Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 21. febrúar 1965
tv6 körfuskot fyrir hverja villu
og það sagði nú til sín. Síðustu
fimm mínúturnar voru dæmd 7
víti á lið ÍR sem skilaði KR-i'ng
um 9 stigum, og einn leikmaður
ÍR var rekinn af velli með 5
víti. Þegar tæp mínúta var eft-
ir af leiknum skildi eitt stig
milli liðanna, en ÍR bætti þá
einni körfu við. Síðasta sókn KR
mistókst, ÍR fékk knöttinn, þeg
ar 20 ^ekúndur voru eftir af
leik og töfðu leikinn til leiks-
loka og tryggðu sér þannig sigur
(57—54).
Þetta er tvímælalaust ein-
hver erfiðasti leikur, sem ÍR
liðið hefur um langan tíma leik
ið gegn íslenzku liði. Aðeins
stuttan tíma í byrjun seinni hálf
leiks tókst þeim að beita leiftur
sóknum sínum. Ef til vill má
einnig segja að liðið hafi leikið
óþarflega grófan varnarleik,
enda þótt það verði að viður-
kenna, að skotmenn KR séu erf
iðir viðfangs og hafi gert sitt til
að víti yrðu.
Leikir þessir gefa mönnum
fyllilega ástæðu til að ætla, að
mótið verði tvísýnna, en fram
til þessa hefur virzt.
Forseti á hlaupum
Þessa skemmtilegu mynd birti þýzkt blað af Finnlandsforseta
Uhro Kekkonen. Hrósar blðið honum fyrir íþróttaáliuga og
segir hann enn hafa gaman af að vera með gömlum íþrótta-
félögum og bregða sér í boðhlaup eða smásprett.
Tvlsýnir leikir i körfuknattleiksmót-
inu að Hálogalandi i gærkvöldi
SUNNUDAGINN 17. febrúar fór
fram námskeið fyrir knatt-
spyrnuþjálfara I. og II. deildar-
félaganna á vegum Tækninefnd-
ar Knattspyrnusambands íslands.
Námskeiðið sóttu því nær allir
starfandi þjálfarar félaganna og
að auki nokkrir, sem ekki eru
í starfi eins og stendur, eða alls
18.
Námskeiðið, sem haldið var í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
var mjög vel heppnað að öllu
leyti. Efni námskeiðsins var ein-
ungis helgað úthaldsþjálfun, en
það er sá þáttur þjálfunar knatt- |
spyrnumanna, sem efst er á
baugi þessar vikurnar. Þetta
virtist falla í mjög góðan jarð-
veg hjá þjálfurunum, sem sýndu
ntékinn áhuga.
Karl Guðmundsson, formaður
Tækninefndar K.S.Í. setti nám-
skeiðið með ræðu og bauð þátt-
takendur velkomna. Lýsti hann
tilhögun námskeiðsins oig fór yfir
dagskrána í stuttu máli.
Þá ávarpaði Björgvin Schram,
formaður Knattspyrnusambands-
ins 'þátttakendur. Hann minnti
á m.a. hversu mikið knattspyrnu
íþróttin á undir góðu starfi þjálf
aranna — framfarir og hæfni
knattspyrnumanna byggðist að
Ragnar Guðmundsson Á. sem
sigraði í hástökki án atrennu
(1,35 m). Jón Þorgeirsson ÍR.
sem sigraði í langstökki án
atr. (2,92), Sigurður Hjörleifs
son HSH, sem sigraði í þrí-
stökki án atr. stökk 8,91 m
sem er nýtt sveinamet, og
sem er nýtt sveinamet, og Er-
lendur Valdimarsson ÍR. sem
sigraði í hástökki með atr.
1,65 m og átti gamla sveina-
metið í þrístökki en varð nú
1 sm á eftir Sigurði. — Ljósm.
Magnús Oddsson.
verulegu leyti á hæfni þeirra og
feunnáttu. Björgvin óskaði að
lokium öllum þjálfuruinum góðs
ánangurs í starfi á komandi þjálf-
unar og keppnistímabili.
Reynir Karlsson íþróttakenn-
ari, flutti ágætt erindi um þjálf-
un alroennt og gerði grein fyr-
ir nokkrum atriðum, sem þjálf-
urum ber að hafa i huga við
staxí sitt að þrekþjálfun knatt-
spyrnumamna.
Karl Guðmundsson formaður
Tækninefndar sýndi því næst
ýmsar þjálfunaraðferðir í lei'k-
fimisal, með aðstoð -þeirra Árna
Njálssonar og Reynis Karlsson-
ar sem ásamt Karli skipa Tækni-
nefnd K.S.Í., voru teknar fyrir
upphitunaræfingar — stöðva-
'þjiálf uinarkerf i (Circut-training )
og skorpulþjálfun (interval-train-
ing). Emnfremur voru sýndar
nokkrar prófraunir, er gefa til
kynna hvert þj álf unarástatnd
leikmanna er. Var tilgangur þesa
ara þjálfunaraðferða og staða
þeirra innan ramma heildarþjálf-
unarskipulagsins skýrð jafn óð-
uð og þær voru teknar fyrir.
Þátttakendur námskeiðsins létu
í Ijós mikla ánægju yfir þessu
námskeiði, sem færði þeim ótal
nýjungar í þjál i funaraðferðum,
enda fylgist Karl Guðmundsson
af miklum áhuga með öllu því
sem gerist í þessari grein, með
því að fá send til sín öll helztu
fræðslurit og bækur, sem út
koma, með fróðleik og nýjung-
um um þjáifun knattspyrnu-
manna.
Annað námskeið verður hald-
ið bráðlega á vegum Unglimga-
nefndar og Tækninefndar K.S.f.
fyrir (knattspymuþjálfara yngrj
knattspyrniumanna. Verður nám-
Skeiðið auglýst bráðlega og eru
alllir ungiingaþjálfanar hvattir
til að sækja námskeiðið.
í GÆRKVÖLDI var íslandsmót-
inu í körfuknattleik haldið á<-
fram að Hálogalandi og leiknir
tveir leikir í meistaraflokki, sá
fyrri milli Ármanns og ÍS, en
sá seinni milli ÍR og KR.
ÍS sýndi nú sinn langbezta
Xeik í þessu móti og ógnuðu um
tíma Ármenningum mjög. Varn-
arleikur þeirra var góður, en
sóknina byggðu þeir að mestu á
lamgskotum, enda tilgangslitið
fyi-ir lið með ekki meiri hæð, að
leggja í náv.'gi undir körfu.
Lið Ármanns átti nokkuð góða
kafla, en varð óöruggt og hafði
lítil tök á leiknum, þegar stú-
dentar sýndu mótspyrnu. Liðið
lék all ruddalega, þegar það sá
sér ógnað, og sviptingar um bolt-
ann meðan þess var beðið, að dóm
arinn dæmdi uppkast, var nokk-
uð einkennandi fyrir leikinn í
heild.
Leikurinn endaði með sigri Ár-
menninga 51:44, en um tíma í
fyrri hálfleik var staðan 24:10,
Cnssius Clny
sigrnður n
stigum
HNEFALEIKAKAPPINN
frægi Casslus Clay var á
þriðjudaginn „sigraður" á
stigum og það var lögregl-
an í Kentucky sem vann
þann „sigur“.
Lögreglan heimsótti Clay
og tók af lionum ökuleyfið,
þar sem Clay hafði fyllt sinn
„hegningar-stiga-kvóta".
Þau lög gilda í Kentucky að
bílstjóri sem brýtur smá-
vægilega af sér fær vissan
fjölda hegningar-stiga og
þegar hann með mörgum
smábrotum hefur hlotið
vissaii fjölda stiga missi
hann ökuleyfið.
MOLAR
en síðan skoruðu stúdentar 8 stig
án þess að Ármenningar svöruðu.
Fyrri hólfleik lauk 31:22. Þegar
fimm mínútur voru liðnar af
seinni hálfleik var staðan 31:28
og færðist þá mikil spenna í áhorf
endur, en skömmu síðar stóð
leikurinn 47:37.
Leikur ÍR og KR var ekki síð-
ur skemmtilegur, og má vafa-
laust þakka það því, hversu vel
leikurinn var dæmdur, en dómar-
ar voru Guðjón Magnússon og
Björn Arnórsson.
í fyrri hálfleik hafði ÍR ávallt
nokkuð forskot, leikurinn var
heldur hægur og KR lagði sig
í framkróka um að veiða víti
á andstæðingana. Agnari Frið-
rikssyni var veitt áminning fyrir
leiktafir, sem liðinu hefur verið
hætt við að beita, og flestir leik-
•menn ÍR höfðu 2 og 3 víti, en
KR fór ekki heldur varhluta af
þeim. Fyrri hálfleik lauk síðan
25:16.
í seinni hálfleik stóð í þófi
framan af unz ÍR-ingar tóku
mikinn sprett, sem skilaði þeim
20 stiga forskoti, (51:31). Þá var
almennt talið að leikurinn' yrði
auðunninn fyrir ÍR, en KR sótti
í sig veðrið, og þegar fimm mínút
ur voru eftir hafði bilið mjókk-
að niður í 12 stig (53:41).
Þegar fimm mínútur eru eftir
til leiksloka er farið að gefa
Nikulo „íþróttu-
muður Norður-
lundu“
NORRÆNIR íþróttafréttamenn
hafa kjörið íþróttamann Norður-
landa. Fyrir valinu varð heims-
meistarinn í stangarstökki Finn-
inn Pennti Nikula.
Það er sérstakt ráð tilnefnt af
einstökum samböndum íþrótta-
fréttamanna á Norðurlöndum
sem á að kjósa íþróttamann Norð
urlanda og var sú tilhögun sam-
þykkt eftir umræður á fundi
norrænna íþróttafréttamanna í
Reykjavík s.l. sumar.
Jg EKKERT verður af fyrirhug-
uðum landsleik milli Skota
og Norðmanna í knattspyrnu.
Leikurinn var ákveðinn 5. maí í
Osló. Skotar geta ekki sent lið
sitt vegna tafanna sem orðið hafa
á framkvæmd deiidakeppninnar
i Skotalandi vegna veðra.
m BREZKA knattspyrnusam-
bandið hefur enn framlengt
keppnistimabilið í ár — nú til
sunnudagsins 26. maí. Áætlað er
að úrslitaleikur bikarkeppninnar
verði 25. maí. Af þeirri ákvörðun
leiðir að úrslitaleikur bikar-
keppni Evrópu verður 22. maí
á Wembley.
m ÞAÐ verður hiti í leik Eng-
lendinga og Frakka í knatt-
spymu 27. febr. n.k. Frakkar
stilla upp öllum sinum beztu at-
vinnumönnum — og aflýstu
„verkfalli" til að geta gert svo.
Það er kalt milli Breta og Frakka
út af efnahagsbandalaginu um
þessar mundir — og kalda stríðið
nær sennilega inn á knattspyrnu
völlinn.
ÞESSIR ungu piltar sköruðu
fram úr á Sveinameistaramóti
Islands í frjálsum íþróttum
innanhúss, en mótið var hald
ið á Akranesi um s.l. helgi
og sótt af Jtl keppendum frá
6 íþróttafélögum. Er það ó-
venjugóð þátttaka.
Piltarair á myndinni eru
ÍÞRdTTAFRÉTTIR MflHGU
* _ *
IR og Armann áttu
f vök aö verjast
Knattspyrnuþjálfarar fjölmenniu
á námskeið í úthaidsþjálfun