Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 1

Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 1
II Laugard. 23. marz 7963 HUGSJONIR SKÚGRÆKTARMANNA RÆTAST MORGUNBL. hefur leitað til Hákonar Bjarnasonar, skógrækt arstjóra, og beðið hann að skýra blaðinu frá því, hver áhrif tíðarfarið í átr hafi á skógrækt í landinu, og frá skógrækt al- mennt. Honum fórust orð á þessa leið: -— Fyrir skógartré okkar,greni, furu, og fleiri, hefur þetta á- gæta veðurfar ekkert að segja, því að þau fa-ra ekki að hreyfa Sig, fyrr en eftir vetrardvalann. þeim er óhætt enn í hálfan mán- uð, þar sem þau fara ekki að springa út fyrr en í aprílmánuði, þótt veður séu hlý. Sprettutími þeirra hefst svo ekki, fyrr en í xnaímánuði. — Komi kuldakafli, sem varla fer hjá, þá skiptir það trlén engu máli. Öðru máli gildir um ýmsar runnategundir, sem flutt- ar hafa verið inn frá suðlægari stöðum. — Við höfum gætt þess mjög vel í rúman aldarfjórðung að flytja ekki inn trjáfræ til skóg- ræktar nema frá stöðum, þar sem loftslag er .svipað og hér. 4 — Veturinn í fyrra var þannig, að alllangpr hlýindatími var í febrúar og fram yfir 20. marz. í>á komu mikil frost og hörð allt í einu. Ollu þau því meðal ann- ars, að sortulyng, krækilyng og beitilyng varð víða rauðbrúnt af kali. Samtímis urðu geysilegar kalskemmdir í túnum víðs veg- ar um land. bótt undarlegt megi virðast í augum þeirra, sem ekki þekkja til, voru vanhöld í gróðr- arstöðvum Skógræktar ríkisins ákaflega lítil. — Það voraði seint, klaki fór ekki úr jörð um land allt, fyrr en í kringum 1. júní. Sumarið var kalt um allt landið. Vöxtur ungra trjáa var lítið eitt undir meðallagi, en fyllilega í meðal- lagi á eldri trjám, sem komin voru af barnsaldri. Ekki veit ég betur, en flest önnur rækt hafi beðið hnekki í fyrrasumar. 4 landið vera heimskautaland, eða því sem næst. Nú vitum við, að gróður skilyrðum hér svipar til þeirra ,sem eru á suðurströnd Alaska og í norðurhérðum Nor- egs. Landið er lítið eitt betra en menn héldu. — Hins vegar er rétt að taka það framj að þótt vanmat á kost- um landsins sé slæmt, er þó of- matið sýnu verra. — betta sýnir, hve mikils er um vert að vanda frævalið þegar fengizt er við ræktun á Íslandi. — Eins og kunnugt er, höfum við aðallega sótt fræ til suður- strandar Alaska og vesturstrand- ®r Noregs, frá Nordlandi og norð ur eftir. Þegar trén hafa vaxið upp á íslandi, hefur komið ljós, að þau fara ekki að spretta og laufgast, fyrr en á sama tíma og hinn innlendi trjágróður okk ar, — birki og reynir. Kal skemmdir eru nærri því óþekkt- ar. Fyrir kemur vindslit af næð ingum, en ekki meira en sést alis annars staðar. 4 .— Þessd innflutningur hefur fært okkur heim sanninn um það, að hinar gomlu skoðanir manna um gróðurskilyrði ís- lands voru rangar. Menn töldu — Önnur ástæða, sem sannar okkur, að þessi tré muni eiga hér heima í framtíðinni, er sú að mikið af þeim er farið að bera þroskuð fræ. Við-eigum sex tegundir íslenzkra barrtrjáa; blá greni, stikagreni, lerki, stafafuru, broddfuru og fjallafuru. Að öil- um líkindum hafa rauðgreni og hvítgreni einnig borið hér þrosk uð fræ, þótt okkur hafi ekki tekizt að handsama þau. Þegar trén bera fræ á nokkurra ára fresti, eins og þeim er eðlilegt, þá leggja þau landið undir sig, ef þau fá frið til þess. -— Helztu vandamál við vöxt barrtrjáa hér eru þau, að mönn- Um tekst ekki alltaf nógu vel að koma þeim á legg, vegna þess að ekki er nægilega vandað til gróðursetningar, og fyrstu árin eru ákaflega erfið fyrir ungvið- ið, meðan það er að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Tvennt má og nefna til. Annað er það, að mikill skortur er á köfnunar- efni og fosfór í íslenzkri útjörð, sakir langvarandi notkunar. Hitt er hörð samkeppni við annan gróður, einkum grösin. — Tilgangurinn með skógrækt inni er skilyrðislaust sá að rækta timburskóg í landinu. Samtímis því að fást ýmis gæði fyrir ekk- ert, svo sem skjólverkanir, betri vatnsnitðlun og almenn jarðvegs vernd. 4 — Ég vil að lokum minna á orð Valtýs Stefánssonar, sem hann sagði á aðalfundi Skóg- ræktarfélags íslands fyrir ein- um tíu árum. Hann 'sagði það vera synd að láta sólina skína á íslandi á hverju sumri og fá ekki annan gróður upp úr mold- inni en grös, sem koðnuðu niður og yrðu að sinu á hverju hausti til lítils eða einskis gagns. Hitt væri nær að nýta sólarorkuna betur, safna henni saman, m.eð því að láta hana skína á lauf og barr trjáa, sem ykju við vöxt sinn á hverju ári og yrðu þannig að fjársjóðum, er nota mætti um alla framtíð. Myndin er tekin i gróðrarstöð Skógræktar ríkisins í Fossvogi sl. miðvikudag. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). ♦ *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.