Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.03.1963, Qupperneq 11
Laugaradagur 23. marz 1963 MORCVTSBL AÐ 1Ð 11 Bertrand Russel SÍÐAN Bernard Slhaw leið, mun Bertrand Russel vera sá maður í Bretlandi sem hægast á með að kveðja sér hljóðs á alþjóðlegum vettvangL Hann er frægur spekingur og stærðfræðingur, sikarpvitur og gamansamur, og virðist hafa tamið sér að segja og gera allt sem honum dettur í hug, hversu fáránlegt sem öðrum kann að þykj a það. Og hann hefur náð þeirri að- stöðu í alþjóðamálum, að hann getur skrifað hvaða þjóð- höfðingja sem vera skal — og fær svar, hvernig sem á stendur! Þetta sannar að tals- vert mark er tekið á mannin- um — þrátt fyrir allt. í>ó að Bertrand Russell sé kominn yfir nírætt virðist starfsþrek hans alveg óbilað og enn er hann sami fjörkálf- urinn og hann hefur alltaf verið. Og á tvkýnu skeiði heimsfriðarins, undanfarin ár hefur hann verið óvenju at- hafnasamur og er enn. Þarf ekki annað en minnast á tvennt frá síðasta hausti, því til sönnunar: Cuba-deiluna í október og landamæraskær- ur Indverja og Kínverja í nó- vember. Taldi Russell að heimsstyrj öld væri yfirvof- friðarmálunum, að engu tauti verður við hann komið. Hann er enginn samningamaður, og þessvegna er ólíklegt Ið hon- um hefði orðið nokkuð ágengt, þó hann hefði verið tekinn á orðinu og sendur út af örkinni til að sætta Nehru og Chou- en-Lai eða Krústjev og Kennedy. Hann er of óbil- gjarn til þess að geta samið. Og andstæðingar hans halda því fram, að hann sé kalkaður og genginn í barndóm. Hinir eru þó fleiri, sem segja að sálarþrekið sé óbilað. Russell hefur margsnúizt í stjórnmálunum um æfina. Um skeið var hann kommúnisti en eftir eina Rússlandsferðina snerist hann á áttinni og fann stjórnarfarinu þar eystra flest til foráttu. í dag virðist hon- um talsvert hlýtt bæði tii Krústjefs og Chou-enLai, svo að kanske býðst hann til að sætta þá! Þeir urðu miklu fljótari til að svara bréfunum hans í haust en Kennedy og Nehru. Það andar fremur köldu til Russells á vesturlöndum núna. í Bandaríkjunum hefur fé- lagsskapurinn „John Birch Soeiety“ kveðið uppúr með það, að Russell hafi verið umdeildur „friöarspekingur" andi og skrifaði Krústjev og Kennedy, Nehru og Chou-en Lai, auk fjölda málsmetandi manna annarra þjóða, og bauðst til að gerast sátta- semjari milli aðilanna. Flestir munu hallast að þvi að það hafi verið annað en bréf Russells sem réðu úrslit- um í Cuba-deiiunni. En um hitt efast enginn, að hann er einn eldiheitasti friðarsinni, sem uppi er í veröldinni. Hann tekur þátt í kröfugöngum til að heimta frið og ekki alls fyrir löngu fékk hann dóm fyrir óhlýðni við lögregluna, í einni slíkri göngu. Hann hélt „uppreisnarræðu" á Trafalgar Square og réðst óvægilega á hervarnarstefnu brezku stjórn arinnar, sem hann kvað bein- ast að því, að hafa sem mestar birgðir kjarnorkuvopna í EnglandL „En kjarnorkan er lyki'llinn að útrýmingu allrar menningar og jafnvel tortím- tímingu mannkynsins", segir Russell. — En svo einrænn er hann í ýmsum málum, ekki síst leigður af kommúnistum til að taka málstað þeirra! Stjórn málamenn í Vestur-Evrópu telja sumt af því sem hann segir um heimsmálin býsna fráleitt, svo sem það, að „frið- artilboð“ Chou-en-Lai til Nehru í haust hafi verið „göf- ugt góðverk í þágu mannkyns- ins.“ Það er óbilgirni Russels sem veldur því, að hann get- ur aldrei fengið friðarverð- laun Nobels. En ritböfunda- verðlaunin fékk hann árið 1950. Enda er það víst, að eftir hans daga verða áhrif hans sem friðarvinar minni en á- hrif stærðfræðingsins og spek- ingsins. Heimspekirit Russells og ádeilur hafa þann kost, að þau eru svo skýrt og skemmti lega rituð, að almenningur getur tileinkað sér þau og les- ið þau sér bæði til gagns og gamans. Bertrand Russell dvelur lengstum á búgarði sínum í Penrhyndeudraeth í Wales og starfar af kappi þegar hann hefur ekki gesti (en þeir eru margir). Hann er fæddur 18. maí 1872 og afi hans var hinn frægi stjórnmálamaður John Russell lávarður. B. Russell nam stærðfræði og heimspeki í Cambridge og gerðist kenn- ari, en ritíhöfundarstönfin fengu brátt yfirhöndina. Á unga aldri varð hann einkum frægur fyrir gagnrýni sína á kenningar franska heimspek- ingsins Henri Bergson, sem var í afar miklu áliti í Evrópu framan af öldinni. Russell var frægur iþróttagarpur á yngri árum. Og fyrir svo sem tíu árum sýndi hann enn, að hon- um er ekki fisjað saman. Hann var að koma til Þránd- heims í fyrirlestraferð, og vildi þá svo til að bátnum, sem hann var í, hvolfdi á leið- inni milli skips og lands. Þetta var um hávetur. Russell synti í land og varð ekki meira meint af en svo, að hann hélt fyrirlestur sinn um kvö'ld ið, eins og ekkert hefði í skor. izt. Þótti þeitta vel gert af áttræðum manni. ESSKÁ. Vísir að meistaraskóla fyrir húsasmiði og múrara MÁNUDAGINN 21. f. m. hófst við Iðnskólann í Reykjavík fram haldsdeild, — byrjunarfram- kvæmdir að Meistaraskóla fyrir húsasmiði og múrara. Námsefni í þessum skóla er fyrst og fremst miðað við þarf- ir þeirra, sem ætla sér að sækja um leyfi til að standa fyrir húsa- smiði og mannvirkjagerð í Jteykjavík — en jafnframt snið- ið eftir tillögum svokallaðrar meistaraprófsnefndar, sem fyrir nokkru skilaði bráðabirgðatillög um til ráðherra um almennan meistaraskóla, og í samræmi við óskir og tillögur fulltrúa þeirra iðnstétta, sem hér eiga hlut að máli. Einnig er byggt á þeirrd reynslu, sem fékkst á árunum 1959—’60, þegar stutt reynslu- námskeið voru haldin fyrir sömu stéttir í samráði við byggingar- nefnd Reykjavíkur. Námstimi þessa skóla er jafn langur venjulegu skólatímabili Iðnskólans í Reykjavík, tveir mánuðir auk prófa. Kennarar og fyrirlesarar eru milli 15 og 20 úr flestum stéttum og embætt- um, sem byggingarmeistarar í Reykjavík þurfa að hafa sam- skipti við. Kenhsla fer fram eftir kl. 5 á daginn, nema á laugardögum þegar verklegar tilraunir eiga að fara fram. Það háir reyndar mjög allri verklegri kennslu við Iðnskólann hve húsnæði til slíkr- ar kennslu er þar ennþá af skorn um skammti, en vonir standa þó til að úr því megi bæta í náinni framtíð með byggingu nýrrar álmu við skólann, sem yrði ein- göngu ætluð verkkennslunni. Jafnhliða þeirri kennslu, sem fram fer í Meistaraskólanum, og fyrst og fremst er miðuð við þarfir verðandi meistara sbr. of- anritað, fer fram kennsla í fram- haldsstærðfræði fyrir nokkra nemendur sem hyggja á frekara framhaldsnám, t.d. við erlenda framhaldstækniskóla eða skóla fyrir byggingafræðinga. Verður að líta á þessa starfsemi sem al gjöra nýlundu í starfsemi Iðn skólans og vonandi að. hún gefi góða raun. Við setningu Meistaraskólans sl. mánuði var meðal viðstaddra Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna Flutti hann við það tækifæri skólanum góðar óskir, rakti í stuttu máli baráttu landssam bandsins fyrir bættum möguleik um iðnaðarmanna til hvers kon ar náms og framhaldsmenntunar Þakkaði hann menntamálaráð herra fyrir góðar undirtektir hans við þessi mál og öðrum þeim, sem stuðlað hefðu að fram gangi þeirra. Þó að margt og mikið væri ennþá óleyst taldi hann ástæðu til að gleðjast yfir hverjum nýjum áfanga, sem náð væri, og óskaði mönnum þess, að vel mætti til takast að þessu sinni. Nemendafjöldi í skólanum varð svo mikill, þegar innritun var Aðalfundur S/ysavarna- deildarinnar Ingólfs AÐALFUNDUR slysavarnadeild- arinnar „Ingólfs“ var haldinn húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð, sunnudaginn 27. janúar s.l. Formaður deidarinnar setti fundinn og stjórnaði honum. Minnst var þeirra, sem farizt höfðu af slysförum á árinu 1962, en þeir voru 54, en auk þess höfðu 9 dauðaslys orðið í janúar mánuði 1963. Þá minntist formaður á helztu þætti í starfi deildarinnar á s.l. ári en þeir voru fjársöfnun, björgunarsýning um lokin, út- varpskvöld daginn fyrir loka- daginn. Þá gat formaður þess að minnzt hefði verið 20 ára af mælis deildarinnar 15 febr. 1962 með ánægjulegri samkomu i Slysavarnarfélagshúsinu. Nokkur aukning á félagatali hafði orðið á árinu, og á síðasta aðalfundi var samþ.<:kt að hækka ársgjöld félagsmanna upp í 50.00 kr. Þá minntist formaður á starf björgunarsveitarinnar Ingólfs og þakkaði henni fórnfúst starf, einnig var í því sambandi minnzt á og þak'kað fyrir gjöf kyenna deildarinnar í Rvík, sem var nær fatnaður, sokkar, peysur og nan- kinsföt handa björgunarsveitinni. Var gjöf þessi gefin í þakklætis og viðurkenningarskyni fyrir störf sveitarinnar. Þá gerði gjaldfcerinn grein fyrir fjárreiðum félagsins liðnu ári, ársgjöld félagsmanna voru 60.000.00 kr. en tekjur af merkjasölu rúmlega 40.000.00 kr. f gjöfum og lögbundnum fram- lögum til SVÍF voru afhentar 100.000.00 voru það rúmlega all- ar árstekjur deildarinnar og minkaði því sjóður hennar nokk uð, en vegna afmælisins vildi stjórnin að framlag hennar til SVÍ yrði sem ríflegast að þessu sinni. Þá fór fram- stjórnarkjör: Sr. Óskar J. Þorláksson var kjörinnt formaður, en gjaldkeri Jón G. Jónsson. Endurskoðend- ur: Lárus Eggertsson og Haraldur Henrysson. Þá flutti forseti SVFÍ. Gunnar Friðriksson ávarp til fundarmanna. Nokkrar um- ræður urðu um öryggis og slysa varnarmál á fundinum og eftir- farandi tillögur voru samþ. Tillögur bornar fram af Henry Háldánarsyni.: ÖRYGGISMÁL. Aðalfundur Ingólfs 27. 1. 1963 beinir þeim eindregnu tilmælum til viðkomandi yfirvalda, að hert verði allt eftirlit með smábát um og öryggisútbúnaði þeirra Til tryggingar framkvæmdum þeim efnum verði Skipaeftirlits mönnum á hverjum stað gert að skrásetja allar fleytur í sínu um dæmi, þar sem þess er getið, hver sé eigandi bátsins og í hvers umsjá hann sé og auk þess skal þar vera lýsing á bátn um og búnaði hans. Þá verði hverjum bát skylt að hafa skrá' setningarnúmer, líkt og bifreiða eftirlitið notar. Sé bátnum eitt- hvað að vanbúnaði, fjarlægi eftir litsmaðurinn skrásetningarnúm erið og verði þá notkun bátsins óheimil. Fundurinn vítir það öryggis leysi á togurum og öðrum skip um, þar sem svo er ástatt, að óloftþétt og óvatnsþétt op eða milligangur skuli vera mil'li mannaíbúða og lestarrýmis og finnst fundinum ábótavant ef slíkt er ekki í bága við nú- gildandi reglugerðarákvæði um skipaeftirlit. Fundurinn harmaf það eftirlitsieysi og þann skort á ábyrgðartilfinningu sem því mið ur kemur alloft fram hjá ýms- um aðilum og einstaklingum þeg ar öryggisbúnað og aðgæzlu- þörf er að ræða og leyfir fund- urinn að skora á almenning að vera ávallt vakandi og jafnan á verði til að forðast slysin. Aðalfundur Ingólfs 27. 1. 63. skorar á Skipaeftirlit rí'kisins að beita skipaskoðunarlögunum með fuHri röggsemi og leyfa hvorki undanþágur né undanbrögð frá settum reglum og að strangt verði tekið, bæði á með því að brjóta öryggisákvæði laganna. Með tilliti til fenginnar reynslu af gúmmíbátum verði fyrirskip- að, að hafa bátana með festar- umgjörð og átakateygju. Þá verði bátarnir einnig útbúnir annað hvort með neyðarsendi eða sjálfvirkum radiosendibaujum. Athugaðir verði möguleikar á því að útbúa bátana með tvö- földum loftkúlum. Þá skorar fundurinn á skipaeftirlitsmenn og skipstjórnarmenn að leggja meiri áherzlu á eftirlit og við hald venjulegra björgunarbáta og gefa meiri gaum að þeim framförum, sem orðið hafa í smíði þeirra og útbúnaði síðustu árin. Fundurinn leggur sérstaka á- herzlu á að fram verði látin fara nákvæm rannsókn á orsökum þess hve oft nýjum og sterkbyggð um skipum hefur hvolft eða þau farizt í rúmsjó síðustu árin. Þá gerir fundurinn það að tillögu sinni til Skipaskoðunar ríkisins, að á skoðuð skip verði sett, við hverja skoðun, sérkennileg og á berandi merki þess, að skoðun hafi farið fram, svo það sé sýni- legt áhöfninni og hverjum sem vill fullvissa sig um það. Tillaga frá björgunarsveit Ing ólfs. „Aðalfundur svd. Ingólfs bein ir þeim tilmælum til stjórnar S.V.F.Í. að hún hlutist til um að settar verði upp merkjasteng ur á eyjarnar hér í sundunum." Hugmyndin með merkjastöng um er að menn sem lenda í þessum eyjum og þurfa aðstoðar með, geti sett um veifur á steng urnar og þannig vakið á sér at- hygli. Á fundinum var og samþykkt eftirfarandi tillaga varðandi um ferðamál. Aðalfundur Ingólfs 27. 1. 1963 telur mikinn vanda við hina auknu umferð í bæjum og á þjóðvegum og heitir á stjómar- völdin að spara hvorki fé né aðgerðir til að leysa þessi mál á sem farsælastan hátt. Þá þakk ar fundurinn Slysavarnarfélag- inu og lögreglunni hinar ágætu og stöðugu aðvaranir í útvarpinu til ökumanna og annara vegfar- enda og telur að þær hafi gert mikið gagn. Fundurinn þakkar Ríkisútvarpinu alveg sérstaklega, það rúm sem það hefur góðfús- lega látið í té fyrir þessar ör- yggis-tilkynningar. ings. lokið, að hverfa varð að því ráði að skipta í tvær deildir, en var þó alls ekki gert ráð fyrir að til slíks kæmi, þegar innritun hófst Er nú starfað í tveim fullum bekkjardeildum og varð að vísa nokkrum mönnum, sem sóttu um eftir að innritun lauk frá, vegna þrengsla og þess, að ekki var hægt að koma á fót fleiri deild um að þessu sinni. Ekki er að svo stöddu hægt að segja með vissu um framhald þessa skóla í haust, en frekar er gert ráð fyrir að byrjað verði aftur þá, og e.t.v. á víðari grund- velli og miðað verði við þarfir fleiri iðngreina. Gildran sýnd á Akranesi Akranesi. 15. marz: — Gildran, leikrit eftir franska skáldið Robert Tomas, er nú 1 æfingu hjá Leikfélagi Akraness. Leikstjóri er Höskuldur Skag- fjörð. Ungur Ólafsfirðingur, Daniel Williams, leikur aðalhlutverkið, sem hann hefur áður farið með nyrðra. Leikendur eru sex og hefjast sýningar um næstu mánaðamót. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.