Morgunblaðið - 29.01.1963, Side 2

Morgunblaðið - 29.01.1963, Side 2
2 MORCVTSBL 4 Ð1Ð T»riðjudagur 29. janúar 1963 Kommúnistar í Þrótti beittu sömu brögðum og í Bagsbrún UM helgina fóru fram kosn- ingar í tveimur verkalýðsfé- Iögum, sem kommúnistar hafa ráðið yfir. Svo virðist vera, sem svipuð vinnubrögð hafi verið viðhöfð í báðum þessum félögum, og að stjórn- endur þeirra beggja hafi gert sig seka um mikla misnotkun á valdi sínu. Hér í blaðinu hefur verið skýrt frá þeim lögbrotum og ofbeldisbrögð- um, sem höfð voru í frammi í Dagsbrún og hafa svipuð brögð verið viðhöfð í Þrótti, félagi vörubifreiðastjóra. I»ar voru atkvæði, sem greinilega voru greidd B-list- anum, dæmd ógild. Þar var einn stuðningsmaður B-list- ans strikaður út af kjörskrá, og þar voru tveir stuðnings- menn A-listans settir inn á kjörskrá og látnir greiða at- kvæði, þrátt fyrir miklar skuldir við félagið. x-o-x Nánari atvik að þessum brögð- um eru sem hér segir: 1. Þegar verið var að telja atkvæði á sunnudagskvöldið, komu upp úr atkvæðakass- anum þrjú atkvæði, sem greinilega voru merkt B-list- anum, þ. e. krossað hafði verið við B. Hins vegar hafði verið strikað yfir einn frambjóðandann á listanum á öllum þessum seðlum. Þessi þrjú atkvæði voru umsvifa- laust úrskurðuð ógild, enda þótt þau fælu í sér beina yfir lýsingu um vilja viðkomandi kjósanda. 2. Þegar kosning hófst kom í Ijós, að einn stuðningsmað- ur B-listans hgfði verið kærð ur út af kjörskrá. Sú kæra var byggð á þeirri forsendu, að viðkomandi maður ætti ekki bifreið þá, sem hann æki. Þessi maður skilaði bæði afsali og öðrum gögn- um um það, að hér var ekki farið með rétt mál, en hann fékk enga áheym og var meinað að kjósa. 3. Tveir stuðningsmenn A- listans skulduðu verulegar upphæðir, bæði í stöðvargjöld og önnur félagsgjöld. Þessum mönnum voru gefin eftir gjöld sín, svo að unnt væri að koma þeim á kjörskrá. Þessi eftirgjöf var alveg á- stæðulaus og einungis gerð í því skyni að afla kommúnista stjóminni í Þrótti atkvæða. 4. Formaður Þróttar, Einar ögmundsson, misnotaði hús- næði Landssambands vöru- bifreiðastjóra á mjög víta- verðan hátt í kosningunum. Notaði hann húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu A-listans. 5. Af hálfu A-listans var hafður í frammi áróður á kjörstað, en slíkur áróður er með öllu bannaður í lögum. Mættu ákveðnir stuðnings- menn A-listans á kjörstað, tóku kjósendur tali og reyndu að hafa áhrif á það, hvemig þeir greiddu atkvæði. x-o-x Þessi dæmi, sem hér eru rakin, sýna, svo að ekki verð- ur um villzt, að hér er að verki sama hugarfarið og hjá kommúnistum í Dagsörún, sem hafa ekki hikað við að falsa kjörskrár og hafa í frammi hvers konar ranginði til þess að tryggja sigur sinn í kosningunum. Sverrir Júliusson, form. LÍÚ, setur aðalfund sambandsins með ræðu, vinstra megin við hann er Sigurður H. Egilsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ og hægra megin Jón Ámason alþm., er var kjörinn fundarstjóri. Aðalfundur LÍÚ hófst i gær: Pólitísk misnotkun torveldaði lausn síldveiðideilunnar 23. AÐALFUNDUR LÍÚ hófst í gær með því, að form. Sverrir Júiiusson, setti fundinn með ræðu og mun hún síðar verða birt í heild í Mbl. Á fundinum voru mættir um 85 fulltrúar víðs- vegar að af landinu og mun fund urinn aðallegan fjalla um ástand og horfur i sjávarútvegsmálum auk venjulegra aðalfundarstarfa. Látinna sjómanna og útvegs- manna minnzt. í upphafi máls síns minntist Sverrir Júlíusson 25 íslenzkra sjómanna, sem drukknað hafa síðan síðasti aðalfundur var hald inn, og ennfremur eftirtalinna út vegsmanna, er látizt hafa: Magnúsar Bergssonar, Vest- Flugvélin á veginum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. (Ljósm. Sv. Þorm.) Flugvél sat föst á Hafn- arfjarðarvegi Morgunumferðin tafbist nokkuð í gærmorgun festist fiugvél á Hafnarfjarðarveginum hjá Silf- urtúni og varð af því umferðar- töf fram um kl. 10 um morgun- inn. Verið var að flytja flugvél- ina frá Keflavík til Slökkviliðs- ins á Reykjavíkurflugvelli, sem ætlaði að nota hana til æfinga. Þarna var um að ræða gamla orustuflugvél af gerðinni F-89, sem búið var að leggja, og ætl- aði varnarliðið að láta slökkvi- liðið á Reykjavíkurflugvelli fá hana til að brenna á æfingu. Var lagt af stað með flugvélina frá Keflavíkurflugvelli kl. 1.30 um nóttina, eða eftir að siðasti áætl- unarbíll kl. 12 úr Reykjavdk var kominn suðurhjá. Skv. upplýs- ingum frá Guðmundi Guðmunds- syni, slökkviliðsstjóra á Reykja- víkurflugvelli, gekk ferðin sæmi lega, þó með nokkrum stönzum, alla leið í Silfurtún, en þangað var komið um 6 leytið um morg- uninn. Varnarliðið sá um flutn- inginn, en lögreglan á Keflavík- urflugvelli fylgdi í Engidal, þar sem Reykjavíkurlögreglan kom á móts við flutningatækin, skv. beiðni, og tók við fylgdinni. Staurar stóðust á. Ámóts við Silfurtún voru tveir ijósastaurar utan við veginn, hvor gegn öðrum, en annars stað- ar standa sturar á misvixl. Milli þessara staura er 10—12 m haf, en það var heldur lítið fyrir vængjahaf fiugvélarinnar, sem sat þarna föst. Þegar morgunumferðin byrj- aði um veginn, varð að þessu nokkur töf. Litlir bílar komust þó hindrunarlítið undir vængi vélarinnar, en strætisvagnar gátu ekki komizt framhjá. Gekk fólkið undir vænginn og skipti um vagn, en hinir snéru við í sömu átt og þeir komu. Tafðist fólk því nokkuð til vinnu. Mjólkur- bíll tafðist, en flestir komust ut- an með flugvélinnL Guðm. Guðmundisson sagði að nú væri verið að taka sundur vængina um hjólin, en þá verð- ur vængjahafið ekki nema 8 m og hægt að flytja vélina áfram. Sagði hann, að Slöfckviliðinu á Reykjavíkurflugvelli þætti leitt að hafa á þennan hátt truflað umferð um veginn og bæði þá, sem fyrir því urðu, velvirðingar á óhappnu. Á undanhaldi LEIKDÖMUR Sigurðar Gríms- sonar um hið nýja leikrit Þjóð- leikhússins „A undanhaldi" hef- ur borizt blaðinu en varð vegna þrengsla að bíða til miðvikudags. — 7 piltar iramhald af bls. 24. Jeppinn, sem er rússneskur og með blæjum, er stórskemmdur. Kranabíll írá Vöku flutti hann til Reykjavíkur. Að beiðni lögreglunnar eru nöfn piltanna ekki birt að svo i stöddu. mannaeyjum; Jóns Jörundssonar, Keflavík; Fals Guðmundssonar, Keflavík; Gísla Magnússonar, Vestmannaeyjum; Skúla Thorar ensen, Reykjavík og Arngríms Fr. Bjarnasonar; ennfremur minntist formaður Friðriks V. Ólafssonar, skólastjóra Stýri- mannaskólans, sem lézt á sl. ári. Fundarmenn risu úr sætum sín um í virðingarskyni við hina látnu menn. Afkoma bátaútvegsmanna og sjómanna almennt góð. Þá veik Sverrir Júlíusson að þvi, að aflabrögð bátaflotans hafi verið"lnjög góð, einkum síldar- afHnn, en afli togaranna hins veg ar mjög rýr; sala sjávarafurða gekk mjög greiðlega og hafa nokkrar hækkanir orðið á þeim nema á lýsi, sem lækkaði mjög mikið á árinu. Þá hefur afkoma bátaútvegsmanna og sjómanna verið almennt mjög góð á árinu, en þó ærið misjöfn. Kvað hann það allt of almennt, þegar rætt væri um þessi mál, að mænt væri á þá báta, sem mestan afla hefðu. Benti hann á, að meðalhlutur há- seta hjá einum útvegsmanni sl. ár, sem á 4 báta, var 160.000 kr. Pólitískt óbragð. Þá rakti Sverrir Júlíusson síid arsamningana sl. sumar og sagði um þá m.a.: „Viðræður þessar voru langar og strangar og lyktaði þannig, eins og mönnum er kunnugt, að löggjafarvaldið varð að grípa inn í og setja bráðabirgðalög um gerðardóm. — — — Þessi málalok í samningavið- ræðum fulltrúa sjómanna og út- vegsmanna eru báðum aðilum til mikillar vansæmdar, því að þess- ir aðilar eiga frekar en aðrar stéttir að geta komið sér saman um afraksturinn". Kvað hann það hafa torveld- að lausn málsins, að viss öfl hafi keppt að því að gera málið pólitískt í því skyni að klekkja á ríkisstjórninni, en eigi skeytt um hag þjóðarheildarinnar og þá, sem afkomu sína áttu beint und ir síldveiðunum. Hið sama mætti segja um haustverkfallið, af því hafi alla tíð verið pólitískt ó- bragð. Að lokinni ræðu Sverris Júll ussonar var flutt skýrsla sam- bandsstjórnarinnar fyrir liðið starfsár, mjög yfirgripsmikið yf irHt yfir hagsmunamál útvegs- manna og hvernig þeim hefir reitt af. Því næst voru kosnar nefndir, sem hinum ýmsu málum, sem fram munu koma á fundinum, verður vísað til: Fjárhags- og við skiptanefnd, Allsherjarnefnd, Af urðasölunefnd, Skipulagsnefnd og Stjórnarkosninganefnd. Þess ar nefndir voru kosnar eftir til- lögum nefndanefndar, sem kosin hafði verið í upphafi fundarins. Samkvæmt yfirliti kjörbréfa- nefndar eru kjörnir fulltrúar á aðalfundi, en nokkrir aðrir út- vegsmenn munu sitja fundinn. Sigurður H. Egilsson, fram- kvæmdastjóri las og skýrði árs- reikninga sambandsins og Inn- kaupadeildar þess, fyrir árið 1961. í gærkvöldi fóru fram umræð ur um skýrslu stjórnarinnar og skiluðu fulltrúar hinna ýmsu sambandsdeilda erindum umbjóð enda sinna til aðalfundarins. Úrslit Dagsbrúnarkosninganna Völd kommúnista byggjast á lögleysu ÚRSLIT Dagsbrúnarkosning- anna, sem fóru fram um sl. helgi urðu þau, að A-listinn, listi kommúnista, borinn fram af stjórn og trúnaðar- mannaráði, hiaut 1389 at- kvæði, en B-listinn, sem bor- inn var fram af lýðræðissinn- um í félaginu, hlaut 630 at- kvæði. Úrslit þessi sýna nær óbreytt hluföll frá síðustu stjórnarkosningu, en þá hlaut A-listinn 1443 atkvæði en B- listinn 693 atkvæði. Atkvæða- mismunurinn í stjórnarkosn- ingunum í fyrra var 750 at- kvæði, en núna 759. í Alþýðusambandskosningun- um sl. haust fengu lýðræðissinn- ar 649 atkvæði, en kommúnistar 1251 atkvæði. Frá þeim tíma hefur stórlega fækkað á kjör- skrám og kom glöggt fram í kosn ingunum, að nær eingöngu fylgismenn lýðræðissinna höfðu verið strikaðir út. Það, sem einkenndi þessar kosningar, var fyrst og fremst algjör samstaða kommúnista og Framsóknarmanna, sem m.a. kom glöggt fram í Tímanum meðan á kosningunum stóð og ennfremur margvísleg lögbrot Dagsbrúnarstjórnarinnar varð- Framh. á bls. 23,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.