Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 20
20
MORGVNBLAfílÐ
Þriðjudagur 29. janúar 1963
PATRICIA WENTWORTH:
MAUD SILVER
KEMUR I HEIMSÓKN
Meðan hún var að bíða eftir
sambandinu, fór hún að segja
við sjálfa sig, að þetta væri nú
bjánaskapur af henni að vera að
hringja upp, en ef til vill slyppi
hún frá afleiðingum af því,
vegna þess, að hún hitti ekki
á hann heima. En það yrði hann,
ef hann væri í hádegisverði, en
svo var líka allt eins vel til, að
hann kæmi ekki heim í mat.
Hann gæti líka allt eins vel ver-
ið hér á ferðinni, ef Drake full-
trúi, sem var undirmaður hans,
hefði verið búinn að gefa skýrslu
sína.
Einhver tók símann hinumeg-
in. Randall March sagði halló.
Rietta roðnaði upp í hársrætur.
Hversvegna í ósköpunum hafði
hún nú farið að hringja hann
upp? Skárri var það nú bjána-
skapurinn! Hún heyrði sína eig-
in rödd segja, með djúpum og
rólegum tón:
— Er þetta þú, Randal?
— Hann svaraði vingjarnlega,
eins og það gleddi hann:
— Rietta?
Roðinn hvarf úr kinnum henn
ar. Hún hugsaði: Hann er þá
ekki búinn að frétta af því —
það var ágætt. Hún sagði:
— Það var bara nokkuð, sem
mig langaði að spyrja þig um.
Það er um hana ungfrú Silver,
vinkonu þína. Þú veizt, að hún
er sem stendur hjá henni frú
Voycey, sem er gömul skóla-
systir hennar....
— Já, þetta var ég búinn að
heyra. Hefurðu hitt hana? Já,
hún er alveg einstök, finnst þér
ekki.
— Jú, Randal. En hversu fær
er hún í sinni grein?
Hann hló. — Alveg fyrsta
flokks, vertu viss! Nei, það er
annars ekki rétta orðið. Hún er
eins og kennari í bekknum og
við eins og krakkabjálfar við
hliðina á henni.
Rietta hélt áfram og röddin
varð dýpri og dræmari:
— Er þér alvara með þetta?
— Já, fyllsta alvara. Er eitt-
hvað að?
— Já, heldur betur. Hún sneri
yfir í frönsku, til vonar og
vara. — James Lessiter var
myrtur í gærkvöldi.
— Já, þetta hef ég heyrt, en
ég hef bara ekki fengið skýrsl-
una ennþá.
Rietta Cray sagði: — Og ég
er helzt grunuð um það. Hún
sleit samtalinu.
xxra.
Randal March leit upp úr vél-
rituðu örkunum, sem hann hafði
verið að lesa. Hann las þær til
enda, athugasemdalaust, þangað
til hann hafði lokið við þá síð-
ustu, en þá sagði Drake fulltrúi:
— Jæja, þarna hafið þér það
eins og það leggur sig. Því verð-
ur ekki neitað, að ungfrú Gray
liggur undir sterkum grun.
March brosti. — Góði maður
minn, þetta er eins og hver önn-
ur vitleysa. Ég hef þekkt ungfrú
Cray síðan ég var krakki. Hún
gæti bókstaflega ekki rotað
nokkurn mann með eld-
skörung.
Drake rétti úr sér. Nú, svona
átti að fara með hann. Stétta-
rígurinn gaus upp I honum,
beizkur eins og saltvatn. Kann
hafði þekkt hana síðan hann var
krakki — þessvegna var það ó-
hugsandi, að hún væri sek! Það
var meiri samábyrgðin hjá
þessu fólki! Þunna nefið á hon-
um varð ennþá þynnra, er hann
sagði:
— Já, þetta er alltaf sagt,
þangað til sannleikurinn kemur
í ljós. Morðinginn er alltaf eins
og annað fólk, þangað til hann
hefur snöruna um hálsinn.
Randall Mareh var maður
skapgóður, eins og margir eru,
sem njóta góðrar heilsu og góðr-
ar samvizku, en þarna gat hann
ekki stillt sig um að verða dá-
lítið vondur. Hann varð hissa á
því sjálfur. En sem betur fór
gat hann stillt sig um að láta á
því bera og endurtók aðeins
fyrri fullyrðingu sína.
— Það er óhugsarilegt, að
ungfrú Cray gæti framið morð.
Drake varð ennþá aumari á
svipinn. Nú líktist hann mest
soltnum ref.
— Það, sem við verðum fyrst
og fremst að leita að, er sann-
anir. Ef þér viljið aðeins líta
betur yfir þessar skýrslur, mun-
uð þér sjá, að ungfrú Cray
hefur góða og gilda ástæðu til
verksins. Hún var trúlofuð hr.
Lessiter fyrir eitthvað tuttugu
árum. Hún segist sjálf hafa slit-
ið trúlofuninni, en hún neitar að
færa fram ástæðua til þess, og
þarna er almennt álitið, að hon-
um hafi farizt ódrengilega við
hana. Ég segi ekki, að neinar
sannanir séu fyrir því, að hún
hafi borið kala til hans, en þó
væri það vel hugsanlegt. Og svo
kemur hann heim eftir öll þessi
im
Um næstu mánaðamót þarf Morgunblaðið að ráða unglinga eða rosk
ið fólk til að bera blaðið til kaupenda við þessar götur í borginni:
Njálsgöfu — Miklubraut — Fjólu-
& Sóleyjargölu — Hvassaleiti
— Austurbrún
JPlorgMttWafiiíi s>>»> 2-24-so
— Ég fer ekki með þig héðan út fyrr en þú hefur lært að
segja: „Góðan daginn, amma“.
ár Og veit ekki aura sinna tal.
Þá komum við að viðburðunum
í gærkvöldi Hr. Carr Robertson
neitar að láta hafa neitt eftir sér.
Það er mínu áliti, freklega grun
samlegt. Ég skyldi ekki fárast
um það ef hann væri eldri. Það
er eðlilegra fyrir fullorðið fólk
að vera varkárt, en það ar ekki
eðlilegt hjá ungum manni. Þvert
á móti mjög grunsamlegt. Hann
veit eitthvað, sem hann er
hræddur um, að geti litið illa út,
annaðhvort fyrir sjálfan hann
eða ungfrú Cray, og þessvegna
þegir hann eins og steinn. En
lítið þér á framburð ungfrú Bell.
Af honum framgengur greini-
lega, að hr. Robertson hefur þot-
ið úr með hurðaskellum, eftir
að hafa séð myndina af hr.
Lessiter í myndablaði og nafnið
hans undir. Ég hef komizt að
því, að þeir tveir höfðu aldrei
sézt, en í sama bili sem Robert-
son sér myndina, kannast hann
við hana og þýtur út. Nú er því
fleygt þarna, að kona Robert-
sons hafi strokið til Frakklands
meðan maður hennar var í
Þýzkalandi, en enginn vissi með
hverjum hún hafði strokið. Þá
losnar Robertson úr herþjónust-
unni og kemur heim. Snögglega
kemur konan hans heim aftur
og er þá orðin veik. Maðurinn,
se hún strauk með, hefur skilið
við hana allslausa. Robertsön
tekur við henni og hjúkrar
henni, og hún deyr....það eru
eitthvað tvö ár síðan. Og svo
heyrir maður, að hann hafi ein-
sett sér að komast að því, hver
maðurinn hafi verið, sem dró
konuna á tálar. Frú Fallows,
sem vinnur hjá ungfrú Cray,
hefur einhverja sögu að segja
um einhverja mynd. Segist hafa
heyrt RobertsOn segja frænku
sinni, að hann mundi þekkja
manninn, ef hann sæi hann, af
því að Marjorie — það var kon-
an hans — hafi átt mynd af
honum. Nú þetta ev vitanlega
eins og hvert annað bæjarslúður
— en það kemur bara heim við
söguna. Ef við nú komum aftur
að framburði ungfrú Bell, og þá
sjáum við, að Robertson er ekki
fyrr þotinn út úr dyrunum, en
ungfrú Cray þýtur út um hinar
dyrnar. Hún grípur fyrstu yfir-
höfnina, sem hún festir fingur á
— og það vill svo til, að frændi
hennar átti hana — og fer upp
KALLI KUREKI
*
*
Teiknari: Fred Harman
— Svo að þú ætlar þér að drepa
menn, sem þú hefur aldrei augum
iitið. Mér verður blátt áfram flök-
urt af tilhugsuninni.
— Nei, bíddu rólegur, það varst
alls ekki þú, sem ég hafði í huga —
og ég Dið afsökunar og bið þig um að
gleyma þessum mistökum mínum.
— Jæja, ég tek afsökun þína til
greina, og þá er aðeins eftir að.
í Melling-húsið, og þar heyrir
frú Mayhew Lessiter segja henni
af erfðaskránni, sem hann gerði,
henni í hag, þegar þau voru trú-
lofuð forðum, þar sem hann á-
nafnar allar sínar eigur Henri-
ettu Cray. Og hún heyrir hann
segja: „Ef Carr hinn ungi myrð-
ir mig í kvöld, erfir þú dá-
laglega upphæð“. Drake þagn-
aði nú og fannst rökin, sem
hann hafði fært fram, áhrifa-
mikil og knýjandi.
Randall March sagði aðeins:
— Jæja þá?
— Jæja, þá, mér þykir eng-
inn vafi á því leika, að ástæðan
til þess, að tmgfrú Cray fór að
hlaupa upp til Lessiters hafi ver
ið sú, að hún vildi vara hann
við því, að hanri gæti orðið fyrir
einhverju ofbeldi af hendi Rob-
ertsons.
Randall March brosti vin-
gjarnlega.
ajlltvarpiö
Þriðjudagur 28. janúar.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp .
13.00 „Við vinnuna": Tónleikar.
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig
ríður Thorlasius).
15.00 Síðdegisútvarp.
18.00 Tónlistartími barnanna (Guð-
rún Sveinsdóttir).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Einsöngur í útvarpssal: Jón
Sigurbjörnsson syngur; Fritz
Weisshappel leikur undir á
píanó.
20.20 Þriðjudagsleikritið: „Tiginn
skjólstæðingur" eftir Sir Art-
hur Conan Doyle og Michael
Hardwick. — Leikstj. Flosi
Ólafsson.
21.00 Frá tónlistarhátíðinni í Reckl-
inghausen.
21.15 Erindi: Kirkjan og þjóðfél-
agið (Auður Eir Vilhjálms-
dóttir cand. theol.).
21|.40 Tónlistin rekur sögu sína;
VI. þáttur: (Þorkell Sigur-
björnsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög irnga fólksins (Guðný
Aðalsteinsdóttir).
23.00 Dagskrárlok.
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði vinnur að meðaltali!
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.