Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 1
24 síður 50 árgangur tbl. — Þriðjudagur 29. janúar 1963 Prentsmíðja Moejnmblaðsíns Frakkar sianda gegn aðild Breta — þannig er afstaðan eftir fund ráðherranefndar EBE í gærkvöldi Brússel, 28. jan. — AP-NTB RÁÐHERRANEFND Efna- hagsbandalagsins kom sam- an í Brússel í kvöld, til að ræða, hvort haldið skyldi á- fram samningaumleitunum við Breta um aðild þeirra. — Fundurinn hófst síðla dags, og hafði þá tvisvar verið frestað. Er hann hafði staðið um hríð, var gert fundarhlé. Var það um kl. 8 í gærkvöldi eft- ir ísL tíma. — Fundarmenn komu saman um klukku- stundu síðar. Þá þegar var ljóst, að afstaða Frakka til aðildar Breta var óbreytt. Fréttamaður NTB-frétta- stofunnar skýrði frá því í gærkvöldi, að ljóst væri af ummælum fundarmanna í hléinu, að Couve de Murville, utanríkisráðherra Frakka, væri enn andvígur því, að viðræðum við Breta yrði haldið áfram. Skömmu fyrir miðnætti í nótt var tilkynnt, að hlé hefði verið gert á umræðum í ráð- herranefndinni, en hún myndi koma saman í fyrra- málið. Arangur hafði enginn náðst. Fer 22 hringi L.BROY Gordon Cooper verð ur næsti geimfari Bandaríkj manna. Frá þessu hefur verið skýrt í Washington, og því jafnfamt, að hann muni fara 22 hringi umlhverfis jörðu 2. 1 april nk. Talið er, að geimíerðin muni taika a.m.k. sólarhring, e.t.v. allt að 34 tíma. Gerðar verða ýmsar tilraunir, sem ekki hafa verið gerða í fyrri geimferðum Bandarikjamanna og mun einkum verða reynt, hverja hæfileika menn hafa til nákvæmrar stjórnar geim fara. Miða þær að því að ganga úr skugga um, hvern- ig láta mætti trvö geimför hitt ast, eins og vera mundi, ef setja ætti saman rannsóknar stöð úti í geiminum. Að loknum fundinum í gær- kvöldi létu nokkrir ráðherra þeirra, sem tekið hafa þátt í um- ræðunum, í ljós álit sitt. • Luns, utanríkisráðherra Hollendinga, sagði, að útlitið væri mjög slæmt, og gæti hann vart séð, að nokkrar líkur væru til þess, að Bretar fengju aðild. • Spaak, utanríkisráðherra Belga, sagði, að segja mætti að vísu, að einhver árangur hefði náðst, en þó ekki sá, er gæfi neina sérstaka von um frekari árangur. • Almennt álit fréttamanna ér á þann veg, að líkur fyrir að- ild Breta séu nú næstum engar — þótt ekki sé hægt að segja, að kraftaverk gæti ekki gerzt. Á fundinum mun m.a. hafa verið rætt um tillögu V-Þjóð- verja, sem gengur út á það, að ráðherranefndin skuli taka að sér milligöngu í viðræðunum við Breta, og, að gerð verði sérstök skýrsla um viðræðurnar jýð þá, fram til þessa. Talið er, að skýrslan myndi ekki liggja fyrir, fyrr en að 4 vikum liðnum. Þyk- ir tillagan ekki ganga nógu langt, og felur reyndar ekki ann- að í sér, en að ekki verði þegar í stað hætt viðræðum, eins og Frakkar vilja. Við því var búizt fyrr í kvöld, j§ að fundur ráðherranefndarinnar myndi standa í alla nótt, en sú skoðun reyndist ekki rétt. Þá skoðun höfðu menn m.a. dregið af því, að í allan dag stóðu viðræður milli ráðherr- anna innbyrðis. M.a. átti Shröd- er, v-þýzki utanríkisráðherrann, ákafar viðræður við de Murville. Stóðu þær í tvær klukkustundir, en hafa bersýnilega verið árang- urslausar, eins og aðrar tilraunir g til að fá Frakka til að breyta um skoðun. Alþingi kemui snmon í dog í DAG kemur Alþingi s-aman að nýju eftir hlé það, sem varð á störfum þess yfir hátíðirnar. Verður fundur í sameinuðu þingi og hefst á venjulegum fundartíma kl. 1.30. Verkfallið í New York olli Eimskip miklu fjártjóni Selfoss og Dettifoss tetjast — rœtt við Óttar Möller, forstjóra VERKFALL hafnarverkamanna í New York leystist sl. fimmtu- dag, 24. janúar, en það hófst 23. desember. Tvö skip Eimskipafé- lags íslands eru nú stödd í New York og hefur Morgunblaðið rætt við Óttar Möller, forstjóra E. í., um erfiðleika þá, sem verkfallið hefur valdið félaginu. Óttarr sagði m.a.: — Vegna verkfallsins hafa skip hundruðum saman stöðvast í New York. Mikil þrengsli eru í höfninni og öngþveiti. — Selfoss hefur verið þar frá 11. janúar og enn er ekki víst, hvenær hann kemst burtu. Þó er gert ráð fyrir því síðari hluta næstu viku. — Unnið er nú að losun á Sel- fossi en aðeins með 50% afköst- um. Tvö gengi vinna í skipinu, en þau geta verið fjögur. — Dettifoss var væntanlegur til New York í gær og verður ekki byrjað á honum fyrr en Selfoss hefur verið losaður. — í öngþveiti því, sem skapazt hefur, er reynt að jafna hafnar- 9 PóEariskaibátar á N-Htlantshaii verkamönnunum niður á skip- in. Allir vilja fá skjóta afgreiðslu öllum liggur á. — Það sem næst liggur fyrir er að reyna að koma áætluninni aft ur í lag. Hvernig það gengur fer þó eftir því, hversu vel losun og lestun Selfoss og Dettifoss geng ur. Það sézt ekki fyrr en í næstu viku. WASHING. .ON, 28. jan. — AP. Frá því hefur verið skýrt í Was- hington, að Bandaríkin hafi nú að staðaldri 9 kafbáta, búna Folaris-eldflaugum, á N-Atlants- hafi. Séu þeir staðsettir þannig, að þeir geti hvenær sem er skot- ið eldflaugum inn fyrir landa- mæri Sovétrikjanna. 10. kafbáturian af þessari gerð mun brátt láta úr höfn. Frá þessu hefur verið skýrt vegna þeirra kafbáta, sem til stendur að senda til Miðjarðar- hafsins. Leggja sérfræðingar á- herzlu á, að ekki megi rífa niður Jupiter-.eldflaugastöðvar á Ítalíu og í Tyrklandi, fyrr en Miðjarð- arhafsflotinn er fullbúinn. Enn ráð- ist að Stalín Moskva, 27. janúar — AP Andrei I Yermenenko, mar- skálkur, er var yfirmaður Rauða hersins við Stalingrad (nú Volgagrad), er bardagar stóðu þar sem hæst á stríðsár unum, hefur birt grein í „Pravda“ þar sem hann ræðst harkalega á Josef Stalin. Seg ir hann einvaldinn, fyrrver- andi, hafa verið lélegan her- stjórnanda, er lítt hafi kunnað til verka. „Hefðu ekki aðrir komið til, þá hefði ver farið“, segir Yer menenko. Fremstan í hópi þeirra, er þá dugðu bezt, segir marskálkurinn hafa verið Krú sjeff, forsætisráðherra. Megin efni greinarinnar er lof um arftaka Stalins, sem sagður er vel að sér í herstjórnarlist — eins og fleiru. — Það er eins með þetta verk- fall og önnur, líka þau sem verða hér heima, að áhrif þeirra eru að koma í ljós löngu eftir að þeim er lokið. — Áætlunarferðir fara úr skorð um og það er undir fjölmörgum atriðum komið, hvernig gengur að koma þeim í rétt horf aftur. — Það má því vera augljóst, að tjón Eimskipafélagsins verður geysimikið, auk erfiðleikanna, sem skapazt hafa. — Síðasta skipið frá okkur fyr ir verkfallið komst burtu daginn fyrir það, eða 22. desember. Það mátti því litlu muna, að það skip yrði í New York allt verk- fallið og tjón Eimskip enn meira. Fjallfoss í isnum við Kotka í í Finnlandi. — Sjá fréttabréf 7 frá Helga Hallvarðssyni á bls. 1 10. (Ljósm.: Guðbjartur Ás-1 geirsson). ( Tveir togarar seldu í gær TVEIR islenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gærmorgun. Geir seldi í Cuxhaven 153 tonn íyirr 134 þúsund mörk . Þormóður goði seldi í Grims- by 154 tonn fyrir 9.898 sterlings pund. Stokkhólmur, 28. jan — NTB SAS og austurríska flugfélagið AUA hafa tekið höndum saman, er varðar flug til Mið-Austur- landa. Er ætlunin að ná betri sætanýtingu, en bæði félögin hafa flogið með fáa farþega að undanförnu. T ilraunabann talið líklegt Talið, að um />oð kunni að semjast, áður en afvopnunarráðstefnan kemur saman 12. feb, New YorJc, 28. jan. — NTB-AP FRÁ því var skýrt hér í dag, að mjög mikið hefði miðað í samkomulagsátt um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn, á fundum þeim, sem brezkir, bandarískir og sov- ézkir fulltrúar hafa átt með sér að undanförnu. Er nú talið vel hugsanlegt, að samkomuiag kunni að nást áður en afvopnunarráð- stefnan sezt aftur á rökstóla 12. febrúar. Bandaríski ambassadorinn 1 Moskvu, Foy D. Kohler, kom I dag tdl V-Þýzkalands, á leið sinni til Bandaríkjanna. Vestra mun hann ræða við ráðamenn um tveggja vikna skeið. — Kohler ræddi við Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, á laug- ardag, og er ekki talið ólíklegt, að hann kunni að hafa í fórum sínum nánari skilaboð, varðandi tilraunabann. Kohler neitaði því samt við komuna til V-Þýzkalands, að hann hefði í fórum sínum sér- stakt bréf frá Krúsjeff, forsætds- ráðherra, til Kennedys, forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.