Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 15
Þriðjudagur 29. janúar 1963 MORCvrntr. 4 ðið 15 Árni Bjarnason (t.v.) afhendir Óskari lyklana að nýja VW-Station-bílnum. Lengst til hægn er sonur Óskars. Rúm 9 þús. tonn á tiálfu ööru ári Aflakló fær sér farskjóta þess að nota hana til mann- eldis í sveltandi heimi. Það er mál sem þarf að lagfæra. — Hvað er báturinn þinn stór, Óskar? — Hann er 83 tonn. — Þykir það ekki lítið núna? Mér heyxist flestir tala um nýja báta allt að 200 tonn. Ert þú nokkuð að hugsa um að breyta til? Óskar var auðsjáanlega ekkerf ánægður með spurn- inguna, og það skeii. út úr svip hans að hann hugsaði: Allt þurfa þessir landkrabb- ar að hnýsast í. Svo játaði hann að það hefði hvarflað að sér að athuga með kaup á stærri bát. En á það skal bent að Óskar hefur fiskað á „Ingiber Ólafssyni“ svipað magn og tveir nýsköpunar- togarar afla á sama tíma, þótt bátur hans sé tíu sinn- um minni en togari. — Og nú ertu bíleigant.. Hvað réði því að þú keyptir Volkswagen? — Það er nú ýmislegt, sem leiddi til þess. Mér hefur alltaf litist bezt á þessa bíla, og svo hef ég afar góða reynslu af viðskiptum mínum við Heklu, eða réttara sagt hvað ég hefi lítið þurft að skipta við Heklu. Hann sá undrunarsvipinn, og sagði: „Ég keypti vélina í bátinn hérna. Þeir hafa um- boð fyrir Caterpillar. — Ég hef ekki þurft að kaupa svó mikið sem eina ró eða bolta. En það er fleira. Þrír skipverjanna minna eiga Volkswagen, og bíllinn er vin sæll meðal sjómanna. Sem dæmi um það skal ég nefna til gamans að þegar ég var á leið til Reykjavkur að velja bílinn, hitti ég hann Eggert Gíslason á Víði IT., og spurði hvaða bíl hann ráð- legði mér að taka. Eggert svaraði um hæl og án þess að hika: „Láttu þér ekki detta annað í hug en Volkswagen." Hann ætti að vita það. Hann hefur átt tvo. Og þar sem Óskar virðist vera orðinn óþolinmóður eftir að fá að reyna gæðinginn, •tefjum við hann ekki lengur, en óskum IiOnum góðs geng- is. Hann þarf að komast suð- ur eftir, bíða lags og leita síldar og afla gjaldeyris. Hann hefur á hálfu öðru ári aflað fyrir sem svarar tveim- ur bátsverðum, og afr.rðirnar seldar út fyrir enn meiri upphæð í gjaldeyri. Hann á þakkir skildar. Meðan við vorum að ræða við Óskar, var Arni Bjarna- son framkvæmdastjóri önn- um kafinn. Við náum snöggv- ast tali af honum og spyrjum hvort hann hafi afgreitt fleiri bíla í dag. — Við höfum í gær og í dag afgreitt 24 nýja bíla, og fyrr í þessum mánuði 30 bíla. Nú höfum við lofað að af- greiða 35—40 bíla í næstu viku, en það er mjög erfitt vegna þrengslanna hérna. Þar verður að vinna við bíl- anna í næturvinnu til að hafa undan. En þetta lagast þegar við flytjum í nýtt húsnæði um næstu helgi. — Og hvað getur þú sagt okkur um Caterpillar vélina hans Óskars? Er þetta stærsta vélin af þessari gerð hér? — Hún var það. En ms. Helgi Flóventsson frá Húsa- vík er með 665 hestafla Caterpillar, og verjð er að setja stórar vélar í báta úti í Noregi. j-innars er það hann Kjartan Kjartansson, sem veit allt um þetta, ég er allur í bílunum. Það virðist vera ærið starf hugsum við og kveðjum. Á LAUGARDAGSMORGUN- INN, þegar blaðamaður og ljósmyndari Mbl. áttu leið upp Hverfisgötuna, var margt um bílinn og manninn hjá Volkswagen umboðinu og mikið um að vera hjá Heklu hf við afgreiðslu nýrra bíla. Þar sem blaðamaðurinn var þeirrar skoðunar að aðal-bíla- innflutningurinn biði hækk- andi sólar, var ákveðið að kanna málið nánar. Á bílastæðinu var Árni Bjarnason, framkvæmdastjóri bíladeildarinnar, að afhenda manni, sem kom kunnuglega fyrir sjónir, lyklana að nýj- um VW 1500, Station. Kom í ljós að kaupandinn var hinn kunni aflamaður og skip- stjóri Óskar Ingibersson frá Keflavík, og í fylgd með hon- um sOnur hans, Karl Óskar. Óskar var hinn kátasti, og svaraði fúslega spurningum um bíla, báta, útgerð og afla- brögð. — Ja, við höfum nú átt „Ingiber Ólafsson" í eitt og hálft ár. Fengum hann í júlíbyrjun 1961. Hann er traust og gott skip, smíðaður hjá Marselíusi á ísafirði. Og vélin hefur reynzt með af- brigðum góð. Við erum með 500 hesta Catert illar, og ekki hreyft í henni bolta allan þennan tíma, þótt hún hafi gengið í 8000 vinnustundir. — En aflinn? Óskar hugsar sig um stundarkorn. „Viþ höfum aðallega verið á síldveiðum og fengið samtals 50.600 tunn ur og 26.000 mál. Svo rer- um við á vetrarvertið í fyrra og fengum um 600 tonn af þorski.“ — Tunnur, mál og tonn. Geturðu sagt mér hvað þetta er mikill afli alls, t. d. í tonnum? — Þetta eru, rúmlega 9.100 tonn. En verst þykir mér með bræðslusíldina, sem var um 3.500 tonn. Það er slæmt að þurfa að mala síldina í stað Mb. Ingiber Ólafsson. Siguröur Fr. Einars- son kennari - Kveðja Fæddur 36. september 1875. Dáinni 7. september 1962. LÖGMÁL lífsins er óskeikult, að eitt sinn skal hver og einn deyja. Já, einn fæðist, annar deyr. Þannig rúllar þetta veraldarhjól um alda raðir. Einn af samferðamönnum okk ar eldri manna, Sigurður Fr. Einarsson, er nú horfinn af leik- velli lífsins yfir landamæri lífs og dauða. Hann var fæddur að Hóli í Tálknafirði og flyzt hingað í sveit 1881 og bjó lengst af á Þingeyri. Kvæntur var hann Þór- dísi Jónsdóttur, mestu sæmdar- konu, sem nú er látin fyrir xxokkrum árum. Þau eignuðust 11 mannvænleg börn. Af þeim eru 9 á lífL Sigurður stundaði nám í Flens borgarskóla veturinn 1898—1899 og lauk þaðan gagnfræðaprófi, en réði sig síðan á enskan línuveið- ara nokkur sumur. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Kunn astur er hann fyrir fræðslu og kennarastörf, bæði í skólum og á heimili hans, en þangað sóttu jafnan unglingar tímakennslu Og frekara nám. Sigurður var góður og farsæll kennari, enda vel að sér í almennum fræðum, auk ensku og dönsku, sem hann og kenndi. Hann var formaður skólanefnd ar Þingeyrarhrepps um skeið og prófdómari um langt árabil. Sigurður stundaði sjósókn á sumrum og var þá oft einn á bá'ti. Honum þótti vænt um hafið, víðfeðmi þess og fegurð, þegar öldur kúra í dái. Hann tók mikinn þátt í félags- málum og var oft fulltrúi sveit- unga sinna á þeim sviðum. Fékkst um skeið við verzlunar- störf, aðallega umboðssölu og lengi var hann fiskmatsmaður hér. Sigurður var vel gefinn, ein- arður í háttum og framkomu, nokkuð hrjúfur stundum, en átti líka barnshjarta, sem fann til og gat þá tárast af litlu, einkum þegar börn áttu í hlut. Ég þakka þér, vinur, langt sam starf, þjónustu og skyldurækni við störf þín. Nú hefur þú siglt yfir hafið mikla og tekið nýtt land, þar sem ýmis verkefni bíða þín. Guð blessi minningu þína og ástvini alla. Sigm. Jónsson. r Arekstur Akranesi, 25. janúar. KLUKKAN rúmlega 3,30 í dag varð árekstur á móts við húsið nr. 39 á Suðurgötu milli fólks- bílsins E—202 og vörubíls til- heyrandi fiskverkunarstöð Þórð- ar Óskarssonar. Aurhlífarnar eyðilögðust á báð um bílunum. Orsök árekstursins var sú, að tvö 4—5 ára börn hlupu út á götuna. Enginn meiddist. Sr. Valgeir Sextugur SÉRA Valgeir er fæddur á Litla- Sandi, Hvalfjarðarströnd. Voru foreldrar hans Helgi Jónsson, síðar bóndi á Þyrli og fyrri kona hans, Guðleif Jónsdóttir. Stúdent varð hann utanskóla frá Mennta- skóla Reykjavíkur 1925 og cand. theol. í febrúar 1931. — Stund- aði kennslustörf í nokkur ár, vígður til Stóra-Núpsprestakalls 7. ágúst 1932, en gerðist prestur í Þykkvabæjarklausturspresta- kalli 11. maí 1933 og hefur verið þar síðan. Aukaþjónustu hefur hann gegnt í nágrannaprestaköll um — verið barnakennari í sveit sinni um árabil, hreppstjóri og bóndi. Má af því ráða, að mað- urinn hefir ekki setið auðum höndum. Leiðir okkar sr. Valgeirs lágu saman með sérstökum hætti fyr- ir rúmum 30 árum, er við hóf- um undirbúningslestur fyrir guðfræðipróf og unnum á nokkr- um mánuðum upp það, er á skorti í námi undanfarinna vetra. Námsmaður var sr. Valgeir ágæt ur, enda skarpgreindur. Hittumst við gjarnan á kvöld- in, bárum saman bækur okkar og gerðum framtíðaráætlanir. Reyndist Valgeir mér hinn ágæt- asti vinur og félagi — og minn- HeEgason ist ég með þakklæti hinna horfnu daga, er við sameiginlega glödd- umst yfir unnum sigri. Ekki hef ég — af skiljanlegum ástæðum, því „vík hefir verið milli vina“ — fylgzt með störf- um sr. Valgeirs. En snemma fór af honum orð sem ágætum ræðu manni, skáldmæltur er hann prýðilega og öll störf sín rækir hann af reglu og samvizku- semi. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.