Morgunblaðið - 23.03.1963, Page 16
16
MOnCVNBLABIB
Sjálfsbjörg hefur elfzt mjög á
undanförnum árum
NÚNA UM helgina hélt Sjálfs-
björg, Landssamband fatlaðra,
stjórnarfund, en þeir eru haldnir
tveir á árinu, þar sem fulltrúar
utan af landi mæta. Félagsskap-
urinn hefur eflzt mjög á undan
fömum árum og víða komið sér
upp aðstöðu til rekstrar á vinnu
stofum.
Framtíðarbygging
í Fossvogsdal.
Sjálfsbjörg hefur sótt um 10
þús. ferm. lóð í Fossvogsdal, þar
sem ráðgert er að framtíðarbygg
ing landssambandsins rísi, sem
verður hvort tveggja í senn dva!
arheimili og vinnustofa fatlaðra.
En mikill skortur er á slíkum
dvalarstað, þar sem víða er ekki
aðstaða til að hafa fatlaða á heim
ili. En í Fossvogsdal gætu þeir
unnið fullan vinnudag margir
hverjir, þar sem vinnustofa yrði
á sama stað og sniðin við þeirra
hæfi. Þar er og ráðgert að koma
upp þjálfunarstöð fyrir lamaða og
loks verður sköpuð aðstaða til
að taka á móti lömuðu fólki utan
af landi, sem hingað kemur til
náms eða lækninga. En t.d. geta
þeir, sem eru í hjólastólum, ekki
búið I venjulegri íbúð nema með
mikilli aðstoð.
Landssamband fatlaðra telur
nú á 7. hundrað manns og eru
styrktarfélagar svipaðir að tölu.
Samtökin eiga víða miklum skiln
ingi að fagna og í auknum mæli,
enda gengur það furðu næst, hve
miklu þau hafa fengið áorkað á
þeim fáu árum, sem þau hafa
starfað.
Ógerningur er að áætla, hve
margir eru fatlaðir hér á landi.
En samtökin hafa nú i undir-
búningi skýrslugerð þar að lút-
andi og mun í fyrsta áfanga látið
sitja við þá, sem eru meðlimir
að samtökunum. En fjármagn
skortir til að gera heildarskýrslu
yfir landið að sinni.
Miklar framkvæmdir.
10 félagsdeildir eru nú í lands
sambandinu, í Reykjavík, á ísa-
firði, Sauðárkróki, Siglufirði, Ak
ureyri, Húsavík, í Vestmanna-
eyjum, Bolungarvík, Árnessýslu
og Keflavík. Félagið í Reykjavík
hefur í undirbúningi rekstur
vinnustofu í eigin húsnæði að
Marargötu 2, þar sem fyrirhugað
er að koma upp saumastofu til að
byrja með.
Á ísafirði er í undirbúningi
rekstur vinnustofu í samvinnu
við Berklavörn í húsnæði, er fé-
lögin keyptu á árinu, en Sjálfs-
björg hefur haft vísi að vinnu
stofu á ísafirði frá 1959. í hinu
nýja húsnæði er ráðgert að hafa
Laufey Bjarnadóítir
Fædd 18. maí 1908. — Dáin 1. janúar 1962.
Ljúf er sú minning um ljósbjartar stundir,
ljómann, sem geislaði hvarvetna — þá,
það voru gæfu og gleðinnar fundir.
— Gott var að Ijfa — og vona og þrá.
Þá varstu, Laufey, — sú rósin hin rjóða,
rótsterk og fögur — á vaxandi meið;
blómstrandj, vel, — útí vorinu góða,
— við þér og blasti hin sólhvíta leið.
Þú hafðir ungljngur barist — og borið
brandinn — og sigrað, — og nú stóðstu frjáls!
Þessvegna Laufey mín, — þráðirðu vorið,
— þar var svo auðvelt að vekja til báls
neistann, sem brann þér í brjóstinu ungu,
— brennandi lífsþrá í hjarta þér bjó.
— Svo þegar tápmiklar telpurnar sungu,
tindrandi, sólfógur veröldjn hló.
Þá voru dagarnir þakkaðir honum,
— þeim, setn að veitir óskir og þrár.
— Fylltist þá brjóst þitt af bænheitum vonum,
blikuðu í augum þér gleöjnnar tár.
Minnist ég vina — og fagnaðarfunda;
fór þá vor kæti, sem eldur um rann.
Nutum við oft þeirra yndælu stunda,
— ætíð vor hugur þar Ijósgejslann fann.
Liðu svo árin — og örlögin spunnu
um þig sinn fasthelda, þéttriðna vef,
stóðstu þó æ — meðan eldamir brunnu,
— aldrei þú taldir hin þungbæru skref.
Lengi þú barðist í storminum stríða
er slekkur að lokum hvert einasta bál,
þó vissu fáir hvað þú máttir líða,
þrautpínd á taugum og líkama og sál. —
Gerðist nú skörðóttur varnanna veggur;
virkjð er fallið — og kólnað er glóð. —
— Yfir þig Drottinn vor líknar hönd leggur,
leiðir þig héðan, — á himnanna slóð. —
Kveðjum við þögul og þakklát í hjarta
þig, — sem að studdir og gafst okkur þor.
— Enginn mun gleyma hvað brosið þitt bjarta
börnin þín minnti á sólskin og vor. —
Guðmundur Sigurðsson.
fundarsal og vinnustofu og loks
hefur þar verið innréttuð búð,
þar sem seldar verða vörur frá
öðrum örorkufélögum. Algjör
helmingaskipti verða milli félag
anna.
Félagið á Sauðárkróki keypti
hús á árinu og hefur byggt við
það. Þar stendur til að koma
upp „plast“-iðnaði og verður hús
ið tilbúið í marz n.k.
Félagið á Akureyri er langt
komið með byggingu sína á Ak-
ureyri, en þar er saumastofa fyrir
huguð svo og er ráðgert að skapa
þar aðstöðu til að vinna að ýms-.
um verkefnum öðrum.
Félagslíf hefur verið gott inn
an landssambandsins, þó háir fjar
lægð milli meðlima félagsstarfmu
á sumum stöðum.
Stjórn Sjálfsbjargar skipa: —
Theodór A. Jónsson, form.; Sof-
onías A. Benediktsson, varaform.;
Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari; Eirík
ur Einarsson, gjaldkeri; _ Adolf
Ingimarsson, Akureyri; Ingibjörg
Magnúsdóttir, ísafirði; Konráð
Þorsteinsson, Sauðárkróki og
Þórður Jóhannsson, Hveragerði.
Framkvæmdastjóri er Trausti
Sigurlaugsson.
Hér á myndinni sést Helgi Þorleifsson við prjónavél á vinnustofu
Sjálfsbjargar á ísafirði, en hún mun innan skamms flytja í ný
húsakynni.
Vandamálin í ellinni
FYRIR nokkrum dögum var
hafinn mikill áróður í þýzka
sjónvarpjnu í því skyni, að vekja
athygli og áhuga þjóðarinnar á
miklu velferðar og nauðsynja
máli, — en það eru vandamál-
in í ellinni. Og um leið var haf-
in fjáröflun.
Er hér um Sjónvarpshapp-
drætti að ræða, og eru vinn-
ingar 190 bifreiðar og 100 ferðir
víða um lönd. —
Margir kunnustu listamenn
Þýzkalands munu í þessum mán-
uði koma fram í sjónvarpinu á
hverju kvöldi, og er gert ráð
fyrir að þátttaka almennings
verði mikil í happdrættinu, en
hver miði kostar DM. 5.00.
„Kuratorium Altershilfe Deuts
chland“ —eða þýzka ellihjálpin,
eru samtök, sem skipuð eru
tveim fulltrúum frá hverju sam
bandslandanna, en forseti þeirra
er Dr. Lúbke forseti Sambands-
lýðveldisins.
Á sjöundu milljón manna eru
yfir 65 ára og eldri — Vestur-
Berlín meðtalin, — rúmlega 3,5
milljónir konur og yfir 2,5 milj.
karlar. Aðeins 4% af þessu fólki
býr á elliheimilum eða / og
íbúðum fyrir eldra fólk og er tal
ið að vistpláss þurfi fyrir 800.000
manns til viðbótar. Er því gífur
legt átak, sem gera þarf til þess
að koma þessum málum í við
unandi horf og mun ætlun þess
ara nýju samtaka að vekja þjóð
ina til atorku og framkvæmda
á þessu sviði, — og er þjóðverj-
um trúandi til, að leysa þetta
vandamál, enda er dugnaður
þeirra og skipulagsgáfa með
afbrygðum.
Nýlega átti ég tal við einn úr
stjórn þessara nýju samtaka,
Prófessor Dr. med. Réne Sehu-
bert yfirlækni í Núrnberg, —
en hann er nú meðal fremstu
lækna þjóðverja á sviði ellisjúk-
dóma. Kom prófessor Schubert
hingað til lands fyrir nokkrum
árum og flutti þá m.a. fyrirlest-
ur í Háskóla íslands.
Hefir hann síðustu árin unn-
ið mikið og merkilegt starf fyrir
eldra fólkið á viði heilbrigðis-
mála, og hefur m.a. flutt mörg
útvarpserindi og skrifað fjölda
blaðgreina um nauðsyn á, að
gefa málum ellinnar meiri gaum
en hingað til hefur verið gert á
Þýzkalandi.
Meðal þeirra útvarpserinda,
sem Prófessor Sohubert hefur
haldið eru þessi:
Aldurhlutföll í Þýzkalandi.
Að verða gamall án þess að
eldast.
Hollar lífsvenjur fyrir eldra
fólkið.
Hvað geta menn orðið gamlir?
Elliheimili í nútíð og framtíð.
íþróttaiðkun eldra fólksins.
Má af þessu sjá að margar
hliðar eru á vandamálinu, margs
þarf að gæta og margt þarf að
athuga. Veitti ekki af, að talað
væri í okkar útvarp meira um
þessi mál, en hingað til hefir
verið gert, enda mun það mála
sannast, að ekki verður þess
langt að bíða, að við verðum
komnir í sjálfheldu í þessum
efnum.
Fólkinu í landinu fjölgar ört.
Árið 1960 voru íslendingar
177.420, þar af 20.626 60 ára og
eldri Eftir 10 ár, 1970, er talið
að íbúatalan verði orðin 214.174
eða fjölgar um 36.754, en 60 ára
og eldri verði þá 25.725 manns.
Allt eru þetta athyglisverðar
tölur og vonandi að áður en langt
um líður verði farið að reyna
að búa betur í haginn fyrir eldra
fólkið. — Tryggingar eru góðar
svo langt sem það nær. — En
við þurfum að vekja samúð fólks
ins og skilning á málum ellinn-
ar- og annars verða þeir og þær
nokkuð mörg, sem komast á
sínum tíma að þeirri dapurlegu
staðreynd, að eldra fólkinu er
oft bókstaflega ofaukið. — Við
getum að vísu reist elliheimili
og hliðstæðar stofnanir,' ef fé og
framtak er fyrir hendi, — en
þá getur vantað það, sem mestu
skiftir, fólk, sem vill vinna fyrir
hugsjón, vinna fyrir aðra —-
líkna öðrum. Þetta fólk er farið
að verða sjaldgæft á íslandi, eins
og reyndar svo víða annarsstað-
ar, — og hér er það, að ég held,
að hlutverk kirkju og safnaða
sé í framtíðinni. — Kirkja og
söfnuðurinn þarf að taka for-
ystu í þessum málum og þá trúi
ég, þvi að skilningur fólksins og
samúð vakni og þá verður hægt
að reisa ag starfrækja heimili
fyrir eldra fólkið víðsvegar í
landinu.
Mrgir hafa að sjálfsögðu á-
huga á þessu merkilega máli, og
ef einhver, sem les þessa grein,
vildi ræða málið við mig eða
skrif um það, þá þætti mér vænt
um það. — Þetta er ekki neitt
einkamál mitt heldur mál okkar
allra.
Gísli Sigurbjörnsson.
Hátíðleg jarðarför systur
Ellzabetar I Stykkishúlmi
í GÆR fór fram frá kaþólsku
kirkjuinni jarðarför Maríu Elíza-
betar, reglusystur í St. Fransisku
regluinni, en hún var með fyrstu
systrunumi, sem komu hingað
til Stykkisihó'lms fyrir tæpum 30
árum, og hófu hér starfsemi
sjúkrahússins. Þær höfðu ekki
starfað hér lengi þegar þær komu
á tómstundarstarfsemi fyrir börn
og unglinga og hefur það hald-
izt fram á þennan dag og ekki
er of mikið sagt, að þarna var
fórnfúst meniningarstarf unnið,
án þess að hugsa um hvort eitt-
hvað kæmi í aðra hönd. Gleði
y.fir starfinu og ánægja birtist
í því að geta glatt hina ungu
og sagt þeim til vegar.
Hlutur systur Elízabetar var
stór í þessu máli og þau ung-
menni verða ekki talin með
tö'lu sem hún af þolinmæði og
vandvirkni leiðbeindi og hversu
nærgætni hennar og umgengni
uim sálir hinna imgu var til fyrir-
myndar. Þetta sást glöggt við
jiarðiarföirina í dag, því mörg
börn fyl.gdu henni til grafar.
Hólabiskup, Jóhamnes Gunnars-
son, flutti minningarræðu, en
Frans Ubaghs jarðsöng.
Athöfnin var hin hátíðlegasta
og alls voru fjórir prestar við-
staddir.
Stykkishó']msbúar kveðja hina
látnu-með virðingu og þakklæti.
Á. II.
Einmuna veður-
blíða í Kjós
VALDASTÖÐUM í KJ;ÓS, 17.
marz. — Hér eins og annars stað
ar á Suðurlandi hefir verið ein-
muna veðurblíða síðan um jól,
svo að segja má, að vart hafi
frosið á polli. Og nú er klaki sem
óðast að fara úr túnum.
Fyrir nokkru spilltust végir
hér í sveitinni, svo að þeir urðu
ófærir þungum bílum, og eru
sumir þéirra ófærir enn þá, þrátt
fyrir þurrviðrið síðustu daga.
Misiingar gengu hér fyrir
nokkru, en munu nú að mestu
eða með öllu gengnir um garð.
Aftur hefir innflúenza lítið
breiðzt út. St. G.