Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1963, Blaðsíða 6
0 MORGVNBLABIb Fimmtudagur 21. febrúar 1965 * * MjólkurframSeiðslan SKÝRSLA um mjólkurfram- leiðsluna 1962 er komin út. Mjólk urmagnið, sem er afhent búun- um, er komíð upp í 88,7 þús. smálestir fyrir árið og fer ört vaxandi. Þessi þróun vekur ugg, þegar þess er gætt að árið 1960 mun mjólkurneyzlan á meðal kaup- enda hafa náð hámarki, ca. 500 kg á mann á ári. Eftir það fóru smjörbirgðir að aukast til muna, úr 164 smál. 1960 í 503 smál. 1962, sem nálgast hálfs árs neyzlu. Sam tímis hljóp vöxtur í útflutning á mjólkurdufti, úr 30 smál. 1960 í 650 smál. 1S62, sem hvorttveggja styður þá ályktun, að meiri neyzlu, en um getur, sé naumast að vænta. Á síðasta ári var því raunar framleitt tæpum 9000 smál. um of. Mjólkurduftið (sumpart úr undanrennu), sem farið er að flytja út, var selt úr landi 1962 á 2.98 millj. kr. eða 4.40 kr. með- alverð, en heildsöluverð sömu af- urða samkv. verðskráningu í sept. 1961 nam 21.2 millj.' kr. Þessi útflutningur var bættur upp til bænda með 8.4 millj. króna, samkv. uppl. frá Alþingi. Mjólkurduft, seim selt er inn- anlands, er ekki niðurgreitt. Árleg framleiðsluaukning á mjólk (tæp 8%) fer langt fram úr árlegri fólksaukningu (rúm 2%), og er ástandið því orðið mjög ískyggilegt nú þegar, og fer ört vaxandi að óbreyttum aðstæðum. Um þrjár leiðir getur verið að velja; láta skeika að sköpuðu í skjóli aukinna uppbóta eða nið- urgreiðslna; draga úr framleiðsl- unni svo, að hún haldist í hendur við neyzluna; eða freista nýrra útflutningsúrræða. í Danmörku er framleitt tvennskonar nýmjólkurduflt til útflutnings, venjulegt duft á 25 Stórgjöf til Kópavogskirkju EFTIR messu s.l. sunnudag af- hentu þær frú Kristin Kristins- dóittir og Jóna Guðmundsdóttir, fy'rrv. yfirhjúkrunarkona, Kópa- vogsbraut 11 .Kópavogi, tíu þús- und krónur í Klukknasjóð Kópa vogskirkju. Er þetta minningar- gjöf um Þórð Guðmundsson, bróður hinnar aíðarnefndu og Jakób Jakobsson, eiginmann Kristínar. Standa nú enn meiri vonir til þess en áður að kirkjan eign- ist vandaðar klukkur þegar á þessu ári. Gunnar Árnason. 1 kr. kg. og svonefnt KLIM-duft, , sem er barnaduft úr völdu efni, ' á 43.50 kr. kg. í umbúðum er rúma 22% kg. Auk þess er fram- leitt undanrennuduft á 13 kr. íslenzka mjólkin er máske ekki nægilega fiturik (tæpl. 4%), en það má bæta svo, að mjólkin verði hæf í beztu tegundir mjólk urdufts, því bragðgæðin þarf eklci að örvænta um, það sannar gott smjör. Þegar þess er gætt, að útborg- að verð til bænda er aðeins 72% af söluverðinu (1961), — hitt fer í kostnað og vinnsluafföll, má vænta þess, að hægt sé að fram- leiða duftið á samkeppnisverði. Slík framleiðsla verður nú at- huguð nánar á vegum rannsókn- arráðs ríkisins, en jafnframt þarf að snúa sér að markaðsmögu- leikum erlendis, og munu þeir aðilar, sem um slíkt fjalla, ef- laust láta það mál til sín taka. Ásgeir Þorsteinsson. Kvöldsala Kvöldsala Morgunblaðs ins er á hverju laugar- dagskvöldi úr afgr. þess í Aðalstræti og við einn af bílum blaðsins á benzínsölustöð „BP“ á horni Laugavegs og Nóatúns. Um borð í Mánafossi. Tali frá vinstri: Jónas H. Traustason, umboðsmaður E.I. á Akureyri; Hauk- ur Lárusson, yfirvélstjóri; Eirík ur Ólafsson, skipstjóri, Óttarr Möller, forstjóri E.Í.; Sigurlaugur Þorkeisson, blaðafulltrúi E.í. — Ljósm. E. Sigurgeirsson. Mánafossi fagnað á Akureyri Bætir þjónustuna við landsbyggðina AKUREYRI. — Eins og frá heí ur verið skýrt hér í blaðinu, bauð Eimskipafélag íslands ýmsum borgurum Akureyrar til fagnað- ar um borð í Mánafossi í tilefni af fyrstu komu skipsins til hafn- ar á Islandi undir íslenzkum fána. Hófið sátu m.a. settur bæjarfó- geti, bæjarstjóri, forseti bæjar- stjórnar, hafnarvörður, yfirtoll- vörður og ýmsir fremstu menn viðskiptalífsins í bænum, auk fréttamanna. Framkv.stjóri Eimskipafélags- ins, Óttar Möller, bauð gesti vel- komna og þakkaði Norðlend- ingum stuðning við félagið bæði fyrr og nú, og kvaðst vona, að með komu þessa nýja skips mætti félaginu auðnast að bæta að miklum mun þjónustuna við landsbyggðina, bæði með bein- um siglingum frá útlöndum til hafna víðs vegar um land, og með skjótari fyrirgreiðslu og dreif- ingu umhleðsluvamings frá Rvík en verið hefði. Kvað hann það vera vilja stjórnar E.í. að auka enn slíka þjónustu. Bæjarstjóri, Maignús E Guð- jónsson, svaraði ræðu fram- kvæmdastjórans, árnaði skipi og skipshöfn allra heilla og óskaði að Akureyringar og aðrir íbúar hinna strjálu byggða landsins mættu sem oftast sjá Mánafoss í höfn, færandi kærkominn varn- ing. Blaðafulltrúi E.Í., Siigurlaugur Þorkelsson, veitti því næst ýmsar upplýsingar um skipið, smíði þess ag gerð. * Lestarrými 63.500 rúmfet Skipið er smíðað í júlí 1959, úr stáli og styrkt til siglinga í is. Það er að stærð sem lokað þil- farsskip 1400 tonna d.w. og sem opið þilfarsskip 975 tonn d.w. Tvær lestar eru í skipinu, sú fremri með tveimur lúguopum á hlífðarþilfari, en einni á aðalþil- fari. Samtals er rúmmál lest- anna 63.500 rúmfet „bale“. Til samanburðar má geta þess að lestarrými m.s. Tungufoss er 113. 465 rúmfet. Hlífðarþilfarslúgur eru af svonefndri „Von Tell“- gerð, sem svipar mjög til þeirra sem eru á Selfossi og Brúarfossi. Skipið er útbúið með 6 rafmagns vindum, 16 hestafla, og einnig er skipið útbúið 6 lyftiásum fyrir 5 tonna þunga og einum 10 tonna lyftiás. Aðalvél skipsins er Klöc kner Humboldt-Deutz, og er 8 strokka Dieselhreyfill 1000 hest- öfl og má gera ráð fyrir 12 mílna ganghraða, þegar skipið er full- hlaðið. Hjálparvélar eru þrjár. Skipshöfn er 11 manns. íbúð skipstjóra og 1.'vélstjóra er á bátaþilfari. íbúðir annarra yfir. manna eru á hliðarþilfari. Aðrap íbúðir skipverja eru á aðalþil. fari. Á stjórnpallsþilfari er loft. skeytastöð og kortaklefi. Matsal. ur yfirmanna er stb.-megin á hlífðarþilfari. Matsalur undir. manna ér bb.-megin á hlífðarþil. fari. Eldlhúsið er aftan við vélar- eisn á hlífðarþilfari og er með olíukyntri eldavél. Frystigeymsla matvæla er gegnt eldhúsi. Aftan við eldhús er geymsla matsveins fyrir tollvaming. Vélsúgur er i öllum íbúðum skipverja og vél- Af siglingatækjum má nefna ratsjá, sjálfritandi dýptarmæli ag sjálfstýringu. Bjargbátar eru tveir úr aluminium, hvor fyrip 20 manns. Auk þess fylgir eimi 10 manna gúmbjöngunarbátur, sem er á stjórnpalli — Sv. P. Styrfctarfélagi Tónlistarfélags ins skrifar: • Tönleikar séu í Háskólabíói Eftir að hafa hlustað á Ohop in-tónleika frú Czerny-Staf- anska í Austurbæjarbíói vil ég beiina þeirri fyrirspum til Tón listarfélagsins, hvprt ekki sé tímabært að flytja allt tónleika hald félagsins í Háskólabíó sem niú mun vera bezti Mjóm- leikasalurinn í borginni, en á þessum tónleikum komu hvað greinilegast í ljós þau slæmu skilyrði til tónleikahaldis, sem listafólki og styrktarmeðlim- um er boðið upp á í kvikmynda húsinu. Tónleikagestum og lisitafólki er sýnt þarna hið megnasta til- litsleysi. Var ég á fyrri tán- lei'toum frúarinnar. Hún er mik ill pianóleikari, og jafnframit kjartomikil kona, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Sat bún við hljóðfærið krók- loppin vegna nístingskul’da og súgs á hljómleikapaUinum. Kvað svo rammt að þessum blæstri, að í miðjum klíðum stóð listakonan úpp frá hljóð- færinu og fór í rannsóknarleið- angur að dyrunum, en fyrir þeim voru dregnir portérar, sem fuku til og frá eins og þvottur á snúru á bezta þerri- degi. Gat hún lægt rokið smá vegis. En svo er það kuldagjóstrið sem snýr að áheyrendum, og þeir hafa orði'ð að búa við í rnörg ár. • Fólk þarf að norpa úti í bíóinu er ein stærsta og skemmtilegasta innri-forstofa í kvikmyndaihúsi hér, og hlýtur hún að vera ætluð gestum huss ins. En á ofangreindium tón- leikum skeði þetta: Uppúr klukkan hiálf sjö fór fólk að tínast að búsinu, þar sem hér var um mjög merkilega tón- leika að ræða, en sæti ekki tölusett. Ég kom um það leyti og var þá verið að hleypa út fólki af kvikmyndasýningu, en það er gert um bakdyr. Brátt 7887 ©PIB CCPfNHACfN fylltist litla ytri forstofa hús« ins við aðaldyrnar, og gang. stéttin fyrir framan bíóið, og mændi fólk löngunaríuLliuim augum gegnum glerhurðina að innri-forstofunni. Ekki var hiún þó opnuð fyrr en klukkuna vantaði 12 mínútur í sjö, en tón leikarnir áttu að byrja kl. 7. Var þá mörgum orðið hroll. kalt að híma úti, þótt gott væri veður í þetta sinn. SMkt tillitsleysi sem þetta virðist vera orðið föst regla þarna, og er alveg óþolandi. Veit ég þess dæmi, að fóllk hefur kvefast alvarlega við að híma á gangstéttinni i frosti og hríðarveðri, og bíða þess að þeim, sem þarna ráða, þóknist að opna dyrnar. Mér vitanlega á þetta sér hvergi stað annars- staðar hér í borg, þar sem tón. leikar eru haldnir. Háskólabíó og Þjóðleikhúsið veita gestum húsaskjól minnsta kosti % tím* áður en tónleikar eða sýning- ar hefjast. Ég veit að Tónlistarfélaginu er mjög annt um félaga sína, og mun áreiðanlega taka til at- hugunar góðar ábendingar, sen» a£ velvilja eru fram bornar. Fé lagið hefur unnið tónlistarmáll um hér ómetanlegt gagn, og veitt mörgum ánægjulegar stundir með úrvals-tónleikum, Og áreiðanlega er það ósk ailra félagsmanna, að Tónlistarfé. lagið megi í framtíð gegna slíku menningaPhlutverfci, eu taki sér jafnframt fyrir hend- ur að lagfæra það sem miðup fer, eins og t.d. þann ágalila sem hér hefur verið bent á, og xnargir eru sár-óánægðir með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.