Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. febrúar 1963 1 FYRRAKVÖLD gerSist það enn einu sinni í Norðurmýrinni að ókunnur maður réðist á konu, sem var einsömui á gangi skammt frá mótum Rauðarár- stígs og Miklubrautar. Þrcif maðurinn í konuna, og hljóp sið- an á brott. Konan kærði málið til lögregl- unnar og voru tveir lögreglubíl- ar sendir til að leita að mann- inum. Lýsti konan honum svo að hann hefði verið í grænni úlpu, þunnhærður og taldi einnig að hann hefði vantað eina framtönn. — Móbgabi.... Framh. af bls. 1 mála sendiherranis ,hafi U Thant sagt, að hann gæti ekki komið til boðsins. Skömnvu síðar boðuðu forföll Ralph J. Runohe og Paul G. Hoffmann, báðir úr hópi nánustu aðstoð armanna U Thants og margir sendimenn hjá samtökunum fóru að dæmi þeirra. Talsmað ur safnsins hefur neitað að gefa nokkrar upplýsingar um málið ,svo og hverjir hafi ver ið boðnir og hverjir aflþakk að. Haft er eftir einum af aðal fulltrú'um S.þ. að hann hafi veitt því eftirtekt að marga starfsbræður hans vantaði í veizluna — eða u.þ.b. helming þeirra, er boðnir voru. Og var ástæðan sú eftir því sem hann komst næst, að óánægja hefði orðið út af sætaskipan. Hin opinbera skýring, sem gefin hefur verið er að U Thant hafði afþakkað boðið nokkrum döguim áður en það var haldið og borið við veik- indum. Aðaifulltrúi Frakka, Roger Sydax, gaf þá skýringu að sagan væri upp fundiin vegina áhuga blaðamanna um þessar mundir á að finna upp misklíðarefni milli Frakka og samstarfsmanna þeirra vestan hafs. Sagði Seydox sendinefnd Frakka hjá Sþ ekki við mál- ið riðna, því að skipulag veizl unnar hefði verið á vegum franska sendiráðsins í Was- hington. — Skrifstofa NBC Framh. af bls. 1. talsmanni Sovétstjórnarinnar, að honum verði gefið færi á að koma til Moskvu, áður en skrif- stofunni verður lokað endan- lega. Það var Leonid Zamijatin, yf- irmaður fréttadeildar utanríkis- ráðuneytisins, sem tilkynnti Russ Jones þessa ákvörðun Sov- étstjórnarinnar snemma í morg- un. Las Zamijatin fyrir honum yfirlýsingu stjórnarinnar, þar sem segir m.a. að í mörgum sjón- varpsdagskrám NBC að undan- förnu, hafi verið rangtúlkuð sjónarmið Sovétstjórnarinnar og ranglega lýst ástandi þar. Hafi tilgangur þessara sendinga ljós- lega verið að sverta Sovétríkin og fólkið þar í augum banda- rísku þjóðarinnar. Zamijatin nefndi sérstaklega sjónvarpsdagskrá 3. febrúar sl., sem nefndist „Ferill Krúsjeffs til valda“ og hafði að áliti Sovét- stjórnarinnar verið villandi áróð ur og mjög móðgandi. Zamijatin sagði einnig, að önnur sérstök sjónvarpsdagskrá hafi verið höfð í huga, er ákvörðunin um að loka skrifstofunni var tekin. Er talið víst, að þar hafi hann átt við sjónvarpsdagskrá um frá- fall Stalíns. Yfirmaður NBC-skrifstof- unnar í Moskvu er Frank Bourg- holtzer, en hann er um þessar mundir í París, þar sem hann var fréttamaður NBC, þar til hami fluttist til Moskvu 1901. Zamijatin tjáði Jónes, að skrif- stofunni yrði ekki endanlega lokað fyrr en Bourgholtzer kæmi til Moskvu. Hann gæti þá „hreinsað til eftir sig“, eins og hann komst að orði. Þess er skemmst að minnast að í ágúst sl. var Whitman Bassow, frétta- manni tímaritsins „Newsweek“ vísað úr Sovétríkjunum — og hafði hann 7 daga frest til þess að fára úr landi. Talsmaður NBC í New York segir í viðtali við fréttamann Reuters, að í umræddum sjón- varpssendingum hafi komið fram ýmsar nýjar upplýsingar — einkum um fráfali Stalíns og það sem þá gerðist í Kreml. Þá er haft eftir talsmanni ut- anríkisráðuneytisins, Lincoln White, að Bandaríkjastjórn harmi það mjög að Sovétstjórnin skuli hafa gripið til slikra ráða — sem virðist benda til þess, að hún hyggist koma á strangari ritskoðun en verið hefur í Moskvu að undanförnu. — írak.... Framhald af bls. 1. ystu Kassems, hafi verið hættu- leg og réttlæti byltinguna fylli- lega. -- XXX --- Hinn nýskipaði utanríkisráð herra íraks Taleb Hussein Sha bib segir í viðtali við frétta- stofuna „Mið-Austurlönd“, að nvegintilgangur nýju stjórnar innar yerði að vinna að ein- ingu Arabaríkjanna. Muni stjórnin vinna markvisst að því að styrkja vináttu sína og tengzl við öll arabisk ríki, en það sé nokkuð sem fyrrver- andi stjórn landsins hafi lítt haft áhuga á. Utanríkisráðherr ann er aðeins þrítugur, að aldri. Hann stundaði háskóla- nám í London og er kvæntur brezk-fæddri konu. Shabib var einnig persónulegur vinur Aneurins Bevans, fyrrum for ystumanns brezka verka- mannaflokksins. í AFP-frétt frá Bagdad segir, að Þjóðbyltingarráðið í írak hafi ákveðið að liðsforingjar þeir, sem höcfðu forystu í stjórnarbylting- unni fái fyrir það sérstakar greiðislur — ennfremur muni að Viðskiptamálin 02 Margrét prínsessa til umræðu í brezka þinginu London, 12. febrúar — AP — NTB — Reuter — • í kvöld lauk tveggja daga umræðum í neðri málstofu brezka þingsins um þær ráðstaf- anir, sem gera þarf nú, er næsta einsýnt er, að Bretland verði ekki aðili að Efnahagsbandalagi Ev- rópu, a.m.k. ekki í bráð. Að um- ræðum loknum fór fram atkvæða greiðsla um tillögu til vantrausts á brezku stjórnina, en hún var felld með 333 atkvæðum gegn 227. • í dag gerði Edward Heath, ráðherrann, sem hafði yfirum- sjón með samningaviðræðunum af hálfu Breta, grein fyrir sjónar miðum sínum og sagði m.a., að samningaviðræðum hefði orðið lokið í Briissel mjög bráðlega — en ekki hefði verið unnt að ganga að fullu frá aðild Bretlands, fyrr en að loknum viðræðum við önn ur EFTA-ríki. Síðan hefðu þau öll átt að geta gerzt aðilar að bandalaginu svo að segja sam- tímis. • f gær urðu harðar umræður á þinginu vegna þess að aflýst hefur verið ferð Margrétar prins- essu og eiginmanns hennar, Snow down Jávarðar til Parísar. Var ferðinni aflýst 7. febr. sl. á þeirri forsendu, að ekki væri rétt, að Margrét prinsessa færi að heim- an, meðan systir hennar Elisabeth drottning væri í Ástralíuferð si.ini. Hinsvegar sagði Harold Macmillan, forsætisráðherra á þingfundinum í gær, að nauð- synlegt hefði reynzt að aflýsa ferðinni vegna afstöðu Frakka til Breta að undanförnu, — ferðin hefði átt að vera hálfopinber, meðal annars gert ráð fyrir há- degisverðarboði hjá de Gaulle, forseta, og hún hefði því hæglega getað valdið stjómmálalegum mis skilningi. Allhörð orðaskipti urðu út af þessu milli Macmillans og Harold Wilsons, sem margir telja verð andi formann brezka verka- mannaflokksins. Benti Wilson á, að þessi yfirlýsing forsætisráð- herrans kæmi mjög á óvart, þar sem því hefði áður verið borið við opinberlega, að Margrét prins essa yrði helzt að vera í London, sem aðili að ríkisráði landsins, meðan systir hennar, drottningin væri á ferðalagi. Macmillan svar aði því til, að hin opinbera ástæða hefði verið fyllilega í samræmi við „diplómatískar venjur“. Macmillan reifaði í ræðu sinni ýmsar leiðir er Bretar yrða að ihuga í efnahagsmálunum, meðal annars lagði hann áherziu á að EFT A-ríkin leituðust við að auka viðskipti sín, styrkja sam- vinnu sín í milli og jafnframt reyna að auka útflutning til að- ildarríkja Efnahagsbandalagsins. Varðandi stjómmálahlið málsins, kvaðst Macmillan á- líta að Evrópa hefði fengið sig fullsadda af því formi eining- ar, sem ákvarðað væri af ein- um manni. Kvaðst hann ótt- ast, að stefna de Gaulle forseta kynni fyrr eða síðar að hafa miður heppileg áhrif á sam- heldni og styrkleika Atlants hafsbandalagsins. Macmillan lýsti því einnig yfir, að af- staða Frakklandsforseta til Bretlands og bandalags Vestur veldanna yfirleitt bæri í sér keim einskonar valdasýki. Harold Wilson sagði í ræðu sinni, að það væri fyrst og fremst sök brezku stjórnarinnar hvern- ig komið væri. í dag hélt hann því fram í ræðu, að það hefði ver ið fyrir áhrif Macmillans, sem Bandaríkjastjórn hætti að standa gegn því að Frakkar kæmu sér upp sjálfstæðum kjarnorkuher. Hefði sú breyting orðið meðan samningaviðræðurnar um aðild Bretlands að EBE voru á við- kvæmasta stigi og Macmillan hefði ekki vílað fyrir sér að fórna öryggi Bretlands á altari Efnahagsbandalagsins. Við fórn- uðum öryggi okkar, sagði Wilson, en til einskis. Virðist þessi lýsing koma heim við fyrri lýsingar kvenfólks, sem orðið hefur fyrir áreitni ókunns manns á þessum slóðum ailoft siðustu vikurnar. Ekki fundu lögreglumenn mann þennan, en lögreglumaður í eftirlitsbíl síðar um kvöldið sá þó tilsýndar mann, sem kom heim við lýsingu konunnar. Mað urinn hvarf sýnum áður en hægt var að ná til hans. Manns þessa hefur verið leitað af kappi að undanförnu en leitin hefur enn ekki borið árangur. Engar staðfestar fregnir hafa fengizt um orsok afstöðu franska sendiherrans. Áreiðan legustu heimildir herma, að hann hafi lýst því yfir, að hann viðurkenndi ekki neins konar „diplomatiskan status" fyrir U Thant, án þess að skýra frekar hvers vegna. Varðandi það atriði að banna mynda- töku af U Thant og frú Alp- hand saman, hefur engin skýr ing fengizt. Franska sendiráð- ið í Washington hefur neitað því, að Alphand hafi móðgað U Thant á einn eða annan hátt, og sagt að hann hafj ekki skipt sér af skipulagi veizi- unnar. „Mikið var þetta hugulsamt af Macmillan. Nú þarf ég ekki að Ieyfa Snowdon lávarði að taka af mér myndir.“ Enn ráöizt á konu á Rauðarárstígnum Evtusjenko fær hótun- arbréf París, 12. febrúar. (NTB). SOVÉTSKÁLDIÐ Evgeni Evtusjenko sagði frá því á fundi með fréttamönnum í Paris í dag, að hann hefði fengið um það bil 100 sendi- bréf, þar sem honum er hótað lifláti, — eftir að kvæði hans „Erfingjar Stalins" var birt. í bréfum þessum er hann jafnframt kallaður „auðvirði- legur Gyðingur" og þar fram eftir götunum. Evtusjenko kvaðst hafa fengið 20.000 bréf eftir að kvæðið var birt en flest ’hefðu . verið afar vinsamleg. Hann \ kvaðst einnig hafa fengið hót- i unarbréf, eftir að kvæðið ) „Babi JcLr“ birtist opinberlega \ á prenti. 4 Evtusjenko er í þriggja 7 vikna Orlofi í París. Hann J var að þvá spurður á fundin- 1 um, hvort hann hefði verið L neyddur til þess að breyta | „kvæðinu“ Babi Jar“, og neit- í aði hann því afdráttarlaust. J „í Sovétríkjunum vita allir, 1 sagði hann, að það er ekki í hægt að neyða mig til þess I sem ég ekki vil sjálfur. Hann f kvaðst hafa séð eftir að ^ kvæðið birtist, að það væri hægt að endurbæta og þess utan hefði hann viljað breyta ýmsu og bæta við það. Hann harmaði, að kvæðið sitt skyldi notað af blöðum á Vesturlöndum til árása á Sovétríkin, það væri ekki maklegt. Á fundinum var einnig rætt um nútíma málaralist í Sovétríkjunum og rökræðurn- ar í Moskvu um nútimalist yfirleitt. Evtusjenko sagði af því tilefni, að það væri ekki mikil hætta á ferðum, þótt Krúsjeff skammaði unga mál- ara dálítið, mc<ian hann ætti það til að taka undir hand- legg þeirra og verða þeim \ samferða út af listsýningum. < standendur þeirra, er þátt tóku 1 byltingunni, fá aukinn lífeyrL — xxx — Ferðamenn, sem koma frá frak til Beirut telja, að um það bil fimm þúsund manns hafi farizt í byltingunni. Síðast í gær var barizt í útjaðri Bagdad, en allt bendir nú til, að Þjóðbyltingar- ráðið hafi náð völdum í gervöllu landinu. Rit- og talsímasamband við útlönd er að komast í samt lag að nýju. Óstaðfestar fréttir herma, að fjöldi sovézkra tækni- fræðinga hafi í gær farið frá ír- ak og fleiri muni fara innan skamms. Hermt var einnig eftir þýzkum flugmanni, er kom frá Bagdad til Beirut í dag, að nokkrir aust- ur-þýzkir sérfræðingar, er störf- uðu fyrir Kassem, hafi verið hand teknir og aðrir reyni eftir megni að komast úr landinu. Sagði flug maðurinn, að hundruð tækni- menntaðra manna og kaupsýslu- manna frá Austur-Evrópuríkjun um væru búsettir í írak, bæði i Bagdad og öðrum borgum. Um það bil 25 ríki, þar á meðal Bandaríkin og Sovétríkin hafa viðurkennt nýju byltingarstjórn- ina. í dag veittu Sviþjóð, Ítalía, Indland, Kínverska alþýðulýð- veldið, Tékkóslóvakía og Suður- Kórea henni viðurkenningu. Fregnir frá Peking herma, að sendiherra íraks þar Abdul-Hak Fadil, hafi tilkynnt kínverska ut anríkisráðuneytinu, að hann óskaði ekki lengur eftir að vera fulltrúi stjórnar lands síns. Kvaðst hann hafa senit lausnar beiðni til Bagdad og hefði flutzt úr aðsetri sendiráðsins í gistihús í Peking. Fadil var einkavinur Kassems, hershöfðingja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.