Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 3
Fimmtudagur 21. febrúar 1963
MORGVTSBLAÐIÐ
„Álogin ge
i ekki sama
píslarvættið og rangar
íslenzkir rithöfundar og skáld segja álit
sitt á nýrri ofsóknaraðferö gegn sovéik-
um kollegum þeirra
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá
því í gær í frétt á forsíðu og
grein eftir Edward Cranks-
haw, að þrir sovézkir lista-
menn hafi verið lokaðir inni
á geðveikrahæli fyrir að hafa
brotið gegn lögboðinni lista-
stefnu sovétstjórnarinnar. Þeir
eru Valery Xarsis, rithöfund
ur, Mikhail Noritsa, mynd-
höggvari, og Alexander Yes-
enin Volpin, rithöfundur.
Þar sem hér er um að ræða
nýja aðferð hjá sovétstjórn-
inni til að losa sig við lista-
menn sem brjóta gegn vilja
hennar, hefur Morgunblaðið
snúið sér til nokkurra ísl. rit
höfunda og skálda og leitað á-
lits þeirra á þessari nýju teg-
und ofsóknar á hendur sov-
ézkra kollega þeirra, en sem
kunnugt er, var það fyrrum
siður að fangelsa þá eða
skjóta.
Hér á eftir fara umsagnir
fimm meðal þekktustu skálda
og rithöfunda íslands:
lega, að álogin geðveiki sé
ekki sama píslarvættið og
rangar sakir“.
Indriði G. Þorsteinsson,
rithöf., svaraði þannig.
„Eg mundi vilja halda því
fram, að ættu einhverjir að
fara í geðveikrahæli þarna
eystra þá væru það valdhaf-
arnir.
Að minnsta kosti mundi ekk
ert gera til, þótt þeir færu í
geðrannsókn, fyrst þeir leyfa
sér að sýna lislamönnum sín
um og rithöfundum slíkt of-
beldi núna í miðri þíðunni
og góðviljasnakki út og suð-
ur.
Auðvitað treysta þeir þvi,
að þessi nýja aðferð þeirra
valdi þeim ekki eins miklum
erfiðleikum og fangelsanir.
þar sem þeir halda áreiðan
Tómas Guðmundsson, skáld,
vildi taka eftirfarandi fram:
„Eg þekki ekki til Valery
Tarsis nema það, að ég hef
lesið eftir hann hinar tvær
stuttu sögur The Blue Bottle
og Red and Black, sem gefn
ar voru út í fyrra undir rit
höfundanafninu. Ivan Valeriy.
Eg get ekki betur séð, eftir
þeim sögum að dæma, en að
höfundur þeirra sé mjög heill
á geði, enda hefði hann senni
lega ekki annars unnið sér til
geðveikrahælisvistar í Rúss-
landi.
En um Yesenin-Volpin er
það að segja, að .,geðveiki“
hans er ekki nýtilkomin. Ár
ið 1943 var hann fangelsaður
fyrir tvö kvæði, sem hann
hafði ort, en síðan úrskurðað
ur á geðveikrahæli, þar sem
honUm var haldið í 5 ár, eða
þangað til hann var leystur
þaðan í þíðunni, sem fylgdi
dauða Stalíns.
Eitthvað virðist hafa verið
bogið við þennan úrskurð,
því Yesenin-Volpin tók dokt
orspróf í heimspeki 3 vikum
áður, en hann var tekinn úr
umferð og nánast sagt á sama
tíma og verið var að safna
sönnunargögnum fyrir geð-
veiki hans. Kvæði hans, Leaf
of Spring, voru gefin út í
New York 1961 á rússnesku
og ensku ásamt heimspeki-
legri ritgerð, þar sem hann
gerir grein fyrir lífsskoðun
sinni, en hún er
skrifuð í þann mund, sem
hann átti nýja fangelsun yfir
höfði sér 1959.
„Það er ekki til ritfrelsi í
Rússlandi, en hver getur bann
'að manni að hugsa?“ — er
mottó höfundar fyrir bók-
inni. Nei ég hef ekkert um
þetta að segja fram yfir það
sem allir geta séð. En vitan-
lega geta menn deilt um það,
hvort sé meiri mannúð að
loka þessa menn inni á geð-
veikrahæli eða skjóta þá, úr
því að þjóðfélag þeirra má
ekki við því, að þeir hafi per
sónulegar skoðanir."
Gunnar Gunnarsson, rithöf.,
svaraði á eftirfarandi hátt:
„Þetta kemur ekki flatt
upp á mann, þótt hörmulegt
sé. Það var von um þíðu og
hægt var orðið að tala um
hlutina. Álit manna út um
heim var farið að hafa áhrif.
Vonandi hnígur það í þá átt.
En auðvitað er ekki við því
að búast, að stórar breyting-
ar geti orðið af hálfu sovézkra
yfirvalda í garð listamanna
sinna.
Það er betra nú en áður
var, að þeir hafi þó von um
að halda lífi.“
Jóhannes úr Kötlum. skáld,
sagði, að svar hans yrði
þannig:
„Eg get náttúrulega ekk-
ert sagt um málið fyrr en é'g
hef um það fullgilda heimild
að mínum dómi, en það tel ég
Morgunblaðið eitt ekki vera.
Án þess þó að ég sé að mæla
þessu bót ef rétt er.
Eg verð að fá öruggari heim
ild áður en ég get tekið af-
stöðu til fréttarinnar. Sé hún
sannleikur, dettur engum llf-
andi manni í hug að mæla
þessu bót.“
Thor Vilhjálmsson,
rithöfundur, sagði.
„Það er hræðilegt að hugsa
til þess, að það geti verið á
valdi stjórnmálamanna að
loka i>ólitíska andstæðinga
sína inni á geðveikrahæli,
heilbrigða menn. Það er nær
tækara fyrir okkur íslendinga
en kynni að virðast í fljótu
bragði að hugsa um þennan
möguleika. Það hefur komið
fyrir á íslandi, að þetta hafi
verið reynt og fórnarlambið
sem átti að verða, lifir ennþá.
Það getur komið fyrir, að
rithöfundar verði geðveikir,
ekki síður en annað fólk og
þurfi læknishjálp.
Því miður brestur mig heim
ildar til að tala um þetta sér-
staka mál, sem er tilefni fyrir
spurnarinnar. Eg verð að
játa, að ég þekki ekki Ivan
Valeriy (aths. Mbl: skélda-
nafn Valery Tarsis). En ef
þetta er satt, skal ég verða
fyrsti maður til að fordæma
slíkt.“
Hiicasiigr á Islandi
hátt á liðnum öidum
A SAMKOMU N áttúruf ræðif é-
lagsins í 1. kennslustofu Háskól-
•ns mánud. 25. febrúar kl. 20,30
mun Páll Bergþórsson veðurfræð
ingur flytja erindi: Lofthiti á ís-
Jandi síðan um landnám,
Þetta efni hefur fyrMesarinn
rannsakað eftir sögulegum heim-
ildum, og áætlar hann hitastigið
á liðnum öldum eftir þeim á
tölulegan hátt (statistískt). Heim-
ildirnar eru einkum um hafís við
ísland. en t. d. mannfellir af
hungri er einnig veigamikil vís-
bending um hitastigið. Önnur
atriði, sem fyrirlesarinn mun
ræða og styðst við í ályktunum
sínum, eru t. d.: hitamælingar
á Englandi frá 1681, athuganir
próf. Jóns Steffensens á manna-
beinum, kornrækt á íslandi, breyt
ingar jökla hér og erlendis, ís-
landslýsing Gísla biskups Odds-
sonar og vitnisburður bókmennta
um loftslagsbreytingu eftir 1600.
Tapið á Bæjarútgerð
Akraness 32,7 milljón
Framsókn og opinbe*rir
starfsmenn
AlþýðubliaSið ræðir í gær I
forystugrein sinni áratuga fjand
skap Framsóknarflokksins við
opinbera starfsmenn. Kemst blað
ið þá rr. a. að orði á þessa leið:
„Þessa daga berja Framsókn-
argemsar, eins og Kristján
Thorlacius, sér á brjóst og þykj-
ast vera miklir baráttumenn
fyrir hina opinberu starfsmenn.
Þeir virðast hafa gleym.t þvi, að
í aldarfjórðung, frá 1934—1958
( var Eysteinn Jónsson oftast fjár-
' má.laráðherra og hafði með mál-
efni starfsmanna rikisins að gera.
Allan þennan tíma var ómögu-
legt a ðfá ríkisvaldið til að hlýða
á kröfur BSRB um samningsrétt.
Svar Eysteins var alltaf hið
sama: Nei.
Árið 1959 átti Alþýðuflokkur-
inn f jánnálaráðherra í fyrsta
sinn, Guðmund f. Guðmundsson.
Stóð nú ekki lengur á ríkisvald-
inu og var skipuð nefnd til að
. fjalla um samningsrétt starfs-
j ironna ríkisins. Afturhaldssjón-
armið Eysteins var horfið, mál-
ið tók að þokast áfram. Alþýðu-
flokksmenn í nefndinni kröfð-
ust samningsréttar og einn
þeirra, Jón Þorsteinsson alþm.,
fann þá lausn sem bæði ríkið
og BSRB sættust á, kjaradóm.
Þar með ná.ðist, eftir að núver-
andi ríkisstjórn kom til valda,
samkomulag um mestu réttinda-
bót sem opinberir starfsn.;nn á
íslandi hafa fengið“.
Það er vissulega rétt að opin-
berir starfsmenn hafa aldrei sótt
réttindabætur í afturhaldsklærn-
ar á Framsókn.
Rýfur allar ríkisstjórnir
Það er athyglisverð staðreynd
sem nýlega hefur verið vakin
athygli á hér í blaðinu, að Fram-
sóknarflokkurinn hefur rofið all-
ar þær samsteypustjómir sem
hann hefur setið i síðan 1947.
Það er alveg sama þótt Fram-
sóknarmenn hafi samið um ýtar-
legan málefnasamning til grund-
vallar stjórnarsamstarfi. Þeir
láta blöð sín alltaf halda uppi
rógi og illindum. um samstarfs-
flokka sína og enda svo með
því að rjúfa samstarfið eða krefj
ast þess að þeirra eigin ríkis-
stjórn segi af sér!
Þessar staðreyndir gefa nokkra
hugmynd um eðli Framsóknar-
flokksins og vinnubrögð leiðtoga
hans. Orsakir þessa atferlis Fram
sóknarmanna geta verið ýmsar,
en hin veigamesta er vafalaust
sú minnimáttarkennd sem Fram-
sóknarmenn ganga með, sérstak-
lega gagnvart Sjálfstæðisflokkn-
um.. A hinn bóginn er það svo
yfirgangshneigð og drottnunar-
girni, sem veldur þessum stöðuga
óróa í blóði Framsóknarmanna.
En af þessu öllu saman leiðir
að þátttaka Framsóknarflokks-
ins í ríkisstjórn þýðir öryggis- og
festuleysi í stjórnarfari. Þær
ríkisstjornir, sem Framsóknar-
flokkurinn á sæti í, sitja sjald-
an eða aldrei heilt kjörtímabil.
AKRANESI, 20. febrúar.
NÚ hefir verið lokið við að gera
upp reikninga Bæjarútgerðar
Akraneskaupsstaðar. Hefir orðið
tap á rekstrinum, en togararnir
eru Bjarni Ólafsson og Akurey,
frá árinu 1947 til 31. okt. 1962
samtals 32.7 milljónir króna'
Tapið var mest frá 1954—‘60, 21
milljón króna. Frá 1947—‘54 var
tapið 5,8 milljónir, og frá 1961
til 31. október 1962 5,9 millj. kr.
Þessar 32,7 millj. kr. eru skuldir
umfram eignir bæjarútgerðarinn
ar, sem metnar eru á rúmar 6
millj. kr. Bæjarsjóður Akraness
hefur lagt fram 22 millj. 446 þús.
kr. af tapinu. — Oddur.
Vísitalan óbreytt
KAUPLAGSNEFND hefur reikn
að vísitölu framfærslukostnaðar í
byrjun febrúarmánaðar 1963, og
reyndist hún vera 128 stig eða
óbreytt 1
Úr öskunni í eldinn
Fyrir nokkrum dögum var
það bent hér í blaðinu að þai
fólk sem hyggðist yfirgefa komr
únistaflokkinn eða Þjóðvamar
flokkin færi vissulega úr ösk
unni í eldinn ef það hyrfi ti
stuðnings við Fram.sóknarflokk
inn.
Þessi staðhæfing Mbl. byggis
á þeirri staðreynd að Framsókn
arflokkurinn er mesti afturhaids
flokkur þjóðarinnar. Öli stjórn
málastarfsemi hans byggist :
einstæðri hentistefnu. Fólkið get
aldrei treyst því að hann fylg
þeirri stefnu eftir kosningar, sen
hann hefur markað fyrir kosn
ingar.