Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2T. Januar 1963 MORGVN BLAÐIÐ Sr. Jónas Gislason: Flugvélin Gljáfaxi, sem verður búin skíðum til Grænlandsflugs. „Venjulegt flug eins og strætisvagnaferö en ævintýrabragð af skíðafluginu44 NÝLEGA var undirritað- ur samningur milli Kon- unglegu Grænlandsverzl- unarinnar og Flugfélags íslands um, að flugfélagið taki að sér að annast ferð- ir til nokkurra einangraðra staða á austurströnd Græn lands. Til þessara flutn- inga verður notuð Douglas DC3 vél, Gljáfaxi, og verður hún búin skíðum. Morgunblaðið átti tal við Örn Johnson, forstjóra Flug- félagsins, og spurði frétta af þessu nýstárlega leiguflugi. — Samgöngur hafa verið mjög strjálar á austurströnd- inni, sagði Örn. Til sumra þeirra staða, «em við fljúgum til samkvæmt þessum nýja samningi, hafa birgðir og póstur borizt aðeins einu sinni á ári með skipi, og meira að segja hafa orðið erfiðleik- ar á þeim samgöngum. Mest- öll byggð á Grænlandi er á vesturströndinni og aðeins fáar hræður búa á flestum þessum nýju stöðum. — Verður farmurinn flutt- ur frá Reykjavík, eða frá öðr- um stöðum á Grænlandi? — Það fer eftir magninu. Ef flutningur er í minna lagi, getur verið að með hann verði flogið beint frá Reykja- vík, en annars flytja Sky- master-vélar okkar hann til Meistaravíkur, þar sem Gljá- faxi hefur bækistöð sína. — Á hvaða árstímum munu þessar ferðir verða? —. Á vorin og haustin. Við munum ekki fljúga til þess- ara staða í svartasta skamm- deginu og heldur ekki um há- sumarið. — Er það algengt, að flug- félög búi vélar sinar skíðum til áætlunarflugs? _ Nei, það er mjög sjald- gæft. Ég þori ekki að full- yrða, að við séum þeir einu, en ég veit ekki til þess, að aðrir annist flug á skíðavél- um, nema í Kanada og þar nota þeir flugvélai, sem taka aðeins 3—4 farþega, og ég held, að þeir hafi ekki reglu- bundið áætlunarflug. — Til hve langs tíma var samningurinn gerður? — Til eins árs en gert er ráð fyrir framlengingu hans. Hvorugur aðili hefur hins Jóhannes Snorrason vegar neina reynslu af slíku flugi. — Hvenær hóf Flugfélag íslands Grænlandsferðir? — Fyrstu ferðina til Græn- lands fórum við á gamlárs- dag 1949. Mér er hún mjög minnisstæð, við lentum ekki, en flugum yfir Scorebysund og köstuðum niður pensillíni. 1950 fórum við svo fyrstu ferðirnar fyrir Lauge Koch, og úr því tók þetta að aukast. — Hver á að fljúga skíða- vélinni? — Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri, sér alveg um þessar ferðir og hann getur gefið allar upplýsingar um málið. þar sem hann er al- vanur skíðaflugi frá því er hann var í Kanada. ★ Við hittum því Jóhannes að máli og spyrjum fyrst um tæknilegu hlið skíðaflugsins. — Það er ekki svo mjög frábrugðið venjulegu flugi. í lendingu og flugtaki er beitt svipaðri tækni og á sjóflug- vélum. Maður lendir vélinni \ og tekur á loft á sem minnst- um hraða. Vélin er náttúru- lega hastari í lendingu á skíð- um. — Draga skíðin mikið úr flughraðanum? — Ekk-i svo mjög, um það bil tíu hnúta. — Hvar flaugst þú skíða- flugvélum í Kanada? — Hjá Konna Jóhannes- syni í Winnipeg. Við vorum þá á litlum vélum, æfinga- vélum, en ég veit að þeir hafa notað DC3 með skíðum tals- vert í Kánada. — Hvernig er veðurfar þarna á austurströnd Græn- lands? — Þar eru yfirleitt mikil staðviðri — heiðríkt og still- ur með miklu frosti jafnvel mánuðum saman. Það kemur sér vel, því að þarna er eng- an veginn hægt að fljúga nema við góð veðurskilyrði. Við verðum að fljúga sjón- flug, þar sem engar miðunar- stöðvar eru á þessum slóðum, ekki einu sinni í Meistaravík. Á Elliðaey, skammt fyrir norðan Meistaravík, heyrði ég eitt sinn að ekki hefði sézt skýhnoðri á lofti í þrjá mánuði .yfir sumartímann. Nyrzt er oft hnjúkaþeyr (fön- vindar), þar sem suðvestan- vindur er algengur, og þegar hann er kominn yfir jökul- inn, hefur hann misst allan rakann og er auk þess hlýr. — Hvað hefur þú komizt nyrzt á Grænlandi? — Fyrir nokkrum árum flugum við á Katalínu yfir nyrzta land í heimd, Pearys- land, og lentum á vatni nokkru sunnar. Við kölluð- um það Faxavatn. Þar hafði ekki nokkur maður stigið fæti áður. Jóhannes tekur upp bók af skrifborði sínu, og um leið gengur inn Brandur Tómas- son, yfirvélamaður Flugfé- lagsins. — Sjáið þið, segir Jóhannes og hampar bókinni, hér er fín frásögn af lífinu þarna norður frá. Bókin er „í ís og myrkri“, eftir Friðþjóf Nansen. — Hvernig eru þessi skíði, Brandur? — Þau eru úr aluminium, með plasti undir, svo að þau frjósti ekki föst við ísinn. Það er dálítið kalt þarna á Norður-Grænlandi. — Segðu mér ekkert um það, segir Jóhannes, ég var einu sinni í 42 stiga gaddi í Meistaravík. — Er hægt að draga skíðin upp á lofti? — Já, þau fara sjálfkrafa upp með hjólunum, segir Brandur, en auk þess er hægt að draga þau upp fyrir hjólin og lenda á venjulegan hátt. — Hvað tekur langan tíma TRU „EN er hann steig niður af fjall- inu, fylgdi honum mikill mann- fjöldi. Og sjá, líkþrár maður kom til hans, laut honum og mælti: Herra, ef þú vilt, getur þú hreins- að mig. Og hann rétti út höndina, snart hann og sagði: Ég vil, verðir þú hreinn! Og jafnskjótt varð lík þrá hans hrein. Og Jesús segir við hann: Gæt þess að segja það eng- um, en far burt, sýn þig prest- inum, og ber fram gjöfina, sem Móse skipaði fyrir, þeim til vitnis- burðar. — En er hann gekk inn í Kapernaum, kom til hans hundr- aðshöfðingi, bað hann og sagði: Herra, sveinn minn liggur heima lami og er mjög þungt haldinn. Og hann segir við hann: Á ég að koma og láekna hann? Og hundraðshöfð- inginn svaraði og sagði: Herra, ég er ekki verður þess, að þú gangir undir þak mitt. En s það aðeins með orði, og mun sveinn minn verða heilbrigður. Því að ég er og maður, sem yfirvaldi á að lúta og hef hermenn undir mér. Og ég segi við þennan: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Gjör þú þetta, og hann gjörir það. En er Jesús heyrði það, undraðist hann og mælti við þá, sem fylgdu honum: Sannlega segi ég yður, ekki einu sinni í ísrael hef ég fundið svo mikla trú. En ég segi yður, að margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham og ísak og Jakob í himnaríki, en sonum ríkisins mun verða varpað út í myrkrið fyrir utan. Þar mun verða grátur og gnístran tanna, Og Jesús sagði við hundraðshöfð- ingjann: Far þú burt, verði þér eins og þú trúðir. Og sveinninn varð heilbrigður á þeirri stundu." (Matt. 8, 1—13). trúa, að þetta vnri satt. Þess vegna létu þéir negla hann á kross fyrir guðlast. Aftur lesum við um aðra, sem skildu hann alls ekki til fulls. Þeir trúðu samt á hann og fengu bænheyrslu Ég nefni aðeins ræningjann á krossinum. Auðvitað leiðir trúin til auk- ins skilnings á trúarsannindun-- um, en skilningurinn einn er samt ekki einhlítur til trúar. Enn segija sumir: Trúin er samsinning eða játning. Auð- vitað er samsinning og játning trúarsanninda hluti trúarinnar, en samt er hún ekki trúin sjálf. Jesú mundi ekki gera sig ánægð- an með slíka trú. Hann sagði fjallræðunni: „Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra ganga inn í himnaríki.“ Vara- játningin ein er einskis virði. • Þess vegna er trúin ekki að- eins játning, þótt trúin hins veg- ar hljóti að knýja fram játningu frá hjarta hins trúaða manns. II. I. Hvað er kristin trú? Skilgreining. manna á trúnni er mjög margvísleg og mis- munandi. Mig langar til þess út frá guðspjalli dagsins að reyna að varpa ofurlitlu ljósi yfir þetta atriði. Sumir menn segja: Trúin er fólgin í þekkingu. Þetta svar er ekki fullnsegjandi, þótt auðvitað þurfi þekking ætíð að vera fyrir hendi, áður en menn geti trúað. Þekkingin ein er ekki einhlít til trúar. Júdas, einn af hinum útvöldu lærisveinum Jesú þekkti hann. Samt trúði hann ekki á hann, heldur sveik hann að lokum. Þekking hans nægði ekki til trúar. Hið sama er að segja um móður Jesú og bræð ur, framan af. Þau þekktu hann einnig, en trúðu samt ekki hann. Hins vegar lésum við um aðra, sem þekktu hann miklu minna, sumir aðeins af afspurn, en þeir trúðu samt og fengu bænheyrslu hans fyrir trúna Þess vegna getur þekkingin ein ekki verið trúin. En trúin leiðir ætíð til aukinnar þekkingar. Aðrir segja: Trúin er fólgin skilningi. Sá, sem skilur, trúir, Þetta er þó ekki heldur full nægjandi skýring á eðli trúar. innar. Fræðimennirnir og farí searnir skildu boðskap Jesú. Þeir skildu, að hann gerði sig Guði jafnan, sagðist vera sonur Guðs, Og það var einmitt sá skiln ingur þeirra, sem sneri þeim gegn honum. Þeir vildu ekki að setja skíðin á vélina, eða taka þau af? — Sennilega 3 eða 4 daga. Við höfum haft samband við mann, sem reynt hefur fyrir kanadísku flugmálastjórnina allar þær DC3 skíðavélar, sem flogið hefur verið í Kanada, og fengið hjá hon- um margar góðar ráðlegging- ar, svo sem að nota ekki skíði á skotthjólið, segir Jóhannes. Þetta eykur á öryggi okkar. — Hvað verða margir í á- höfninni, Jóhannes? — Þrír. Aðstoðarflugmaður verður Jón Ragnar Steindórs- Framhald.á bls. 2. Hvað er þá kristin trú? Við skulum leita svarsins í guðspjalli dagsins. Þar er hvergi talað um þekkingu, skilning eða samsinningu á boðskap Jesú. En guðspjallið sýnir annað. Hún sýnir það traust, sem menn báru til hans. Bæði líkþrái maðurinn og herforinginn áttu við erfið- leika að etja, sem þeir treystu sér ekki til að ráða fram úr. Þess vegna komu þeir til Jesú. Þeir treystu því, aðð hann gæti hjálpað. Og þeim varð að trú sinni. í hverju var trú þeirra fólgin? Jú, þeir komu til Jesú og treystu honum. Trú þeirra var traust á honum, sem kom til hans. Og þannig var það raunar ætíð, er Jesú vann krsuftaverkin. Þeir, sem hlutu lækningu meina sinna höfðu komið til hans, af því að. þeir áttu engra annarra kosta völ. Hann einn gat hjálpað. Þeir treystu honum. Enda hefur gríska orðið, sem lagt er út sem trú á íslenzku, tvöfalda merkingu. Það merkir einnig traust. Trúin er þannig í eðli sínu traust á Jesú Kristi, eingetnum syni Guðs, traust, sem kemur til hans. í eina skipt- ið, sem okkur er sagt frá, að Jesú gat unnið fá kraftaverk, er, þeg- ar hann var í Nazaret. Þar hindr- a aði vantrú og vantraust fólks- ins máttarverkin. Þar skorti traustið til hans. Þetta er okkur nauðsynlegt að muna, er við hugsum um trúna.. Síðan fylgir hið annað á eftir í lífi hins trúaða manns, þekkingin, skilningurinn og játn ingin, sem ávöxtur þeirrar trú- ar, sem í hjartanu býr. Trúin er taekið, sem Guð not- ar til að opinberast okkur mönn unum. „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðurins, hann hefur veitt oss þekking á honum." öll guðþekking okkar mannanna grundvallast þannig á opinberun Guðs sjálfs. Við getum ekkert vitað um Guð nema það eitt, sem hann hefur sjálfur birt okkur og opinberað í syni sínum, Jesú Kristi. Trúin er undirstaða guðsþekkingarinnar. Líkþrái maðurinn trúði. Her- foringinn trúði einnig. Þeir komu til hans. Þess vegna heyrði Jesús bænir þeirra. Eigum við sömu trú á hann? Höfum við lært að treysta Jesú Kristi, Guðs syninum, og koma til hans með allan vanda okkar? Þar sker úr um trú og vantrú. Trúin kemur til Guðs, vantrúin telur það tilgangslaust og situr kyrr heima. Þá gerist ekkert. Ef líkþrái maðurinn hefði setið heima, hefði hann enga lækn- ingu fengið. Sama máli hefði gegnt um herforingjann. Drögum lærdóm af guðspjall- inu. Komum til Guðs í fullu trausti til hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.