Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVISBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. febrúar 1963 og Víkingur skíidu jðfn í annað sinn á 2 mánuðum Flumbruskapur ÍR-liðsins og gób mark- varzla hjá Viking skapaði jafnteflib ÞAÐ VAR barátta frá upphafi til enda í leik Víkings og lR í 1. deildarkePpninni á handknatt- leiksmótinu í fyrrakvöld. Barátta eins og hún gerizt tvísýnust — því liðin skildu jöfn öðru sinni á tveim mánuðum í sama mótinu. Slíkt er afar sjaldgæft að styrk- leiki sé svo líkur. Þó var það svo að Víkingar höfðu heldur betur í leiknum fyrir áramótin og voru nær sigri — en nú snerust málin við’. ÍR-ingar mega teljast óheppn ir — eða Víkingar heppnir að jafntefli varð. • Gott forskot. ÍR-ingar náðu í fyrstu mjög góðum kafla og innan stundar stóð 5:1 fyrir ÍR. En þá tóku Vík ingar sprett og jöfnuðu á 9:9. Þeir komust síðan yfir 10:9 og héldu forystu út hálfleikinn. í hléi stóð 13:12 fyrir Víking. • Mark af 20 m færi. Hin spennandi barátta hélzt og virtist sem hvorugum ætlaði að takast að þreyta hinn, unz léttur leikur ÍR-inga færði þeim forystu svo að for skotið komst í 5 mörk 21:16. Það henti m.a. að Gunnlaugur skoraði af 20 m færi úr auka- kasti. Markvörður Víkings fylgdist ekki með og vissi ekki fyrr en bogaskot hafnaði í net • Góð markvarzla. En litlu síðar skiptu Víking- ar um markvörð og sá sem inn á kom átti eftir að hafa örlagrík áhrif á leikinn. ÍR-ingar höfðu forystu- 24:20 og nokkrar mínút- ur til leiksloka. ÍR-liðið hefði án efa með yfirveguðum leik getað notað sér þetta forskot til öruggs sigurs. En liðið féll í sömu gildru og svo mörg ísl. lið eru veik fyr ir, að ætla endilega að auka for- skotið. Þetta varð dýrt. Markvörð urinn nýi varði meistaralega og sókh ÍR-inga snerist í skyndisókn Víkinga, sem söxuðu á forskotið og jöfnuðu er mín. var eftir. Tví- vegis áttu ÍR-ingar færi á því á síðustu stund að skora sigurmark ; — en markvörður Víkings Brynj ar kom í veg fyrir að skorað yrði. Þetta var spennandi leikur, hraður mjög og snöggur hjá ÍR- ingum en yfirvegaðri hjá Vík- ingum. Þessir kostir jöfnuðust upp. Fram — Þróttur 37:20. Fram hafði allan tímann öll völd á vellinum og Þróttur reyndi vart að blanda sér í leik- inn. Framarar tóku þetta eins og góða æfingu. í hálfleik var stað an 15:8 og síðari hálfleikinn vann Fram með 22:12 — eða 37:20 sam tals. Ráðinn þjálfari KSl MOLAR BELGRAD — Evrópudeild alþjóða frjálsíþróttasambands ins hefur í hyggju að koma á fót Evrópukeppni, sem fram fari þau ár sem ekki eru Ólympíuleikar eða Evrópu- meistaramót. Framkvæmda- stjóri sambandsins sagði að helzt hefði komið til mála að keppnin yrði milli sterkustu íþróttaþjóða álfunnar. MOSKVU — Rússar unnu Bandarikjamenn í landsleik í ishokkí á dögunum með 12 mörkum gegn engu. Leikur- inn var fyrsti leikurinn í keppnisför bandaríska lands- liðsins um Sovétríkin. PARÍS — Leo Lacroix varð um síðustu helgi Frakklands- meistari í svigi karla og Jean- Claude í öðru sæti. KARL Guðmundsson, íþrótta- kennari hefir verið ráðinn fil starfa hjá Knattspyrnusambandi íslands á tímabilinu 1. febrúar til 1. október 1963. Mun hann starfa að skipulags- og þjálfun- armálum sambandsins. Tækninefnd K.S.Í. hefir ný- lega verið sklpuð og eiga eftir- taldir sæti í henni: Karl Guðmundsson, formaður; Reynir Karlsson, varaformaður; Árni Njálsson, ritari. Tækninefndin gengzt fyrir námskeiði nk. sunnudag 17. þ.m. fyrir þjálfara félaganna í 1. og 2. deild, svo og fyrir aðra þjálf- ara, er ekki starfa nú sem stend- ur. Námskeiðið fer fram i Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og hefst nk. sunnudag kl. 2. stund- víslega. Á námskeiðinu verður flutt erindi um þjálfun, sýndar úthaldsæfingar, sem nú eru mjög tímabærar. Allir nefndarmenn munu starfa að námskeiðinu. Unglinganefnd K.S.Í. er þann- ig skipuð: Gunnar Felixson, Alfreð Þorsteinsson, Guðjón Ein- ÚRSLITALEIKUR Evrópubikar- keppninnar fer fram í London 22. eða 25. maí nk. Knattspyrnu- sambandi íslands hefur borizt boð frá enska sambandinu um útvegun miða á leik þennan. — Þeir, sem hafa hug á því að sjá leikinn, snúi sér til ritara KSÍ, Axels Einarssonar. arsson og Jón B. Pétursson. Nefndin hyggst bráðlega kalla saman þjálfara unglingaliða í samvinnu við tækninefnd. Hér er hörkuatvik úr leik ÍR og Víkings. Gunnlaugur (hvít- klæddur) er kominn i dauðafæri er Þórarinn hleypur á hann og vægir hvergi. Ekki vildi dómarinn viðurkenna þetta aug- ljósa brot, sem sýnir að þeim getur yfirsézt eins og öðrum. — Ljósm. Sveinn Þorm. Skotar greiða atkvæði um að fá sumarknattspyrnu í stað vetrar Eru uppgefnir á baráttunni við vetrarveðrið KNATTSPYRNULEIÐTOGAR Skota hafa gert það að tillögu sinni að deildarkeppnin skozka verði flutt milli árstíða og fari framvegis fram að sumarlagi — en hlé verði aðalvetrarmánuð- ina. Skozku deildaliðin, 37 tals- ins, munu greiða atkvæði um þessa tillögu 25. febr. nk. Verði tillagan samþykkt er gert ráð fyrir að næsta deildakeppni hefjist 15. júní og verði lokið fyrstu daga desember. •fa Vetrarfrí Hugmyndin er fram komin vegna þess vanda sem vetrar- veður hafa sett hina fastmótuðu knattspyrnukeppni í. Atta vikna tímabil stanzlausrar snjókomu og frosta hafa eyðilagt allt skipu lag, bæði í Englandi og Skot- landi. Ætlunin er að hlé verði á allri knattspyrnukeppni frá 7. desember til marzbyrjunar og auk þess verði 2—3 vikna hlé í júlímánuði. Þetta er svipað fyr- irkomulag og tíðkazt til dæmis hjá Norðurlandaþjóðunum. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að leikið verði tvisvar í viku á áðurnefndu tímabili, miðvikudagskvöla og síðdegis á laugardögum. Skozku félögin hafa verið beðin að svara tillög- Skovbakken í undanúr- slitum Evrópubikarsins Erfiðasti leikur liðsins til þessa er leikurinn við Fram Danska handknattleiksliðið Skovbakken komst í gær í undanúrslit í keppninni um Evrópubikarinn í handknatt- leik. Þeim áfanga náði liðið með því að sigra sænsku meist arana Heim með 21:14. Heim hafði unnið fyrri leikinn, en mjög naumlega svo Daiur höfðu hagstæðari markatölu. í hálfleik var staðan 13:6. Það var sem kunnugt er Skovbakken, sem Fram lenti á móti í fyrstu urnferð keppn- innar um bikarinn. Leikurinn fór fram í Árósum í sömu höll og leikurinn við Heim í gær. Þann fyrsta leik vann Skov- bakken eftir framlengdan leik með eins marks mun — og var það meira reynsluleysi Fram að kenna en vankunnáttu að Fram tapaði. Leikurinn við Fram hefur því verið erfiðasti leikur Skovbakken í keppn- inni til þessa — og þó stend- ur liðið nú eitt fjögurra liða eftir í keppninni. Þetta er sannarlega ánægju- legt fyrir Fram — og íslenzk- handknattleik. an Unni með „já“ eða „nei“ — eng- um vífilengjum. Englendingar hafa engar slík- ar tillögur rætt svo vitað sé, en skozka og enska deildakeppnin eru alveg aðskildar. Hitt mun svo nær fullvíst að Engíendingar verði að teygja sitt knattspyrnu- tímabil fram í júnímánuð til að fá lokið þeim rúmlega 300 leikjum, sem hefur orðið að fresta vegna veðráttunnar. ★ Aukinn hagnaður Skotar mundu án efa hafa hagnað af umræddri breytingu vegna getraunastarfseminnar á Bretlandseyjum. Englendingar hafa yfir sumartímann leiki í Ástralíu á getraunaseðlinum, en fólk myndi án efa frekar vilja hafa skozka knattspyrnuleiki á seðllnum --r og það yrði um leið mikil auglýsing fyrir skozka knattspýrnu. Skiðoferðin til Bergen SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur bendir skíðafólki á að tilkynna þátt- töku í Bergenferðina sem allra fyrst til Ferðaskrifstofunnar Sögu í Ingólfsstræti. Þar eð kostnað við för þessa er mjög stillt í hóf er æskilegt að sem flestir geti tekið þátt í henni. Lagt verður af stað að morgni fimmtud. 21. marz og flogið til Bergens og dvalizt í Solfonn þar til • eftir helgina og komið aftur til Reykjavíkur þriðjudag- inn 26. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.