Morgunblaðið - 23.03.1963, Síða 4

Morgunblaðið - 23.03.1963, Síða 4
7 MORCIIISBT. 4ÐIÐ Laugaradagur 23. marz 1963 Lúðvík Jóaisson: Hugleiðingar um fjárrækt ir voru, keppikefli í sveitum landsins. Þar voru góð beitar- lönd fyrir hendi og fullorðið fé létt á fóðrum á veturna. Á slík- um jörðum Voru fjárbú jafnan rekin með ágætum. En nú eru gömlu beitarhúsin að leggjast niður og fjárhúsin hafa risið af grunni heima við sveitabýlin, en þar er venjulega skortur á góðum bithögum á vetrum. Úr því er hægt að bæta með litlum fyrirvara. Ræktun beitilands við túnfótinn Megin þorri íslenzkra sveita-1 baeja eru þanni-g settir, að við | túnfótinn eru grasmóar og mýr- lendi, sem með áburði einum saman er hægt að rækta upp á skömmum tíma, til hagnýtingar fyrir ærnar á veturna. Að vísu þarf að girða slíka bithaga og ræsa fram, ef með þarf, til að hafa þeirra full not. En heildar kostnaðurinn við þær fram- kvæmdir mundi verða mjög lít- ill, samanborið við það gagn, er þær geta gefið í aðra hönd, til reksturs ærbúanna í framtíðinni. Með góðri vetrarbeit er hægt að spara innifóður ánna að mikl- um mun, enda þótt kjarnmikla töðu þurfi að gefa með beitinni, eins og þurfa þykir hverju sinni, og ef til vill fóðurbæti að auki seinni hluta vetrar, þegar beitin er með dýrasta móti og nauðsyn ber til að bæta upp fóður ánna, sökum fóstursþróunar og mjólk- urframleiðslu eftir burðinn, í samræmi við vorgróður. Afurðargetu ánna er hægt að nýta að fullu, þótt þeim sé beitt á góða bithaga að vetrarlagi, þegar þess er gætt, að fóðra með beitinni, eins og þörf gerist hverju sinni. En heilbrigði ánna og harðgervi verður betur tryggð með útiverunni en í langri inni- stöðu, og það útaf fyrir sig hef- ur mikið að segja fyrir ærbúin, þegar allt kemur til alls. fslenzkur landbúnaður hefur við ýmsa örðugleika að etja, hvað veðurfar snertir og ræktun nytjajurta í þágu alþjóðar. En sökum þess hvað landið er stað- sett norðarlega á hnettinum, má öruggt telja, að innanlands gras- gróður sé kostameira fóður en annars staðar á Norðurlöndum. Þessi náttúrugæði landsins eiga íslenzkir bændur að notfæra sér út í yztu æsar. !>vi vitað er, að kjarngóð beitilönd og hey eru veigamikil lyftistong fyrir kvik- fjárrækt hvers lands. Og sem eitt dæmi um fullkomna nýt- ingu á gróðurfari landsins mætti nefna, að þegar gömul tún, gras- móar o. fl. gróðurlönd eru brot- in til nýræktar, ætti að fram- kvæma jarðvinnsluna á þann hátt, að hinn kjammikli gróður tapaðist ekki meir en hjá verði komizt, og uppgræðslu frá hon- um að nýju verði gerð auðveld og geti átt sér stað, áður en út- lendur gróður, sem til hefur verið sáð, deyr út í nýræktinni, fyrr eða síðar, að einstökum af- brigðum undanskildum. Að lokum skal tekið fram, að mjög aðkallandi er að flýta und- irbúningi að innanlands gras- frærækt, eins og hægt er, og koma því máli í viðunandi horf, fyrst og fremst til hagsbóta fyrir íslenzka túnrækt. Lúðvík Jónsson. Viðskiptasamnmgur við Sviþjóð fratnlengdur - Frá Stokkhólmi Framhald af bls. 3. Hún ímyndar sér að hún sé frjáls þann dag sem hún held- ur á brott til annars lands. Nýjasta mynd Ingmars Berg mans, Altarisgangan (Natt- vardsgasterna) hefur fengið frekar kuldalegar viðtökur. Myndin fjallar um baráttu ungs prests við efann. Hann finnur þögn guðs allsstaðar. Guð er óendanlega fjarri. Presturinn er kvefaður og þreyttur og getur enga hugg- un veitt þeim fáu sálum sem leita til hans með vandamál sín. Einn þeirra, Jónas (Max von Sydow) hefur fengið þá flugu í höfuðið að Kínverjar muni efna til kjarnorkustyrj- aldar svo fljótt og þeir fái um ráð yfir þessum vopnum. Hann leitar í örvæntingu sinni til prestsins en það verður að- eins til þess að ýfa upp sár guðsmannsins og fá Jónas sjálfan til að sökkva æ dýpra. Presturinn (Gunnar Björn- strand) segir honum rauna- sögu sína. Það sem honum þótt vænst um í lífinu og trúði mest á, eiginkona hans, er látin og nú efast hann um sína eigin köllun. Allt er tómt, þögult og fullt af annarleg- um kulda. Jónas hverfur af fundi hins syrgjandi prests daprari en nokkru sinni fyrr, nær sér í riffil og bindur endi á þjáningar sínar. Prest- urinn er einn eftir ásamt kennslukonu þorpsins (Ingrid Thulin) sem elskar hann og dáir en getur ekki unnið hug hans, því hann er alltaf stadd- ur í löngum fjarska. Samt hanga þau einhvernveginn saman og hún fylgir hon- um hvert sem hann fer. í lok myndarinnar þegar efnt er til nýrrar messu er hún eini kirkjugesturinn, aðrir í kirkjunni eru fullur organleikari og djákninn sem hefur komizt að þeirri niður- stöðu eftir langa umhugsun að sárasta kvöl Krists átti sér ekki stað á krossinum heldur fyrir krossfestinguna þegar þegar hann komst að raun um hvað hann var einn, að eng inn skildi hann, ekki einu sinni lærisveinarnir fundu hvað í vændum var. Og sá tryggasti þeirra var fljótur að afneita honum þegar á reyndi. Myndinni lýkur á því að prest urinn ákveður að halda guðs- þjónustu þrátt fyrir það að enginn er mættur og hann er sjálfur veikur og særður. Hann gengur fram og lofar dýrð guðs. í þessari mynd hefur Ing- mar Bergman að mínu áliti fært sig skör nær því djarfasta og miskunnarlausasta í nú- tíma kvikmyndagerð. Hann verður alltaf misskilinn í Sví- þjóð eins og Srindberg og fleiri snillingar þessarar þjóð- ar. Hann stefnir að meiri ein- faldleik en fyrrum. Við finn- um ekki sama hugmyndaflug ið og dularmagnið sem bjó í mynd eins og Sjöunda innsigl inu. En við hljótum að gleðj- ast yfir því að Bergman er á leið út úr miðaldamyrkrinu. Það er kannski ekki neinn ljósari heimur sem tekur við, en það er að minnsta kosti veruleiki okkar í dag. Ingmar Bergman kemur ekki til með að hlífa neinum. Hann er óþreytandi glímumaður tor- ráðinna kennda og súndraðs hugarfars. Hann er snillingur sem hefur gefið sænskri kvik- myndalist byr undir vængi og kvikmyndagerð nútímans möguleika til aukins þroska. Áhrif hans ná nú um allan heim. Pólskir kvikmyndamenn læra af myndsköpun hans, bandarískir ag dirfskunni, franskir af innsæinu sem ein- kennir hann. Ef nokkur hefur lýst átakanlegar en hann hin- um villuráfandi manni, þá hef ég ekki komið auga á þann kvikmyndahöfund ennþá. Riddarinn í Sjöunda innsigl- inu sem teflir skák við dauð- ann í fjörunni, stúlkan í Meyj arlindinn gagnvart miskunn- arleysi fólskunnar, presturinn í þessari nýju mynd, einn frammi fyrir altarinu, krjúp- andi á kné fyrir því sem hann getur ekki trúað á. Það er geig vænlegur ótti og kuldi í mynd- um Ingmars Bergmans, en hvaða nútímamaður þekkir þar ekki svip sinnar mótsagna kenndu veraldar. Skyndilega er lokið upp fyrir okkur nýjum ókunnum heimi. Það gerir Japaninn Kaneto Shindo með lýsingu sinni á þurri og ófrjórri eyju við strendur lands síns og bar- áttu fjölskyldu einnar sem býr þar fyrir sínum daglega rís. Það er enginn hávaði i þessari mynd, sem heitir Naka eyjan, aldrei sagt orð, en því meira býr í svip fólks- ins og landsins. Á eyjunni er ekkert vatn að fá, maðurinn og konan verða að sækja það yfri þveran fjörð og það þarf að vökva hverri plöntu á hin- um fátæklega akri sem er hæst uppi á hrjóstugri eyj- unni, gefa skepnunum og svaia sínum eigin þorsta. Myndin fjallar um fábrotið líf þessa fólks, um gleði þess og sorgir. ■ Ég get því miður ekki verið 8 margorður um myndina vegna þess að hún snart mig svo djúpt að ég hef engin orð til að lýsa veruleik hennar, frekar en höfundurinn þárf á þeim að halda til að koma sínu fram. Hann er þeirrar skoðunar að mikið af kvik- myndalist núímans sé of mál- æðiskennt. í þessari mynd leitar hann þess einfaldasta og hljóðlátasta eins og jap- anskt skáld í gömlu ljóði um vindinn. Og hann skilur eftir svo mikið í okkur og fær okk- , ur til að endurskoða margt sem við héldum að væri bjarg föst vissa. Ég hef aldrei séð dauða barns og greftrun lýst á fegurri hátt en í þessari mynd. Höfundurinn er tilfinn ingaríkur en um leið svo mikill listamaður að hann fyll ir okkur lotningu en ekki við- bjóði á lífinu þótt hann taki til meðferðar dekkri hliðar þess. Mér kemur ekkert ann- að í hug en ijóð sem er full- komið eins og þytur vindsins og hefur eins mikið að segja og það sem ekki er minnst á í línum þess. Febrúar 1963. AÐ FORNU fari hefur sauða- nytin verið drjúg tekjulind bænda af fjárræktinni Mjólkur- afurðir, smjör, ostar og skyr, hafa löngum verið mikil björg í búi á íslenzkum sveitabeimil- um, og þar af leiðandi hefur mjólkursæld kvíaánna verði hald ið við í lengstu lög. En laust eftir síðustu aldamót verður stefnubreyting í fjár- ræktinni. Þá eru fráfærur lagð- ar niður, sem hér höfðu tíðkazt um aldaraðir, og lömbin eru látin ganga undir ánum allt sum- arið, með dilkakjötsframleiðslu fyrir augum. Þá fara bændur einnig að leitast við að kynbæta hina gömlu fjárstofna. í því skyni fyrst og fremst, að auka kjötþunga sláturdilkanna. Og enda þótt þessum kynbótum hafi miðað hægt áfram frá ári til árs, hafa þær þó borið sæmi- legan árangur um síðir, eftir því sem efni hafa staðið til, eins og sjá má af því, að nú er íslenzka féð í heild mun feitlagnara og holdmeira en áður fyrr, og fall- þunga sláturdilkanna hefur þok- að upp á við, á umræddu tíma- bili, til síðustu ára, að hámarki virðist hafa verið náð í bili. En síðan hefur þess orðið vart, að hallað hafi undan fæti í þeim efnum, til yfirstandandi tíma. Aðalástæðan fyrir nefndu und- anhaldi, hvað fallþunga dilk- anna snertir, mun vera sú, að dilkærnar, víðs vegar í sveit- um landsins, fæða tvilembinga ekki eins vel og skyldi yfir sum- arið. Því ljóst má vera, að h. u. b. fjögra mánaða gamlir sláturdilk- ar þurfa að hafa gott eldi, þ. e. nægan skammt daglega af nyt með sumarbeitinni, til þess að ná góðum þroska og holdfylli á jafnskömmum tíma og hér um ræðir. Ef einhver fjárbóndi skyldi hafa löngun til að örva mjólkur- hneigð hjá sínum ærstofni í framtíðinni, ætti hann að út- vega sér vænan hrút, af mjólk- ursælla fjárkyni en hcimaféið er, til kynblöndunar um lervgri eða skemmri tíma. Ef að líkum lætur á slík tilraun að geta borið tilætlaðan árangur, fyrr eða síð- ar. Þá er ein leið enn fyrir hendi i þessu sambandi og hún er sú, að ala dilkana á fóðurkáli o. fl., eftir að þeir hafa verið teknir frá mæðrunum á haustin, undir slátrun. Sú aðferð hefur gefið góða :aun sumsstaðar erlendrs, og hér ætti hún einnig að geta komið að góðu gagni, sérstaklega ef dilkarnir skyldu vera heldur rýrir, og ónc,g fylling væri í vöðvakjötinu. En þegar dilkarn- ir eru vænir, eru slikir fitukúrar ekki eins eftirsóknarverðir og ella. Að vísu má til sanns vegar færa, að sa kostnaður og fyrir höfn er af þeim leiðir, fáist greiddur með auknum kjöt- þunga. En þess ber að geta, að megnið af þeim þyngdarauka er jafnan fitusöfnun í kjötinu, og mjög feitt dilkakjöt þykir ekki hnossgæti nú á dögum, sizt hinni upprennandi kynslóð. Frá aldaöðli hefur fóðurskort- ur löngum staðið í vegi fyrir ýmsum umbótum, seny hef°í þurft að framkvæma a syiði fjárræktarinnar. En X byrjun þessarar aldar fer að rætast úr þessu hvorutveggja. í ýmsum héruðum landsins er fullorðnu sauðfé beitt á vetrum, eins og áður fyrr, þegar færi gefst. En nú er ‘fóðrað með beit- inni eins og þörf gerist. Hins vagar er sá háttur á hafður víðs annars staðar á landinu, að bænd ur sniðgangi beitina æ meir og fóðri ærnar inni, á heyi og ef til vill fóðurbæti að auki, megin hluta vetrarins. Vetrarfóður ánna Hin aukna fóðurnotkun handa ánum er fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi, að knýja fram afurðagetu þeirra eins og hægt er með vetrarfóðrun. Vissulega er hér stefnt í rétta átt. Hins ber einnig að minnast, að ýrhis önnur minniháttar atriði koma til greina, sem taka verður með í reikninginn, ef vel á að fara. Ekki alls fyrir löriigu átti ég tal við greinargóðan mann, sem er búsettur í kauptúni norðan- lands, um hans litla fjárbú. Hann hefur tvo túnreiti til um- ráða, annar þedrra er gamalt tún, en hinn nýleg sáðslétta. Þar heyjaði hann handa sínum kind um, sem eru aldar inni á vet- urna. Og um þennan búskap Lúðvík Jónsson. sinn fórust honum orð á þessa leið: Þegar ég fóðraði ærnar mínar eingöngu á töðu af gamla tún- inu, þrifust þær ágætlega. En um leið og ég skipti um hey og fór að gefa þeim sáðgresið, brá svo við að þær tóku að léttast, eftir skamman tíma, oig varð ég að gefa fóðurbæti til viðbótar, til að halda þeim í góðum hold- um. Að mínu áliti hefur þetta sáðgresi mjög svipað fóðurgildi og meðal úthey. En þessi kjarn- fóðurskaup skipti mig þó ekki miklu máli, handa fáum kindum stuttan tíma úr vetri. En mér brá heldur í brún, þegar það kom fyrir, aldrei þessu vant, að mínir sláturdilkar voru lakari en dilkar nágranna míns, sem var vanur að beita sínum ám á veturna, þegar færi gafst, til að spara fóðurkostnaðinn, eins og hægt var. Enda þótt hann fóðraði vel með beitinni. Og á- stæðan fyrir þessari slæmu út- komu á mínum dilkum var efa- laust sú, að af ýmsum ástæðum varð ég að sleppa mínum lamb- ám úr húsi strax eftir burðinn, án þess að nægur sauðgróður væri kominn í hagana. En af- leiðingin af því hefur orðið sú, að ærnar hafa gelzt og dilkarnir liðið af mjólkurskor.ti yfir sum- arið, eins og kom í ljós, þegar þeim var slátrað á næsta hausti. í eðli sínu þráir sauðkindin útiveru, ferska loftslagið og að rása um hagana í leit að úrvals beitijurtúm. Hins vegar eru lang ar innistöður á vetrum, þrengsli og þungt loft, þvingun fyrir féð og veikir viðnámsþrótt þess, gegn margskonar fjárpestum. Hvað vetrarfóðri ánna viðvík- ur í innistöðu, ætti kjarngóð taða að vera fullnægjandi. Aftur á móti, ef heyfóðrið er sáðgresi eða úthey er viðbúið, að það nægi þeim ekki til lengdar, þess vegna þurfi að gefa fóðurbæti að auki, til þess að hafa þær í góðxxm holdum. Af því sem síðast var nefnt má ljóst vera, að hér skiptir miklu máli, hve mikil eyðslan er á dýrum fóðurbæti, er hefði það í för með sér, að fóðurkostnað- urinn yrði of hár og lítil trygg- ing væri fyrir þvi, að rekstri ærbúanna verði vel borgið, hvað fjárhagslega afkomu þeirra á- hrærir. Þess veigna sé hér úr- bóta þörf. Sú var tíðin að góðar fjárjarð- VIÐSKIPTASAMNINGUR milli íslands og Svíþjóðar frá 19. júní 1947 hefur verið framlengdur óbreyttur fyrir tímabilið 1. apríl 1962 til 31. marz 1963. Samningurinn framlengist síð- an sjálfkrafa um eitt ár í senn, sé honum ekki sagt upp með tveggja mánaða fyrirvara. Bókun um framlengingu samn- ingsins var undirrituð í Stokk- hólmi hinn 11. marz 1963 af Hans G. Andersen sendiherra, og Thor- sten NilSson, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Frétt frá utanríkisráðuneytinu. Ingi R. vann hraðskákmót TR HRAÐSKÁKMÓT á vegum T. R. var haldið í Snorrasal 16. þ. m. Úrslit urðu sem hér segir; 1. Ingi R. 17 af 18 mögul. 2.—4., Guðmundur Ágústsson, Þórir Ói« afsson og Júlíus Loftsson 12 Vz,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.