Morgunblaðið - 29.01.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.01.1963, Qupperneq 4
4 MORGU N BLAÐ1Ð Bókhald Tökum að okkur bókhald og uppgjör. Getum bætt við nokkrum fyrirtækjum. Bókhaldsskrifstofan Þórs- hamri við Templarasund. ] Sími 24119. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- | urnar. Seíjum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301. Permanent litanir geislapermanent, — gufu ] permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 18 A - Sími 14146 j Blý keypt hæsta verði. Ámundi Sigurðsson málmsteypa, Skipholti 23. Sími 16812. Miðstöðvarketill Miðstöðvarketill 8—10 fermetra með tilheyrandi hitatækjum til sölu. Sími 1762Ö. Tauþurrkari (dryer) stærri gerðin Westhing- hoause til sölu. Sxmi 17625. Kona með tvö böm óskar eftir ráðskonustöðu. Upplýsingar í síma 17736. Loðnunót óskast til kaups eða leigu. Uppl. í síma 23810. Vörubílstjóri óskast í Laugarneshverfi. Reglu- samur heimilisfaðir situr fyrir. Aldur óskast tekin fram. Tilboð leggist inn á afgr. Mibl. fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: „17— 6483“. Bókahilla og bækur til sölu. Upplýsingar í síma 15778, eftir kl. 19. Ung hjón óska eftir tveggja herb. | íbúð í Reykjavík eða ná- grenni, fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. í sima 35288. Til leigu stór stofa með borðstofu útskoti og aðgangi að eld- húsi. Fyrirframgreiðsla Uppl. í síma 12633, eftir kl. 20. Óska eftir að taka sölutum á leigu. Tilb. merkt: „Söluturn 6484“, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstudag. Barngóð kona óskast á heimili, þar sem i húsmóðir vinnur úti. — Herbergi getur fylgt. Uppl. í síma 37044. íbúð óskast Ung reglusöm hjón óska eftir 2 herb. íbúð. Uppl. i síma 17528. Lát mig heyra miskunn þina að morgni dags, því aS þér treysti ég, gjör mér kunnan þann veg, er ég á að ganga, þvi að til þín hef ég sál mina (Sálmur 143). í dag er þriðjudagur 29. janúar. 29. dagur ársins . Árdegisflæði kl. 7:57. Síðdegisflæði kl. 20:23. Næturvörður vikuna 26. jan- úar til 2. febrúar er í Ingólfs Apóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 26. janúar til 2. febrúar er Páll Garðar Ólafsson sími 50126. Læknavörzlu í Keflavík hefur í dag Arnbjöm Ólafsson. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 eJi. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur era opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Orð lífsins svarar 1 síma 10000. Helgafell 59631307 IV/V 2. n EDDA 59631297 — 1. BMR 1-2-20-FH-FR. FRETIIn Kvenfélag Neskirkju. Fundur verS- [ ur í kvöld kl. 8.30 í félagsheimilinu Félagsvist og kaffi. ÁRSHÁTÍÐ. Eskfirðinga og Reyð- firðinga verður haldin laugardaginn 2. febrúar að Hlégarði. Þátttaka til- kynnist í síma 36200 og 38232. ANGLIA: Á næstunni verður stofn aður bridgeklúbbur innan félagsins Anglia. I>eir meðlimir félagsins, sem áhuga hafa á þátttöku, eru beðnir að hafa samband við frú Dóru Briem, á miðvikudag kl. 1—2 eii. í sima 38226. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur: Fundur verður í Náttúrulækninga- | félagi Reykjavíkur, miðvöcudaginn 30. janúar kl. 8,30 síödegis í Guðspeki- félagshúsinu, Ingólfsstræti 22. Dr. I Melitta Urbancic flytur ernidi: Um hunangið. Gunnar Kristinsson syng ur einsöng við undirleiik Gunnars Sigurgeirssonar. Á eftir verður veitt heilsute með hunangsbrauði og heil- hveitikökum. Félagar fjölmennið, ut- anfélagsfólk velkomið. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund i samkomusal Iðnskólans (Vita tígsmegin) miðvikudag 30. jan. kl. 20,30. Dr. Björn Sigurbjörnsson ílyt- ur erindi með myndum: „Akrar í auðnum íslands". Fleiri skemmtiat- riði. Konur, vinsamlega fjölmenið. — Stjórnin. Ljósmæðrafélag islands heldur skemmtifund miðvikudaginn 30. jan ér hefst kl. 8,30 e.h. að Hverfisgötu 21. Kvikmynd, gamanvísur. (ath. kvik myndin hefst kl. 9.) Allar Ijósmæður velkomnar. Fjölmennum. — Skemmti nefndin. Kvenfélag Neskirkju. Fundur verð ur þriðjudaginn 29. janúar kl. 8,30 e.h. í félagsheimilinu. Félagsvist og kaffi. Sjómannastofan Hafnarbúðum er op in alla daga og öll kvöld. Oskilabréf til sjómanna má . vitja þangað. »É 'Æiúi Loftleiðir h.f.: Eiríkur rauði er væntanlegur frá London og Glasgow kl. 23:00. Fer til NY kl. 00:30. Hafskip h.f.: Laxá fór frá Akranesi 25. þm. til Skotlands. Rangá er í Rvík. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannhafnar kl. 08:10 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egils- staða, Ísafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Isafjarðar, Húsavíkur, og Vestmanna- eyja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell átti að fara í gær frá Seyðisfirði áleiðis til Gdynia og Wismar. Arnarfell er í Rotterdam. Jökulfell er væntanlegt til Cloucester 30. þ.m. frá íslandi. Dísarfell fer í dag frá Hamborg til Grimsby og Reykjavíkur. Litlafell er í Rvík. Helgafell er í Aabo. Hamra- fell er í Rvík. Stapafell er væntan legt til Manchester á morgun. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss er á leið til Dublin og NY frá Rvik. Dettifoss fór fra Hafnarfirði 10. þ.m. til NY. Fjallfoss er á leið tU Rvíkur frá Ventspils. Goðafoss fór frá Keflavík í bærkvöldi til Bremerhaven. Gullfoss fer í dag frá Kaupmannahöfn til Leith og Rvikur. Lagarfoss er á leið til Rvíkur. Reykjafoss kom til Antwerpen í gær. Selfoss er í NY. Tröllafos6 fór i gær frá Avonmouth til Hull, Rotterdam, Hamborgar og Esbjerg. Tungufoss fór í gær til Hull og Rvikur frá Avonmouth. H.f. JÖKLAR: Drangajökull er vænt anlega á Akranesi i dag, fer þaðan til Cuxhaven, Bremerhaven, Hamborg ar og London. Langjökull fer til Rvík ur í kvöld og þaðan til Clouchester og Camden. Vatnajökull er á leið til Grimsby, Calais og Rotterdam. Skipaútgerð rikisins: Hekla er j Vestfjörðum á suðurleið. Esja er Rvik. Herjólfur fer frá Vestmanna eyjum kl. 21.00 i kvöld t»l Rvíkur J>yrill er í Rvík. Skjaldbreið er í Rvík Herðubreið er í Rvík, Þriðjudagur 29. janúar 1963 —»------------------------— Benni á barnum '1 Sumir eru að segja að okkar siðferðið sé gallað. En aðrir segja ekki bops þótt um það gætu fjallað. Svo er um hann Benna hérna á bamum fyrir handan. Hann kveðst ei vilja karpa nm það, þótt kjafti hann allan fjandann. Það er kannski að kenna þvi að kom ein löggu-tuðra á barinn til hans Benna eitt kvöld í bleðlum hans að snuðra. Og kauðinn taldi að grúsk sitt hefði gefið það til kynna, að svindil Benna á gini og vodka gæti verið minna. En Benni við því brást sem aðrir beztu landsins synir. Hann sagðist bara verðlagt hafa vinið eins og hinir. En hætt er við að bágleg verði Benna eftirtekja. eftir þetta þras og snuður. Já, þvilík bölvuð frekja! Og nú mun Benni verða að selja sjónvarpið og Fordinn. Og ósköp hæpið að bann geti oftar gefið „lordinn". Já, sumir eru að segja að okkar siðferði sé bogið. Og mér finnst eins og mörgu hafi meira verið logið. Brandur. Úr safni Einars Þórðarsonar frá Skeljabrekku. etta votta þeir sem bezt þjálfa tal og muna, að þeir hafi hátta mest heiðrað ferskeytluna. Er hún þjóðleg alltaf ný áþekk skrýddri brúði, stakan rétta reifuð i ríms og stuðla skrúði. Hugnæmt efni, háttur dýr hagleik birti taman. Frumleg hugsun frjáls og skýr fara þyrfti saman. (Guðfinna orsteinsdóttir: Ferskeytlan) Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðrún Ósk Sig- urðardóttir frá Bæ í Lóni og Þórir Oddssson húsgagnasmiður Greni mel 17. Síðastliðinn laugardag opinber uðu trúlofun sína ungfrú Ester Frimann Eiríksdóttir Heiðargerði 96 og Örn Ingvarsson, Njálsgötu 34. Síðbstliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sína Málfríður Jónsdóttir Mjóuhlíð 14 og Bragi Eiríksson, Njálsgötu 49. Nýlega opinberuðu trúlofun sína Ingibjörg Andrésdóttir snyrtidama Lynigbrekku 19. Kópavogi og Rögnvaldur Har- aldsson, lögregluþjónn Stóra- gerði 6, Reykjavik. Nýlega haJa opinberað trú- lofun sína Erla Gunnarsdóttir, Hörpugötu 12, og Þórður Guð- mrundsson, Mávahlíð 44. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Nína Guðleifs Miklu braut 70 og Kristinn Engil'berts- son Skúlagötu 74. —♦ 80 ára afmæli átti í gær Carl Bartels, úrsmíðameist- ari, Nýlendugötu 22. Carl hefur stundað úrsmíð- ar og verzlað með úr og skart- gripi hér í borg í meira en 65 ár. Átti hann fyrst verzlun við Laugaveginn, en verzlaði síðar lengi í Veltusundi, við Lækjartorg, og í Ingólfsstræti. JUMBÓ og SPORI Teiknari J. MORA Júmbó athugaði vandlega, hvort Spori gengi nógu eðlilega. Gakktu nú ekki of hratt, sagði nann í aðvör- unartóni, enginn má fara að hugsa um það, hvert við erum að fara. — Þú hefur rétt að mæla, svaraði Spori, en hvernig lízt þér á þá hug- mynd að taka strætisvagninn? — Stórkostlegt, og þegar við erum kommr út úr þessu óláns þorpi, er okkur vonandi óhætt. — Það vildi okkur þó til happs, að við gátum losað okkur við koffortin, sagði Spori. En hann sagði það einu andartaki of snemma, því að nú kom lafmóður maður hlaupandi á eftir þeim og hrópaði: — Afsakið, herrar mínir, en þér hafið gleymt koffort- unum yðar í kaffisölunxú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.