Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 18

Morgunblaðið - 23.03.1963, Side 18
18 MORCVNBL4ÐIB Laugaradagur 23. marz 1963 Sæmundui G. Jóhannesson, Akureyri: Stundaöi ekki „kukl“ Á sléttum Dýragarðsins í Kaupmannahöfn. Erik Balling, forstjóri, á Kjána, Claus Balling á Loga frá Hofsstöðum og Gunnar Jónsson á Sokka sínum. Myndin var tekin í desember. — Sö&lagesfur Framhald af bls. 7. Þetta eru fyrstu kynni Dana af íslenzkum reiðbestum síðan Búnaðarfélag íslands tók upp þessa kynningarstarfsemi er- lendis. Þessir hestar hafa nú eignast óteljandi aðdáendur, sem stöðugt heimsækja reið- skólann í Hjortekær til að sjá Þá og fá leyfi til að skreppa á bak. „Hvernig getum við fengið svona reiðhesta frá fs landi?“ er í sífellu spurt. „Það er svo örðugt, að það fæst helzt enginn til að reyna það. Þrátt fyrir regluleigar ferðir milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar, er það „bloker uð“ leið fyrir hesta. Mig tók það nærri heilt ár að fá hesta mína frá Reykjavik, og þeg- ar þeir komu, þurfti ég að sækja þá til Hamborgar". Þetta er svar Gunnars Jónsson ar. Balling-fjölskyldan. Balling framkvæmdastjóri Nordisk-Film, sem menn kann ast við heima, þar sem hann kvikmyndaði „79 af stöðinni“, skrapp á bak ljósu merinni hans Benedikts Árnasonar, leikara, á Mosfellsheiði í sum ar, klæddur sparifötum. Áð- ur hafði hann ekki þekkt ann að en Pegasus af ættum hesta. Merin flaug og Balling flaug — og fékk „sýkina“. Nýlega fékk hann hingað, komandi frá Hamborg með ærnum kostnaði, fífilbleikan hest úr höndum Höskuldar hesta- manns. Fékk hann nafnið „Kjáni“, er hingað kom. Leik ur mér grunur á, að innbiást urinn til nafngiftar sé kominn fná Gunnari Eyjólfssyni, leik ara, því að hann segir orðið af mikilli list í nærveru Krist bjangar Kjeld (Gógóar) í minnisstæðri sviðssetningu hins frjóa leiks. Korna Og tveir synir Ball- ings hafa „smitast". Það er svona að kalla friður innan fjölskyldunnar, síðan Kjána rann mesta haustspikið og ég hafði lagfært í honum yndis- sporið, en hann var nokkuð skeiðgenigur í fyrstu. Eldri sonur Ballings, sem Claus heitir, og kominn er á þann aldur, að hann fylglr for eldrum sínum í höfðingjaveizl ur hefur getið sér orð fyrir hofmóð í seinni tíma. Hann gengur á röð veizlugesta og kannar, hvort þeir geti nokkuð um hesta rætt. Finni hann engan slíkan kveður hann og fer. Þannig gæti ég haldið áfram með sögur og frásagnir enda- laust. Hesturinn okkar flytur fóikinu hvarveitna gleði, fjöl breytni og ævintýri. í GAMANSAMRI grein, er birtist í Mbl. 9. febr. sl. notaði sr. Benjamín nokkur mjög óheppi- leg orð um Krist, að hann hefði fengizt við „kukl“. Þessi ákæra er sannarlega röng, hvaðan sem hún er runnin, hvort sem hún er frá mönnum eða Satani sjálf- um. Orðið kukl merki galdra, en galdrar eru mök við myrkrahöfð- ingjann, djöfulinn, þar sem full- tingis hans er leitað. Samtíðar- menn Krists, Farísearnir, sögðu sumir, að hann ræki út illa anda með fulltingi Satans. Hann sagði hins vegar, að þeir hefðu með þessum orðum drýgt þá synd, sem aldrei yrði fyrirgefin, hvorki í þessum heimi né í hinum kom- andi. Kristur neitaði algerlega ákærunni um kuklið, mökin við djöfulinn. „En átti ekki Kristur mök við anda þarna á fjallinu, þegar þeir Móse og Elía birtust honum? Var þetta ekki nokkurs konar miðils- fundur?“ Þannig hafa menn spurt, og þetta liggur í orðum sr, Benjamíns. Þegar við lesum frásöguna í guðspjöllunum, sjáum við, að Kristur er að biðjast fyrir, þegar tveir MENN — ekki tveir andar — birtast honum. Það eru þeir Móse og Elía. Þeir eru að tala við hann um burtför hans, dauða hans, sem fyrir honum lá í Jerúsa lem innan skamms. Á eftir þeim kemur bjart ský, og úr skýinu heyra lærisveinarnir rödd Guðs: „Þessi er minn elskaði sonur, senj ég hefi velþóknun á hlýðið á hann“. Þetta atvik á ekkert skylt við andatrú eða miðilsfundi nútím- ans. Samkvæmt II. Konungabók 2. kap. dó Elía spámaður aldrei, heldur fór hann lifandi til him- ins. Hann var því þarna sem lif- andi maður, ekki andi. Samtal við lifandi mann er ekki anda- mök. Móse var látinn mörgum öld- um áður. En biblían kennir upp- risu dauðra. Allir þeir, sem dáið hafa, munu rísa upp, hvort sem þeir vilja eða vilja ekki. Guð ræður því, hvenær þetta verður. Menn telja, að hann hafi reist Móse frá dauðum vegna þessa tækifæris, er hann og Elía voru sendir til að tala við Krist um milkilvægasta atburð allrar sögu mannkynsins: fórnardauða hans vegna synda mannanna. Þetta er rökstutt með skírskotun til Júdasarbréfsins 9. vers og Hebrea bréfsins 2. kap. 14. vers. En jafnvel þótt þeir Móse og Elía hefðu verið andar, en ekki menn gagnstætt því, sem bibilían segir, þá er ekkert það við frá- sögnina, sem gefi til kynna, að Kristur hafi á nokkurn hátt ver- ið að leita sambands við þá. Hann hefði aldrei farið að brjóta bann Guðs- við fréttaleit af fram- iiðnum. „Ég geri ætíð það, sem honum er þóknanlegt“, sagði hann. Hvernig væri það annars fyrir okkur sr. Benjamín báða, að við reyndum að fylgja betur en við höfum gert þeim fyrirmæium Guðs á fjallinu helga: að hlýða á soninn hans elskaða? Við mun- um hafa mjög gott af því, — og reyndar fleiri prestar og leik- menn líka. Vera má, að við sr. Benjamín ræðum saman um þessa hlið málsins, þegar við hittumst næst á götu á Akureyri. Siðast er við hittumst þar, fór hann að ræða um líkamninga á miðilsfundum. En ég sagði honum, að þá tæki ég fram „Andabraskið afhjúpað“, eftir Dunninger. Sæmundur G. Jóhannesson. Sjálfstæðisflokknum bez': treyst- andi fyrir málefnum sveitanna eftir Júlsus GÓÐIR sveitamenn og aðrir, sem unna íslenzkum sveitum. Senn líður að kosningum, en þær krefjast uppgjörs í hugum okk- ar, líkt og við áramót. Við öll slúk uppgjör er nauðsynlegt að srtaðreyndum sé ekki haggað, það breytir meiru en margur hyggur, hvar atkvæði okkar lenda við hverjar kosningar. Það er ekki fyrir það, að sitt sýn- ist hverjum hvernig slík reikn- ingsskil koma út. Hitt mun vera algengara að staðreyndir fá ekki að ráða. Fyrir þessar kosningar er ok'k- ur nauðsynlegt að bera saman vinstri stjórnina sálugu og nú- verandi stjóm og það er auð- veldast með því að skrifa nið- ur á blað loforð og efndir hverr- ar fýrir sig. Ég er sjálfur þeg- ar búinn að þessu og gildir einu, þó það komi fyrir almennings- sjónir, í von um að sem flest- ir horfi á staðreyndirnar, þegar gengið er til þeirra kosninga, sem í hönd fara. Of margir eru það sem láta áróðursmenn gefa sér ábendingu og fara eftir henni að óatfhuguðu máli. Þá skulum við fyrst líta á loforð Og efndir vinstri stjórn- arinnar og verður þá fyrst fyrir landlheigismálið, sem hún skildi við á því stigi að hættulegt var landi og lýð. Enginn veit hve illa hefði farið, ef hún hefði ekki gripið til þess ráðs að segja Þórðarson af sér, en það mál hygg ég að hafi verið höfuðorsök stjórnar- slitanna, því stjiórnimni hefur að sjálfsögðu verið það ljóst, hvað þjóðhættulegt var að það biði farsællar úrlausnar og hef- ur í því tilfelli metið meira þjóð- arheill en stundanhagsmuni flokka sinna. Þá er það brottför hersins, en loforðið um að láta herinn fara var það sem fleytti þeim i ráð- herrastólana sællar minningar, en eftir að þangað var komið hreyfði hún ekki því máli nema til hins gagnstæða. Málið var þannig að handlhægt var að grípa til þess sem kosningabeitu og einn af höfuðpauirum vinstri flokkanna sagði við mig, að um leið og sú stjórn yrði mynduð, þá yrði herinn látinn fara, já hver einasti hermaður. Þetta voru orð þess góða leiðtoga. Efnahagsmálunum átti nú eki að vera lengi að kippa í lag. Þjóðartekjurnar og þjóðar- auðurinn var að þeirra áliti í fárra manna höndum og þaðan yrði hann fljótt tekinn, aðeins ef hægt yrði að mynda vinstri stjórn og af alþýðu manna átti ekkert að taka. Nei, hún skyldi li'fa við batnandi lífskiör á kostnað hinna ríku. Já, ekki voru nú óglæsileg loforðin í þeim efn- um fyrir launþeganna. En hverjar urðu efndirnar í þeim efnum? Þær urðu á þann veg, að þegar ráðast átti að vand anum var byrjað á að rýra kjör verkmanna og allra launþega og er ekki sýnt hve langt hún hefði gengið á þeirri braut, ef ekki hefði legið fyrir hið bráðaðkall- andi vandamál í landihelgisdeil- unni. En svo hver fái sitt og skrattinn ekkert, vil ég segja henni það til hróss, að hún sagði af sér í tíma, svo enn var hægt að leysa landhelgisdeiliuna og koma málinu heilu í höfn. Af því sem að frarnan má sjá hefur vinstri stjórnin svo- kallaða verið með endemum og sú sögulegasta í allri sjálfsstjórn- arsögu íslendinga. Ekki get ég skilið svo við vinstri stjórnina margumtöluðu að ég minnist ekki á Framsókn- arflokkinn sérstaklega, ekki sízt af þvd að hann hefur talið sig vera bændaflokk öðrum flokk- um fremiur. Satt er það að lengi vel hafði hann sitt aðalfylgi í sveitum landsins, illu heilli, en það hefur hann nú notað til margra ára sam fórnarlömb á altari mammons við nýja land- vinninga í hinum þéttbýlari byggðum. Þetta má bezt sjá á framkvæmd samvinnuhreyfing- arinnar undir forystu SÍS og ef svo heldur áfram sem horfir í þeim málum, fæ ég ekki ann- að séð en það endi með gjör- eyðingu íslenzkra sveita og stofni lýðræði landsins í bráðan voða. í þessari stjórnartíð Framsókn ar var ekki haldið á lofti kröf- ' um sveitanna, einíaldlega vegna þess að hún hefur alltaf haft það til stjórnarsamvinnu að leggja, að á bændunum hefði hún öll tök og kröfur þeirra miðaðar við þarfir stjórnarinnar hverju sinni. Telja má víst, að aðgerðirnar í efnahagsmálun- um hefðu ekki farið út um þúf- ur, ef kamimarnir hefðu átt jafn stenk itök í verkalýðssamtökun- um, því hvoruga skorti áræði til að ganga frá gefnum loforðum. Vegna þess leyfi ég mér að fullyrða, að eigi sveitirnar að 'haldast í byggð, verða ítök Fram- sóknar þar að hverfa með öllu. Þegar núverandi stjórnarflokk- ar tóku við stjórnartaumunum, fyrst Alþýðuflokkurinn studdur af Sjálfstæðisfl'Okknum og síð- an báðir í ríkisstjórninni, var að sögn vinstri stjórnarinnar ekki björgulegt útlitið, en þeim hörmunigum sem þá blöstu við ætla ég ekki að lýsa hér. Það gerði þáverandi forsætisráð- herra, þegar hann baðst lausnar fyrir það fræga ráðuneyti svo rækilega, að ekki ætti að gleym- ast, vil aðeins segja, að á það stig hygg ég að enginn óski efna- haigsimálum vorum aftur. En hvernig núverandi stjórn- arflokkar snerust við þeim vanda, mun ég lýsa nokkuð, og láta sitaðreyndirnair tala. Með fyrstu störfum þeirra flokka var að leysa landhelgisdeiiuna og um leið að færa út grunnlínur að miklum mun og var það meira en við gátum vonazt eft- ir, eins og málunum var komið. Núverandi ríkisstjórn hóf efna hagsaðgerðirnar af festu og ein- urð. Hefur það sýnt sig í gegn- um aLlt hennar starf, að þar var komin stjórn, sem var vandan- um vaxin. Hún gaf engar gyili- vonir um að aimenningur skyldi lifa við batnandi liiskjör á kostn að hinna ríku. Forsætisráð- herra sagði í ávarpi til þjóðar- i innar, að viðreisnin yrði ekki framkvæmanleg, án þess að sjá fram á einhveija erfiðleika í bili, sem hann hafði þó sterka trú á að væru yfirstíganlegir. Þessi voru loforðin í efnahags- .málunum. Hún lofaði sem sagt að g'líma við þetta vandamól á þann hátt, að af því leiddi ekki meiri óþægindi fyrir allan lands- lýð en óhjákvæmilegt væri. Og nú, við lok þessa kjörtímabils, er óhætt að fullyrða, að hún hafi staðið við gefin loforð og nppfyLIt óskir kijó'Senda sinna sem annarra um viðreisn efna- hagsmálanna, og það svo, að við stöndum undrandi yfir ár- angrinum. Það ecr min trú, að þeir þjóð- félagsþegnar sem erfiðast áttu, hafi ekki beðið hnekki, heldur þvert á móti, og er það stjórn- arinnar hinn mesti sómi. Við skulum svo aðeins líta á viðbrögð stjórnarandstöðunnar gagnvart viðreisninni. Þau hafa verið þannig, að ósæmandi eir með öllu. Þó stjórnarandstöðu- flofckarnir hafi tafið fyrir full- um árangri viðreisnarinnar, þá verðuim við að minnast þess, að einhvers staðar veirða vondir að vera, því í ríkisstjórn mega þeir ekki koma. Það hefur einkennt þessa stjórnarandstöðuflokka báða, frá því þeir urðu til, að skjóta sér undan allri ábyrgð, oft á lúa- legan hátt, með það fyrir augum að græða á nauðsynlegum ea oft óvinsælum aðgerðum ann- arra. Þessi stjórnarandstaða á ekki að þurfa að verða hættu leg sem slík, ef við aðeins gerum okkur það ljóst, að þegar stór- yrðin og hamagangurinn er sem mestur, þá er ríkisstjórnin á réttri leið. Þetta ber okkur að hafa hugfast, þegar rædd er að- ild íslands að Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en í því máli þykir mér Framsóknarflokkurinn tefla Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.