Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 29.01.1963, Síða 23
Þriðjudagur 29. janúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 Varð bráðkvaddur á leið úr vinnu Leit að manni I Hafnarfirði I»RJÁTÍU og fimm ára gam- all xnaSur, Sveinn Bjarnason, til heimilis að Köldukinn 30 í Hafn- arfirði, varð bráðkvaddur á laug- ardag á leið heim úr vinnu sinni. Sveinn hafði verið að vinna í húsi við Arnarhraun í Hafnar- firði og hélt þaðan heimleiðis um kl. 7 á laugardagskvöld. Um kl. 11 á sunnudagsmorg- un var lýst eftir Sveini, því hann hafði ekki komið heim. Lögregl- an snéri sér til Hjálparsveitar skáta, sem hóf leit um kl. 1 e.h., og hafði með sér sporhundinn Nonna. Farið var men hundinn á vinnustað Sveins, og hahn látinn lykta af fötum, sem hann átti. Nonni tók á rás yfir hraun, sem þarna er, og í áttina að verka- mannabústöðunum við Álfaskeið. Skammt frá Álfaskeiði vil-di Nonni fara upp bratta kletta meðfram girðingu, sem þarna er. Sigríður Gísla- dótllr — kveðja <L.ag: Blessuð sértu sveitin mín) Traust sem bjarg í tryggðum varst trú þín hrein frá bemsku dögum. Undan straumnum aldrei barst, eðlishrein og djörf þú varst. Ávöxt þinnar iðju skarst upp úr fósturjarðar högum. Traust sem bjarg í tryggðum varst, trú þín hrein frá bernsku dögum. Lyngmóamir, laut og börð ljúfa minning um það geyma; þegar streymdi um haga hjörð hirðir steig þar létt á svörð, herra síns að halda vörð, hugurinn í framtið sveima. Lyngmóarnir, laut og börð, ljúfa minning um það geyma. Þín hin mörgu æfi ár okkur ber að muna og þakka. Launin veitir Herrann hár; heyrir bæn og skilur þrár þitt hins veika þerrar tár því til ferðar máttir hlakka. Þín hin mörgu æfi ár okkur ber að muna og þakka. Ingþór Sigurbj. — Sr. Valgeir Framhald af bls. 15. Fagrir staðir og sérkennilegir hafa einkum fallið í hlut Val- geirs í lífinu. Fyrst æskustöðv- arnar — Hvalfjarðarströndin — með stórbrotnu umhverfi, síðar hinar skaftfellsku byggðir með allri sinni tignarfegurð, sam- bland af hrikaleik og mjúkum línum. Ásar í Skaftártungu hafa um mörg ár verið heimili sr. Valgeirs; og þ9r byggði hann á sínum tíma — fyrir eigið fé __ myndarlegt prestseturshús. Á þeim stað unir Valgeir vel hag sínum og býr snotru búi, sem hann stundar einn af dugn- aði miklum, en hann er afkasta- maður til allra verka. Ferða- maður er hann ötull, sem eink- um á reyndi, er hesturinn var eina farartækið. Langar leiðir og erfiðar varð oft að fara, en vin- sæll prestur hvarvetna mikill eufúsugestur. Sr. Valgeir heflr aldrei kapp- kostað í lífinu að láta á sér bera, þótt hæfileika hafi hann ágæta! Löng lofgrein myndi honum því lítt að skapi, en á merkisdegi 6endi ég og fjölskylda mín heim eð Ásum hugheilar kveðjur og árnaðaróskir — um leið og ég þakka gömlu, góðu kynnin — og við öll samfundi á sólskinsdög- «im í ágúst sl. Lifðu heill, vinur! Bergur Björnsson. Alþýöuflokkurinn neitar að taka þátt í afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Hafnarfjarðar FUNDUR VAR haldinn í bæjar- ráði Hafnarfjarðar á laugardag. Á honum var samþykkt með at- kvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna að halda á- fram afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins. Fjárhagsáætlunin var til um- —■ Dagsbrún Framhald af bls. 2. andi framkvæmd kosninganna. Sú furðulega staðreynd kom í ljós, að Dagsbrúnarmenn á kjör- skrá voru við upphaf kosninga aðeins 2337. Er það hátt á fjórða hundrað færra en var við upp- haf kosninga sl. haust. Ef þessi tala, 2337, er borin saman við fjölda þeirra, sem voru á kjörskrá í janúar 1939 (við upphaf kosninga) sést að þá voru á kjörskrá í Dagsbrún 1783 verkamenn. fbúatala Reykjavíkur var í desember 1938 37.366. íbúatal an á félagssvæði Dagsbrúnar I desember 1961, 83.101. Á þessu tímabili hefur íbúatal- an aukizt um 45.753, en félaga tala Dagsbrúnar hefur aðeins aukizt um 556. Getur hver og einn dregið sína ályktun af þessum staðreyndum. Lögbrot kommúnista í þess- um kosningum orka ekki tví- mælis. Völd þeirra í verkalýðs- hreyfingunni byggjast enn á Dagsbrún og stjórn ASÍ. Hvor- ugur þessara aðila getur talizt réttkjörinn samkvæmt lýðræðis- reglum og samþykktum lögum. Er útilokað, að slíkt ástand verði þolað til lengdar. ræðu á þessum fundi bæjarráðs. Kristinn Gunnarsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins, bar fram tillögu um að afgreiðslu áætlunarinnar yrði frestað, þar eð fullkomin ó- vissa ríkti um stjórn bæjarfélags ins. Mundi Alþýðuflokurinn ekki taka þátt í afgreiðslu fjárhags- áætlunar, meðan þetta ástand væri. Var tillaga Kristins felld, og breytingartillögur frá bæjar- stjóra síðan samþykktar. Full- trúi Alþýðuflokksins tilkynnti, að hann mundi ekki bera fram neinar breytingartilögur, fyrr en á bæjarstjómarfundi. Undir lok fundarins bar Krist- inn Gunnarsson fram tillögu, þar sem hann skoraði á bæjarstjóra að hefja undirbúning nýrra bæj arstjórnarkosninga, en aðalatriði þess undirbúnings væri, að bæj- arstjóri segði af sér. Fulltrúi Framsóknarmanna, Jón Pálma- son, bar fram frávísunartillögu með þejm rökstuðningi, að þar sem mörg vandamál, sem ráða þyrfti fram úr, væru enn óleyst, þá væri tillagan ótímabær. Frá- vísynartillagan var samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðismanna, Páll Daníelsson, lét bóka eftir sér, er hann greiddi frávísunartilögunni atkvæði, að með hliðsjón af þeirri yfirlýsingu Kristins Gunnarsson- ar, að hann teldi höfuðundirbún ing nýrra bæjarstjórnarkosninga vera þann, að bæjarstjóri segði af sér, að hann (Páll) teldi hér um dulbúna og órökstudda árás á bæjarstjóra að ræða. Mundi það valda bæjarfélaginu miklum erfiðleikum, ef bæjarstjóri segði af sér. Kristinn Gunnarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins, lét bóka eftir sér, að han mótmælti harðlega rangtúlkun á tillögu sinni. — Kvaðst hann ekki á nokkurn hátt gagnrýna, hvernig bæjarstjóri hefði leysti störf sín af hendi. Fjárhagsáætlunin verður rædd á bæjarstjórnarfundi í dag. SJÚKLINGUR frá Vífilsstöðum, Guðmundur Magnús Halldórsson, 30 ára gamall, fór út um kl. 3,30 á sunnudag, en þegar hann kom ekki til baka um kvöldið var haft samband við lögregluna í Hafnarfirði og beðið um að leit skyldi hafin. Hjálparsveit skáta úr Hafnar- firði hóf leit um kl. 11 á sunnu- dagskvöld og hafði til aðstoðar sporhundinn Nonna. Leituðu skátarnir lengi nætur í rigningu og kulda. Sporhuridur inn rakti spor hins týnda, en þar sem hann hefur iðulega verið á ferli í nágrenni Vífilsstaða var erfitt fyrir hundinn að greina leiðina. Að tilvísan hundsins var farið niður að sjó í Arnarvogi, að Víf ilsstaðavatni og Rjúpanhæðir. — Guðmundur fannst þó ekki. Hafin var leit að nýju á níunda tímanum á mánudagsmorgun og tóku þátt í henni 40 skátar frá Hafnarfirði og stór hópur skáta frá Reykjavík lagði af stað, einn ig til leitar. Lögreglubifreið frá Hafnarfirði flutti hóp skáta eftir Flóttamanna — Bill valt Framíh. af bls. 24 Tryggvi gekk út að Kirkju- hvammi, en þangað er stutt að fara, þegar niður úr Bjarngötu- dal er komið. Orsök slyssins er meðal ann- ars talin sú að hægra framhjól sprakk. Þetta er þriðja ökutæk- ið, sem fer út af í dalnum, en svo vel hefur viljað til, að ekki hafa orðið alvarleg slys á mönn- um. Þetta mun vera einn af hættulegustu vegarspottum á landinu. Mjólkurflutningar fara þó um hann annan hvern dag, auk annarra ferða. — Þórður. veginum svonefnda og þegar bil reiðin var á bakaleið, gekk Guð mundur skyndilega í veg fyrir bifreiðina. Hann var þegar flutt- ur til Vífilsstaða. Guðmundur gat litla grein gert fyrir ferðum sínum um nóttin x. Hann hafði verið á rangli í grennd við Vífilsstaði og kveðst muna eftir því að hafa komið að sjó. í verstu hryðjunum kvaðst hann hafa lagzt niður bak við stóra steina til að skýla sér. Samkvæmt upplýsingum lækna á Vífilsstöðum hefur Guðmundi ekki orðið meint af volkinu. 2 sólarhringa bræðsla ef tir Akranesi, 28. jan. SÍLDARBINGNUM á Bræðra- partstúninu hefur öllum verið ek- ið í þrær. Tvo sólarhringa enn tekur að Ijúka bræðslu á síld- inni, sem eftir er í þróm síldar- og fiskimjölsverksmiðiunnar hér. Oddur. Var á rangli alla nóttina Sjúklings saknað frá Vífilstöðum Skátunum fannst ólíklegt, að maður hefði farið þarna um, en hófu leit í gömlum fjárihúsum þar við. Sporhundurinn vildi ólmur halda áfram, og rétt í því fannst Sveinn skammt frá húsinu nr. 35 við Álfaskeið. Hann lá þar lát- inn á hól. Sveinn Bjarnason var kvæntur og 5 barna faðir. Hann var fædd- ur 30. maí 1927. Myndin, sem hér fylgir, var tekin þegar Adenauer, kanzl- ari V.-Þýzkalands, og De Gaulle, Frakklandsforseti, und irrituðu sáttmálann um nán- ara samstarf V.-Þýzkalands og Frákklands, 22. jan. sL Charles de Gaulle, Frakklandsforseti (t*.), og Konrad Adenauer, kanzlari V.-Þýzkalands, undirrita sáttmálann um nánari samvinnu Frakklands og V.-Þýzkalands Parísarsáttmálinn undirritaður Eins og kunnugt er, var sáttmálinn undirritaður í Par- ís eftir tveggja daga viðræð- ur De Gaulles og Adenauers. Sáttmálinn, sem nefndur er „Sáttmáli franska lýðveldis- ins og sambandslýðveldisins Þýzkalands um fransk-þýzka samvinnu", felur í sér aukið samstarf ríkjanna tveggja á sviði utanríkismála, land- varnarmála og menntamála. Daginn eftir að sáttmálinn var undirritaður í París birt- ust greinar um hann í blöð- um margra landa Evrópu. Gagnrýndu blöðin sáttmál- ann og voru mörg sammála um að hann stefndi einingu og samstarfi Evrópuríkja í voða. Amintore Fanfani, forsætis- ráðherra Ítalíu, ræddi París- arsáttmálann á þingfundi sl. laugardag. Gagnrýndi forsæt- isráðherrann ýmis atriði hans. Vitnaði hann í ummæli utan- ríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, en Murville sagði í ræðu í Franska þing- inu sl. fimmtudag, að sá dagur myndi koma, að Belgía, Lux- emburg, Ítalía og Bretland yrðu þátttakendur að sam- starfinu, sem nú hefur verið komið á milli Frakklands og V.-Þýzkalands. Fanfani sagði óhugsandi, að ítalir myndu taka þátt í slíku samstarfi, því að sáttmálinn, sem það byggðist á, væri óeðlilegt fyr- irbæri og á slíku væri ekki hægt að byggja einingu Ev- rópu. Ríkisstjórn Hollands hefur einnig rætt Parísarsáttmál- ann á fundum sínum. Að viðræðum loknum lét hollenzki utanríkisráðherr- ann svo ummælt, að það væri mikið vafamál hvort sáttmál inn væri skerfur í þágu ein- ingar Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.