Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 12
12
MORCvisnr. á ðið
Laugaradagur 23. marz 1963
Tónlistarskólinn
fluttur
í nýtt húsnæöi
TÓNLISTARSKÓLINN hefur nú
fyrir skömmu flutt starfsemi
sína í hið nýja hús Tónlistar-
félagsins við Skipholt, þar sem
Tónabíó er einnig til húsa.
Fréttamaður og Ijósmyndari
Morgunblaðsins brugðu sér fyrir
nokrum dögum í heimsókn til
skólastjórans, Jóns Nordal.
— Hvenær fluttuð þið hingað?
— í byrjun febrúar. Húsið
er að vísu ekki alveg fullbúið,
en við vorum mjög fegin að
fiytja, þar sem við höfum ver-
ið á hrakhólum síðan í baust.
Við héldum, að öllum fram-
kvæmdum yrði lokið áður en
kennsla hæfist síðastliðið haust
og létum menntaskólanum eftir
Þrúðvang. Urðum við að taka
á leigu herbergi víðsvegar um
bæinn og sumir kennaranna
kenndu heima hjá sér. Þetta var
ekki líkt neinum skóla.
— Hve margir nemendur eru
nú í skólanum?
— Um tvö hundruð eins og
undanfarin ár. Nemendafjöldinn
verður ekki aukinn, þót við séum
komin í nýtt húsnæði. Við mun-
um reyna að bæta kennslpna
og auka fjölbreytni hennar.
— Hvað eru kennararnir marg-
ir?
— Þeir eru 29 alls, en margir
þeirra eru ekki fastir kennarar.
Hverjar eru helztu námsgrein-
arnar?
— Við kennum á píanó, orgel
og flest hljómisveitarhljóðfæa-i,
að mestu í einkatímum, og svo
tónfræði, tónlistarsögu o. fl. í
flokkum. Hér er einnig söng-
deild og söngkennaradeild. Eftir
tveggja ára nám í kennaradeild-
inni fá nemenurnir réttindi til
söngkennslu í skólum, en fyrra
árið sækja þeir nokkra tíma i
Kennaraskólanum.
Rögnvaldur Sigurjónsson (t.v.) og skólastjórinn, Jóp Nordal, fyl
gjast með leik Erlends Jónssonar
Björn Olafsson ásamt nemendum sínum Unni Ingólfsdóttur
Leiðrétting frá hljóm
plötudeild STEFS
1 LESBÓK Morgunblaðsins sl.
sunnudag birtist símaviðtal við
sunnudag biriist símaviðtal við
Helga K. Hjálmsson for-
stjóra Hljóðfæraverzlunar Sigríð
ar Helgadóttur undir fyrirsögn-
inni „STEF vill fá tvöfaldan
skatt af íslenzkum lögum“. Enn-
fremur segir forstjórinn orðrétt
í símaviðtali þessu: „Nú er ís-
lenzka STEF að krefja okkur
um aukagreiðslu fyrir íslenzk
lög, sem við höfum gefið út, en
við greiðum STEF-gjald erlend-
is af hverri plötu. Þannig yrði
STEF-gjaldið tvöfalt og er þá
líklegt, að við myndum hætta
að gefa íslenzku lögin út, yrðum
að binda okkur við þau erlendu."
Þessi ummæli forstjórans eru
algerlega röng.
Hið rétta í málinu er það, að
framvegis mun STEF annast
innheimtu á höfundagjaldi því,
sem hinir íslenzku plötufram-
leiðendur greiddu áður erlendis
til Nordisk Copyright Bureau í
Kaupmannahöfn.
Náðist um það samkomulag
fyrir nokkru við Nordisk Copy-
right Bureau, að STEF veiti
framvegis leyfi til upptöku ís-
lenzkra tónverka á hljómplötur,
sem ætlaðar eru til sölu hér í
landinu, svo og til upptöku er-
lendra verka með íslenzkum
texta. Jafnframt að STEF inn-
heimti framvegis höfundagjöld
þau fyrir upptökurétt, sem áður
var innheimt erlendis af Nordisk
Copyright Bureau.
Það sem gerzt hefur er því
einfaldlega það, að meðferð
þessara réttinda og innheimta
höfundalauna, sem áður var í
höndum Nordisk Copyright
Bureau, flyzt nn í landið.
Fullyrðing Helga K. Hjálms-
sonar um, að STEF krefjist nú
tvöfalds gjalds af plötuframleið-
endum er því algerlega út í
hött.
STEF vill að sjálfsögðu stuðla
að því, að sem mest sé gefið út
af hljómplötum með íslenzkum
tónverkum og hafa undanfarið
staðið yfir mjög vinsamlegar
samningaviðræður um mál þessi
í heild milli STEFs og eins af
fyrirsvarsmönnum plötuframleið
enda. Verða íslenzkir plötufram-
leiðendur að sjálfsögðu að sætta
sig við að greiða höfundagjöld í
samræmi við alþjóðareglur og
venjur hér að lútandi.
Rétt þykir að nota tækifærið
til þess að vekja athygli á því
að plötuframleiðendum ber
framvegis að snúa sér til STEFs
og tryggja sér fyrirfram leyfi
til útgáfu íslenzkra tónverka á
plötum, svo og til útgáfu er-
lendra tónverka með íslenzkum
textum.
Frá hljómplötudeild STEFs.
(t.v.) og Helgu Hauksdóttur
— Á hvaða tíma er kennt?
— Á ýmsum tímum dagsins.
Flestir nemendanna eru í öðr-
um skólum eða þá í vinnu, svo
að ákveða verður hentugan tíma
fyrir hvern einstakan.
— Á hvaða aldri eru nemend-
urnir?
— Það er mjög misjafnt. Flest
ir eru á aldrinum 12 til 20 ára.
Fáir eru undir 10 ára, enda
reynum við að komast hjá að
taka byrjendur, en hafa heldur
skólann eins konar framhalds-
skóla. Það er miklu hentugra,
að nemendurnir hafi einhverja
Kennslustund í tónfræði. Jón
undirstöðumenntun í tónlist áðuir
en þeir koma í skólann.
— Á hvaða hljóðfæri læra
flestir?
— Tæplega helmingur lærir
píanóleik. Reynt hefur verið að
fá nemendur til að læra á önn-
ur hljóðfæri og talsvert orðið
ágengt, t.d. hefur verið stofnuð
strengjahljóimsveit í skólanum.
— Hvenær tókuð þér við stjórn
skólans?
— 1959. Ég tók við af Árna
Kristjánssyni, en á undan hon-
um var dr. Páll ísólfsson, sem
var .skólastjóri í 25 ár, allt frá
stofnun skólans.
★ ★
Jón fer nú með okkur í heim-
sókn til Rögnvalds Sigurjóns-
sonar, yfirkennara framhalds-
deildar skólans, þar sem hann
er að kenna einum nemenda
sinna, Erlendi Jónssyni, píanó-
leik. Rögnvaldur hefur verið
fastur kennari við Tónlistarskól-
ann síðan 1945. Harm hefur nú
17 nemendur.
Erlendur er 14 ára og nem-
andi í Gagnfræðaskóla Austur-
bæjar. Rögnvaldur segir okkur
að hann sé ekki síður duglegur
í þeim skóla, — hæstur í sín-
I um bekk. Þetta er fjórða ár Er-
lendar í Tónlistarskólanum.
í næstu stofu hittum við fyrir
Björn Ólafsson, yfirkennara
strengj'adeildarinnar, ásamt
tveimur ungum stúlkum, sem af
honum nema fiðluleik. Þær eru
Unnur Ingólfsdóttir, 11 ára nem-
andi í Laugarnesskóla, og Helgu
Hauksdóttir, stúdent frá Mennta
skólanum í Reykjavik, sem nú
leikur í Sinfóníuhljómsveitinni
og er konsertmeistari skóla-
hljómsveitarinnar. Er við förum
halda þau áfram að æfa C'hac-
onne í g-moll eftir Tommaso
Vitali.
Næst komum við inn í tón-
fræðitíma til Jóns Þórarinssonar,
sem er yfirkennari hljómfræði-
deildarinnar. Nemendur hans nú
eru tilvonandi söngkennarar.
Þeir eru átta talsins, og standa
í hálfhring fyrir framan píanó-
ið, sem Jón situr við.
Einn nemendanna, Guðmund-
ur Gúðtorandsson hefur kennara-
þróf og tökum við hann tali.
— Hvenær laukst þú kennara-
prófi, Guðmundur?
— Fyrir tæpum þremur árum,
og síðan hef ég kennt söng í
Vogaskóla.
— Getur þú kennt með skól-
anum?
— Það er erfitt ,en ég geri
mit bezta. Maður þarf að leggja
sig allan fram.
— Herjar eru helztu náms-
grenarnar í kennaradeildinni?
— Greinarnar eru talsvert
margar, hljómfræði, kennslu-
fræði, blokkflautuleikur, heyrn-
arþjálfun, kórstjórn, raddbeit-
ing o.fl. Við lærum einnig píanó-
leik hjá Ásgeiri Beinteinssyni.
— Heldur þá að að stofnun
þessarar deildar sé ti-1 mikilla
bóta fyrir söngkennslu hér?
— Já, ég tel það. Mér finnst
þó að auka mætti til muna æfinga
kennslu, því að vandinn við
kennslu er alltaf sá, að matbúa
efnið þannig, að nemandunum
þyki það skemmtilegt. Það verð-
ur ekki gert nema með einhverri
praktiskri reynslu.
Þórarinsson kennir tilvonandi söngkcnnuruin. Guðmundur Gu9
brandsson er þriðji frá vinstri.