Morgunblaðið - 23.03.1963, Síða 7
Laugaradagur 23. marz 1963
MORCUNBLAÐið
7
estur
ef%ir Gunaiar Bjarnason
Höggmynd frá Parthenon. Menn ríSa fylktu liði til dýrðar
Pallas Athena á hátíð hennar, sem kölluS var „Panathenaia".
Fremri hesturinn fer á greiniiegu skeiðtölti, sá aftari stekkur.
Mennirnir sitja nákvæmlega eins og Höskldur á Hofsstöðum
sat, er hann á yngri árum sat berbakt á folurn sínum, þegar
hann þjálfaði þá til hins landsfræga og hágenga „Höskuldar-
tölts“. Stærð hestanna í hlutfalli við mennina er sú sama og
íslenzkra hesta, hreyfing, háls- og höfuðburður sá sami — inn-
lifun reiðmannsins sú sama. Mikilir snillingar hafa grískir
myndhöggvarar verið. Svo fullkomnar myndir væri nú á dög-
um varla hægt að gera nema með aðstoð kvikmyndunar.
ORÐALEIKURINN freistar.
Eg hafði ekki fyrr lokið við
að gefa grein minni heiti en
framhaldið ruddi sér leið í
huga minn. Þingeysk árátta
atarna. —
sumu af því, er fyrir brá
á ferð um slóðir fjar-
lægar
og fólki, sem hann hitti
þar.
Á ferð minni um Þýzkaland
og Sviss sl. sumar komst ég
ekki hjá því að hitta og blanda
geði við fjölda marga eigend
ur íslenzkra hesta, þótt upp-
haflegt áform mitt hafi verið
að fara 'huldu höfði fyrir þeim
enda var ég umboðslaus í
þeim efnum og vildi komast
hjá útskýringum á þróun
mála. Mér tókst ekki að kom
ast suður í gegnum Þýzka-
land „incognito,“ og var kló-
festur strax í Hamborg. Eg fór
þá að dæmi Sölva "elgason-
ar, presenteraði mig þó ekki
sem „Sólon Islandus" og heim
speking, en sem hrossaræktar
ráðunaut íslands. Ég vona
tiltækið verði fyrirgefið.
„Er þetta sjúkdómur“.
Þannig spurði mig þýzkur
blaðamaður, sem ég hafði
kynnst fyrir nokkrum árum.
Hann hafði fylgst með þróun
Islenzku hestamennskunnar á
meginlandinu frá því Deutsch-
er Pony Klub var stofnaður
haustið 1958, en þá hélt hann
þetta væri aðeins upp-agíter-
uð bóla, sem mundi springa
eða hjaðna jafn skjótt. Raun
in hefur þó orðið sú, að sífellt
fjölgar hestamönnunum, fé-
lagsskapurinn eflist, blaðið
Pony-Post, dafnar vel, og
manninum virðist ljóst, að
þetta íslenzka sport og ís-
lenzki hesturinn hefur fest ör
uggar rætur. Sl. sumar voru
haldnar 4 sýningar fyrir ís-
lenzka hesta í Þýzkalandi, og
í haust var haldin stór sýn-
ing í Búlach í Sviss. Hann
sagði mér, að þar sem hann
þekkti til, glötuðu heilar fjöl-
skyldur öðrum áhugamálum,
og ef ekki væri riðið út um
helgar, færi fólkið langar leið
ir til að hitta sálufélaga sína
til að tala og tala og tala um
íslenzka hesta.... „Er þetta
sjúkdómur?“
Nei, þetta er ekki sjúkdóm
ur, heldur heilbrigði, eins og
ég hef oft sagt bæði heima og
erlendis, — þörf mannsins til
að komast í skaut móður sinn
ar, náttúrunnar. Manneðlið
brimar í sífellu, stundum ofsa
lega. Sumt fólk flýr brimgný
sálar sinnar með því að
sljóvga sig með allskonar eit-
urlyfjum. Heilbrigðir hafast
að. Sumir skapa sér athvarf
hjá hörpunni og vaða í brin
garði hennar, sumir sökkva
sér í liti, sumir í Ijóð og skáld
skap, sumir klífa fjöll eða
fara á veiðar oig svo eru þeir
sem takast á við eðli sitt og
gæðing sinn samtímis, þeysa
út í brimgarðinn, Hvað segir
Einar Ben?
„Ef inni er þröngt, tak hnakk
þinn og hest
og hleyptu á burt undir
loftsins þök.
Hýstu aldrei þinn harm, það
er bezt
að heiman út ef þú berst í
vök.
Það finnst ekki mein, sem ei
breytist og bætist,
ei böl, sem ei þaggast, ei lund
sem ei kæstist
við fjörgammsins stoltu og
sterku tök,
lát hann stökkva, svo draumar
þíns hjarta rætist."
Varla hefur nokkurt heims
ins skáld gefið hestamönnun
um þjóðar sinnar aðra eins
höfðingjagjöf sem Einar Bene
diktsson með kvæði sínu „Fák
ar“, Til að sannfærast um
þetta hef ég farið yfir Kóran
Móhameðs, en þar eru hest-
arnir mjög vegsamaðir í skáld
legum orðum. Sem sýnishorn
að list Kóransins má taka
þetta, sem er ágætt. „Vilji ung
ur maður njóta hlýjunnar frá
augum fagurra kvenna, skal
hann hirða og sýna hest sinn
af list.“
Arabíski hesturinn er eins
konar gestur í náttúru Norð-
urálfu. Tónn hans og taktur
er einhæfur. Hann á ekki slík
ar danshreyfingar, — ballet,
— sem íslenzki hesturinn.
Hvað skyldi hrynjandi íslenzs
skáldskapar að miklu leyti
vera sköpuð af gæðingnum. Á
langri ferð lemur hann vissan
takt inn í vitund og huga, og
þessi áhrif „blíva“. Veitið
athygli Bugðustaða-Jóa á
mjúkum gæðingi af Skóigkots
kyni í Miðdölum.
Vegna hégómaskapar
evrópskrar yfirstéttar ruddist
arabiska hestinum rúm norðan
Alpafjalla, og hann útrýmdi
smám saman hinum listræna
germanska hesti, sem sagt er
frá í riti Tacitusar oig Eddu-
kvæðum. Jafnvel Grikkir léku
sér að list hins genmanska
hests, því að þeir gerðu snilld
arlegar höggmyndir af ridd-
rá
urum sínum á töltandi hestum
í sjálfu aðalhofinu Parthenon
á Akropolis. Sömu sögu má
segja frá mektartímum Róm-
verja. Þegar Antoníus hvarf í
faðm Kleópötru hinnar fögru
við Nílarósa, dilluðu töltarar
af germönskum kynjum Octa
víu og öðrum hefðarkvendum
á reiðslóðum Rómar. Gæðinga
sína kölluðu þær „Thieldo".
Þarna er án nokkur vafa á
ferðinni frumrót orðsins töit.
Werkmeister
Dökkhærður, brúneygur,
kvikur og geðríkur verkfræð
ingur, fæddur i Berlín í fyrri
heimsstyrjöldi hefur sett á
fót mælitækjaverksmiðju í
smáborginni Schlúchtern, sem
liggur miðja vegu milli Frank
furt við Main og Fulda. Werk
meister heitir hann Og fékk
„sýkina" haustið 1958 og
keypti þá merfolald frá Kirkju
bæ. Tveimur árum seinna
fékk hann Blesa, stífgerðan
gönuhlaupara en hæfileika-
mikinn hest, sem þeir kann-
ast vel við Páll Sigurðsson og
Skúli í Svignaskarði. Hann
segist hafa misst Blesa oig
dottið af honum óteljandi sinn
um, áður en hann náði á hon
um laginu. Nú þekkja þeir vel
hvorn annan Og elskast, og
er hann hinn bezti gæðingur
í höndum Werkmeisters, og
má hann vera hreykinn af- Síð
an eiignaðist hann Stjörnu frá
Höskuldi á Hofsstöðum, sem
hlotið hafði 1. verðl. á Þing-
völlum 1958 og aðra hryssu
brúna. Á sl. vori fæddust hon
um svo 3 folöld, og kom það
konu hans algerlega á óvart.
Kona Werkmeisters heitir
Ingeborg, hinn mesti kven-
kostur. Með henni hef éig ekið
hraðast í bifreið, 150 km á
klst. á bílveginum milli Múnc
hen og Núrnberg. Ingeborg
hefur einnig miklar mætur á
hestunum, en henni finnst að
2 myndu nægja. Svo eiiga þau
hjónin Emmu. Það er þre-
vetur kýr, algeld, stórhyrnd
Og af svissnesku kyni. Borg-
arbörn, sem þau eru, hrifust
af fegurð nýfædds kálfs hjá
bónda nokkrum og keyptu
hann sér til skemmtunar, án
þess að hugsa út í vandann,
sem fyligja kynni. Emana óx
hratt og varð stóreflis naut-
gripur, en að slá hana af, var
jafnt morði í vitund þeirra.
En Werkmeister lætur alla
hluti umhverfis sig hafa til-
gang og hlutverk. Hestarnir
ganga í skóglendi, og er vökul
vitund húsbóndans sífellt í
návist þeirra. Þeir þurfa
mikla aðgæzlu, því að Blesi
ber litla virðingu fyrir girð-
ingum, og hin hrossin fylgja
honum og hafa lært af hori-
um að vippa sér yfir meters
háar gaddavírsgirðingar. Þar
sem Emma nú ætíð fylgdi
hestunum eftir, þótt hægar
færi, fann húsbóndinn upp
það snjallræði, að hengja
bjöllu í horn herinar. Kliður
hennar segir til um, hvar hross
in fara. Sem slíkan gagnsgrip
kallar maðurinn Emmu „terro
meter“ (staðarákvörðunar-
mæl). Þegar kliðurinn þagn-
ar verður uppi fótur og fit í
verksmiðjunni og heimilinu.
Liði er boðið út og leit hafin.
Hrossin eru fljót að notfæra
sér frelsið og taka sprett út
i heiminn. Eitt sinn var Blesi
handsamanður af lögreiglu á
fullri ferð eftir bílveginum
(Autostrasse), í annað skipti
heimsótti hann borgarstjórann
í Fulda, og síðast, þegar brot-
izt var út, Ientu öll hrössin
inn í kálgarði hjá læknisfrú
í næsta þorpi, en Emma „prom
eneraði" eftir miðri aðalgötu
Schlúchtern með stóran skara
barna á eftir sér og var fylgt
heim af þremur lögregluþjón
um og einum vopnuðum her-
manni.
En Werkmeister segir mér
einnig, að Emma geri sér mik
ið gaign sem „Feedometer"
(fóðurástandsmælir). Hún
leggur fyrr af en hrossin, og
þegar hann finnur fyrir rifi
á kúnni, veit hann, að haginn
dugir ekki lenigur, og þá er
hópurinn fluttur í nýtt beiti-
hólf. Sem sagt, kýrin er nauð
synleg frá hagræðilegu og vis
indalegu sjónarmiði oig vinn-
ur fyrir tilverurétti sínum og
fóðri.
Werkmeister tekur mig af-
aíðis og segir við mig. „Aum-
ingja Emrna mín, hana langar
svo oft til að giftast. Ingeborg
vill ekk: hafa fleiri kálfa. en
mönnum, sem sæk.iast eftir
ævintýrum og erfiðleiikum í
hvíldartíma sínum. ísland
þarf að leita að slíku fólki,
því að þetta er það eina, sem
það getur boðið erl. ferða-
mönnum, erfiðleika og æfin-
týri. Heimurinn á milijónir af
þessum mannigerðum.
Werkmeister hefur áhyggj-
ur af hrossarækt meginlands-
ins að því er varðar íslenzka
hestakynið. Enginn sérfræðing
ur kann að velja kynbótahest
fyrir þá, og hónum sem fleiri
finnst samstarfið strit otg örð
ugt við ísland. Þeim finnst
kaup á hestum og flutningar
háðir óteljandi og óskiljanleg
um erfiðleikum. Af þeim sök
um hafa Hollendingar og mang
ir Þjóðverjar reynt að koma
á fót kynbótastarfsemi og fram
leiðslu. Hollendingar láta
hverja hryssu íslenzka fylgj
ast og nú bjóða þeir íslen2k
folöld á þýzka markaðinum.
Werkmeister sagðist vita, að
stóðhestavalið í Hollandi sé
handahófslegt, veit einnig, að
hryssu stofninn er mjög mis
jafn að gæðum, og hann ótt
ast, að þessi framleiðsla mundi
eyðileggja orð hestsins gæðin
verði svo léleg.
Gunnar Jónsson
E(g steig upp í áætlunarbif
reið við Hvanneyrarvegamót
í Borgarfirði á miðju sumri
1960. Skömmu eftir að ég er
setztur, segir kona við hlið
mína á dönsku: „Þetta hlýtur
að vera hann Gunnar frændi
•þinn“ Hún talaði við mann
sinn, sem sat við hlið hennar.
Og rétt var það. Þarna rák-
umst við saman frændur og
nafnar. Gunnar er sonur Jóns
heitins Benediktssonar, tann
læknis, sem margir Reykvík
inigar kannast við, einnig bænd
ur við Djúp fyrir vestan, og
Austfirðingar, þar sem hann
var um tíma læknir. Við er-
um bræðra-svnir. Þau
Myndin var tekin á svölum húss Werkmeisters. fólkið er talið frá vinstri: Werkmeister, Páll
Sigurðsson, frú Ingeborg og að síðustu sitja þar hlið við hlið tveir reiðsnillingar, Renner úr
Rínarlöndum og Höskuldur á Hofsstöðum.
ég er búinn að semja við dýra
lækninn hérna í borginni um
að koma eina nóttina svo lít-
ið beri á og hjálpa Emmu
mini.“ Svo hlær hann svo að
dynur í skóiginum.
Það er eittlhvert arfgengt og
rótgróið bóndaeðli í þessu fág
aða og menntaða borgarbarni.
Hann elskar dýrín sín, oig er
öllum stundum, sem hann má
við koma, með þeim. Þegar
honum hitnar í ham.si og erf-
iðleika ber að garði, fer hann
út til hrossa sinna, talar helzt
við Blesa og skreppur á bak.
Heim kemur hann ætíð létt-
ari og kann ráð við öllum
vanda. Hann er léttur í lund,
bráðfyndin og skemmtilegur.
Sl. sumar kom Werkmeist-
er til íslands, fór ríðandi suður
Kjalveg og ferðaðist víða um
land. Hann er einn af þeim
voru á leið norður í land sér
til skemmtunnar. Eg átti er-
indi sem ræðumaður á mót
Sjálfstæðismanna á Blöndu-
ósi. Eg fræddi frænda minn
um margt á leiðinni og sagði.
honum frá ættmennum okkar
í Húnavatnssýslu. Fig komst að
því, að hann er hestamaður,
stundaði útreiðar í Kaup-
mannahöfn á enskættuðum
hestum. Eg lengdi ferð mína
um kvöldið og fór með þeim
hjónum til Varmahlíðar, bað
Sigurð vin minn Óskarsson í
Krossnesi að taka þau á hest
bak næstu daga. Þau „sýkt-
ust“ óbætanlega af Sigurði
Og hestunum hans. Næsta ár
fengu þau 2 hesta, Loga frá
Ingvari á Hofsstöðum og
Sokka, sem ættaður er af
Vatnsnesi.
Framh. á bls. 18.