Morgunblaðið - 29.01.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.01.1963, Qupperneq 24
/6d HIBYLAPRYÐI HF Hallarmúla slml 38 177 23. tbl. — Þriðjudagur 29. janúar 1963 Vandlátir velja 78 ára kona bíöur bana í bílslysi Okumaðurínn réttindalaus BANASLYS varð í gærkvöldi á Miklubraut, skammt austan Miklatorgs. Þar varð 78 ára göm- ul kona fyrir bifreið. Hún lézt nokkrum tímiun síðar á Landa- kotsspítala. Tildrög slyssins eru þau, að bifreið kom ecEtir Miiklatorgi og beygði austur Miiklubraut. Göm- ul kona, sem var að ganga suður yfir götuna varð fyrir framenda bifreiðarinnar. Hún barst nokkurn spöl með bifreiðinni og þegar hún stanz- aði lá konan milli framlhjólanna. Um það bil sem slysið varð kom lögreglubifreið eftir Miklu- braut að austan. Kallað var á sjúkrabifreið þegar í stað, og flutti hún gömlu konuna þegar á Slysavarðstofuna og síðar á Landakotsspítala. Um kl. 10 í gærkvöldi lézt gamla konan. Hún býr í Reykja- vik. Að beiðni lögreglunnar er nafn hennar ekki birt, þar sem ekki hafði tekizt að ná í alla að- standendur hennar. ökuskilyrði voru sæmileg um það bil sem slysið varð. Ökumað. urinn kvaðst ekki hafa séð til konunnar fyrr en hún var fast við framenda bifreiðarinnar. Ökumaðurinn er aðeins 16 ára gamall, og hefur því ekki öku- réttindi. Hann hafði fengið bif- reiðina lánaða hjá föður sínum. Faðirinn tjáði lögreglunni, að pilturinn hefði fengið bifreiðina lánaða í því trausti, að hann hefði réttindamann til að aka henni. /epp/ úf af veginum í Svínahrauni: 7 menntaskóla- piltar slasast RÚSSNESKUR jeppi fór út af veginum í Svínahrauni um kl. 18 í gærkvöldi. f honum voru 7 menntaskólapiltar úr Reykja- vík, sem voru á leið heim úr skíðaferð. Þeir slösuðust allir meira eða minna, og tveir voru fluttir á sjúkrahús. Slysið varð með þeim hætti, að jeppabifreiðinni R-10096 var ek- ið eftir þjóðveginum í Svína- hrauni á leið til Reykjavíkur. Skammt vestan við Skíðaskál- ann í Hveradölum mun jeppinn hafa runnið til í hálkunni og út fyrir vinstri vegarbrún. Að sögn ökumanns mun hraðinn hafa verið 60—70 km á klukkustund. Jeppinn rann á hliðinni ca. 10 metra niður brattann, en kast- aðist þá á vinstri hliðina og snér- ist jafnframt til, þannig að fram endinn vissi að veginum. Jeppinn rann svo áfram þannig Sjálfstaeðiskvennafélagið Hvöt hefur hlutaveltu í Listamanna- skálanum n. k. sunnudag, þann 3. febrúar. Vill stjóm félagsins hvetja allar Sjálfstæðiskonur til að gera hlutaveltuna sem glæsi legasta með því að safna sem beztum munum. Upplýsingar gefur Gróa Péturs dóttir, öldugötu 24 (sími 14374), María Maack, Þingholtsstræti 24 Kristín Magnúsdóttir, Hellusundi 7 (sími 15768), Guðrún Jóns- dóttir Skaftahlíð 25 (sími 33449), Sigurbjörg Runólfsdóttir, Heiðar gerði 74. (sími 34436). Má koma munum á hlutaveltuna til þeirra eða í Listamannaskálann á laug ardag. á vinstrí hliðinni, þar til hann lenti á grjóthrygg og hentist upp á hann og kom niður á hjólin. Auk ökumanns voru í jeppan- um 6 piltar, nemendur í 4. og 5. bekk Menntaskólans úr Reykja- vík, að sögn lögreglunnar. Þeir voru að koma úr skíðaferð. Fyrstir á slysstaðinn voru Jón Ólafsson, Laugardælum, Flóa, og Þórir Ólafsson, læknir, Laugar- ási, Biskupstungum. Piltarnir voru allir meira og minna slasaðir, og reyndu þeir Jón og Þórir að aðstoða þá eftir mætti. Sumir piltanna. a.m.k. voru fluttir í Skíðaskálann í Hveradölum, meðan beðið var eftir lögreglu og sjúkrabifreið frá Reykjavík. Piltarnir voru allir fluttir í Slysavarðstofuna og gert að meiðslum þeirra, en tvo þurfti að flytja í Landsspítalann. Hinir voru fluttir heim frá Slysavarð stofunni. Framlh. á bls. 2 fyrir neðan. (Ljósm.: Jón Víðis) Bíll valt í brekku og urð Bóndi litt meiddur úr flakinu LÁTRUM, 27. jan. — f gær valt bíll í Bjamgötudal og gereyði- lagðist, enda mun hann hafa oltið í urðinni um 30 m. Bíl- stjórinn slapp með skrámur og telja þeir sem séð hafa aðstæð- ur það ganga kraftaverki næst, því hann lá krepptur uppi undir gólfinu á bílnum á hvolfi, með benzinið flóandi. Vegurinn niður á Rauðasand um Bjarngötudal er mjög bratt- ur með mörgum beygjum, og því stórhættulegur á hvaða tíma sem er, ef eitthvað út af ber, ekki sízt að vetrinum. Tryggvi Eyjólfsson, bóndi á Lambavatni, var í gær að aka niður dalinn á Landrover jeppa sínum. Er hann kom að neðstu bygjunni, skipti hann bílnum niður, því þar var lítilsháttar snjór. Er niður úr beygjunni kom, skipti hann bilnum upp aftur, því auður vegur var fram- undan. Tryggvi kvaðst varla hafa verið búinn að gefa upp kúplinguna, þegar hann hafði ekki lengur vald á bílnum. Skipti það engum togum að bíll- inn fór út af og valt niður hlíð- ina. í klemmu undir gólfinu Ekki er Tryggva ljóst hvort það var af ásettu ráði eða til- viljun að þegar bíllinn tók fyrstu veltuna, kastaði hann sér undan stýrinu niður á gólfið, hugsandi um það eitt að láta fara sem minnst fyrir sér og halda sér fast. Vildi það honum til lífs, því þegar bíllinn stöðv- Tryggvi Eyjólfsson aðist vissu hjólin upp. Húsið og húddið voru svo samanbarin að þau þrengdu að Tryggva, þar sem hann lá uppi undir fólfinu. Tryggvi var með fullri rænu, þegar bíllinn stöðvaðist, þrátt fyrir þung högg á höfuðið. Varð því fljótlega ljós eldhættan, sem stafaði af benzíni er flóði úr benzíngeyminum yfir hann og heita vélina. Kvaðst hann í hálfgerðu ofboði hafa rifið sig út úr flakinu þótt honum og öðrum sé varla skiljanlegt með hvaða hætti það mótti verða. Framhjól sprakk Tryggvi sem var einn í bíln- um má heita ómeiddur og taug- ar hans í lagi, en með skrámur hér og þar. Telja þeir sem hafa séð flakið og aðstæður það knaftaverk eitt að hann skyldi sleppa lifandi, því bíllinn hafði oltið 30 metra 1 urðinni og er hann talinn ónýtur. Framh. á bls, 23 SVFÍ hefur bjarg- að 6281 manni Á MORGUN, 29. janúar, eru lið- forustumanna í Fiskifélagi ís- in 35 ár frá stofnun lysavarna- félags íslands. Það var stofnað 29. janúar 1928 fyrir forgöngu Heilfrystitæki sett í Narfa Samið um árssölu í Englandi Akranes Sjálfstæðisfélögin á Akranesi halda fund á Hótel Akranesi fimmtudaginn 31. janúar n.k. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akranesbæjar 1963 og önnur mál. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn hafa fram- sögu um málin á fundinum. BV. NARFI fór aðfaranótt mánudags áleiðis til Englands og Þýzkalands. í þessari ferð verða sett í hann, fyrstan ís- lenzkra togara, frystitæki, sem hægt verðxu: að heil- frysta aflann í á miðum úti. Samið hefur verið um fasta sölu í Bretlandi til eins árs, og er verðið ‘IV-i sinnum það, sem fæst á íslenzkum mark- aði. Guðmundur Jörundsson, út- gerðarmaOur, kvaddi biaðamenn á sinn fund sl. sunnudag og skýrði þeim frá þessum fyrir- huguðu framkvæmdum. Guðmundur kvað togararekst- ur okkar hafa verið byggðan á miklu aflamagni á fjarlægum miðum. Nú hefði afli brugðizt, og því glímdu alldr útgerðar- menn við spurninguna, hvað hægt væri að gera til björgunar þessari atvinnugrein. Fyrst og fremst væri hugsað um það, hvernig ná mætti sem mestu verðmæti úr þeim litla afla, sem fengist. Aður en ákveðið var að gera fyrirhugaðar breytingar á bv. Narfa, kvaðst Guðmundur Jör- undsson hafa kynnt sér rækilega, hvað nágrannaþjóðir okkar væru að gera í þessum efnum, eink- um Bretar og Þjóðverjar, og hefði nú undirbúningur að þess- um framkvæmdum staðið í hálft annað ár. Fullvinnsla um borð veldur vonbrigðum Erlendis hefði víða verið lagt inn á þá braut að hefja vinnslu um borð í togurum, einkum stærri togurum og skuttogurum. Framh. á bls. 6. lands, og Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Ægi í Reykjavík og félagið var stofnað vegna hinna mjög tíðu sjóslysa. í til- efni af afmælinu fékk blaðið í gær eftirfarandi upplýsingar hjá Henry Hálfdánarsyni, skrifstofu- stjóra: í þessi 3'5 ár hafa 780 menn drukknað með skipum sem fór- ust, 86 farizt við skipströnd, 223 við að falla útbyrðis á rúmsjó, 328 drukknað við land með ýms- um hætti, 39 beðið bana af meiðslum við sjóvinnu og 257 beðið bana vegna hernaðarað- gerða. Alls eru þetta 1712 manns og er þetta skv. skrá hjá Slysa- varnafélaginu. Aftur á móti hefur verið bjarg að samtals 6281 manni frá sams konar hættum á sama tíma eða: 3130 úr strönduðum skipum, 936 úr skipum sem hafa farizt, 178 úr brennandi skipum, 406 frá drukknun við land, 1442 frá völdum hernaðarátaka, og 187 frá öðrum voða á sjó, árekstrum. o. s. frv. Tók Henry fram að í rauninni mætti bæta þarna við ölluin þeim þúsundum sem björgunar- og eftirlitsskip hafa komið til hjálpar, en þau hafa veitt lö—16 þús. sjómönnum mikilsverða að- stoð á þessu tímabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.