Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 13

Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 13
Fimmtudagur 21. febrúar 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 4- Annars kemur mér í þessu ur hvort lagður er einn km af Eftir hann kom Björn son- Landiö HVERGI hef ég á bæ komið, þar sem jafn víðsýnt er af heimahlaði eins og í Holti á Síðu. Þaðan blasir við allt undir- lendi Vestur-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands. Jökla- kóngurinn heldur vörð í austri þar sem hann gnæfir í tign sinni yfir flatlendi Skeiðarár- sands. í vestri blasir Mýrdals- jökull við. Upp af sléttu sands ins framan við hann rísa Haf- ursey og Hjörleifshöfði. Beint framundan Útsíðuheiðunum handan Skaftár hreiðist mesta hraun í íslands hyggð- um — Skaftáreldahraunið 565 ferkm. að víðáttu. Það er úfið og grátt og grett, ]>egar kom- ið er að því. Héðan að sjá er það eins og mjúkt og grænt flosteppi. Einkum finnst mér það fagurt yfir að líta á haustin. —oOo—■ Holt á Síðu er mikil jörð, — ein landmesta jörð þessa héraðs. Þar hefur jafnan verið búið vel og búið stórt. í Skaftáreldum voru þar þrjú heimili með 24 manns. Sex þeirra dóu í Móðu- harðindunum. Er það færra en á flestum öðrum bæjum. Bendir það til þess, að þar hafi verið betri aðstaða til að standa af sér hörmungar eldsógnanna heldur en víða annars staðar. Eftir miðja síðustu öld var hinn mikli og auðsæli búmaður, Árni Gíslason, sýslumaður Skaft fellinga. Þá var sýslumannsset- ur á Klaustri og bjó hann þar stórbúi. En annað bú hafði hann í Holti. Þá jörð hafði hann keypt, og þangað mun hann hafa ætlað að flytjast er hann lét af em- bætti. Efndi hann þar til húsa- gerðar á stórmannlegan hátt. Var það langhús mikið með hlöðnum veggjum á þrjá vegu en þili að framan. Grindin var úr fírkahtstrjám af rauðviði og þiljur flett borð úr sama úrvals- efni. Þá var bárujárnið ekki komið til sögunnar. Á þekjuna — skarsúðina — var þakið ipeð mel'stöngum og síðan tyrft yfir, en framþilið var varið fyrir yætu með zinkbynnum. Þetta hús Árna sýslumanns var hið vandaðasta og mjög reisulegt & sinni tíð. Og enn í dag sómir það sér vel á þessu landmikla höfuðbóli, enda hefur Bj örn í Holti, sem er smíður góð- ur, haldið því við af vandvirkm og alúð. En það átti ekki fyrir Árna sýslumanni að liggja að flýtja búferlum í Holt, þótt hugur hans hafi staðið til þess. Þegar hann lét af embætti fluttist hann til Krýsuvikur vorið 1880. Þar bjó hann til dauðadags. Þá seldi hann Holt Runólfi Jónssyni frá Búlandi í Skaftártungu. Síðan hefur sú ætt setið Holt og gert garðinn frægan. Hreppstjórar i melra en hundrað ár Runólfur 1 Holti var á allan hátt hinn merkasti maður. Hann var hreppstjóri i hartnær hálfa Þjööfélagsleg nauðsyn að landbún- aðurinn verði eítirsútt atvinnugrein Rætt við Siggeir BJörns- son, hreppstfóra, Holti á Síðu ur hans og var hreppstjóri í meira en fimmtíu ár. Síðan hann sleppti því starfi hefur Siggeir sonur hans verið hreppstjóri Kirk j ubæj arhrepps. — Svo þetta hefur gengið í erfð eins og konungsríkin í gamla daga, segi ég við Siggeir Björnsson. Ég sit inni í stofu hjá þeim hjónunum í hinu nýja vist- lega húsi þeirra í Holti. — Það má segja það, svarar hreppstjóri. Ætli það sé ekki nokkuð algengt að sonur taki við þessu af föður, ef hann á ann- að borð staðnæmist í sveitinni. Þú þekkir nú dæmi af því í Hörgslandshreppi, þar sem hver Bjarninn hefur tekið við af öðr- um. — Hvert er aðalstarf hrepp- stjórans nú á dögum? — Það er nú innheimta á op- inberum gjöldum og að annast dreifingu á ýmsum greiðslum frá Runólfur Jónsson þvf opinbera síðan tryggingamar urðu almennar. Þá var hrepp- stjóri formaður skattanefndar. Nú eftir skattalagabreytinguna er hreppstjórinn umboðsmaður skattstjóra. Það verður mikið starf. Auk þess á hreppstjóri að annast mat á fasteignum milli aðalmata er fer fram á 25 ára fresti. — Mvert er álit þitt á lög- gæzlu á samkomum? Geta hreppstjórarnir ekki hjálpað eitthvað upp á sakirnar í þeim efnum? — Löggæzla á samkomum er nú sem getur fer ekkert vanda- mál hér hjá okkur, miðað við það, sem er víða annars staðar yfir sumarmánuðina. Ekki hef ég trú á því að hreppstjóri geti háft þar mikil áhrif.. Ég lít svo á að eftirlit á samkomum sé bezt komið í höndum lögreglumanna frá Reykjavík. Auk þess þarf að efla löggæzlu á vegunum yfir sumarið. En til þess þarf mikil fjárráð og fjölmennt lið. sambandi í hug, að það þarf að hamla gegn því að félagsheimil- in verði of mörg. Allt eftirlit verður þá viðráðanlegra og hús- in geta orðið fullkomnari, held- ur ef þau eru mörg og smá og í samkeppni hvert við annað. All- ur hreppa- og sveitarígur er skaðlegur í þessu efni sem öðru. Verkstjórn og vegagerð Enda þótt ég hafi ekki hug- mynd um hve há hreppstjóra- launin eru, þykist ég viás um að ekki geti þau verið neitt lifi- brauð. Siggeir í Holti hefur líka mörg járn í eldinum. Hann er mjög starfshæfur maður enda þótt hann hafi aldrei í neinn skóla komið, — ekki einu sinni barnaskóla. Holt er langt frá skólastað, svo að öllum þeim Holtssystkinum var kennt heima. Samt reyndust þau ekki verr að sér en skólabörnin þegar í próf- in kom. — M. a. hefur Siggeir verið vegaverkstjóri í 14 ár. Ég inni hann því nokkuð eftir frétt- um af samgöngumálum sýslunn- ar. — — Hvaff segir þú um þá stefnu í vegamálum, sem nú er uppi að fækka vinnustöðvum en vinna meira á hverjum stað? Björn Runólfsson — Það er rétt stefna. Hin mikla dreifing'vegfjárins, er áð- ur tíðkaðist, kom ekki að sök meðan unnið var eingöngu með haka, kvísl og skóflu. En það kostar mikið að flytja hinar stór- virku vinnuvélar, sem nú eru not aðar á milli vinnustaða. Fjár- veitingar notast þeim mpn bet- ur ,sem meira er unnið a hverj- um stað. Þetta þarf vitanlega ekki að valda því, að nokkur sveit þurfi að vera afskipt um lengri tíma, þótt áraskipti séu gerð á því í hvaða vegi er unn- ið. Ég fullyrði t. d. að það skiptir ekki miklu máli fyrir vegfarend- Frú Margrét Jónsdóttir og Siggeir Björnsson með börn tvö. sm nýjum vegi árlega í tvö ár eða þrír km. annað hvert ár. — Hvað telur þú mest aðkall- andi í samgöngumálum okkar Vestur-Skaftfellinga eins og nú standa sakir? — Mér finnst alveg augljóst að það er þetta tvennt: í fyrsta lagi ný brú á Hólmsá. Gamla brúin er síðan 1920, að hún var endurbyggð eftir Kötlugosið. Þá voru engin farar- og flutninga- tæki þekkt hér eystra önnur en hestar og hestvagnar. Það er því hreinasta furða hve stór farar- tæki hafa komizt yfir þessa gömlu og kröppu brú. En nú er ákveðið að byggja þarna nýja brú í sumar. Hún verður mikið mannvirki og eitt hið mesta fram tak í samgöngumálum okkar. í Holt a Siðu — gamli og nýi bærinn. Siggeir Björnsson öðru lagi vil ég nefna það, að áríðandi er að upphleyptur veg ur komi sem fyrst yfir allt Eld hraunið. Eins og allir vita, verða gömlu traðirnar í hrauninu ófær- ar í fyrstu snjóum, en nýi vegar- spottinn er auður hvernig sem viðrar. Þetta er frekar auðunn- ið verk úr því jarðýturnar vinna á hrauninu. Það er verst hvað langt er að sækja ofaníburðinn. En næst þegar tekið verður til við þennan veg, verður líklega byrjað að austan og þá verður stutt og gengur greiðara að flytja rauðamölina úr Landbrotinu. — Eins og allir vita eru íslenzk ir vegir heimsfrægir fyrir króka og hlykki. Er það satt, sem ég hef heyrt, að það standi til að búa til beygjur á hraunveginn, sem getur þó legið eins og eitt blátt strik þvert yfir hraunið? — Já, það mun ákveðið að hafa veginn ekki alveg beinan. Mjög langir kaflar á vegi í til— breytingarlitlu landslagi eru taldir þreytandi í akstri og auka því slysahættu. Hvað kostar svona hús? Enda þótt hreppstjórinn í Holti sé önnur kafinn við verkstjórn, bæði í vegagerð á vorin og slátr- un á haustin, er búskapurinn 1 Holti þó aðalatvinnan. Árið 1955 kvnætist hann Mar- gréti Jónsdóttur, ættaðri úr Döl- um vestur. Hófu þau búskap 1 Holti í sambýli við foreldra hans og hefur svo haldizt síðan. 1 fyrra byggðu þau ungu hjónin sér nýtt hús fyrir vestan gamla bæinn. Það er bæði vistlegt og vandað, raflýst frá vatnsaflsstöð, sem Björn í Holti byggði fyrir löngu. Það er með miðstöð og öllum nútímaþægindum, vistlegt og vandað að öllu leyti, enda smíðað af einum hinna vand- virku völunda þessarar miklu hagleiksmannabyggðar — Skaft- árþings — Sveini Björnssyni á Fossi. Hann er einn hinna góð- kunnu Svínadalsbræðra. Yfir- smiður var Jón Valmundsson, Vík, sömu ættar. — Hvað kostar nú svona hús? spyr ég hréppstjóra um leið og ég virði fyrir mér hin nýju húsa- kynnl. — Ætli það verði ekki rúml. 300 þús. þegar allt er talið. Ann- ars eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá, svo að ég get ekki fullyrt það að svo stöddu. — Það þætti nú víst ekki hár byggingakostnaður í Reykjavík, þar sem allir fagmannataxtamir gilda. En er samt ekki erfitt að standa straum af þessu með al- mennum búskapartekium? — Það er það sjálfsagt fyrir alveg eignalausa lágtekjumenn. En á þetta hús fékkst 100 þús. kr. lán. Nú mun fást 150 þús. kr. úr Stofnlánasjóði landbúnað- arins. Svo kemur 40 þús. kr. framlag úr nýbýlasjóði. Það er óafturkræft. — Svo þú ert ekkert svart- sýnn? — Nei, síður en svo. Mér finnst landbúnaðurinn eigi held- ur ekki rétt á sér ef fólkið, sem stundar hann getur ekki veitt sér það að búa í húsakynnum sambæriiegum við það, sem gengur og gerist Við sjóinn. — Og heldurðu að hann geri það? Framhald á bls. 15,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.