Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 9
Laugaradagur 23. marz 1963
MORCVNBL 4Ð1Ð
9
Fréttabréf úr Holtum
— Austurlandaför
Framlad af bls. 6.
sæla og fagra stund á þessum
Ihelga stað við ána Jórdan, se'm
við höfðum, eins og allir kristnir
menn, heyrt getið um allt frá
fyrstu bernsku. Fararstjóri okk-
ar Ingólfur Guðbrandsson, las
úr Heilagri ritningu urn Jóhann-
es, sem ht>r flutti sínar áhrifa-
miklu ræður, og um skírn Jesú.
Þessi staður bjó yfir einhverj-
um þeim unaði, sem talaði beint
til hjartans, og ég fyrir mitt
leyti hefði kosið að mega dvelj-
ast þar lengur. En okkur var
ekki til setunnar boðið, því degi
var tekið að halla. Ég keypti
mér lítið glas með Jórdanvatni,
sem var til sölu á staðnum, en
margir voru með flöskur og
brúsa til þess að ná sér vatni
úr ánni og flytja norður á ís-
land. Ein flaskan hafði orðið
(heldur full til þess að hægt væri
að setja tappann í hana aftur,
og stúlkan, sem átti flöskuna,
aedaði að hella úr stútnum. En
kristni Arabinn, sem með okkur
var og ók bílnum, lagði flösk-
Una á munn sér og drakk góð-
ann sopa. Stúlkan leit á hann
forviða, því henni leizt ekkert
é vatnið til drykkjar, eins og
það var á litinn, og ef til vill
í því einhverjir gerlar. En
Arabinn leit aftur á hana jafn-
undrandi, að henni skyldi þykja
nokkuð athugavert við það að
drekka vatnið úr þessu blessaða
fljóti. Við sá’um líka um leið
og við vorum að fara, að Arabar
komu á úlföldum að ná sér í
vatn hinum megin árinnar, bæði
karlar og konur. Þeir tóku vatn-
ið í stóra geitarskinnsbelgi og
drukku það hiklaust. Mjög er
líklegt ,að Jesús hafi drukkið
úr þessari á, og einnig Jóhannes
ekírari, sem var þarna langvist-
um. Það er líka sagt í Ritning-
unni, að hann hafi haft engi-
sprettur og akógai’hunang sér
til* matar. Engisprettur koma
stundum í stórhópum á þessar
slóðir og eyðileggja þá gróður-
inn. f»á kvað það ekki vera ó-
algengt, að fólk leggi sér þær
til munns. Ljón höfðust við áður
fyrr meðfram Jórdan, en eru
nú horfin með öllu. Hins vegar
kváðu villisvín sjást þar ennþá
og einnig hýenur og sjakalar.
Við ókum burt frá skirnar-
staðnum og fórum yfir Jórdan
nokkru norðar. Þar liggur hún
378 metra undir sjávarmáli. Á
þeim stað var það, að ísraels-
menn gengu þurrum fótum yfir
ána, þegar þeir sneru aftur heim
til fyrirheitna landsins, og hér
var það, að Elías spámaður sló
skikkju sinni á vatnið, svo það
skiptist í tvennt, og hann og
Elísa gátu gengið þurrum fótum
yfir. Það kvað koma fyrir stöku
sinnum, að áin þorni upp um
stundarsakir, sökum skriðufalla.
En sá atburður getur orðið ó-
gleymanlegur undir vissum kring
umstæðum. Það er því allt, sem
mælir með því, að Jóhannes,
hinn nýi spámaður, hafi ein-
mitt valið skírnarstaðinn hér í
námd við þann stað, sem var
löndum hans kær og minnisstæð-
ur. Og hér var vað á Jórdan,
og því miklar samgöngur milli
Júdeu og landsins fyrir austan
ána og auðvelt að komast í sam-
band við ýmiss konar fólk.
Við ökum upp úr E1 Ghor-
dailinum- Gróðurrönd Jórdanar
hverfur að baki. í huga mínum
óma orð Jóhannesar, sem enn
standa í fullu gildi: „Öxin er
þegar reidd að rótum trjánna;
mun þá hvert það tré, sem ekki
ber góðam ávöxt upp höggvið
og því kastað á eld“.
Mykjunesi, 10. marz: —
Það hefur löngum verið sagt, að
Öskudagurinn ætti sér átján
bræður (þ.e. hvað veðurfar
snerti á föstunni). Nú var slag-
veðursrigning á öskudaginn, en
síðan hefur lítið rignt, svo að ef
þetta á að rætast að þessu sinni
á eftir að rigna drjúgt til páska.
Sama veðurblíðan.
Hér er alltaf sama veðurblíðan
og langt síðan komið hefur jafn
mildur vetur og nú frá jólum. Nú
um alllangan tíma hefur verið
frostlaust og hlýtt í veðri og
klaki farinn að þiðna í jörð. Veg-
ir hafa víða spillzt, eins og ætíð
þegar klaka leysir og hefur nokkr
um vegum verið lokað. Síðustu
dagana hefur sigið úr og talið er
að klaki sé ekki mjög mikill í
jörð, því þótt allmikil frost hafi
komið nokkrum sinnum í vétur,
hefur það ekki staðið lengi hverju
sinni.
Sauðfé er nú víða létt á heyj-
um, en margir gefa mikið kjarn
fóður með beitinni. Má segja, að
þetta komi sér vel, því víða voru
hey í knappara lagi í haust.
Hér er nú inflúenzan farin að
herja og er orðin nokkuð út-
breidd hér í Holtum og víðar í
sýslunni. Nokkuð af fólki hefúr
verið bólusett, en hafa sumir
veikzt vegna þess að pestin var
þegar komin, en nokkurn tíma
þarf til að mynda ónæmið. Skap-
ast miklir erfiðleikar ef heimilis
fólk veikist allt samtímis, því
sinna verður skepnunum. En
nokkuð bætir hér um að tíðin
er góð og gerir allt léttara við-
fangs.
Jarðhitinn að Laugalandi.
Að undanförnu hefur verið bor
að eftir heitu vatni að Lauga-
landi. Var boruð ein hola rösklega
200 m djúp, en vatnið rösklega
50 gráðu heitt og magnið talið um
5 lítrar á sekúndu. Má þetta telja
góður árangur og breytir veru-
lega aðstöðunni að Laugalandi.
Sennilegt er að þarna sé um all
stórt jarðhitasvæði að ræða og
verður að telja að þarna séu mik-
il verðmæti í jörðu fólgin.
Hverjar eru heppilegustu
heyverkunaraðferðirnar?
Nú hefur Búnaðarþing íokið
störfum að þessu sinni Vafalaust
hefur það afgreitt mörg stórmál,
eins og vera ber, enda þótt ekki
hafi farið ýkja mikið fyrir þeim
í fréttum. Eitt mál er nú mjög
aðkallandi fyrir bændastéttina að
leyst verði eða skorið úr sem
fyrst, en það eru heppilegustu
heyverkunaraðferðir. Stundum
hefur því verið haldið fram að
hægt væri að verka allt hey sem
vothey. Hér í Rangárvallasýslu
mun nú vera einn bóndi, sem gef
ur ekkert annað hey í vetur en
vothey. Væru nú ekki tök á því
fyrir Búnaðarfélag íslands að
láta fara fram athugun á því,
hvort þetta sé hægt, því um það
eru mjög skiptar skoðanir meðal
bænda og fleiri hér um slóðir,
sem ekki telja það framikvæman-
legt. En úr þessu þarf að fá skor-
ið. Þetta er eitt þýðingarmesta
málið til úrlausnar fyrir landbún
aðinn í dag.
Elzti íbúi Holtahrepps jarðsettur
9. þessa mánaðar var gerð frá
Marteinstungu kirkjuútför elzta
íbúa Holtahrepps, Sigurleifar Sig
urðardóttur frá Lýtingsstöðum,
en hún lézt að Elliheimilinu
Grund 3. þ.m. Sigurleif var fædd
9. marz 1871. Giftist 1898 Jóm
Þárðarsyni í Lýtingsstöðum. Þau
bjuggu þar allan sinn búskap, en
Jón lézt 1933. Þau eignuðust sex
börn og eru fjögur þeirra á '{fs.
Síðustu árin dvaldist Sigurleif á
Grund og var nokkuð farin að
íeilsu.
■ Þannig gengur lífsins saga. —
Kynslóðir koma og kynslóðir
fara. Eftir vetur kemur vor og
nú erum við að bíða eftir vorinu.
— M. G.
Eoðin þátttaka
í keramíksýningu
NÍUNDA alþjóða keramiksýning
Kiln Klúbbsins í Washington
verður haldin í Smithsonian Inst-
ute þar í borg dagana 8. septem-
ber þar til snemma í október
1963. Sýning þessi, sem haldin
er annað hvert ár, er sótt af
listaunnendum úr öllum ríkjum
Bandaríkjanna auk ýmissa landa
víðsvegar um heim. Tveir íslenzk
ir listamenn tóku þátt í sýning-
unni árið 1961, og er keramik
gefinn kostur á þátttöku. Aðeins
listamönnum hér á landi nú enn
nútíma listmunir koma til greina.
og skulu þeir vera sem hér grein
ir: a) leirmunir (þ.á.m. mósaik
og tígulsteinn) b) glerungur c)
gler d) keramik höggmyndir.
Vegna 'hættu á skemmdum er
mönnum ráðlagt að senda ekki
mjög verðmæta muni.
Upplýsingar í sýningarskrá er
greini nafn listamanns tegund
leirmuna og tryggingarverðmæti
(í dollurum), verða að hafa bor-
izt Smithsonian Institute, Was-
hington D. C. eigi síðar én 1.
ágúst n.k.
Fréttatilkynning frá Upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna).
4
LESBÓK BARNANNA
Berfel Thorvaldsen
7. Thorvaldsen beið og
beið, — en enginn kaup-
andi gaf sig fram. Budd-
an var orðin tóm, og heim
ferðardagurinn hafði ver-
ið ákveðinn.
Farangurinn var kom-
inn niður í ferðatöskurn-
ar og flutningsvagninn
beið við dyrnar. Það var
aðeins beðið eftir þýzk-
um listamanni, sem ætl-
aði að slást í förina.
En hann gat ekki kom-
izt þennan dag, og ferð-
inni var frestað, þangað
til daginn eftir. Fyrir
Thorvaldsen reyndist sú
þjóðinni svo að ekki var
eftir nema fámennir hóp-
ar bænda og þúaliðs hér,
og þar á einángruðum
svæðum.
Marl var einn þeirra.
Eitt sinn fánn hann bók
í rústum nokkrum, og
hvort sem þið trúið því
eða ekki, er það eina bók-
in, sem hefur fundist eft-
ir stríðið.“
frestun verða seytján ár.
Rikur Englendingur
var nýkominn til Róm.
Hann hafði fengið sér leið
sögumann, sem skyldi
sýna honum borgina. Ein
mitt þennan dag, hug-
kvæmdist leiðsögumann-
inum að sýna Englend-
ingnum vinnustofu Thor-
valdsens.
Þar stóð Jason, og Eng-
lendingurinn varð svo
hrifinn af styttunni, að
hann greiddi Thorvaldsen
5900 krónur fyrir að fá
hana höggna út í marm-
ara.
„Ég skil,“ hrópaði Diok.
„Bók dr. Perrys. Frum-
atriði stærðfræðinnar."
„Marl tók bókina heim
með sér og af henni lærði
hann flatarmálsfræði al-
gebru og rúmmál. Ekki
leið á löngu, þar til hann
fór að kenna öðrum. Brátt
var hann orðinn leiðtogi
þjóðarinnar. Þetta var hin
eina vísindalega þekking,
sem til var, og það var
ekki að undra, þótt mik-
ið þætti til hennar koma.“
„Því miður lét Marl
ekki hér staðar numið.
Hann fór að líta á sig sem
spám.ann. Hann var ó-
spillur, velviljaður mað-
ur og hafði aðeins góðan
tilgang með öllum þeim
reglum, sem hann setti.
Orð hans voru lög. Hann
var hinn fyrsti af „For-
ingjunum", þótt stjórn-
endurnir væru ekki kall-
aðir svo, fyrr en löngú
seinna.
í huga Marls var stríð-
ið afleiðing vélanna. Þess
vegna bannaði hann að
búnar væru til vélar í
nokkurri mynd. Það
mátti gera einföld verk-
færi en ekki hjól, enda
var hringurinn hið æðsta
stærðfræðilega tákn og
þess vegna heilagur. Boð
skapur hans var sá, að
maðurinn ætti að halda
sig að moldinni, sá og
uppskera, ala kýr, kind-
ur og svín og nota allar
tómstundir sínar til að
sökkva sér niður í stærð-
fræði. Ef boðskap Marls
hefði verið hlýtt á þann
hátt, sem hann ætlaðist
til, mundi margt betur
fara.“
„En þeir hafa búið til
vélar,“ sagði Dick.
Framhald næst.
Ráflning
úr síðasta blaði.
á krossgátu í síðasta
blaði.
Lárétt: 1. ýsa; 5. Elís;
6. ál.1; 7. kú; ás; 9. ÍR.
Lóðrétt: 2. selur; 3. áll
4. ís; 5. fóðrar; Áki; 8. át.
L árg. if- Ritstjóri: Kristján J. Gunr.arsson •R 22. marz 1963
MARÍAN.'A
og rigningin
RAUÐ regnkápa! Ný,
rauð stígvél! Og spáný
rauð regrrhlif með hvít-
um deplum! Þetta hékk
allt inni í klæðaskápnum
hennar Maríönnu og beið
eftir rignjngunni.
En það kom bara engin
riging. Á hverjum degi
skein sólin glatt og fólk
sagði hvað við annað:
„En hvað veðrið er ann-
ars yndislegt." Marjönnu
fannst aftur á móti, að
þetta væri hreint ekkert
yndislegt veður. Hún
vildi fá rigningu, reglu-
lega úrhellisrigningu, það
var það, sem hún vjldi.
Mamma hennar hafði
haft steikta kjúklinga til
kvöldverðar, og Marianna
var svo heppin, að fá
óskabeinið í sinn hlut.
Hún var ekki í neinum
vafa um, hvers hún ættj
að óska sér. Hún óskaði
sér þess, að á morgun
færi að rigna.
Eftir matinn fór Mar-
ianna upp í herbergið sitt
og horfði út um glugg-