Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. janúar 1963 MORGVNBLAÐIÐ 11 HVAD HAFA ÞEIR S NÚ EB yfirleitt rólegrasti timi ársins hjá íslenzkum list- málurum. Því svöruðu a.m.k. flcstir þeirra sem við lögð- um fyrir þessa spurningu, og er hinni lélegu birtu í skamm deginu um að kenna. Þó eru til málarar, sem mála eftir sem áður, eins og t.d. Gunn- laugur Scheving. Allir nota listair.snnirnir þó tímann til einhvers og eru að búa sig undir átökin við liti og form, þegar birtir. Sýningarlíf virð- ist líka æði fjölskrúðugt, og eru margir listamannanna bæði að hugsa um sýningar og undirbúa þær. Íilendijigurínn vekur sýningargesti Þegar við hringdum til Svavars Guðnasonar fyrk- skömmu og spurðum hann hvað hann væri að gera, svar aði hann því til að hann mætti ekki vera að því að tala við okkur, hann væri á förum utan. Og við það sat. En nú hefur okkur borizt sýningarskráin frá hinni ár- legu listsýningu Gi-önningen- hópsins í Ghariottenborg í Kaupmannaihöfn, og við vit- um því hvers vegna Svavar var svona önnum kafin. Hann tekur í ár þátt í sýningunni, við góðan orðstír, sýnir þar 11 málverk, öll alveg ný. í sýningarskránni er myiíd af nýju -málverki eftir hann og þar fagnar ritstjóri skrár- innar, Albert Mertz, honum sérstaklega með ávarpi, sem hljóðar svo: „Velkominn Svavar Guðna- son! Við bjóðum þig velkominn með drama þitt, ljóðfænu þína og óhagganlegan trúnað við myndlistina, með þína ó- þreytandi leit eftir kjarnan- um, ekki í myndfegurðinni, heldur í lífinu sjálfu. í>ú hef- ur, sem aðeins fáir norrænir listamenn, haft skilning á að sameina líf og list í eitt. Þú varst með okkur á baráttu árum Haustsýninganna, en nú er e.t.v. fremur en nokkru sinni áður, nauðsynlegt að berjast. Fyrir þig, Svavar, er eins eðlilegt og eins nauðsyn- legt að mála, og að anda. Þess vegna vona ég að við í Grönningen fáum að sjá þig á hverju ári meðal okkar — við þurfum á þér að halda“. Þess má geta að í sýningar- skránni er einnig grein um Jón Stefánsson, en minning- ardeild um hann er á sýning- unni, eins og áður hefur ver- ið getið í blaðinu. Myndir Sv-avars á sýning- unni í Grönningen vekja at- hygli, sem fyrr er sagt. Lista- gagnrýnandinn Bris nefnir hann fyrst allra listamanna- anna í grein sinni í BT og kall ar hann nútimalegastan af öllum þeim sem sýna í ár. Hann segir: í Charlottenborg gengur maður um notalega sali. Hér er formið dýrkað formsins vegna, mótivin vegna þeirra sjálfra, litlir af því hve snotrir þeir eru. Sá einasti sem vekur mann upp er íslendingurinn Svavar Guðnason, sem í fyrsta sinn sýnir með Grönningen. Hér finnur maður brennandi um- brot listalnannsins. Hann er hættulegur, maður skynjar að tröllsglott leikur um varir hans þegar hann smyr næstum sprengjulitum á léreftið — og maður trúir því að hann hafi ísblóm í hárinu. Kannski hef- ur það bráðnað aðeins til að draga kynlegar myndir í and lit hans.“ Gunnlaugur Scheving í vinnustofu sinni með alveg nýja mynd, 'sem sýnir fólk í smiðju. Þetta motiv hefur hann málað nokkrum sinnum áður. áramót. — Eg er farinn að mála við ljós, sagði Gunnlaugur til skýr ingar. Það er svo ágætt. Eg hefi alltaf gert nokkuð að því en miklu meira nú á seinni árum. Maður getur komizt upp á lagið með þetta. Oft í skamm deginu er birtan slæm jafn- vei að degi til, eins og t.d. hefur verið núna. Ekki þó svo að skilja að ég hafi málað þessar myndir alveg við ljós. Tekur aftur og aftur upp sömu mótívin Gunnlaugur Scheving læt- ur skammdegið ekki tefja sig. Er við litum inn í vinnustof- una hans við Nesveginn ,stóðu þar þrjár myndir, ein geysi- stór, allar málaðar síðan um Eg hefi Mka málað í þær á daginn. Stærsta myndin er 2,60x2 m og henni er lokið. Motivið er sveitasmiðja, þar sem mað ur stendur við smiðar og tvær aðrar manneskjur horfa á. Og er mikið af rauðu í myndinni. — Þetta er gamalt motiv, segir Gunnlaugur. Eg hefi mál að það nokkrum sinnum áður. Ein myndin er á Statens Mus eum for Kunst í Kaupmanna höfn. Sú er ekki eins stór og þessi. — Er langt síðan þú gerðir fyrstu myndina? — Já, það er langt síðan. Eg fór austur í Öræfi á stríðs árunum og gerði þá fyrstu skissuna af þessu. Við sjáum á veggnum fjór ar skissur af sama motivi, mis munandi að gerð, og eitt lít- ið málverk með sama sniði og það stóra. Það málaði Gunn- laugur í fyrra. — Gerirðu mikið að því að vinna sömu motivin aftur? — Já, ég geri það oft að taka þau upp aftur og aftur, með nokkru millibili. áður en ég mála svona stóra mynd. — Ertu þá ánægður með þessa? Gunnlaugur hikaði og svar aði svo dræmt. — Já, ætli það ekki. Við skoðum hinar myndirn ar tvær, Önnur er lítil, menn að draga línufisk. Gunnlaug- ur telur hugsanlegt að hanin kunni að taka aftur upp mótiv ið og mála hana stærrj. Hin er ekki alveg fullgerð. Hún sýnir hákarlaveiðar. Sú er mikið í köldum bláum eða gráum litum, gerólíkum heitu litunum í stóru myndinni. — Þú rnálar svo mikið af sjíávarmyndum, Gunnlaugur. Heyrirðu í hafinu hér? — Nei, ég hefi ekki veitt því athygli. Það er svo kyrrt hér. Mörgum þykir bezt að mála á nóttunni. Þá er svo kyrrt og maður á ekki von á að neinn komi og trufli. Ertu með nokkurt áform um hvað þú tekur þér fyrir hend ur á eftir þessum myndum? — Nei, ég hefi engin sér- stök áform. — Ekkert að hugsa um að sýna á næstunni? — Nei, ég á ekki nóg á sýn ingu ,og er ekkert með það í huga. Ágætt að nota skammdegið til sýningarundirbúnings Eitt af hinum nýju málverkum Svavars Guðna sonar á höfn. Grönningensýningunni í Kaupmanna- Ég hélt að þetta væru pökk unarmennirnir ,sagði Valtýr Pétursson, er við hringdum til hans. Hann sagði að mest af sínum tíma undanfarið hefði farið í að koma af stað mynd um íslenzkra myndlistar- manna á sýningar erlendis. Málverkasýningu hans í Lista mannaskálanum var varla lok ið, þegar þurfti að koma mynd unum af stað, sem nú eru komnar til Moskvu og Lenin- grad. Og nú er verið að senda sýningu til Helsinki, sem á að hefjast 8. marz. Sýningamefnd ísl. myndlist armanna er búin að velja 40 málverk, 8—9 höggmyndir, 1 teppi og 10 grafískar myndir og er að pakka þeim og senda Það er heilmikið verk að koma svona sýningu af stað, sagði Valtýr, og tekur allan manns tíma. Annars er ágætt að þetta lendi á manni í skamm deginu ,þegar birtan er léleg ust til að mála. En þá kemur á móti, að erfitt er að velja Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.