámskeið. Sigrún Á. Sigurðardóttir Drápuhlíð 48. Sími 19178. Keflavík Trésmiður óskast, vanur verkstæðisvinnu, lagtækur maður kemur einnig til greina. Góð vinnuskilyrði. Trésm. Einars Gunnarss. Sími 2307. Óska eftir að kaupa 3ja herb. íbúð í smíðum, milliliðalaust. Uppl. í síma 13965 eftir kl. 6. Fjölritari Vandaður fjölritari til sölu með tækifærisverði. Einnig Rafha eldavél. — Sími 16435. íbúð óskast til leigu nú þegar. Fyrirframgr. ef óskað er. Upplýsingar 1 síma 15692 og 34682. GÓUFTEPPl 15—20 ferm. notað gólf- teppi óskast til kaups. Upplýsingar í síma 36761 í kvöld milli 7 og 9. En hann sagði: Já, en sælir ern Þeir, sem heyra guðs orð og varðveita það. (Lúk. 28). í dag er föstudagur 25. janúar 25. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:20. Síðdegisflæði kl. 17:39 Næturvörður vikuna 19. til 26. janúar er í Vesturbæjar Apóteki. (Sunnudag í Apóteki Austurbæj- ar). Næturlæknir í Hafnarfirði vik una 19. til 26. janúar er Eiríkur Björnsson, simi 50235. Læknavörzlu í Keflavík hefur í dag Guðjón Klemenzson. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 iaugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð lífsins svarar í síma 10000. Helgafell 59631257. VI. 2. I. O. O. F. 1. = 14441258% = Kvm. Sjómannastofan Hafnarbúðum er op- in alla daga og öll kvötd. Óskilabréf til sjómanna má vitja þangað. Málfundafélagiff Óffinn. Skrifstofa félagsins 1 Valhöll við Suðurgötu er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8.30 til 10, sími 17807. Stjóm félagsins er þá til viðtals við félagsmenn og gjald keri tekur við ársgjöldum þeirra. Málfundafélagiff Óðinn. Trúnaðarráð Óðins er beðið að hafa samband við skrifstofu félagsins föstudagskvöld kl. 8.30—10 sími 17807. Málfundafélagið Óðinn. Stjórn Óðins biður félagsmenn að hafa samband við skrifstofu félagsins föstudagskvöld kl. 8.30—10, sími 17807. KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ Iffunn heldur aðalfund í Edduhúsinu 26. þ.m. kl. 8 e.h. Frá Guffspekifélaginu. Dögun heldur fund í kvöld kl. 8,30 í Guðspekifélags- húsinu. Sigvaldi Hjálmarsson flytur er indi: Markmið í lífinu. Kaffi í fundar- lok. Frá Náttúrufræðifélaginu Á fundi í Hinu ísl. náttúrufræffifé- lagi í 1. kennslustofu Háskólans, mánudaginn 28. janúar kl. 20,30, mun fil. cand. Ilaukur Tómasson, jarðfræð- ingur Raforkumálaskrifstofunnar, flytja erindi: Niðurstöður jarðfræffi- rannsókna vegna Búrfellsvirkjunar. Vegna áætlunar um virkjun Þjórs- ár nálægt Búrfelli í Þjórsárdal, hafa þar hin síðustu misseri farið fram stórfelldar jarðfræðirannsóknir á veg- um raforkumálastjóra, og hefur Hauk- ur Tómasson unnið að þeim og haft umsjón með þeim. Löngum hafa jarðfræðingar, ekki sízt íslenzkir, orðið að gera sér að góðu að rannsaka sjálft yfirborð jarð- ar og draga af því ályktanir um það, sem undir liggur. En á hugsanlegum virkjunarstöðum við stórár, eins og Þjórsá undir Búrfelli — þar sem jarð fræðin er augljóslega orðin „hagnýt vfsindi‘* — er ekki aðeins yfirborðið kannað gaumgæfilega og kortlagt, heldur einnig þreifað djúpt og þétt niður í berglögin með jarðborun og grefti. í erindi sínu mun Haukur Tómas- son rekja ýmsa þætti í jarðsögu stað- arins og að nokkru leyti héraðsins allt frá myndun elztu berglaga í Þjórs árdalsfjöllum (á öndverðri ísöld eða fyrr) til þess usla, sem Tungnár- hraunin ollu í vatnakerfi Suðurlands, er þau flæddu þar yfir (fyrir aoeins 4—8 þúsund árum). Útivist barna: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20,00; 12—14 ára til kl. 22,00. Börnum og ungl- ingum innan 16 ára aldurs er óheimill aðgangur að veitinga- og sölustöðum eftir kl. 20,00 Hinn 20. þ.m. opinberuðu trú- lofun sína Margrét Salome Gunnarsdóttir, Reykjahlíð 14 og Jóhannes Arason, Neðstutröð 2, Kópavogi. Aheit og gjafir Strandakirkja, afh. Mbl.: SM 425; FS 75: ÁM 200; Ólöf 60; G Arnfinnssón 50; IE 10; KE 15; NN 60; BH 100; JJ 100; NN 50; Sjómaður 500; H J150; Hjón á Sauðárkróki 50; UP 50; AGÞ og GÞ 120; Sólveig 50; g. áh. frá GK 30; g. áh. frá BK 50; HÞ 700; ÁJ 75; HK 200; VK 100; MS 100; Inga 50; HE 100; JJ g. áh. 20; H og Ó 60; Kari- tas Jóhanna Bjarnad. Suðurlandsbr 116 30; NN 200; SG 100; Ammí 500; ÞL 150; ónefndur 200; JK 100; NN 50; ÓÞ 100; EE 100; R 100; áh. frá ísafirði 100; gam all 1000; ÞJ 150; Amma 500; JG 100; kona úr Grindavík 1000; NN 100; NN 50; g. áheit frá Guðrúnu 100; JPG 200; VKR 500; frá ónefndum 100; Á og G 100; g. áheit 50; NM 500; E Sergmann 50; Gústa 35; ÁW 150; Helga 200; GG 100; áh. í bréfi 55; MS 100; ónjlfnd kona 100; GV 100; PAM 700; JIII 50; ÞSG 200; GL 25; HO 25; RJ 50; SÓ 50; EB 100; VE 50; VE 50; Jón 100; JS 100; RR 100; Gísli Guðmundsson 200; HÓ 250; GI 100; ÞÞ 800; NN 100; HBH 100; JV 50; HÁ 100; VKST 50; gömul kona 100; André Þ 100; BS 100; ónefndur 100; Magnús 25; Þórunn 50; MG 125; -með þakklæti frá SM 200; Steini 200; KÁ 500; HR 100; AK 2 áh. 1000; GS 250; ó- nefndur 200. Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: Steini 100; Beta 50; GE 100; GJ 100. Fólkið sem brann hjá: GG 200; ME 100; JH 200; SG 200; Sigr. Sch. Thorsteinss. 1000; Lovísa og Hrund 200; NN 100; NN 1000; Tómas Brandsson 500; SS 200. Til bágstöddu fjölskyldunnar í Balbo camp: Sama frú X 500; NN 545. Margur blásinn belgur sprakk, bljúgur laut að fróni, í sem glettin ungfrú stakk ástar títuprjóni. (Guðmundur Friðjónsson: Úr jafn- vægi.) TekiÖ á móti tilkynningum trá kl. /0-12 f.h. MENN 06 = MŒFN!= Carl T. Rowan ambassador. Fyrir nokkrum dögum barst sú tilkynning frá Hvíta hús- inu, að Kennedy Bandarí'kja- forseti hefði nú í fyrsta sinni skipað blökkumann i stöðu ambassadors í Evrópu. En fyrir því vali varð hinn 37 ára gamli vararáðuneytistjóri í Utanríkisráðuneytinu, Carl T. Rowan, er skipaður var am- bassador Bandaríkjanna í Helsingfors. Rowan var fyrir nokkrum árum þekktur blaðamaður við blaðið Minneapolis Tribune en eftir að Kennedy varð kos- inn forseti, varð hann aðal- framkværodastjóri Upplýsinga deildar Utanríkisráðuneytis- ins. Á meðan Rowan starfaði við blaðamennsku, hlaut hann fjölda heiðursmerkja fyrir vel unnin störf, og t.d. er hann eini maðurinn, sem í 3 ár sam fleytt hefur hlotið heiðurs- merki blaðasamsteypunnar Sigma Delta Chi, en hún nær yfir öll Bandaríkin. Rowan varð fyrir skömmu tilefni til allmikilla deilna er upp komu í Washington, án þess að það væri ætlun hans. Það var, þegar í ljós kom að hinn frægi klúbbur Cosmos, hefði neitað honum um inn- göngu, en þessi staður er álit- inn vera þeim einum ætlað- ur, er teljast til hinna allra gáfuðustu og fjölhæfustu manna í Washington. Margir meðlima klúbbsins sögðu sig úr honum, er þeir fréttu, að Rowan væri mein- uð innganga og meðal þeirra var J. K. Galbraith, ráðgjafi Kennedys. Lét Galbraith svo uim mælt, að litarháttur Row- ans væri eina ástæða þess, að menn samiþykktu hann ekki sem meðlim klúbbsins. En sjálfur Kennedy, sem Galbra- ith hafði beðið um inngöngu fyrir, dró umsókn sína til baka. Afleiðingin varð sú, að algert ósamkomulag ríkti í klúbbnum, og ný stjórn varð kjörin. En sú stjórn veitti öðr- um blökkumanni, sögupróf- essor frá Brooklyn, inngöngu í klúbbinn sem fyrsta dökka manninum. Og nú hefur þeim sem í mótmælaskyni sögðu sig úr klúbbnum, er Rowan var meinuð innganga, verið neitað utm enduruppttlku í hann og er nú nýtt og enn meira ósamkomulag þar í vændum. Heyrðu elskan, það bíða fimm hérna fyrir utan hjá mér.. T biða margir hjá þér? Hann: Manstu ekki, að þegar við giftumst, þá lofaðir þú að vera mér undirgefin? Hún: Jú, jú, en ég gerði það aðeins til þess að forðast riflildi, meðan presturinn var við. Frú Hansen áti von á gestum. Hún kom að Hansen bónda sín- um, þar sem hann var að fjar- lægja regnhlifarnar úti á ytri ganginum. — Hvers vegna gerir þú þetta, góði minn, spurði frúin, ertu hræddur um, að þeim verði stol- ið? — Nei, svaraði Hansen, ég er hræddur um að þær þekkist. JÚMBÓ og SPORI — Teiknari J. MORA Spori lagði koffortið á gólfið með- an Júmbó pantaði tvö glös af berja- safa hjá þjóninum. Þar sem þetta var lítil kaffisala, komu þeir strax auga á mann nokkum, sem otöðugt gekk um á milli borðanna. — Ég held, að ég hafi fengið a- gætishugmynd, hvíslaði Júmbó, þeg- ar þeir höfðu bragðað á berjasafan- um. — Við getum losað okkur við þetta óláns koffort — og um leið get- um við glatt órólega sál, sem greini- lega langar til þess að stela því. Augun í Spora stóðu á stilkum, þegar hann reyndi að líta út eins gleyminn og Júmbó hafði krafizt af honum Það er nefnilega afar erfitt að líta út fyrir að vera gleyminn, þegar maður verður að vera, það. og þegar einhver ókunnugur gengur hvíldar- laust í kringum borðið manns. r© pib COPENHAGEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.