Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 24

Morgunblaðið - 21.02.1963, Page 24
sparið og i^notið Sparrm Vaiidlátir velja 43. tbl. — Fimmtudagur 21. febrúar 1963 Skvettu sýru framan í Brenndist i anúliti og missti sjón að mestu um tíma 1 GÆR hringdi kona til rann- sóknaríögreglunnar og skýrði frá því að fjórir drengir hefðu spraut að eða skvett einhverjum vökva, líklega sýru, í andlit sonar henn ar í fyrradag með þeim afleiðing um að drengurinn brenndist í framan og augu hans skemmd- ust. Drengurinn. sem er 14 ára, var að leik á Gnoðarvogi, þar sem hann á heima. Undu sér þá að honum fjórir eldri strákar. Yoru þeir með eitthvað í höndunum og sprautuðu eða skvettu ein- hverjum vökva í andlit drengs ins. Var hann þegar fluttur í slysavarðstofuna. Hafði hann brennzt af vökvanum og auk þess hafði vökvi þessi lent í sjá aldri drengsins. Skemmdist það með þeim afleiðingum að dreng urinn sá lítið um kvöldið en var farinn að lagast í gærmorgun. Viðgerð á TF-SIF lokið VIÐGERD lauk í gær á land- helgisgæzl uf luigvélinni TF- SIF, sem laskaðisit í janúar, þegiar ekið vatr á hana á Fteykjavíkurflugvelli. Hefur viðgerðin staðið yfir síðan 15. janúar. Flugvélin fer í reynslu flaig í dag. Ekki þekkti drengurinn stráka þá. sem að þessu óþokkabragði voru valdir né gat lýst þeim, en þeir, sem eimhver deilj^ vita á máli þessu eru beðnir að hafa tafarlaust samband við rann- sóknarlögregluna. Ekki er vitað hváða vökvi það var, sem sprautað var f-aman í drenginn, en líklega hefur það verið einhver sýrutegund. Má öllum ljóst vera hver hætta get ur stafað af þessu tiltæki strák- Viröist lítil ástæða til að bdlusetja, nema vissa hópa, segir borgarSæknir MBL. átti í gær tal við borgar- lækni vegna influenzunnar, sem er að stinga sér niður og spurði sérstaklega um hugsanlega bólu- setningu. Sagði hann að strax og fréttist um að influenza fyrir vest ■> ■ Stjórnarkosning smiðafélagi Reykjavikur um næstu helgi Listi lýðræðissinna er B listinn STJÓRNARKOSNING fer fram í Trésmiðafélagi Reykjavíkur um næstu helgi. Kosið verður í skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8 og hefst kosningin á laugardag kl. 2 og stendur til kl. 10 síðd. — Á sunnudag verður kosið frá 10 til 12 árd. og frá 1 til 10 síðd. og er þá kosningunni lokið. Tveir listar eru í kjöri: B-Iisti, sem skipaður er lýðræðissinnum og borinn fram af þeim og A-listi sem „Þjóðviljinn“ kallar lista „vinstri manna", en er nær ein- vörðungu skipaður kommúnist- um. — B-listinn er þannig skipaður. Aðalstjórn: Þorleifur Sigurðsson, form., Ólafur Ólafsson, vara- form., Magnús Þorvaldsson, rit- ari, Kristinn Magnússon, vararit- ari og Haraldur Sumarliðason, gjaldkeri. —• Varastjórn: Kári Ingvarsson, Jóhann Walderhaug og Jónas G. Sigurðsson. an væri orðin að faraldri hefði verið pantað bóluefni gegn öll- um tegundum influenzu og sér- staklega gegn þeirri, sem um ræðir, og væri það bóluefni á leiðinni frá Ameríku. Sem betur færi virtist þð ekki, skv. þeim upplýsingum er fyrir lægju, ástæða til að bólusetja gegn veikinni nema þá sem sér- staklega eru veikir fyrir og e.t.v. vissa starfshópa svo sem lækna, hjúkrunarlið, slökkvilið og aðra sem sízt mætti missa frá vinnu. Því influenzan virðist væg og fólk komizt á fætur eftir 2—3 daga. Auk þess fæst ónæmi ekki fyrr en eftir nokkra daga eftir bólu- setningu. Þó væri ástæða til að hvetja fólk til að fara í rúmið, ef það kennir lasleika, því það er bæði því sjálfu til góðs og kemur í veg fyrir ónauðsynlega smitun út á við, að fana efcki á fætur fyrr e,n fólki er alveg batnað. Máltundanámskeið BYRJAR kl. 8,30 í Valhölll í kvöld — Leiðbeinendur Guðm. H. Garðarsson og Þór Vilhjálms- son. Upplýsingar í síma 17102. Stjórn Heimdallar. Bólusetti skipshafnir Mbl. er kunnugt um að síðast þegar Asíu-influenzan gekk hér, árið 1957, þá fékk Baldur John- sen læknir í Vestmannaeyjum bóluefni frá Englandi og bólusetti skipshafnir sumra bátanna, og gafst það mjög vel, og stöðvuðust ekki þeir bátar vegna veikinda á skipshöfnum. Er fréttamaður minntist á þetta við borgarlækni, sagði hann að vel væri hugsanlegt að viss fyrir- tæki, eins og eigendur báta, sæju hag sinn í að bólusetja starfs- menn sína og vildu kosta til þess. (Ljósir.. OI..K. M.). Eldur í vlí Vísundi SLÖKKVILIDID var kvatt fimon sinnum út í gær. Fyrir hádegi var beðið um aðstoð inn að Ár- múla 3, vegna elds í tjörupotti. Sá eldiur var fljótlega slökktur og mun ekki hafa orðið neitit tjón af honum nema á tjörunni. Þá kviknaði í undirvagni olíu- tankbíLs inni á Kleppsmýrarvegi, en eldurinn ha.fði verið slökkt- ur, er liðið kom á vettvang. Eftár hádegi var slökkviliðið fyrst kvatt upp á Njálsgötu vegna missikilnings, en siðan inn á Gelgjutanga. Þar liggur v'b Vis- tmdur, elzti vélbátur landsins, 88 ára gamall, og er verið að gera við hann. Hafði kviknað í olíu umhverfis vélina út frá log- suðu. Slökkviliðið réði niðurlög- um eldsins, og munu skemmdir ekki hafa orðið miklar. Að lokum var liðið kvatt að Skólavörðustíg 6 B, þar sem böm höfðu kveikt í rusli. Sá eldur var fljótt slökktur. Reynt að stimpia ís'. sjómann njósnara Góð ve/ð/ i þos'skanóf, en varla varanleg VB. ELDBORG GK 13, sem gerð er út frá Hafnarfirði, hefur afl- að ágætlega í þorskanót nú í vikunni. Mbl. átti í gær tal við skipstjórann, Gunnar Hermanns son. Sagði hann, að fyrsta dag- inn, sem þeir fóru út með nót- ina, þ. e. á mánudag, hefðu feng- izt í hana 18 tonn, en 2VA tonn á þriðjudag. Aflinn fékkst und an Reykjanesi og norður undir Stafnes. Þetta er mjög stór þorsk ur, og kvað Gunnar sjaldgæft, að jafnstór þorskur veiddist. T. d. væri hann mun stærri en sá, sem fengist í net. Lítill afli hafði fengizt í gær, þegar Mbl. talaði við Gunnar, ekki nema 3—4 tonn, enda taldi hann, að þessar veiðar yrðu ekki varanlegar. Þorskurinn hefði ver ið í loðnutorfum uppi í sjó. Nokkrir bátar aðrir hafa róið með þorskanót, svo sem Skírnir frá Akranesi, sem fékk 15 tonn á þriðjudag á sömu slóðum, suð- ur í Hafnarsjó og á Jafnarleir. Höfrungur II er bæði með þorska nót og síldarnót, og Ársæll Sig- urðsson GK 80 með þorskanót. Menn á öðrum bátum munu hafa hug á að reyna að fara með þorskanót á veiðar. f ÞÝZKA blaðinu „Hamburger Morgenpost“ 13. febrúar sl. er látið að því liggja, að íslenzkur sjómaður hafi gert tilraun til verksmiðjunjósna í Cuxhaven. Samkv. upplýsingum, sem Mbl. hefur aflað sér, mun þó engin hæfa í þessu. 1 frétt blaðsins segir, að sjó- maður á nafngreindum íslenzk- um togara hafi stofnað lífi sínu í hættu, þegar hann brauzt inn í skrifstofu fiskiðnaðarfyrirtæk- isins Hussmann & Hahn í Cux- haven. Hafi hann klifrað að næt- urþeli eftir tíu metra háu þaki og múrbrún að glugga á skrif- stofu verkfræðings fyrirtækis- ins. Þar hafi hann haldið sér með annarri hendi í gluggasylluna, en með hinni mölvað rúðuna. Hafi hann skriðið inn og haft á braut með sér athugasemdabækur, teikningar og skrár um ýmislegt varðandi fyrirtækið. Blaðið segir, að ekki sé upp- lýst hvers vegna sjómaðurinn hafi nokkru eftir þennan verkn- að skýrt stýrimanni skips síns frá þessu, en hann hafi aftur til- kynnt lögreglunni. Við yfirheyrsl ur gat sjómaðurinn ekki gefið neina skýringu á „hinu háska- lega klifurferðalagi sínu“. Hann gat heldur ekki skýrt, hvers vegna hann skildi eftir fé og verðmæti, en hirti skjölin. Að yfirheyrslum loknum sleppti rannsóknarlögreglan sjó- manninum, sem sigldi síðan á- Framhald á bls. 23 14500 tn síldar GÓÐ síldveiði var aðfaranó'tJt miðvikuidags utarlega á Síðu- grunn^, miLli Skaftáirdjúps og Skeiðarárdjúps. Fengju 14 bát- ar þar alls upp undir 14.500 tunn. ur. Lóðað var á mjög miikið sildarmaign. Á miðvikudag bár- ust um 9 þús. tunmur til Eyja* Gott veiðiútlit var talið þar um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.