Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1963, Blaðsíða 12
y' MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 27. janúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. FRAMSÓKN STYÐUR KOMMÚNISTA CJkýringin er sú, að það eru^ Sjálfstæðismenn, sem stjóma þessum félögum, á- samt undirlægjum sínum, Alþýðuflokksmönnum. Þeir Sjálfstæðismenn, sem valizt hafa til forystu í þessum fé- lögum, em þæg verkfæri flokksstjómar Sjálfstæðis- flokksins. „Línan“, sem þeim er fyrirskipað að fara eftir, er í stuttu máli þessi: Hrópið hátt gegn heimskommúnism- anum fyrir hverjar stjórnar- kosningar, en haldið svo alveg að ykkur höndunum í kjarabaráttunni milli kosn- inga“. Menn halda að vonum, að þessi orð sé að finna í komm- únistamálgagninu, en svo er ekki. Það er málgagn Fram- sóknarflokksins, sem í gær er að lýsa yfir stuðningi sín- um við kommúnista í Dags- brún og öðrum laimþegafé- 4ögum. Enn sem fyrr er sam- vinnan svo náin milli Fram- sóknarmanna og kommúnista og málflutningur þeirra svo samræmdur, að ekki gengur hnífurinn á milli. Kommún- istar reka kosningamar í Dagsbrún að þessu sinni með geysimikilli hörku, enda telja þeir mikið í húfi, því að þeir hafa að undanfömu tapað verulegu fylgi í félaginu. Og ekki stendur á Framsóknar- mönnum að veita þeim fyllsta stuðning. En það er ekki nóg með, að Framsóknarmenn og komm- únistar boði út allt sitt lið til að vinna í þessum kosning- ingum. Jafnframt er rangind- um og bolabrögðum beitt, eins og fyrri daginn. Þegar kosningar hófust í gær fengu lýðræðissinnar loks afhenta kjörskrá, þótt lög Alþýðusambands íslands kveði svo á, að kjörskrár skuli afhentar tveim dögum áður en kosningar hefjast. Á þessa kjörskrá vantar auðvit- að eins og áður geysimikinn fjölda verkamanna í Reykja- vík. Þar að auki kom það í Ijós, þegar við fyrstu athug- un kjörskrár í gær, að ýmis nöfn voru þar vægast sagt vafasöm. Kommúnistar ætla sér þannig sem fyrr að reyna að halda völdum í Dagsbrún með fullkomnum rangindum. SAMNINGAR IÐJL Tíminn víkur í gær að því að Iðja hafi enn ekki samið á sama veg og Dags- brún og lætur að því liggja, að það stafi af ódugnaði stjómar félagsins. Sannleik- urinn í því máli er sá, að samningar milli Iðju og iðn- rekenda hefðu getað tekizt á undan Dagsbrún um það sama og Akureyrarfélögin sömdu um. Hinsvegar standa enn yfir samningar um á- kvæðisvinnutaxta Iðju, en margir félagsmenn Iðju vinna eftir ákvæðisvinnu- taxta. Iðja vill fá sömu hækkun á þessa taxta sem aðra, en býðst til að gera samning um vinnurannsókn- ir og vinnuhagræðingu um leið. Iðja er eina verkalýðsfé- lagið á landinu, sem kostað hefur mann til að læra vinnu- rannsóknir og vinnuhagræð- ingu á þremur námskeiðum, sem Iðnaðarmálastofnun ís- lands efndi til. Formaður Iðju sat þessi námskeið einn- ig. Alþýðusamband íslands sendi mann á fyrsta námskeið ið en gafst síðan upp. For- ystumenn Dagsbrúnar vita ekki enn, hvað hér er um að ræða og t.d. upplýsti formað- ur Dagsbrúnar á Alþýðusam- bandsþingi, að hann vissi ekkert um þessi mál og við- urkenndi, að ekki hefði verið staðið á verðinum í þessum málum sem skyldi. Hinsveg- ar lofaði hann bót og betrun. Mál þessi eru þó vel þekkt í nágrannalöndunum, þar sem 30 ára reynsla liggur að baki, þótt þróunin hafi fyrst og fremst átt sér stað ífá styrj- aldarlokum. Forysta Dags- brúnar hefur sýnilega haft um annað að hugsa síðustu árin en það, sem fært geti launþegum raunhæfar kjara- bætur. Á Alþýðusambandsþingi var upplýst, að tilraunir Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna með ákvæðisvinnu hefðu fært viðkomandi laun- þegum allt upp í 70% kaup- hækkun, en talið var að hækkunin væri um 30% að meðaltali. Hér er auðvitað um geysiþýðingarmikið kjara bótamál að ræða. Iðja vinnur einmitt að því að fullkomna ákvæðisvinnu- taxtana og Tíminn þarf áreið- anlega ekki að hafa áhyggjur af því að hagsmuna iðnverka- fólks verði ekki gætt. KOMMÚNISTA- ORÐIÐ 17'ramsóknarmenn kvarta tíð- * um undan því, að Morg- unblaðið hafi komið á þá UTAN UR HEIMI Sá eini, sem skipt hefur um hjarta í lifandi veru EINS og skýrt var frá í frétt- um fyrir skömmu býr í Dan- mörku lítil stúlka, sem er fædd með hjartagalla og get- ur ekki lifað nema nokkur ár, ef ekki reynist fært að skipta um hjarta í henni. Litla stúlkan heitir Anita Jen sen og er þriggja ára. Eini maðurinn í heimjnum, sem hefur tekizt að skipta um hjarta í lifandi verum, er rúss neski læknirinn Demikhov. Hann hefur skipt urn hjarta í hundum o. fl. dýrum, en hann hefur ekki ennþá gert til- raun til þess að skipta um hjarta í mönnum. Deminkhov læknir og einn hunda þeirra, sem hann hefur skipt um hjarta í. Hundurinn er á batavegi og læknirinn fóðrar hann sjálfur. hjarta í fullorðnum manni, en ekki sagðist læknirinn vita hvenær hann myndi gera til- raun til þess að framkvæma slíka aðgerð. Foreldrar Anitu litlu bíða enn í óvissu, en Demikhov heldur áfram til- raunum sínum og ef til vill tekst honum að bjarga litlu stúlkunni. Anita litla Foreldrar Anitu litlu skrif- uðu rússneska lækninum og báðu hann um að reyna að bjarga dóttur þeirra. Demikhov svaraði foreldr- unum og sagðist vera fús til þess að framkvæma aðgerð á dóttur þeirra. Þó sagðist hann ekki vilja gera það fyrr en sér hefði tekizt að skipta um Demikhov, kona hans og dóttir hans á heimi þeirra i Moskvu. kommúnistaorði. Sannleikur- inn er þó sá, að þann „heið- ur“ á Morgunblaðið ekki. Hvenær sem kommúnistar hafa þurft á liðstyrk Fram- sóknarmanna að halda, t.d. í verkalýðsfélögum, hafa hin- ir síðamefndu hlaupið upp til handa og fóta og barizt við hlið kommúnista, til þess að tryggja þeim sem mest áhrif. Það er þess vegna fyrir afstöðu Framsóknarflokksins og málflutning Tímans, sem kommúnistaorðið hefur kom- izt á Framsóknarmenn. Það eru þeir sjálfir og engir aðr- ir, sem þannig hafa hagað málflutningi, að lengur dylst ekki hve náið samstarfið við kommúnista er. Framsóknarmenn lýsa því að vísu fjálglega yfir, að þeir muni ekki starfa með komm- únistum í ríkisstjórn, þótt þessir flokkar fengju meirl- hluta á Alþingi, og þeir segja, að „þjóðfylkingaráætlun“ kommúnista sé út í bláinn. Auðvitað hljóta menn þó að taka slíkar yfirlýsingar með fullri varúð, meðan Framsóknarmenn hlaupa und ir bagga með kommúnistum hvenær sem þeim liggur á, eins og t.d. nú í kosningunum í verkalýðsfélögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.