Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 3

Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 3
.priöjuciagur 29. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 3 VTÐ ÍSLENDINGAR kvörtum sáran undan því, hive sum- arið er stutt hér. Ferðalög og fjallgöngur eru í hugum flestra einskorðuð við sum- artímann. Á v-eturna fara að vísu sum ir á fjöll, en þá oftast til iðkunar skíðaíþróttarinnar, og sé því svo farið, að fagurt útsýni sé úr brekkunni eða atf tindinum, er það fremur skemmtileg tilviljun og ánægjuauki en að höfuðmark Séð yfir Þingvelli ag barmi Almannagjáir mið ferðarinnar hafi verið að njóta þess. Þó finnast þeir, sem vita að land okkar er einnig fallegt í vetrarskrúða. Þeir vita einn ig, að um vetur má aka leið- ir, sem eru alls ófærar að sumarlagi. Þegar frost er í jörðu Og glerharður snjór jafnar mishæðir og hylur urðir, er oft bílfært um ólík- legustu landssvæði og á jepp- um og langferðabifreiðum er jafnvel hægt að aka upp um fjöll og firnindi á þessum tíma árs. Flestir halda sig sem mest innan dyra í skammdeginu og bíða þess, að sólin Hækki á lofti og blómin springi út. Það er satt, að íslenzka sum- arið er stutt, en einmitt þess vegna þurfum við að nýta hvert tækifæri sem býðst til útiveru og ferðalaga. Um sumartímann verða Þingvellir oftast fyrir val- inu, er fólk ákveður að skreppa í bíltúr og skoða náttúruna. En hvað eru marg ir, sem þangað fara að vetrarlagi? Allir, sem þar hafa komið á þeim árs- tíma, ljúka upp einum rómi um fegurð staðarins í vetrarbúningi. Blaðamaður M'bl. fór á Þingvöll um síð- ustu helgi og allt að rótum Skjaldbreiðar og tók í leið- inni meðfylgjandi myndir. „Pravda" átelur Robert Kennedy — felur hann halda á lofti lygum um kommúnismann Moskva, 27. jan. — AP. Moskvublaðið Pravda réðst á sunnudag harkalega á Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Er honum borið á brýn að hafa haldið á lofti Stórlygum um kommúnismann. Er vísað til ræðu, er ráðherr- ann, bróðir Bandaríkjaforseta, hélt á þriðjudiag í fyrri viku. Telur blaðið, að R. Kennedy hafi 'haldið því fram, að borgararétt- indi fyrirfinnist engin í Sovét- ríkjunum. Telur Pravda enn- fremur, að hann hafi dregið þá ályktun vegna þess, að menn séu dregnir fyrir lög og dóm í Sov- étríkjunum, gerist þeir sekir um fjárglæfra og svik. Telur blaðið, að þessu sé hald ið fram, til þess að reyna að slá ryki í augu fólki, sem sé alltaf að sannfærast betur og betur um ágæti kómmúnismans. J. F. Piccoid lófinn Minneapolis, 28. janúar — — NTB — Látinn er í Minneapolis eðlis- fræðingurinn heimsþekkti, Jean Felix Piccard, 79 ára að aldri. Ficcard varð heimskunnur fyrir athuganir sínar á geim- geislum og ferðir upp í háloft in í loftbelgjum. Fyrstu há- loftaferð sina fór Piccard 1913. Þá va í förinni með honum bróðir hans, Auguste, er einn ig hlaut heimsfrægð, — fyrir köfun. 1934 fór Jean Piccard með konu sinni í 17 km hæð í loft belg, frá Detroit í Bandaríkj- unuia. STAKSTEIMAR Ábyrgur fJokkur I Suðurlandi, seni út kom ný- lega, er viðtal við séra Sigurð Haukdal á Bergþórshvoli. Þar segist hann alla tið hafa verið í Sjálfstæðisflokknum, síðan hann var stofnaður. Og hvers vegna? „Já, það er að minnsta kosti ekki vegna þess áð ég telji Sjálfstæðisflokkinn alfullkominn. Ég fylgi honum ekki í neinni blindni, enda tél ég, að blindir flokksmenn séu lélegir flokks- menn. Annars virðist mér, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi yfir- leitt sýnt það, að hann vill vera ábyrgur flokkur í allri sinni stjórnmálabaráttu, svo að hon- um sé þar af leiðandi trú- andi fyrir forystuhlutverki á þjóðmálasviðinu og hefur þetta ekki sízt komið fram á þvi kjör- tímabili, sem nú er að renna út“. „Þú ert þá ekki svartsýnn á kosningarnar sem fram undan eru?“ „Nei, öðru nær, því að þó ýmislegt standi til bóta, þá er það ekki efamál að nokkuð hef- ur miðað á leið. Ef málin eru athuguð hlutdrægnislaust, þá ætti ekki að vera vafi á, að stjómarstefnunni verði sýnt traust“. „Ég vil heldur vera svangur. . . .“ Síðar í samtalinu segir: „Stjórnarandstaðan vinnltf leynt og ljóst að því að magna verðbólguna, því hún veit af eig in reynslu að verðbólgan er rík isstjóminni hættuleg, og þó hún viti að visu líka að öll þjóðin sýp ur af henni seyðið, þá vill hún gjaman vinna það til, ef hún aðeins gæti rýrt nokkuð álit rík- isstjómarinnar. Ummæli Fram- sóknarbónda eins hér á Suður- landi er gott dæmi um hugar- farið. Hann sagði við einn sveit unga sinna: „Eg vil heldur vera svangur en að viðreisn ríkisstjórnarinnar heppnist.“ Þetta tilsvar er enn einn vitn- burðurinn um þann ofstopa, sem einkennir stjómarandstæð- inga. Þeir tala um móðuharðindi af manna völdum, segja að jarð- ir séu verðlausar og enginn hafi áhuga á búskap, og þessar síð- ustu upplýsingar benda til þess, að móðuharðindi þeirra séu ósk hyggja, sem þeir gjaraa vildu að gengju yfir landslýðinn. Afstaða vinstri stjórnarinnar til EBE Framsóknarmenn standa uppi eins og glópar í Efnahagsbanda- laginu, síðan það upplýstist, að vinstri stjómin hafði látið full- trúa sina í Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu greiða atkvæði með ályktun, sem miðaðist við það, að stofnað yrði fríverzlun- arsvæði allra Evrópulanda, sem utan Efnahagsbandalags Evrópu standa við það bandalag, og átti að taka fullt tillit til markmiða Efnahagsbandalagsins og frí- verzlunarsvæðið að taka gildi samhliða Rómarcáttmálanum. — En þrátt fyrir þessa endanlegu ákvörðun vinstri stjómarinnar er nú ráðizt að Við reisnarstjóminni fyrir það að vilja ekki, á meðan óséð er hvern ig Efnahagsbandalagið þróast, loka þeirri leið, sem nefnd er aukaaðild. Viðreisnarstjómin hef ur enga ákvörðun tekið um tengsl okkar við Efnahagsbanda- lag Evrópu, og ef til vill hafa málin nú þegar þróazt þannig, að aldrei reyni á það, hvort við þurfum að tengjast bandalaginu. En það sýnir hve ófyrirleitnir Framsóknarmenn eru í stjóm- málabaráttunni, að þeir höfðu sjálfir samþykkt, að íslendingar gerðust aðilar að fríverzlunar- bandalagi EBE, en ráðast nú að Viðreisnarstjóminni fyrir það að bíða átekta og sjá hverju fram vindur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.