Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORCXJTS BL AÐIÐ Þriðjudagur 29. janúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. FESTA í KA UPGJALDSMÁL UM Farah drottning, Christiane og íranskeisari. Drottningin á von á barni i marz. Frönsk telpa gaf bágstöddum iranbúum spariféð sitt F'lestum er nú lióst, að kapp- *■ hlaup það sem verið hef- ur í kaupgjaldsmálum hér á landi síðustu áratugina, er ekki happasælt. Þess vegna hafa fleiri og fleiri hneigzt að nauðsyn þess að meiri festa yrði sköpuð í kaup- gjaldsmálum. Að undanförnu hefur líka nokkuð fserzt í það horfið. Með lögunum um verðlags- ráð sjávarútvegsins hefur verið komið fastri skipan á verðlagningu sjávarafurða, en hún olli tíðum deilum milli útvegsmanna og sjó- maima annars vegar og fisk- finnslustöðva hins vegar. — Yerðlagning landbúnaðaraf- urða er einnig, eins og kunn- ugt er, háð föstum reglum. Þá hefur verið komið fastri skipan á ákvörðun launa op- inberra starfsmanna, þar sem kjaradómur hefur endanlegt úrskurðarvald, ef ekki næst samkomulag milli launþega og ríkisvaldsins. Opinberir starfsmenn höfðu yfirleitt orðið illa úti, þegar launahækkanir urðu, þar sem þeir höfðu ekki verkfalls- vopnið í höndum. Þetta var þeim tíðum bætt upp með hvers konar aukagreiðslum og bitlingum, sem sízt var líklegt til að leiða til farsæld- ar og heilbrigðra stjórnar- hátta. Gera verður ráð fyrir því, að föst laun opinberra starfs- marrna hækki allmikið við endanlega ákvörðun kjara- dóms, ef ekki nást samningar milli opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins, en jafnframt á þá að gera gangskör að því að draga úr aukagreiðslum og afnema óeðlilega bitlinga. Slík breyting verður öllum til hags, bæði starfsmönnun- um sjálfum og þjóðarheild- inni, sem þeir eiga að þjóna. Þá virðist líka komið á jafn vægi um hlutaskipti, bæði á bátaflotanum og togurunum, sem báðir aðilar sætta sig sæmilega við, þótt togaraút- gerðin eigi auðvitað enn í erf- iðleikum vegna þess að afli hefur verið mjög lítill síðustu árin. Um aðrar stéttir er það að segja, að þær fengu laun sín hækkuð á síðasta ári með venjulegum kjarasamning- um, að vísu mismunandi mik ið, og yfirleitt hækkuðu laun þeirra, sem lægst höfðu laun fyrir, minnst. Með hliðsjón af þessu var talið eðlilegt, að þeir lægst launuðu fengju nú kauphækkanir, án þess að það leiddi til almennra kauphækk ana að sinnL Nú má gera ráð fyrir, að hinar ýmsu launastéttir telji sig geta sæmilega imað sín- um hlut, og ætti því að vera von til þess að vinnufriður gæti orðið, a.m.k. eitthvað fram eítir árinu. LAUNASKRIÐ F|r. Jóhannes Nordal ritaði ** nýlega grein, þar sem hann ræddi um það fyrir- bæri, sem hann nefndi launa- skrið. Þar sagði hann m.a.: „Tölulega er launaskrið til- greint sem sú hækkun tekna, sem á sér stað umfram það, sem breyting á kauptöxtum ætti að hafa í för með sér. Getur slík hækkun orðið með ýmsu móti. í fyrsta lagi eiga sér stað tekjuhækkanir, vegna þess að einstökum mönnum eða starfshópum er greitt umfram samninga eða eftir hærri töxtum en ætti að vera samkvæmt samningi. í öðru lagi hafa ákvæðisvinnu- taxtar og tekjur af hlutaskipt um tilhneigingu til að hækka meira en almennt kaupgjald, vegna þess að launþegar njóta þar beint bættra af- kasta og meiri vélvæðingar. Og í þriðja lagi getur aukin eftirvinna valdið tekjuaukn- ingu umfram hlutfallslega hækkun kaupgjaldstaxta, en þegar yfir lengri tíma er litið hefur þessi ástæða þó varla verið mikilvæg. í sumum löndum er nú svo komið, að launaskrið virðist vera orð- inn veigameiri þáttur í aukn- ingu heildartekna en beinar kaupgjaldshækkanir. Það skiptir því miklu máli að gera sér grein fyrir orsökum þessarar þróunar.“ Enginn efi er á því, að hér á landi eins og í öðrum lönd- um hefur fjöldi manna bætt hag sinn af þeim ástæðum, sem vikið er að í grein dr. Jóhannesar Nordals. Af því leiðir, ■ að fullyrðingar um það, að svo og svo margar fjölskyldur beri ekki meira úr býtum en það, sem fæst með því að margfalda lægsta tímakaup með' venjulegum stundafjölda í dagvinnu, eru meira og minna út í bláinn. Sem betur fer sést það hvarvetna í íslenzku þjóðlífi, að menn hafa mikið fé milli handa og velmegunin er al- menn. Keisarínn bauð EINS OG kunnugt er geisuðu í íran í byrjun september sl. mestu jarðskjálftar í sögu landsins. Um 10 þúsund manns létu lífið í jarðskjálftunum og tugir þúsunda misstu beimiii sín. Þegar kunnugt varð um hin ar miklu náttúruhamfarir í ír an og tjónið af völdum þeirra tóku að streyma til landsins gjafir frá mörgum löndum heims bæði frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum að- ilum. — xxx — í Frakklandi er lítil stúlka, Christiane Trouvé, sem sá myndir af jarðskjálftasvæðun um í íran í blöðunum og las um hörmungarnar, sem dunið höfðu yfir. Christiane, sem er níu ára, á sparibauk. í hann lét hún alla peninga, sem henni áskotnuðust og ætlaði að nota þá til þess að kaupa hjól. Christiane opnaði spari- baukinn sinn og fór með pen- ingana sem í honum voru, til íranska sendiherrans og bað hann að koma þeim áleiðis til fólksins, sem orðið hafði fyrir tjóni í jarðskjálftunum. íranskeisari frétti af gjöf litlu stúlkunnar og til þess að sýna þakklæti öllum þeim, sem lagt höfðu fram sinn skerf til hjálpar hinum bág- stöddu í íran, bauð hann henni til landsins. Þegar Christine litla kom á flugvöllinn í Teheran, var tekið á móti henni með mikilli viðhöfn og hún fékk herbergi í keisarahöllinni til þess að búa í meðan á dvölinni stóð. Landbúnaðarráðherra írans TILRAUNIR STJÓRNAR- ANDSTÆÐINGA En þrátt fyrir hina almennu velmegun og sérstakar kjarabætur til þeirra, sem mesta höfðu þörf fyrir aukin laun, fara stjórnarandstæð- ingar ekki dult með það, að þeir hyggist enn á ný gera henni til íran fylgdi henni til jarðskjálfta- svæðanna og íbúar eins bæj- anna, sem harðast urðu úti í jarðskjálftanum, reistu sigur- boga úr litskrúðugum teppum litlu stúlkunni til heiðurs og bæjarstjórinn hélt ræðu og þakkaði henni fyrir og öllum öðrum, sem lögðu eitthvað af mörkum til hjálpar. í keisarahöllinni í Teheran lék Christiane litla við rikis erfingja írans. Þau skoðuðu myndabækur og litli prinsinn sýndi Christiane leikföngin sín. Hún hafði myndavél með- ferðis og tók mynd af litla prinsinum, en þegar hann ætl aði að taka mynd af Christi- tilraun til að kippa stoðunum undan íslenzku efnahagslífi. Bæði blöðin, „Þjóðviljinn“ og Tíminn, ræða um það að knýja þurfi fram nýjar kaup- hækkanir, launakerfið sé komið úr skorðum o.s.frv. En íslendingar hafa nú orð- ið slíka reynslu af kapphlaupi um hækkuð laun, sem ekki byggjast á framleiðsluaukn- ingu, að þeir eru ekki gin- keyptir fyrir slíkum áróðri. Óraunhæfar launahækkanir ane, sneri hann myndavélinni öfugt. Þegar Christiane hélt heim- leiðis leystu keisarahjónin hana út með gjöfum. Farah drottning gaf henni kjól, teppi, hálsfesti með túrkisum og brúðu. Við heimkomuna sagði Christiane, að sér þætti Iran mjög fallegt land. Þegar hún var spurð hvað henni hefði þótt skemmtilegast í ferðinni, sagði hún, að skemmtilegast hefði verið að skoða mynda- bækur með litla prinsinum, hann væri svo skemmtilegt barn. Hún sagði, að prinsinn hefði mjög gaman af hestum og í hvert skipti, sem hann hefði séð mynd af hesti, hefði hann kysst myndina. leiða til þess eins, að verðlag hækkar og enginn fær sín kjör bætt og oft vill svo fara, að þeir, sem helzt hefðu þurft á kjarabótum að halda, verða verst úti. Þess vegna er líka fyllsta ástæða til að treysta því, að vinnufriður sé framundan og menn láti áróður kommún- ista, sem Framsóknarmenn að venju taka undir, sem vind um eyrun þjóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.