Morgunblaðið - 21.02.1963, Qupperneq 20
20
MORGVNBLÁ9IB
Hmmtudagur 21. febrúar 1962
PATRICIA WENTWORTH:
MAUD SILVER
KFMUR I HEIMSÓKN
Hún gekk allt kring um húsið.
í>ar var ekkert gluggatjald dreg-
ið frá og enginn gluggi opinn.
Hún gekk að framdyrunum og
þrýsti á bjölluhnappinn. Enginn
svaraði né kom til dyra.
Frú Fallow fann sjálfa sig
taka upp vasaklútinn og þerra
hendur sínar. Það var heiðskírt
veður og kalt, en þaer voru vot-
ar af svita. Það var eins og
þögnin í húsinu síaðist út — eins
og — nei, hún vissi ekki, hverju
það var líkt, en það fyllti hana
óhug. Hún hringdi aftur og aft-
ur, en þegar það ekki dugði,
barði hún á hurðina, og það
hefði n^egt til að vekja dauðan
mann — að hennar eigin sögn.
En enginn vaknaði og enginn
kom. Hún tók því til fótanna og
hljóp yfir í Hvítakofa.
Hún var dauðskelfd á svipinn,
þegar Rietta Cray kom til dyra,
og' í næsta vetfangi var hún far-
in að gráta og sagðist vera
hrædd um, að eitthvað hefði
komið fyrir Katríu Wetby. Og
hvað ættu þær að gera í málinu.
Það var Rietta, sem stakk upp
ó að hringja í símann, en þegar
ekkert svar kom í hann, fóru
þau öll upp í Hliðhúsið, hún
sjálf, Fanuy og frú Fallow.
Það var Fancy, sem tók í Iæs-
inguna og fann, að dyrnar voru
ekki læstar. Samt var lykillinn
í skráargatinu að innan. Þau
gengu gegn um setustofuna og
sáu, að Ijós var þar á lampanum
og dregið fyrir gluggana. í birt-
unni af því sáu þau ijósa hárið
hennar Katrínar á einum sófa-
púðanum. Hún var í innislopp
og lá þarna í legubekknum, eins
og hún væri sofandi. En hún var
dáin.
45
XXXIX.
Bíll lögregiustjórans kom upp
að frámdyrunum hjg frú Voycey.
March hringdi bjöllunni og
spurði um ungfrú Silver, Og hon-
um var vísað inn í setustofuna,
þar sem hún og frú Voycey sátu
við arininn. Cecilia Voycey
sýndi af~ sér lofsverða tillits-
semi. Hún heilsaði honum með
handabandi, brosandi, en flutti
sig því næst, ásamt reyfaranum,
sem hún var að lesa, inn í borð-
stofuna. þegar dyrnar lokuðust
á eftir henni, sneri Randal
March sér að ungfrú Silver og
sagði:
— Ég geri ráð fyrir, að þú
hafir heyrt fréttirnar?
Hún var með prjónana í kjölt-
unni. Hun var nú búin með bol-
inn af peysunni handa henni
Jósefínu litlu en var að prjóna
vinstri ermina, og prjónaði því
með fjórum prjónum. Það small
í prjónunum er hún svaraði:
— Já, ég held nú það. Þetta
er afskaplega óhugnanlegt.
Hann skellti sér niður í stól-
inn, sem frú Voycey hafði setið
á.
— Auðvitað hafðirðu alveg
rétt fyrir þér. Eg veit ekki,
hvernig þú ferð að þessu. Ég
skal alveg játa, að ég var tor-
trygginn — ■ en nú höfum við
fengið vitnisburð frá símastúlk-
unni. Hún hlustaði á miðviku-
dagskvöldið og það, sem hún se.g-
ir, er þetta. Hann tók upp vél-
ritaða örk og tók að lesa upp-
hátt:
- „Ég var á vakt miðVikudags-
kvöld frá klukkan sjö. Það var
mjög rólegt, og fáar hringingar.
Klukkan þrjú kortér í átta
hringdi hr. Lessiter frá Melling-
húsinu, til að spyrja, hvort ég
gæti sagt honum heimilisfang hr.
Lessiter aftur og bað um númer
frú Welby, Og ég gaf honum
samband. Það hefur verið mikið
talað um hr. Lessiter í, Melling
Ég hlusta ekki venjulega, en nú
fannst mér ég skyldi gera það
og heyra, hvað hann hefði að
segja við konu eins og frú
Welby. ...“
Hann leit upp úr blaðinu og
sagði:
—• Við fengum þetta nú
ekki viðstöðulaust. Stúlkan var
hrædd. Það var rétt eins og eitt-
hvað lægi bak við þessar hlust-
anir hennar — einhrver óvild í
garð frú Welby. Veiztu nokkuð
sem gæti verið ástæða til þess?
Ungfrú Silver prjónaði í ró-
legheitum. Svo sagði hún: — Já.
Gladys Luker var áður eitthvað
að dingla við son frú Grover í
búðinni — það er ungi maður-
inn, sem ég sagði þér frá, sem
vinnur í skrifstofunni hjá hr.
Holderness. Hann hefur undan-
farið verið að viðra eitthvert vit-
leysislegt skot í frú Welby.
Hann hló. — Hvernig í ósköp-
unum geturðu þefað annað eins
og þetta uppi?
Hún gaf frá sér einn þurra
hóstann sinn. — Ráðskona vin-
konu minnar er föðursystir
Gladys Luker. Haltu áfram.
—• Já, nú komum við að kjarn-
anum.... Hvar var ég nú?....
Nú, hérna. „Mig langaði til að
heyra, hvernig hann talaði við
manneskju eins og frú Welby,
og hann byrjaði nú alveg eins
og við hr. Holderness: „Jæja,
Katrín, ég hef fundið þetta
minnisblað. Ég vissi, að það
myndi gleðja þig að heyra það.
Er það ekki?“. Ég vissi ekki, um
hvað þetta snerist, en það var
eins og hann væri dálítið ill-
kvittnislegur. Og frú Welby virt-
ist ekkert hrifin af því. Hún
sagði: „Hvað áttu við?“, og hann
svaraði: „Þú veizt víst mætavel,
hvað ég á við. Það stendur hér
svart á hvítu. Mamma hefur
aldrei gefið þér neitt af þessum
munum, heldur léði þér þá og
þeir eru mín eign. Ef þú hefur
selt þá, kæri ég þig.“ Frú Welby
sagði: „Það mundirðu aldrei
gera“, og hann svaraði: „Ekki
vildi ég ráða þér til að treysta
á það, Katrín mín. Ég á óupp-
gerða gamla reikninga — og ég
geri alltaf upp reikninga mína
Ég var rétt áðan að hringja til
hans Holderness gamla....“ Svo
heyrði ég ekki meira, af því að
þá kom önnur hringing. Klukk-
an tuttugu mínútur yfir átta
hringdi frú Welby til ungfrú
Cray. Ég man nú ekki allt, sem
hún sagði, en það snerist um
það, að Lessiter væri búinn að
finna minnisblaðið Og segði, að
þessi húsgögn og aðrir munir
hefðu bara verið að láni. Hún
vildi fá ungfrú Cray til að segja
hr. Lessiter, að móðir hans
hefði verið minnissljó, svo að
hún hefði ekki vitað, hvað hún
var að gera.. en það vildi ung-
frú Cray ekki. Frú Welby lagði
fast að henni, en ungfrú Cray lét
ekki undan. Frú Welby var orð-
in afskaplega æst og rétt í lok
samtalsins, sagði hún: „Jæja, ef
eitthvað kemur fyrir, er það- þér
að kenna. Ég er alveg frá mér“.
Og svo hringdi hún af.
Hann lagði blaðið frá sér.
— Þetta er allt eins og þú
hélzt, er það ekki? Og ef ég má
segja það, þá finnst mér þú hafa
gert ennþá betur — fléttað reipi
úr sandi — og það sterk reipi.
Mér finnst liggja Ijóst fyrir,
hvernig þetta hefur gengið til.
Katrín Welby gat ekki lengur
haldið þessum prettum sínum til
streitu, og hún mátti búast við
kæru. Lessiter var hefnigjarnt
illmenni og átti henni grátt að
gjalda. Þegar hún svo fann, að
hún gat ekki fengið Riettu til að
bera henni vitni, fór hún í Mell-
inghúsið til þess að biðja sér
sjálf vægðar. En þegar þangað
kom varð hún þess vör, að Less-
iter var þar ekki einn. Rietta
hafði farið skemmri leið og orð-
ið á undan henni. Hún gæti hafa
farið fram hjá Katrínu eða þá
Katrín framhjá henni og svo
beðið til að sjá, hver hefði verið
á eftir henni. Það gæti gert
grein fyrir fótsporunum í sý-
rennurunnunum. Við höfum
fundið skóna, sem þau eru eftir.
Það er enn á þeim ofurlítið af
leirnum, sem þarna er.
aiUtvarpiö
Fimmtudagur 21. febrúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni": sjómanna«
þáttur (Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig
ríður Thorlacius).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í frönsku
og þýzku.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna
(Margrét Gunnarsdóttir og
Valborg Böðvarsdóttir).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Af vettvangi dómsmálanna
(Hákon Guðmundsson hæsta
réttarritari).
20.20 Tónleikar: Flautukonsert 1
D-dúr eftir Telemann.
20.35 Talað mál og framsögn, fyrra
erindi (Haraldur Björnsson
leikari).
20.55 Organtónleikar: Fantasia
sacrae eftir Gunnar Thyre-
stam (Steingrímur Sigfússon
leikur á Dómkirkjuorgelið).
21.10 Á vetrarsiglingu með Gull-
fossi milli landa (Stefán.
Jónsson fréttamaður sér um.
dagskrána.)
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar (10).
22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið*
eftir Fred Hoyle, IX. (Örn-
ólfur Thorlacius).
22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árna
son).
23.10 Dagskrárlok.
Föstudagur 22. febrúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í esper-
anto og spænsku.
18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan":
Guðmundur M. Þorláksson
talar um meistara Jón Vida-
lín.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Erindi: Kvikmyndir og kvik*
myndaeftirlit (Högni Egils-
son blaðamaður).
20.25 Píanómúsik: Sergej Proko-
jeff leikur eigin tónsmíðar.
20.35 í ljóði, — þáttur í umsjá Bald
urs Pálmasonar. Herdís Þor-
valdsdóttir les ljóð eftir Stef-
án frá Hvítadal og Andréa
Björnsson ljóð eftir Daví8
Stefánsson frá Fagraskógi.
21.00 Mozarttónleikar Sinfóníu*
hljómsveitar íslands í Há«
skólabíói, fyrri hluti. Stjórn-
andi: Gustav König. Ein*
söngvari: Irmgard Seefried.
Einleikari á fiðlu: Wolfgang
Schneiderhan.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. •
22.10 Passíusálmar (11). \
22.20 Efst á baugi (Tómas Karls*
son og Björgvin Guðmunds*
son).
22.50 Á síðkvöldi: Létt-klassisk
tónlist. a) Sænski barnakór*
inn syngur I Saint Chapell#
í París lög eftir Handel, Pal*
estrina, Söderman, Thyre*
stam o.fl., Erik Algárd stjórn
ar. b) Lúðrasveitin Svanur
leikur undir stjórn Jóns G,
Þórarinssonar,
23.25 Dagskrárlok.
ALLIAF FJÖLGAR YOLKSWAGEN
V O R I Ð
N Á L G A S T
Eruð þér farin að hugsa
til sumarferða?
Er það þá ekki einmitt
VOLKSWAGEN
sem leysir vandann?
PANTIÐ
TÍMANLEGA
VOLKSWAGEN
er 5 manna bíll
VOLKSWAGEN
kostar aðeins
kr. 121.525,00.
VOLKSWAGEN
er fjölskyldubill
VOLKSWAGEN
er vandaður og sígildur.
VOLKSWAGEN
er örugg fjárfesting.
VOLKSWAGEN
hentar vel íslenzkum
vegum og veðráttu.
VOLKSWAGEN
er með nýju hitunar-
kerfi.
VOLKSWAGEN
er þvi eítirsóttasti bíllinn.
VOLKSWAGEN ER EINMITT
FRAMLEIDDUR FYRIR YÐUR
HEiLDVERZLUNIN HEKLA H F
Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275.
KALLI KUREKI
-X ~ i<
Teiknari: Fred Harman
— Hvað er þetta?
— Þetta er lásbogi, en það vantar
á hann nýjan streng.
Af hverju hefurðu strenginn
svona digran?
— Þetta er kanínuskinn og með
þessu vopni má drepa vísund.
— Ég skal finna eitthvert skotmark.
— Við skulum reyna bogann.